Morgunblaðið - 08.08.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.08.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 2003 11 ÍSLANDSFLUG hefur gert samn- ing við DHL um fraktflug frá Barein til Bagdad í Írak fram á haustið. Fyrsta flug Íslandsflugs til Bagdad var farið fyrir nokkru og er reiknað með að fljúga þangað fimm ferðir í viku. Íslandsflug notar Airbus 300- 600R fraktvél í þetta verkefni, en vélin tekur um 48 tonn af vörum. Ómar Benediktsson, fram- kvæmdastjóri Íslandsflugs, sagði að flugið til Bagdad gengi vel. „Banda- ríkjamenn eru búnir að koma flug- vellinum í gott ástand eftir stríðs- átökin, enda mikilvægt að hægt sé að flytja þangað nauðsynjavörur. Við eru að fljúga þangað með ýmsan varning, en þó ekki vopn. Bandaríski herinn sér sjálfur um það.“ Ómar sagði að það þyrfti sérstakt samþykki bandarískra flugmálayfir- valda til að fá leyfi til að fljúga til Bagdad. Belgísk áhöfn sinnir þessu verkefni hjá Íslandsflugi. Það tekur um eina og hálfa klukkustund að fljúga frá Barein til Bagdad. Eftir að Airbus-fraktvélin lýkur verkefninu fyrir DHL milli Barein og Bagdad í haust fer hún í leigu- verkefni fyrir Air Hong Kong og verður í fraktflugi milli Hong Kong og Singapúr. Í flugflota Íslandsflugs eru 14 flugvélar. Þar af eru tvær Dornier-vélar, sem sinna innan- landsflugi, sjö Boeing-vélar og fimm Airbus-flugvélar. Íslandsflug flýgur til Bagdad ALLS bárust 22 athugasemdir við drög að tillögu Landsvirkjunar að matsáætlun vegna hækkunar stíflu við Laxárvirkjanir. Að sögn Hug- rúnar Gunnarsdóttur, verkefnis- stjóra hjá Landsvirkjun, voru margar athugasemdir í tengslum við lög um verndun Laxár og Mý- vatns frá árinu 1974, en þar stend- ur að breytingar á hæð vatnsborðs stöðuvatna og rennsli straumvatna séu óheimilar nema til verndunar og ræktunar þeirra, að fengnu leyfi Umhverfisstofnunar. „Landsvirkjun túlkar fram- kvæmdina svo, að hún geti verið Laxá til verndunar og ræktunar, vegna þess að lónið mun hefta sand af Mývatnsöræfum sem nú rennur niður með ánni og spillir lífsskilyrðum laxa á svæðinu neðan virkjunar, að okkar mati,“ sagði Hugrún í samtali við Morgunblað- ið. Aðrar athugasemdir sneru að brotum á samningi milli landeig- enda á svæðinu og Laxárvirkjunar frá árinu 1973 og að svæðið sé skráð sem Ramsar-svæði. Athuga- semdirnar munu að sögn Hugrún- ar nýtast vel við gerð matsskýrsl- unnar og segir hún að reynt verði að svara þeim eftir bestu getu. Þrjár virkjanir eru í Laxá og sú yngsta þeirra, Laxá III, var tekin í notkun árið 1973. Hún var byggð með stóra stíflu í huga, rúmlega fimmtíu metra háa. Sú fyrirætlun sætti mikilli andstöðu á svæðinu, og var fallið frá stíflugerðinni. Þess vegna hefur virkjunin notað sama vatnsinntak og elsta virkjunin, en með því móti flýtur sandur og ís- krap inn, spillir vélum stöðvarinn- ar og veldur óvenju miklu sliti á þeim. Þess vegna er Laxárstöð III talin óhagkvæmasta virkjun orku- kerfisins að svo stöddu. Hækkun stíflunnar um 10 til 12 metra, og myndun 0,3 ferkílómetra inntakslóns myndi að sögn Hug- rúnar bæta rekstur stöðvarinnar til muna. „Sandurinn myndi þá falla til botns í lóninu og ekki valda skemmdum á hverflum stöðvarinn- ar auk þess að koma í veg fyrir truflanir á rekstri vegna ístruflana. Með þessu móti minnkar einnig sandburður neðar í ánni,“ sagði hún. Hækkun stíflunnar að þessu marki er að hennar sögn viðunandi hvað varðar rekstur stöðvarinnar. Langt ferli fram undan Hugrún segir að nokkurs mis- skilnings virðist gæta varðandi ferli matsáætlunarinnar. „Að svo stöddu voru einungis drög að matsáætlun til skoðunar. Síðan verði gerð matsskýrsla þar sem áhrif framkvæmdarinnar verða metin. Í framhaldi verði síðan hægt að taka upplýsta ákvörðun um framkvæmdina. Enn eru eftir ítarlegri viðræður við landeigendur og sveitarfélög. Endanleg ákvörð- un um framkvæmdina mun ekki liggja fyrir nærri því strax,“ út- skýrir hún. Áætlað er að tillaga að matsáætlun verði send til Skipu- lagsstofnunar fyrir lok ágúst, en stofnunin hefur þegar skilað inn athugasemdum sínum. Sömuleiðis er von á umsögn Umhverfisstofn- unar. Skipulagsstofnun sendir því næst tillögu að matsáætlun til um- sagnaraðila í málinu, sem eru Um- hverfisstofnun, Aðaldælahreppur, veiðimálastjóri, Fornleifavernd rík- isins, iðnaðarráðuneytið og Orku- stofnun. Landsvirkjun fyrirhugar að hækka stífluna í Laxá við Mývatn úr 2 metrum í 10-12 metra Allmargar athugasemdir hafa borist Morgunblaðið/Árni Sæberg Núverandi stíflugarður í Laxá er um 2 metrar á hæð, en fyrirhugað er að hækka hann um 10 til 12 metra. / 0" (## '  ,% ( 1 ( , % 1$ ( ## / 0",%   !" #! $ % $&'  (!)  Ótrúlegt vöruval: Allt frá ljósaseríum til heimilistækja, frá búsáhöldum til verkfæra. Það fer hver að verða síðastur að nýta sér hagkvæm tilboð – og spara þúsundir króna! Sumarútsölu Byggt og búið lýkur á sunnudag! útsölulok! Hundruð vara um alla búð á útsölu-, rýmingarsölu- eða torgsöluafslætti. Auka 5% staðgreiðslu- afsláttur af öllum öðrum vörum. Klapparstíg 44, sími 562 3614 rio pressukanna/8 bolla áður 3.900 nú kr. 1.995. Eldföst skál áður 6.500 nú kr. 1.995 Brauð-og kjöthnífar Verð áður kr. 2.750 kr. stk. nú kr. 1.375 kr. stk. Tilboð Tilboð fimmtudag, föstudag og langan laugardag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.