Morgunblaðið - 08.08.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.08.2003, Blaðsíða 20
AUSTURLAND 20 FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Á BORGARFIRÐI eystri gengur lífið sinn vana- gang. Álfaborgarséns um verslunarmannahelgi yfirstaðinn með miklu húllumhæi og fólksfjölda og fiskvinnslan í fríi þessa vikuna. Um 150 manns búa á Borgarfirði, þar af 120 í Bakkagerðisþorpinu, sem kúrir snyrtilegt og opið við sjávarbrún. Það virðist samdóma álit þeirra sem sækja Borgfirð- inga heim að þeir séu viðmótsþýðir og bjartsýnir og samfélagið þétt og kraftmikið. Kristjana Björnsdóttir er oddviti Borgfirðinga. Hún er innt eftir mannlífinu þetta sumarið. „Það hefur nú oft verið meiri ferðamannastraumur en í sumar, því hér hafa ríkt austlægar áttir svo vikum skiptir með þoku og súld. Þó höfum við fengið mikla veðurblíðu inn á milli og þá er nú gaman að lifa.“ Kristjana segir Borgfirðinga ekki í neinum stór- framkvæmdum um þessar mundir. „Það á raunar að fara að leggja nýja vatnslögn niður í gegnum þorpið. Í sambandi við holræsamál, sem öll sveit- arfélög gráta undan, þá erum við að verða búin með það verkefni, því það eru þrjátíu ár síðan þorpið hér var komið í það horf og því eru bara sveitabæirnir og sumarbústaðir eftir, bæði hér í kring og í Húsavík og Loðmundarfirði.“ Hún segir samgöngumálin í góðu standi og nefnir sem dæmi að vegurinn í Loðmundarfjörð sé alveg ágætur. Kristjana segir að hvað þorpið snerti þá sé við- hald og allt ástand almennt gott. „Þau hús sem hafa verið hér til sölu hafa selst um leið og þau hafa verið auglýst og virðist því vera eftirsótt að eiga eignir hér.“ Fuglaáhugamenn hafa fjölmennt Að hennar sögn hefur verið framkvæmt mikið við Hafnarhólma en þangað koma fuglaáhuga- menn sem ferðast um allan heim til fuglaskoðunar og segja að þeir hafi hvergi komið í aðstöðu eins og þessa og gönguleiðirnar. „Við höfum stikað alveg hreint ótal leiðir og unnið kort og Ferðamálahópur Borgarfjarðar hefur skilað miklu og góðu starfi í ferðamálum svæðisins. Svo má ekki gleyma Kjar- valsstofu, sem opnuð var í fyrra, en hún er stór- virki á svona stað. Við erum auðvitað ekki með neitt Kárahnjúkadæmi hér, en framkvæmdirnar hafa samt áhrif hingað niður eftir. Þegar þjón- ustan eykst á Egilsstöðum – en þangað sækjum við allt slíkt – þá batnar hún jafnframt fyrir okkur. Það er því alls engin uppgjöf í mönnum hérna.“ Fjölmargir línubátar gera út frá Borgarfirði og menn vonast eftir að línutvöföldunin nái fram að ganga fyrir komandi fiskveiðiár. Það er þó ekki líklegt eftir því sem sjávarútvegsráðherra hefur sagt til þessa. „Við myndum vilja sjá meiri kvóta, en hér skipt- ir það mjög miklu máli ef af þessu verður með línu- tvöföldunina,“ segir Kristjana. „Hér gera allir út á línu, mikið á haustmánuðum, og það getur haft af- gerandi áhrif á afkomu manna. Það er samt frekar að okkur vanti fólk hingað en að það sé atvinnu- leysi.“ Ekki áfjáð í sameiningu Sameiningarmál hafa verið mikið í umræðunni á Austurlandi og ekki síst umhverfis Borgarfjörð. Kristjana segir sitt sveitarfélag hið eina á Austur- landi sem sé réttum megin við strikið. „Við eigum fyrir okkar útgjöldum. Á meðan aðrir safna skuld- um erum við ekkert áfjáð í að sameinast. Hér er ekki bið í leikskóla og mjög góð þjónusta í skól- anum. Undanfarin ár hefur eingöngu verið rétt- indafólk við skólann, ég held að við getum bara verið býsna stolt af því. Hér eru fimm börn í leik- skóla og í fyrra voru nítján börn í grunnskóla, en þeim fækkar eitthvað í ár. Við getum því tekið við fullt af börnum. Við erum búin að sjá það að þeir hafa það ekkert betra sem alltaf eru að gráta yfir því hvað þeir eigi bágt, við höfum það mjög gott hérna.