Morgunblaðið - 08.08.2003, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 08.08.2003, Blaðsíða 33
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 2003 33 ✝ Gunnar HelgiBenónýsson fæddist á Siglufirði 6. ágúst 1924. Hann lést á fjórðungs- sjúkrahúsinu á Blönduósi 29. júlí síðastliðinn. For- eldrar hans voru Benóný Benedikts- son yfirvélstjóri, f. 21. júní 1892, d. 10. desember 1950, og Sólveig Þorkelsdótt- ir húsmóðir, f. 26. október 1892, d. 2. febrúar 1977. Syst- kini Gunnars eru: 1) Sóley, f. 1918, d. 1943. 2)Þorkell, f. 1920, d. 1993. 3) Sigurður, f. 1922, d. 1946. 5) Anna, f. 1930, d. 1931. 5) Anna Snjólaug, f. 1933. Gunnar kvæntist 9. janúar 1953 Bergljótu Óskarsdóttur frá Skagaströnd, f. 18. desember 1924, og bjuggu þau alla sína bú- skapartíð á Skagaströnd. For- 1962, gift 17. júní 1989 Þorvaldi Heiðarssyni sjómanni, f. 11. jan- úar 1958. Þau eru búsett í Vest- mannaeyjum og eiga fjögur börn og eitt barnabarn. 4) Bergþór vélsmíðameistari, f. 21. júní 1964, barnsmóðir eitt er Björk Sveins- dóttir, f. 1. apríl 1965, og eiga þau eitt barn. Barnsmóðir tvö er Selma Svarasdóttir, f. 17. ágúst 1962, og eiga þau tvö börn. Berg- þór er búsettur í Reykjavík. Stjúpdóttir Gunnars, dóttir Berg- ljótar og Ólafs Veturliða Odds- sonar bifreiðastjóra, f. 26. ágúst 1915 í Súgandafirði, d. 11. októ- ber 1977 í Reykjavík, er Helga Ósk, starfsstúlka, f. 30 janúar 1944, gift 24. október 1965 Jóni H. Jónssyni verkamanni, f. 22. september 1944, þau eiga fjögur börn og tíu barnabörn. Gunnar ólst upp á Siglufirði. Hann starfaði til sjós jafnhliða störfum hjá Síldarverksmiðju ríkisins á Siglufirði og síðar á Skagaströnd eftir að hann fluttist þangað þar sem hann starfaði þar til hann hætti sökum aldurs. Útför Gunnars verður gerð frá Hólaneskirkju á Skagaströnd í dag og hefst athöfnin klukkan 11. eldrar Bergljótar voru Helga Vilhelm- ína Sigurðardóttir frá Stórabergi, Skagaströnd, f. 15. apríl 1907, d. 18. mars 1974 í Grinda- vík, og Óskar Laufdal frá Skeggjastöðum í Vindhælishreppi, f. 22. janúar 1882, d. 24. janúar 1946 á Blönduósi. Börn Gunnars og Bergljót- ar eru: 1) Benóný Þorsteinn sjómaður, f. 8. febrúar 1953, kvæntur 8. febrúar 2003 Evu Jónsdóttur húsfreyju, f. 22. mars 1937. Þau eru búsett í Hafnar- firði. 2) Hilmar Oddur bifreiða- stjóri, f. 20. apríl 1954, kvæntur 31. ágúst 1986 Lilju Rafneyju Magnúsdóttur húsfreyju, f. 24. júní 1957. Þau eru búsett á Suð- ureyri og eiga fjögur börn. 3) Sólveig Anna húsfreyja, f. 10. júlí Svo að lifa ég sofni hægt, svo að deyja að kvöl sé bægt, svo að greftrast sem guðs barn hér gefðu, sætasti Jesú mér. (Hallgr. Pét.) Elsku tengdapabbi, nú ertu kom- inn yfir móðuna miklu og getur slegið á létta strengi með þeim sem þar eru fyrir og taka vel á móti þér. Það eru liðin þrjátíu ár frá því að ég kynntist þér og kom með syni þínum til Skagastrandar til að vinna í fiski en dvölin var aðeins sumarið því ég dró hann vestur til Súgandafjarðar þar sem við erum enn. En áfram var Skagaströnd fast- ur punktur í lífi okkar og við nutum gestrisni ykkar Beggu tengda- mömmu á hverju sumri. Síðan komu börnin okkar fjögur og öll eiga þau góðar minningar frá veru sinni á Skagaströnd eða Kántríbæ eins og yngsta dóttir okkar kallar staðinn því þegar hún var minni var hún viss um að Skagaströnd væri alvöru kúreka- bær og að þú og pabbi sinn hefðu verið kúrekar hér áður fyrr. Alltaf gafstu þér tíma til að glett- ast við barnabörnin, dansa, val- hoppa, fara í boltaleiki og ærslast með þeim