Morgunblaðið - 08.08.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.08.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ REKSTRARHALLI hjá embætti lögreglustjórans í Reykjavík í árs- lok 2002 nam 40 milljónum króna og er stefnt að því að minnka hall- ann um helming á þessu ári. Ekki verða ráðnir lögreglumenn í þær stöður sem losnað hafa á undan- förnum vikum og mánuðum, en upplýsingar um hve margar stöður er um að ræða lágu ekki fyrir þeg- ar spurst var fyrir hjá lögreglunni í gær. Þá verður sem fyrr ekki ráðið í 26 stöður sumarafleysingamanna sem halda áfram námi sínu við Lögregluskóla ríkisins í haust. 295 stöðugildi eru hjá lögregl- unni í Reykjavík og eru um 260 stöður mannaðar fyrir utan sum- arafleysingamenn. Fæstir voru lögreglumennirnir haustið 2001, eða 250 til 255, en flestir 1998 til 1999, er allar stöður voru mann- aðar. Ekki er ráðið í laus- ar stöður COLUMBIA Ventures Corporation, móðurfyrirtæki Norðuráls á Grund- artanga og stór eigandi símafyrir- tækisins Og Vodafone, hefur komist að samkomulagi við eigendur bandaríska símafyrirtækisins CTC Communications. Tilboð Columbia Ventures upp á 32 milljónir dollara, eða nærri 2,5 milljarða króna, í öll hlutabréf CTC hefur verið tekið. CTC hefur gengið í gegnum end- urskipulagningu og endurfjármögn- un síðustu mánuði vegna rekstrar- erfiðleika en fyrirtækið hefur sérhæft sig í nýjustu breiðbands- tækni og gagnaflutningum og aðal- lega sinnt meðalstórum og stórum fyrirtækjum á norðausturströnd Bandaríkjanna, frá Virginíu til Maine. CTC hefur verið skráð á hlutabréfamarkað í Bandaríkjunum. Bjarni K. Þorvarðarson, fram- kvæmdastjóri þróunarsviðs Col- umbia Ventures, segir að þó að til- boði hafi verið tekið geti það tekið nokkra mánuði í viðbót að kaupin gangi í gegn. Columbia Ventures ætli sér að halda starfsemi CTC áfram í nær óbreyttri mynd, þannig að það geti staðið áfram í sam- keppni við stóru símafyrirtækin í Bandaríkjunum og boðið hagstæð- ari kjör. Bjarni segir að Columbia Vent- ures geti haft óbeint hagræði af þessari fjárfestingu fyrir aðrar fjár- festingar í fjarskiptaheiminum síð- ustu misserin, engin samlegðaráhrif séu þó af þessu vegna fjárfestinga á Íslandi. Fyrirtækið festi nýlega kaup á sæstreng milli Bandaríkj- anna og Evrópu, Hibernia Atlantic, auk þess sem það á 40% hlut í síma- fyrirtækinu Og Vodafone á Íslandi, sem varð til með sameiningu Tals, Íslandssíma og Halló. Haft er eftir Ken Peterson, for- stjóra Columbia Ventures, í erlend- um fjölmiðlum að töluverðir vaxtar- möguleikar séu í CTC og samlegðaráhrif með öðrum fjárfest- ingum vestanhafs. Columbia Ventures, eigandi Norðuráls á Grundartanga Tilboði tekið í bandarískt síma- fyrirtæki fyrir 2,5 milljarða Í GÆR var sett á Hótel Nordica tuttugasta þing norrænna skjala- varða. Það var forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sem setti þingið en það sitja rúmlega 360 skjala- verðir frá Norður- löndum. Í fréttatilkynningu frá Þjóðskjalasafninu segir að helsta við- fangsefni fundarins sé breytt staða skjala- safna í ljósi upplýs- ingasamfélags og op- innar stjórnsýslu. „Fjallað verður um nýjar kröfur sem leiða af al- mennri notkun netsins þar sem í æ ríkara mæli er unnt að sækja alls kyns fróðleik til safnanna. Jafn- framt verður fjallað um rafræna stjórnsýslu og þær kröfur sem hún gerir til varðveislu gagna á raf- rænu formi,“ segir í tilkynning- unni. Meðal fyrirlesara á þinginu eru pr. Peter Seipel frá Stokkhólmshá- skóla og dr. John McDonald frá Kanada. Þá verða haldnar mál- stofur um helstu viðfangsefni nor- rænna skjalasafna og gerð grein fyrir niðurstöðum nokkurra nor- rænna samstarfsverkefna. Í tilefni ráðstefnunnar opnaði Þjóðskalasafn Íslands tvær sýn- ingar. Önnur er helguð því að þrjú hundruð ár eru síðan heildstætt manntal var fyrst tekið á Íslandi. Á hinni sýningunni eru til sýnis þrjár íslenskar stjórnarskrár og er sú sýning haldin í tilefni þess að Danir hafa afhent Íslendingum skjalasafn Stjórnarráðs Íslands frá 1848 til 1904. Þá hefur Þjóðskjalasafn opnað nýjan gagnagrunn; Heimildir um íslenska sögu frá siðaskiptum til heimastjórnar. Þjóðskjalasafnið hefur einnig gefið út ný kynningarrit um safnið á íslensku, ensku og dönsku. Ræða um breytta stöðu skjalasafna