Morgunblaðið - 08.08.2003, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 08.08.2003, Blaðsíða 21
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 2003 21 UNDANFARIN ár hefur verið hald- ið skellinöðru-rall á fimmtudeginum fyrir þjóðhátíðina í Vestmanna- eyjum. Er nú svo komið að mótið er orðið það viðamikið að á næsta ári er verið að hugsa um að hafa rallið á opnu svæði svo fleiri geti fylgst með. Þetta hófst allt fyrir nokkrum ár- um sagði einn aðstandenda mótsins, þegar Tryggvi Sigurðsson vélstjóri og mótorhjólaeigandi og Gunnar Darri Sigurjónsson bílasprautari og mótorhjólaeigandi ákváðu að reyna með sér á tveimur gömlum Honda 70-kúbik skellinöðrum, árgerð 1969. Þeir félagar fengu til liðs við sig sveit manna sem vann að undirbún- ingi keppninnar með mikilli leynd síðustu vikurnar fyrir þjóðhátíð. Þrátt fyrir leyndina láku út upplýs- ingar á milli liðanna sem ollu titringi keppendanna og fréttist að Gunnar Darri og hans lið hefði fengið nýjan mótor í hjólið nokkrum dögum fyrir keppni. Þetta olli vökum liðsmanna Tryggva við endurbætur á hjólinu nóttina fyrir keppni. Hjólin eru eins og áður segir ár- gerð 1969 og voru í eigu nafntog- aðra Vestmanneyinga fyrir gos, og þrátt fyrir háan aldur eru þau bæði nokkuð spræk og sama má segja um knapana og liðsmenn þeirra. Mikil spenna var í loftinu, en þrátt fyrir það bar ekki á árekstrum milli keppnisliðanna enda hér fyrst og fremst um skemmtun þeirra félaga að ræða þar sem gamlar skellinöðr- ur ganga í endurnýjun lífdaga í nokkrar mínútur á ári. Það var svo Gunnar Darri sem sigraði mótið að þessu sinni og eyðilagði þar með þjóðhátíðarstemmingu Tryggva og hans manna. Skellinöðru-rall fyrir þjóðhátíð Morgunblaðið/Sigurgeir Vestmannaeyjar ÞEIR sem leið hafa átt um Ásbyrgi í sumar hafa eflaust tekið eftir litlu skrautmáluðu húsi til hliðar við verslunina þar. Í þessu húsi er hand- verksmarkaður þar sem félagskonur í Heimöx selja varning sinn. Heimöx er rúmlega ellefu ára gamall fé- lagsskapur handverkskvenna í Öx- arfirði og Kelduhverfi. Markaðurinn er opinn allar helgar á sumrin. Meðal þess sem þar er til sölu er helst að nefna ýmiskonar handverk, prjónles, vefnað, útskurð of.l. Þá er einnig selt þarna heima- bakað brauð, fjallagrasaflatbrauð, reyktur rauðmagi, hvannamauk ofl. matarkyns. Þegar líður svo á sum- arið bætast við nýjar kartöflur og grænmeti á markaðinn. Húsinu var komið fyrir við Ás- byrgi fyrir tíu árum og málað svona skrautlega í vor af Ingunni St. Svav- arsdóttur, listamanni og fyrrverandi sveitarstjóra á Kópaskeri, og er útlit hússins hönnun hennar. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Handverks- markaður í Ásbyrgi Kelduhverfi HVERGERÐINGAR hafa löngum verið stoltir af sundlauginn sinni í Laugaskarði. Það kom okkur bæjar- búum því ekkert á óvart þegar laug- in var kosin sú besta á landinu. Í þættinum „Ísland í bítið“ var fyrir verlsunarmannahelgina kosið um það hvaða sundlaug væri sú besta á landinu. Fimm laugar höfðu verið valdar úr og fengu áhorfendur að hringja í þáttinn og greiða sitt at- kvæði. Sundlaugin í Laugaskarði varð hlutskörpust og telst því sam- kvæmt vali fólksins „besta laug landsins“. Besta sund- laugin á landinu Hveragerði EKKI er enn ljóst hvort verslun Bón- uss á Egilsstöðum verður stækkuð eða flutt til í bænum. Bæjarstjórn Austur-Héraðs er um þessar mundir að kynna forsvarsmönnum verslunar- innar hvaða lóðir kæmu hugsanlega til greina fyrir stækkaða verslun, en samkvæmt upplýsingum frá Eiríki Bj. Björgvinssyni er ekki endilega víst að hún yrði í miðbæ Egilsstaða, heldur gæti jaðarsvæði í bænum ef til vill verið inni í myndinni. Ekkert er- indi hafi borist frá Bónusmönnum um lóð eða annað og málið því aðeins á umræðustigi. Haft hefur verið eftir Jóhannesi Jónssyni í Bónus að fyrir liggi að taka endanlega ákvörðum um hvort versl- unin á Egilsstöðum verði yfirleitt flutt til og stækkuð og um mögulega opnun Bónusverslunar á Reyðarfirði. Egilsstaðir Íhuga að stækka Bónus ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.