í leik. Þessum minningum deilum við saman og góðum samverustundum með þér í gegnum árin og gott er að ylja sér við þær nú þegar við kveðjum þig, rétt að verða 79 ára gamlan, þann 6. ágúst. En þegar maður hugsar útí það þá varstu aldrei gamall í þeirri merkingu orðsins, því þú áttir létta lund og þótt lífið væri ekki alltaf dans á rósum og veraldlegur auður ekki þinn lífsförunautur áttir þú annað sem er meira virði, góða fjöl- skyldu og eiginkonu sem stóð með þér í blíðu og stríðu. Eftir að sjúkdómur þinn greind- ist í vetur og þú þurftir að ganga í gegnum erfiðar meðferðir léstu ekki slá þig út af laginu, varst hress og sjálfum þér líkur og þegar Begga veiktist var allur hugur þinn bundinn við að hún næði heilsu á ný sem hefur sem betur fer ræst úr. Og í síðasta skipti sem ég sá þig á sjúkrahúsinu á Blönduósi varstu enn léttur í spori og glaður yfir því að tengdamamma væri að hressast og þið færuð að fara heim. En þú vissir manna best að kallið færi að koma hjá þér og tókst því með æðruleysi og ró. Guð geymi þig, kæri tengdapabbi. Hilmar, ég og börnin þökkum þér allt það góða í gegnum árin. Lilja Rafney Magnúsdóttir, Suðureyri. Þínum anda fylgdi glens og gleði, gamansemin auðnu þinni réði, því skaltu halda áfram hinum megin með himnaríkisglens við mjóa veginn. Ég vona að þegar mínu lífi lýkur ég líka verði engill gæfuríkur. Þá við skoðum skýjabreiður saman og skemmtum okkur, já, það verður gaman. (Lýður Ægisson.) Mér finnst þessi erindi lýsa stjúpa mínum vel. Leiðir okkar Gunna lágu fyrst saman þegar ég var níu ára. Margt hefur gerst frá þeim tíma. Hann var mér góður stjúp- faðir. Börnum okkar og barnabörn- um reyndist hann mjög vel. Gunni hafði gaman af dansi og öllum mannfagnaði, alltaf með bros á vör og stutt í glensið. Þó langt væri milli heimilanna voru samskiptin stöðug. Alltaf var tekið vel á móti okkur á Skaga- strönd. Gunni minn, hafðu hjartans þökk fyrir samfylgdina. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Elsku mamma og tengda- mamma. Innilegar samúðarkveðj- GUNNAR HELGI BENÓNÝSSON ur. Við biðjum algóðan guð að styrkja þig um ókomna tíð. Helga og Jón. Ævitíminn eyðist, unnið skyldi langtum meir. Síst þeim lífið leiðist, sem lýist, þar til út af deyr. Þá er betra þreyttur fara að sofa, nær vaxið hefur herrans pund, en heimsins stund líði í leti og dofa. (Björn Halld.) Hinn 6. ágúst hefðir þú elsku afi orðið 79 ára gamall og þetta ljóð lýsir þér vel og hvernig þú tókst hlutunum. Þú lifðir fyrir daginn í dag og varst ekkert að velta þér upp úr hlutunum heldur tókst þeim eins og þeir komu. Það var alltaf stutt í húmorinn og glensið og það var alltaf gaman að vera í kringum þig. Það hefur alltaf verið gaman að heimsækja þig og ömmu á Skaga- strönd og að hitta ykkur þegar þið komuð í bæinn og eigum við syst- kinin margar góðar minningar frá þeim tímum. Fyrr á þessu ári hjá Bergþóri frænda sagðir þú frá því þegar þú varst nýkominn úr geisla- meðferð og komst fram sönglandi. Þá voru menn þar að furða sig á því hvað þú værir í góðu skapi. En þá sagðir þú bara að þér liði vel og að þetta hefði gengið vel og sæir enga ástæðu til annars og þetta lýsir því vel hvernig þú varst og tókst veik- indunum með miklu æðruleysi. Elsku afi, við systkinin munum sakna þín mikið og minnast allra yndislegu samverustundanna sem við áttum með þér. Jófríður, Gunnar, Einar og Harpa. ✝ Aðalbjörg Þor-valdsdóttir fæddist á Skálum á Langanesi 31. júlí 1914. Hún lést á Hrafnistu í Hafnar- firði 31. júlí síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Hall- björg Daníelsdóttir og Þorvaldur Krist- ján Kristjánsson. Systkini hennar eru: Signý Sigurlaug Margrét, f. 1916, bú- sett í Keflavík, Vil- hjálmur Sigurður, f. 1920, látinn, Þuríður, f. 1922, lát- in, Ágúst Þorvaldur, f. 1927, lát- inn, Anna Margrét, f. 1930, bú- sett í Hafnarfirði, Friðrik Þorgeir, f. 1931, látinn, og Jón, f. 1935, búsettur í Noregi. Árið 1933 giftist Aðalbjörg Þórhalli Birni Sigurjónssyni tré- smið, f. 10.4. 