Morgunblaðið/Þorkell Menntamálaráðherra sagði m.a. í ræðu sinni að ráðstefnan væri lýsandi fyrir þann metnað og þrótt sem einkennt hefði starf Íslensku menntasamtakanna frá stofnun þeirra. „Samtökin hafa borið með sér ferska vinda í íslenskt sam- félag og auðgað íslenska skóla- samfélagið,“ sagði hann. TÓMAS Ingi Olrich mennta- málaráðherra sagði í setningar- ræðu sinni við upphaf árlegrar ráðstefnu Íslensku mennta- samtakanna (ÍMS) í gær að einka- skólar gegndu mikilvægu hlut- verki í íslensku menntakerfi og að hann vonaðist til að hlutur slíkra skóla færi vaxandi. Auðgað skólasamfélagið Ráðstefna ÍMS ber heitið Mennt- un á 21. öldinni og fer hún m.a. fram í Háskólanum í Reykjavík næstu daga. Aðalfyrirlesarar á ráðstefnunni eru hjónin dr. Howard Gardner og dr. Ellen Winner. Gardner hefur m.a. fjallað um þá kenningu sína að hver mað- ur búi yfir mismunandi tegundum greindar. Spurningin eigi því ekki að snúast um það hversu greint barnið sé heldur á hvaða sviðum það sé greint. Ráðherra fjallaði einnig um þær breytingar sem orðið hefðu á ís- lenska skólakerfinu á undan- förnum árum. „Unnið hefur verið að valddreifingu í skólakerfinu og ýtt hefur verið undir sjálfstæði skóla.“ Sagði hann að það svigrúm sem lög og reglugerðir veittu grunnskólunum væri verulegt. Þeir hefðu því mikið svigrúm, ekki síst við val á kennsluaðferðum, til að mæta þeim markmiðum sem að- alnámskrá setti. „Ég held ég geti fullyrt það hér að núgildandi nám- skrá setur engar hömlur á að skólastjórnendur geti notfært sér hugmyndafræði þá sem Íslensku menntasamtökin byggja á.“ Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra við opnun árlegrar ráðstefnu ÍMS Hlutur einka- skóla fari vaxandi Morgunblaðið/Jim Smart STJÓRN söfnunar vegna rannsókn- ar flugslyssins í Skerjafirði afhenti í gær tæplega sjö hundruð þúsund krónur til unglingastarfs björgunar- sveita Landsbjargar. Í gær voru þrjú ár frá því þegar TF-GTI hrapaði í Skerjafirði með sex manns innanborðs. Þeir létust allir í kjölfar slyssins. Fjármagnaði óháða rannsókn Söfnunin var sett af stað til þess að fjármagna óháða rannsókn á tildrög- um slyssins. Bresku flugslysasér- fræðingarnir Frank Taylor og Bernie Forward voru fengnir til verksins. Í fréttatilkynningu frá stjórn söfnunar vegna flugslyssins í Skerjafirði segir að rannsókn Bret- anna hafi sýnt fram á agnúa á nið- urstöðum Rannsóknarnefndar flug- slysa og að í kjölfar skýrslu þeirra hefði samgönguráðherra sett á fót sérstaka rannsóknarnefnd undir for- ystu Sigurðar Líndals lagaprófess- ors. 5,2 milljónir söfnuðust Í fréttatilkynningunni segir að 5,2 milljónir króna hafi safnast vegna rannsóknar bresku flugslysasér- fræðinganna. Um helmingur hafi verið framlög einstaklinga en hinn helmingurinn voru framlög frá ríkis- stjórn Íslands, upp á eina milljón; fjölskylda Muhamad Daghlas heitins, flugmanns, lagði fram eina milljón; og um 470 þúsund söfnuðust á sérstökum styrktartónleikum í Háskólabíói vorið 2002. Rannsókn bresku sérfræðinganna reyndist ódýrari en áætlað var og var því nokkur afgangur af söfnunarpening- unum. Ákveðið var að láta þá upp- hæð, 685 þúsund krónur, renna til styrktar ungliðastarfs björgunar- sveita Landsbjargar. Aðstandendur söfnunar vegna flugslyss í Skerjafirði Styrktu ungliðastarf björgunarsveitanna Morgunblaðið/Arnaldur Páll Helgi Hannesson, úr söfnunarstjórninni, afhendir Sigurgeiri Guð- mundssyni, varaformanni Landsbjargar, söfnunarféð. Í Morgunkorni Greiningardeildar Íslandsbanka í gær er sagt frá því að vinna við endurskipulagningu hús- og húsnæðisbréfaflokka gæti orðið til þess að einhverjir flokk- anna sameinist. „Nú eru í gangi viðræður um endurskipulagningu hús- og hús- næðisbréfaflokkanna. Sú vinna gæti leitt af sér sameiningu flokka og afnám uppgreiðsluheimildar húsbréfa og má ætla að þróun upp- greiðsluálagsins taki mið af vænt- ingum um niðurstöðu endurskipu- lagningarinnar,“ segir í Morgunkorni Greiningardeildar Ís- landsbanka. Ávöxtunarkrafa húsbréfa lækk- aði í gær en ávöxtunarkrafa hús- næðisbréfa hélst óbreytt. Tilboð gærdagsins gerðu öll ráð fyrir auknu uppgreiðsluálagi húsbréfa, að því er fram kemur í Morgun- korni. Húsbréfa- flokkar sameinaðir ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.