Morgunblaðið - 08.08.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.08.2003, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 2003 27 100% ilmefnalaust Facial Soap mild - hreinsar mjúklega Clarifying lotion - fjarlægir dauðar húðfrumur Dramatically Different Moisturizing lotion - gefur húðinni raka og gerir hana sléttari. Falleg húð alla daga Prófaðu 3ja þrepa húðhirðukerfið frá Clinique Hreinni, sléttari og bjartari húð á aðeins hálfum mánuði 3ja þrepa kerfið frá Clinique er hannað af húðlæknum. Það er einfalt, rökrænt og fljótlegt, tekur ekki nema nokkrar mínútur á dag. Hannað af sérfræðingum okkar fyrir þína húð. Árangurinn kemur í ljós á aðeins tveimur vikum. landi brott og í staðinn fengjum við ófaglært fólk, orðrétt sagði Ragnar: „Ég held að þessi samn- ingur sé mjög hagstæður fyrir þá sem vilja flytja úr landi. En er það endilega víst að það sé hag- stætt fyrir þjóðarheildina að horfa á eftir menntamönnum flytja af landi brott, háskólafólki sem við höfum kostað miklu til að mennta?“ Ragnar hafði aftur al- rangt fyrir sér því s.k. tölum Hag- stofunnar voru 15.200 háskóla- menntaðir starfandi á Íslandi árið 1991 en árið 2001 voru þeir orðnir 25.700 talsins. Með öðrum orðum,. háskólamenntaðir hurfu ekki af landi brott. Samningar eru ekki gefin stærð Í umræddri Morgunblaðsgrein sagði Ragnar að leiðtogar ESB vilji að sjálfsögðu fá Ísland inn í sambandið en það sé einungis vegna þess að þeir vilji fá yfirráð yfir sjávarauðlindum okkar. Aldrei hafa leiðtogar ESB talað á þeim nótum sem Ragnar heldur fram, þvert á móti hafa þeir rætt opin- skátt um að vel komi til greina að semja um þessi atriði eins og kom skýrlega fram þegar forsvarsmenn ASÍ fóru til Brussel og hittu full- trúa lögfræði- og sjávarútvegs- deildar ESB. Lykilatriði í þessu er að þetta eru samningar og í samn- ingum er ekki hægt að gefa sér neitt fyrirfram. En maður verður að hafa á hreinu hvað maður vill fá út úr samningum til að fá það sem maður sækist eftir. Ekki bannað að hafa rangt fyrir sér Vissulega getur það leitt til rangrar niðurstöðu að meta mál- flutning manna út frá því að þeir hafi áður haft rangt fyrir sér, því jafnvel forpokuðustu menn geta rambað á rétta niðurstöðu öðru hverju. Ragnar hefur hins vegar verið með afar ótrúverðug rök í sambandi við hugsanlega ESB- aðildarviðræður og hreinlega býr til sögur máli sínu til stuðnings. Til dæmis hafa leiðtogar ESB aldrei sagt að þeir vilji Ísland í sambandið vegna þess að þeir girnast fiskimið Íslendinga . Slíkt tal er uppspuni og umræðunni ekki til góðs. Þess vegna verður að vara við þeim sem beita heims- endaspám í stað rökstuðnings. Enginn heimsendaspámaður hefur haft rétt fyrir sér hingað til og sem betur fer geta slíkir menn einungis haft rétt fyrir sér einu sinni, án þess að fá notið spádóms- gáfu sinnar. Hvernig tökum við afstöðu? Aðild Íslands að ESB er ekki bara spurning um hvað við græð- um í krónum talið af samstarfinu, heldur líka spurning um pólitískan vilja okkar til að taka virkan þátt í því mikilvæga starfi sem fram fer innan ESB að gefnum viðunandi aðildarsamningi. Aðeins með því móti er hægt að mynda sér skyn- samlega afstöðu því allt karp um hugsanlegan gróða eða tap er hreinlega ekki hægt að meta fyrir- fram. Ekki frekar en menn gátu metið áhrif EES-samningsins á alla þætti íslensks samfélags. Til þess eru óvissuþættirnir of marg- ir. En ótvírætt er hægt að segja í dag að allir þeir aðilar sem voru með spádóma um áhrif EES- samningsins vanmátu stórlega áhrif hans á íslenskt samfélag og skipti þar engu hvort menn voru með eða á móti. Afstaða okkar til ESB-aðildarviðræðna má því aldr- ei mótast af hræðsluáróðri þeirra sem hafa ótta sem afstöðu. Höfundur er háskólanemi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.