Morgunblaðið - 08.08.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.08.2003, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ sími 544 2140 Matar- og kaffistell Brúðargjafir & gjafalistar 48 tegundir Valdar vörur á lækkuðu verði Ármúla 44 • Sími 553 2035 • www.hphusgogn.is GIBSON sófasett 3+1+1 leður 299.800 239.800 TOSCANA borðstofusett eik 373.410 279.000 LINEA sjónvarpssamstæða eik 270.270 180.000 HABANA sófab. + hornb. kirsub.viður 53.000 39.500 ALAMBRA sófasett 3+1+1 leður 329.800 249.000 TERRA skenkur ljós eik 129.870 99.000 ALBATROS borðstofusett ljós eik 402.720 299.000 FOREGE kommóða eik 105.000 69.000 PIGALLE hornskápur mahóní 102.500 69.000 ANASTASIA sófas. 3+1+1 ákl. ALCANTARA 368.900 268.900 SJÓNVARPSSAMSTÆÐA ljós eik 263.250 198.800 FOREGE glerskápur hnota 127.100 99.000 LOVELY sófasett 3+1+1 leður 369.800 289.000 IRENE sófaborð 130x80 sm mahóní 46.800 29.900 PAOLA stóll 57.000 39.900 LUIS sófasett 3+1+1 áklæði (rococco) 249.800 179.000 FOREGE skenkur hnota 129.400 99.000 ALFA stóll 10.800 6.900 TONGA sófasett 3+1+1 leður 423.700 299.000 BRUGGE borð og spegill 109.700 59.000 Um er að ræða staka hluti, lítillega útlitsgallaðar vörur og vörur sem munu hverfa úr úrvali verslunarinnar. Verð áður: Verð nú: Gerið góð kaup Grímsævintýri á Borg í Grímsnesi Örlög Oddvit- ans óljós FJÖLSKYLDU- ogsumarhátíðinGrímsævintýri verður haldin í fyrsta sinn á Borg í Grímsnesi laugardaginn 9. ágúst næstkomandi. Þar verður settur upp markaður þar sem kaupa má ýmiss konar handverk auk ný- bakaðra flatkakna. Þá etja kraftajötnar kappi og keppt verður í odd- vitakasti. Margrét Sig- urðardóttir er sveitar- stjóri Grímsnes- og Grafningshrepps. – Hvernig kom það til að ákveðið var að halda slíka hátíð? „Þannig er að kven- félagið hér á staðnum hefur til margra ára haldið markað og tombólu í Grímsnesi þessa helgi til fjáröfl- unar félagsstarfs hér í sveitarfé- laginu. Í ár ákváðu æskulýðs- og menningarnefnd sveitarfé- lagsins og sveitarstjórnin að gera meira úr þessum degi og halda hér hátíð sem hlaut nafnið Grímsævintýri.“ – Hvað verður á dag- skránni? „Hin svokölluðu uppsveita- tröll munu koma í heimsókn til okkar. Uppsveitatröllin eru hóp- ur sterkustu manna landsins sem ætla að etja kappi á hátíð- inni. Þá verður keppt í íþrótta- grein sem nefnist oddvitakast en þar mun oddviti Grímsnes- og Grafningshrepps freista þess að bæta árangur oddvita Hruna- manna og Bláskógarbyggðar. Verður íþróttagrein þessi sveip- uð dulúð fram á keppnisdag og ekki látið hér nánar uppi hvað hún felur í sér. Ákveðið var að fá íbúa hér á svæðinu til að vera með kynningu á starfsemi sinni á veglegum markaði sem við ætlum að setja hér upp. Þar verður selt lífrænt ræktað grænmeti sem ræktað er hér í sveitarfélaginu og þar verður smiður með kynningu á verkum sínum en hann smíðar t.d. hurð- ir fyrir sumarbústaði. Einnig verður til sölu prjónles og hand- verk af ýmsu tagi. Þá verður hægt að kaupa sér nýbakaðar, heitar flatkökur sem kven- félagskonur munu baka. Hin vinsæla tombóla kvenfélagsins verður síðan á sínum stað frá klukkan tvö með fjölda veglegra vinninga. Hér verður hoppukastali fyrir börnin og væntanlega munu þau einnig geta farið á hestbak. Há- tíðin stendur yfir laugardaginn og verður haldin við félagsheim- ilið okkar sem er hið glæsileg- asta. Á svæðinu er einnig kaffi- húsið Gamla Borg, verslun og einnig tjaldstæði fyrir þá sem vilja gista.