“ Eina sveitarfélagið á Austurlandi sem er réttum megin við strikið Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Í Bakkagerði á Borgarfirði eystri búa um 120 manns. Borgfirðingar una hag sínum vel og hafa byggt upp ferðaþjónustu og safn um Jóhannes Kjarval. Enginn barlómur í Borgfirðingum Borgarfjörður eystri FISKVERKUN Karls Sveinssonar verkar allan þorsk sem berst á land í Bakkagerði. Núna er viku- löngu vinnslufríi að ljúka og hefj- ast menn aftur handa eftir helgina. Karl Sveinsson segir gæftir hafa verið sæmilegar í sumar. „Fiskiríið hefur verið gott á línu en lélegt á færi síðustu tvo mánuðina. Ætli sé ekki ætisleysi um að kenna. Fisk- urinn er horaður og hefur ábyggi- lega eitthvað lítið að éta. Þá er hann daufur að taka krókana nema það sé einhver beita. „Við höfum á milli 600 og 700 tonna kvóta. Héðan róa tólf til fjórtán bátar á línu og handfæri og aflinn er unninn hér heima, nema ýsan og steinbíturinn, sem er ís- aður hér og sendur á markað. Við höfum ekki tök á að vinna þær tegundir því að við þyrftum frysti- hús til þess, nema fiskurinn væri þá fluttur út í flugi. Þetta kemur bara í svo miklum gusum að það er ekki hægt að standa í því. Við er- um nánast eina byggðarlagið sem veiðir allan sinn kvóta heima og vinnur hann heima án erlends vinnuafls.“ Skiptast á brælur og blíður Auk fiskverkunarinnar, sem Karl stofnaði fyrir tuttugu árum, á hann tvo báta sjálfur og gerir út samhliða verkuninni. „Ég er með um 100 tonn á hvorn í kvóta, mest af þorski. Allur þorskur sem kem- ur hér í land er unninn hjá mínu fyrirtæki. Ég er með 15 til 20 manns í vinnu og ætli séu ekki um það bil tólf ársverk í vinnslunni og þrjú til fjögur í útgerðinni.“ Karl segir fiskiríið misjafnt á veturna. „Dagróðrar eru stopulir, stundum eru viku eða hálfsmán- aðar langar brælur og svo jafn- langar blíður á milli. Fiskurinn kemur því inn í gusum.“ Þá er farið að spekúlera í línu- tvöfölduninni, sem getur haft mikla þýðingu í byggðarlagi eins og Bakkagerði. „Það er ekki komið á hreint með hana enn þá, en þeir sem stunda dagróðra með línu eiga að fá einhverja kvótaívilnun, þ.e.a.s. þeir sem beita bjóðin í landi. Það munar um allt og hag- urinn gæti vænkast eitthvað. Svo eru menn líka með dálítinn byggðakvóta hér. Þeir sem fá byggðakvóta eru bundnir því að fiskurinn sé unninn á staðnum, svo það hjálpar til með það. En hins vegar eru sumir með kvótann og vinna samt fiskinn hérna svo það er allur gangur á þessu. Byggða- kvótinn hér er eitthvað um 150 tonn í það heila og skiptist á milli báta. Vinnslan fær líka smávegis, eitthvað um 45 tonn, og ég nota það til þess að fá fisk í eyðurnar á veturna, kaupi þá fisk frá Grinda- vík í gegnum þennan vinnslukvóta til að vinnslan sé sæmilega stöð- ug.“ Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Karlinn vill hafa allt í réttri röð og reglu. Karl Sveinsson fiskverkandi og útgerðarmaður. Vinnufríi að ljúka í fiskinum ÞETTA er fjórða sumarið sem hjónin Helgi Arngrímsson og Bryndís Snjólfsdóttir leiðbeina ferðafólki um svæðið umhverfis Borgarfjörð. Er það í daglegu tali nefnt Víknaslóðir og á orðið vin- sældum að fagna meðal göngu- hrólfa, enda góður aðbúnaður í skálum og trúss allt flutt í nætur- staði. Þurfa menn því aðeins að ganga með dagpoka, sem léttir líf- ið töluvert í gönguferðum. Helgi og Bryndís hafa starfað með Ferðamálahópi Borgarfjarðar um árabil og Helgi raunar verið að vasast í ferðamennsku frá blautu barnsbeini. Heimamenn hafa stikað ótölulegan fjölda gönguleiða um fjöll og firnindi og gefið út vönduð gönguleiðakort. Í sumar var boðið upp á fjórar fimm daga gönguferðir um Víkna- slóðir, auk gönguferða í Bakka- gerðisþorpi tvisvar í viku. Að- sóknin hefur verið minni en efni stóðu til og kennir Helgi þar um skorti á umfjöllun um þennan möguleika í gönguferðamennsku á Íslandi. „Ég held að það vanti betri kynningu. Það þarf stöðugt að vera að láta vita af sér á ýms- an hátt og efla þarf mjög mark- aðsmál fyrir gönguleiðir í fjórð- ungnum í heild sinni.“ Helgi er rétt nýkominn með sjö manna gönguhóp ofan úr Stórurð og er það annar dagur stórrar gönguferðar. Fyrsta daginn var gengið í Stapavík og yfir til Njarðvíkur og næsta dag fer hann með hópinn um Brúnavík til Breiðuvíkur. Þá er gengið á Gletting og í Kjólsvík og síðasta daginn um Víknaheiði til Borgarfjarðar, þar sem endað er með hátíðarkvöldverði í Fjarðarborg að göngu lokinni. Þá kasta menn fram stökum og fá sér í tána að vild, ásamt annarri iðkun skemmtilegheita. Hópurinn hans Helga er alsæll með gönguna um Stórurð og ryð- ur í sig kvöldmatnum í Fjarðar- borg með bestu lyst. „Það voru fjölmargir ferðamenn í Stóru- rðinni í dag,“ segir Árni Geirsson, einn göngumanna. „Við höfum verið að ræða það hvað Stórurðin virðist vera vel varðveitt leynd- armál, þetta er svona Gullfoss og Geysir þeirra Borgfirðinga án þess að nokkur viti af því.“ Hall- dóra Hreggviðsdóttir tekur undir það og segir hafa verið stórkost- legt að ganga þar um í dýrðlegu veðri. „Við höfum öll farið áður í gönguferðir og reynum að fara í vikuferð á sumri og krakkarnir hafa verið að ganga með okkur, sá yngsti frá því sjö ára,“ segir hún. Auðvelt hjá ungviðinu Ungviðinu í hópnum, þeim Hlyni Arnarssyni og Ásgeiri Bjarnasyni, fannst labbið ekki sér- lega erfitt; „Kannski dálítið bratt, en við vorum í góðum gönguskóm og þetta var ekkert mál.“ Þeir sögðust læra örnefnin jafnóðum og spyrja þá fullorðnu um fjöll og dali. „Þetta eru mjög þægilegar ferð- ir fyrir svona hóp eins og okkar,“ segir Halldóra og Árni bætir við að sérstaklega gaman sé að vera í gönguferðum þar sem leiðsögu- maðurinn sé af staðnum. „Þá get- ur hann sagt manni svona misjafn- lega upplognar sögur af héraðinu, af sveitungum og fornsögur ein- hverjar,“ segir Árni kímileitur. „Það hefur aldrei verið meiri lúx- us í gönguferð hjá okkur heldur en núna, þegar við fáum allan mat í áfangastað,“ bætir Halldóra við. „Maður er bara með dagpoka, gönguskóna og góða skapið og þetta er alveg yndislegt.“ Árni segist halda að Íslendingar hafi ekki enn uppgötvað trúss- ferðir. „Það er svo fínt að ganga bara með léttan bakpoka á daginn og njóta náttúrunnar til hins ýtr- asta, án þess að bera miklar byrð- ar. Svo lifir maður pínulitlu bílífi á kvöldin.“ Ævintýri á gönguför Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir F.v.: Hlynur Arnarson, Herborg Árnadóttir, Garðar Gíslason, Ásgeir Bjarnason, Halldóra Hreggviðsdóttir, Helgi Arngrímsson og Árni Geirs- son. Þau voru í fimm daga gönguferð um norðursvæði Víknaslóða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.