Morgunblaðið - 08.08.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.08.2003, Blaðsíða 14
ERLENT 14 FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÖFLUG bílsprengja sprakk fyrir utan sendiráð Jórdaníu í Bagdad í gærmorgun. Var krafturinn í sprengingunni það mikill að nær- staddir bílar þeyttust upp á húsþök. Að minnsta kosti ellefu manns létu lífið og 57 særðust, að sögn lækna. Í kjölfar sprengingarinnar réðust tugir Íraka inn í sendiráðsbygg- inguna, eyðilögðu myndir af Jórd- aníukonungi og hrópuðu vígorð gegn Jórdönum. Bæði Ricardo Sanchez, yfirmað- ur herafla Bandaríkjahers í Írak, og jórdanski upplýsingamálaráð- herrann Nabil al-Sharif sögðu hér hafa verið um hryðjuverkaárás að ræða. Enginn hafði lýst ábyrgð á sprengingunni á hendur sér í gær. Allt var á huldu um tilefni tilræð- isins. Jórdanía var eitt fárra araba- landa sem studdi hernaðaríhlutun Breta og Bandaríkjamanna í Írak. Á dögunum veitti Abdulla II Jórd- aníukonungur tveimur dætrum Saddams Husseins og börnum þeirra hæli „af mannúðarástæð- um“. Eiginmenn systranna, tengda- synir Saddams, flúðu til Jórdaníu með fjölskyldur sínar eftir Persa- flóastríðið 1991, en þeir voru lokk- aðir til að snúa aftur til Bagdad árið 1996 og umsvifalaust drepnir. Skotbardagi í Bagdad Um fjórum tímum eftir spreng- inguna við sendiráðið urðu banda- rískir hermenn á eftirlitsferð um götur Bagdad fyrir skotárás. Jeppi hermannanna brann. Þrír hermenn særðust. Í skotbardaga sem á eftir fylgdi lét einn Íraki lífið. Um tveir tugir Íraka, sem voru í byggingunni sem skotið var úr á hermennina, voru teknir höndum, að sögn vitna. Þá skýrðu talsmenn Bandaríkja- hers ennfremur frá því í gær, að í fyrrinótt hefðu tveir hermenn fallið í skotárás í Al Rashid-hverfinu í Bagdad. Túlkur þeirra hlaut einnig skotsár. Frekari upplýsingar voru ekki veittar um hvað gerðist. Handtökur í Tikrit Í Tikrit, heimabæ Saddams Husseins, sagði talsmaður Banda- ríkjahers á svæðinu í gær frá því að síðasta sólarhringinn hefðu 49 Írak- ar verið handteknir þar. Þar á með- al væru fjórir menn sem hefðu átt þátt í að skipuleggja skæruliðaá- rásir á hernámsliðið að undanförnu. Raymond Odierno, yfirmaður fjórðu fótgönguliðssveitar Banda- ríkjahers, sagði að einn væri foringi Fedayeen-sveita hollra liðsmanna Saddams, annar fyrrverandi áhrifa- maður Saddam-stjórnarinnar í Tikrit, og tveir hefðu verið nánir samherjar Qusays og Udays, fall- inna sona einræðisherrans fyrrver- andi. Nöfn mannanna voru ekki gefin upp. Hershöfðinginn áætlaði að Sadd- am sjálfur væri „á flótta og skipti um samastað á nokkurra tíma fresti“. Hann gæti hæglega verið að finna í nágrenni Tikrit, á því svæði sem leitin að honum stæði sem hæst. Odierno sagðist hafa heim- ildir fyrir því að eftir því sem hring- urinn þrengdist og fleiri af nánum samherjum Saddams næðust flytti hann tíðar á milli felustaða, senni- legast dulbúinn. Bandaríkjastjórn hefur sett 25 milljónir bandaríkja- dala til höfuðs forsetanum fyrrver- andi, andvirði yfir 1,9 milljarða króna. Mannskæð bílsprengja í Bagdad Minnst ellefu manns farast í sprengingu við sendiráð AP Bandarískir hermenn loka götunni fyrir framan jórdanska sendiráðið í Bagdad eftir að gríðaröflug bílsprengja sprakk þar í gær. Bagdad. AP, AFP. AUSTURRÍSK-bandaríski kvik- myndaleikarinn og repúblikaninn Arnold Schwarzenegger kom aðdá- endum sínum og flestum stjórn- málaskýrendum verulega á óvart í fyrradag er hann tilkynnti að hann hygðist bjóða sig fram til embættis ríkisstjóra í Kaliforníu í október. „Það er skylda mín að reyna að ná kjöri og veita Kaliforníubúum von,“ sagði leikarinn er hann greindi frá ákvörðun sinni í viðtali við sjónvarpsþáttastjórnandann Jay Leno. „Fólk er búið að fá sig fullsatt á stjórnmálamönnum og því er mik- ilvægt að ég bjóði mig fram og sigri, fari til Sacramento [höfuðborgar Kaliforníu] og taki rækilega til,“ sagði Schwarzenegger ennfremur. Hann er 56 ára. Schwarzenegger er án efa þekkt- astur fyrir leik sinn í þremur kvik- myndum um „Tortímandann“ svo- nefnda, auk fjölda annarra spennu- og gamanmynda. Hann sagðist myndu hætta kvikmyndaleik „í bili eða til frambúðar“ vegna framboðs- ins. Hann viðurkenndi ennfremur að það myndi kosta sig miklar fórnir. Hann yrði að afsala sér hluta af fjöl- skyldulífinu og miklum tekjum, en hann mun hafa fengið 30 milljónir dollara, sem svarar rúmum tveimur milljörðum króna, fyrir leik sinn í nýjustu myndinni um Tortímand- ann. Þá sagði Schwarzenegger að kona sín, fréttakonan Maria Shriver, sem er af Kennedyættinni og demókrati, hefði í fyrstu ekki verið alltof ánægð með þessar fyrirætlanir, en styddi sig nú dyggilega. „Hún hafði áhyggjur af því hvaða áhrif þetta kynni að hafa á börnin okkar, en svo sagði hún: Ég styð þig, hvað sem þú gerir, og er þess fullviss að þú munt standa þig vel.