1909, d. 27.6. 1993. Þau eignuðust fimm börn. Þau eru: 1) Ívar, f. 22.11. 1933, maki Lovísa Sveinsdóttir, eiga þau fimm börn, 11 barnabörn og þrjú barnabarnabörn. 2) Indíana Sig- ríður, f. 12.8. 1936, maki Páll Hall- dórsson, eiga þau þrjú börn, átta barnabörn og fjög- ur barnabarnabörn. 3) Hallbjörg, f. 9.1. 1939, maki Gunnar Finnbogason, skilin, eiga þau fjögur börn og fimm barnabörn. 4) Sig- urjón, f. 13.2. 1940, maki: Helga Ingólfs- dóttir, eiga þau fjögur börn og þrjú barnabörn. 5) Dagný, f. 2.4. 1943, maki: Willi- am Jeans, skilin, eiga þau fjögur börn, sjö barnabörn og eitt barnabarnabarn. Afkomendur Aðalbjargar og Þórhalls eru alls 63. Aðalbjörg var heimavinnandi framan af ævinni, en hóf síðan störf hjá Hraðfrystihúsi Þór- kötlustaða í Grindavík og vann þar fram á ellilífeyrisaldur. Útför Aðalbjargar fer fram frá Grindavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Elsku amma, þá er komið að kveðjustundinni. Amma kær, ert horfin okkur hér, en hlýjar bjartar minningar streyma um hjörtu þau er heitast unnu þér, og hafa mest að þakka, muna og gleyma. (Ingibjörg Sig.) Margar góðar minningar um tímann okkar saman koma upp í huga okkar systkinanna þegar við hugsum til baka. Við vorum svo lánsöm að alast upp í sama húsi og þið afi bjugguð í á Austurveginum. Alltaf vorum við velkomin til ykkar og aldrei fannst okkur við vera að trufla. Þú varst svo góð við okkur og skemmtileg og oft kíktum við í heimsókn til að athuga hvað þú værir gera – hvort þú værir að elda, baka, eða bara eitthvað ann- að. Þú lést okkur hafa einhver verkefni og fannst okkur þá við vera mjög merkileg. Til dæmis þegar þú tókst slátur á haustin, þá fengum við gjarnan að skera mör, hræra, eða eitthvað annað sem við smáfólkið gátum ráðið við. Ekki má gleyma að minnast á laufa- brauðsbaksturinn enda bjó enginn til eins góð laufabrauð og þú. Við fengum líka að vera með í því að skera út alls kyns munstur og var oft smá metingur um það hver gerði flottasta brauðið. Jól og áramót eru mjög sérstök í huga okkar systkinanna, því þá var alltaf mikið um að vera á Austur- veginum. Þú varst svo mikið jóla- barn og bar húsið ykkar afa þess merki og þar var sannur jólaandi. Jólatréð þitt var alltaf mjög sér- stakt því þú skreyttir það aðallega með skrauti sem barnabörnin þín höfðu föndrað og gefið þér og það sem ekki komst á tréð fór upp á vegg. Jafnvel eftir að við urðum fullorðin gátum við enn skoðað listaverkin eftir okkur og segir það meira en mörg orð um það hvað þér þótti vænt um barnabörnin þín. Árin liðu og við systkinin fluttum af Austurveginum á Selsvellina og var það mikil breyting fyrir okkur. En ekki leið á löngu þar til þið afi fluttuð í íbúðina ykkar í blokkinni og þá var aftur orðið stutt á milli okkar. Þið afi komuð oft í heim- sókn og þú varst líka dugleg að koma í kaffi þegar þú varst orðin ein. Þá sagðir þú okkur gjarnan sögur af þér þegar þú varst lítil stelpa á Langanesi eða fórst með ljóð. Lestur bóka og þá sérstaklega ljóðabóka var þitt líf