“ – Hvað er annað á döfinni í sveitarfélaginu? „Hér býr fjöldi íbúa yfir sumarið þar sem mikið er af sumarbú- stöðum á svæðinu. Íbúafjöldi Grímsnes- og Grafningshrepps er rúmlega 350 manns en ég hugsa að sú tala tífaldist á sumrin. Við vilj- um gjarnan auka íbúatölu þeirra sem hér setjast að í lengri tíma og fyrir þá sem hafa á því áhuga höfum við nú skipulagt heils árs byggð í Ásgarðslandi, á grónu hrauni við Sogið. Þar er gert ráð fyrir 36 einbýlishúsalóðum á mjög fallegu og skemmtilega skipulögðu svæði. Á Borgar- svæðinu, þar sem hátíðin verður haldin, er verið að teikna deili- skipulag og eru lóðir þar til- búnar til afhendingar en gatna- gerðargjöld eru þar í lágmarki.“ – Hvað þjónusta stendur sumarbústaðaeigendum til boða? „Nú er nýbúið að fjárfesta í samræmdu lyklakerfi að sumar- húsabyggðum innan sveitarfé- lagsins. Sýslumaður, slökkviliðs- stjóri, umdæmisstjóri Rarik og byggingarfulltrúi sveitarfé- lagsins hafa höfuðlykil sem gengur að öllum hliðunum auk þess sem hvert svæði og sumar- húseigandi hefur sinn lykil. Ráðgert er að dreifa lyklunum núna í ágúst eða septemberbyrj- un. Þetta eykur mjög á öryggi sumarbústaðaeigenda og verður til þess að komi eitthvað upp á er hægt að bregðast skjótt við. Gámaþjónusta er góð í sumar- bústaðabyggðinni en þar eru 25 sorpgámar og unnið ötult starf við losun þeirra. Hér er nóg við að vera, þrír golfvellir eru á svæðinu og á Gömlu Borg eru gjarnan haldn- ar málverkasýningar og ýmsir viðburðir. Hér er líka hægt að fara í sund, t.d. í Hraunborgum eða Ljósafosslaug. Þar er nú reyndar unnið að endurbótum en Byrginu hefur verið afhentur rekstur laugarinnar til eins árs og áætla þeir að opna hana al- menningi með haust- inu. Þá er stutt að fara inn á Selfoss þar sem öll þjónusta er til staðar og nýtur bær- inn góðs af því.“ – Búist þið við fjölmenni? „Það er óskandi að sem flestir komi hingað í Grímsnesið og geri sér glaðan dag með okkur. Hingað er hæfilega langt ferða- lag frá Reykjavík auk þess sem við erum í nálægð við ýmsar náttúruperlur, t.d. Kerið sem upplagt er að skoða í leiðinni. Sveitin hér í Grímsnesinu er fal- leg og hér er gott að vera.“ Margrét Sigurðardóttir  Margrét Sigurðardóttir er fædd 12. júní 1960 á Selfossi þar sem hún ólst upp. Hún útskrif- aðist sem rekstrarfræðingur frá Viðskiptaháskólanum á Bifröst síðastliðið vor. Margrét hefur unnið við bústörf og eldhússtörf í skátabúðum á Úlfljótsvatni, hún tók við starfi sveitarstjóra Grímsnes- og Grafningshrepps fyrsta júní síðastliðinn. Margrét er gift Snæbirni Björnssyni bónda og eiga þau þrjú börn. Hæfilega langt frá Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.