“ Schwarzenegger fæddist í austur- ríska bænum Graz 30. júlí 1947 í gömlu húsi þar sem ekki var nein pípulögn, engin miðstöð, enginn sími, engin teppi en þó fáeinar ljósa- perur. Faðir hans, Gustav, var lög- reglustjóri og vildi að sonurinn yrði knattspyrnumaður. En drengurinn fór sínar eigin leiðir og ekki með neinum smávegis árangri; orðinn milljónamæringur 22 ára og síðan einn þekktasti kvikmyndaleikari í heimi. Í millitíðinni fékk hann áhuga á líkamsrækt og sigraði í keppninni herra alheimur í London 1967, og var yngsti maður sem unnið hafði þá keppni frá upphafi. Ári síðar hélt hann til Ameríku, kallaði sig „Aust- urrísku eikina“ og varð fjórum sinn- um til viðbótar herra alheimur. Hann hlaut háðsglósur fyrir að tala ensku með áberandi þýskum hreim og vera vöðvafjall, en hafði þær að engu og lauk prófi í hag- og viðskiptafræði frá Háskólanum í Wisconsin. Hann reyndist ágætur kaupsýslumaður og setti verðlaunin fyrir herra alheims-keppnirnar í fasteignir og fyrirtæki sem seldi lík- amsræktartæki í póstkröfu. 22 ára var hann orðinn milljónamæringur og ákvað þá að reyna fyrir sér í kvikmyndaleik. Kvikmyndaframleiðendum leist vel á vöðvafjallið, en fannst nafn hans of langt og breyttu því í Arnold Strong. Vegna hreimsins var annar leikari fenginn til að tala fyrir hann í kvikmyndinni „Hercules í New York“, sem gerð var 1970. Hann hélt áfram kvikmyndaleik og 1976 fór hann aftur að nota sitt rétta nafn og varð frægur ári síðar fyrir heim- ildarmyndina „Pumping Iron“, sem nú kann að koma í bakið á honum, því í henni sést hann reykja maríjúana. Schwarzenegger varð bandarísk- ur ríkisborgari 1983. Hann er hóf- samur repúblikani, íhaldssamur í efnahagsmálum en frjálslyndur í samfélagsmálum, hlynntur því að leyfa fóstureyðingar og styður rétt- indi samkynhneigðra. Hann segir stefnumið sín vera að laða fyrirtæki og fjárfesta til Kaliforníu, en efna- hagur ríkisins, sem er sjötta stærsta hagkerfi heims, er í rúst. Enn- fremur kveðst hann vilja endurbæta menntakerfi ríkisins, sem hann seg- ir hafa gert það að athlægi, og binda enda á spillingu í stjórninni. Arnold Schwarzenegger lýsir því yfir að hann hyggist keppa um embætti ríkisstjóra í Kaliforníu „Tortímandinn“ vill hreinsa til í kerfinu Reuters Arnold Schwarzenegger tilkynnir framboð sitt til embættis ríkisstjóra. Los Angeles. AFP. KVEÐINN var upp dauðadómur í gær í Indónesíu yfir Ambrozi bin Nurhasyim, 41 árs gömlum manni sem var í hópi til- ræðismanna er stóðu fyrir sprengjutilræð- um í tveimur næt- urklúbbum á eynni Balí í októ- ber sl. Rúmlega 200 manns týndu þá lífi, þ.á m. 88 ástralskir ferða- menn. Ambrozi var fyrstur til að hljóta dóm en á næstu vikum er búist við að nokkrir af aðstoðarmönnum hans verði einnig dæmdir og eru tveir bræður hans meðal þeirra. I Made Karna dómari sagði árásirnar hafa verið „glæp gegn mannkyninu“. Hann sagði að íslamska hugtakið heilagt stríð, jihad, væri oft mistúlkað af fólki með þröngan sjóndeildar- hring. „Íslam er trúarbrögð sem boða kærleika,“ sagði hann. Fréttamenn segja að Indónesar hafi almennt fagnað dóminum í gær. John How- ard, forsætisráðherra Ástralíu, sagði að stjórn hans myndi ekki reyna að fá dóminn mildaðan. Flestir íbúar Indónesíu eru músl- ímar en rösklega 200 milljónir manna búa í landinu. Yfirvöld telja að hryðjuverkasamtökin Jemaah Islamiyah, sem tengd eru al-Qaeda- samtökum Osama bin Ladens, hafi skipulagt tilræðin á Balí. Þau hafi verið liður í herferð íslamskra ofsa- trúarmanna gegn vestrænum þjóð- um. Ættingjar fórnarlamba sprengju- mannanna fögnuðu ákaft í réttar- salnum er dómurinn var kveðinn upp en Ambrozi, sem kallaður er „bros- mildi sprengjumaðurinn“, lét engan bilbug á sér finna. Hann skælbrosti og lyfti krepptum hnefa í eins konar sigurkveðju er lögreglumenn leiddu hann burt úr salnum. Ambrozi hefur sagt að hann vilji deyja sem „písl- arvottur“ og fullyrðir að milljónir muni feta í fótspor sín. Hann sagði að næturklúbbarnir hefðu verið spillingarbæli. „Brosmildi sprengju- maðurinn“ í gálgann Jakarta. AFP. Amrozi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.