og yndi og kunnir þú mörg ljóð utan að. Þú varst alltaf sérstaklega dug- leg að fylgjast með öllum þínum börnum og barnabörnum og við er- um viss um það að þar sem þú ert núna munt þú halda því áfram að vaka yfir öllum hópnum með dyggri aðstoð afa. Þú varst amma yndisleg og góð, og allt hið besta gafst þú hverju sinni, þinn trausti faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni. Þú gættir okkar, glöð við undum hjá, þær góðu stundir blessun, amma kæra, nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá, í hljóðri sorg, og ástarþakkir færa. (Ingibjörg Sig.) Elsku amma, takk fyrir alla þá ást og hlýju sem þú gafst okkur systkinunum. Megi Guð geyma þig. Þórhallur Ingi, Anna Þórunn, Guðmundur og Atli Þór Sigurjónsbörn. Höfuð mitt er fullt af minningum um þig, elsku amma, en samt svo tómt. Þú sagðir oft að ég væri fædd með pennann í höndunum, en nú er eins og ég kunni ekkert með hann að fara. Þú hefur alltaf verið svo stór hluti af lífi mínu. Þú hvatt- ir mig sífellt til dáða, fylltir mig sjálfstrausti, lést mig finna að ég væri einstök bara eins og ég er. Þú gafst mér svo margt, en það dýr- mætasta var tíminn sem við spjöll- uðum, spiluðum og þegar þú treystir mér, krakkanum, til að leysa af hendi ákveðin verkefni fyrir þig, t.d. pakka inn jólagjöfum og skrifa á kort. Ég minnist Þor- láksmessuhlaðborðsins þíns með söknuði en þá hittist fjölskyldan, í skötustöppu, hangikjötssmökkun og ýmislegt fleira. Fólk var að koma við allan daginn og alltaf var nóg til. Þú varst svo gestrisin, hafðir lítið fyrir því að slá upp veislu hvenær sem var. Það var með ólíkindum hvað eldhúsborðið gat borið af kræsingum. Þú sagðist aldrei baka, bara búa til ,,kota- klessur“! En það voru hin bestu vínarbrauð. Þú varst svo mikill jafningi minn og góð vinkona, hneykslaðist hvorki á mér né gjörðum mínum. Þegar ég fór í framhaldsnám, sagðir þú mér að þig hefði dreymt um að verða ljós- móðir þegar þú varst ung. Við ræddum þá breytta tíma og ólík tækifæri hjá kynslóðunum, ekki léstu í ljós beiskju vegna þess sem aldrei varð. Þegar ég fór svo í snyrtifræði fékk ég endalaust að æfa mig á þér að lita, plokka, lakka o.s.frv. Ég er þakklát fyrir að hafa feng- ið tækifæri til að sýna þér stuðning og veita þér hjálp á efri árum, þeg- ar þú þurftir þess með. Við bjugg- um þá hvor á sinni hæðinni í blokk, nöfnurnar, þú ein og ég með Ívari og Kristínu Margréti. En þá eins og svo oft áður varst þú betri en enginn í að hafa ofan af fyrir litlu skottunni okkar. Það má með sanni segja að þú, amma Bogga, hafir verið fyrsti leikfélaginn sem Krist- ín Margrét eignaðist. Hún var ekki stór þegar hún fór að brölta milli hæða til að ná í þig til að leika við sig eða bjóða þér upp á hafragraut með sér. En svo kom að því að þú fluttir á Hrafnistu, þá urðu sam- verustundirnar öðruvísi og færri eins og gefur að skilja. Ég fór þó með 9. sporshugleiðingu til þín og var það mér dýrmætt. Að lokum varstu hætt að þekkja mig, þá að ákveðnu leyti kvaddi ég þig í hug- anum. Auðvitað hefði ég viljað fá þig aftur eins og þú varst, en svona var nú það. Nú ertu búin að skila þínum tíma hér í þessari jarðvist og farin til afa, Sveins bróður og allra hinna sem bíða okkar. Það voru forréttindi að eiga þig að, elsku amma. Takk fyrir að eiga hlut í þeirri manneskju sem ég er í dag. Þar til við hittumst á ný. Þín nafna Aðalbjörg. Þú varst besta langamma í heim- inum. Þú varst fyrsta vinkonan sem ég eignaðist. Þegar við bjugg- um saman í blokkinni varstu svo dugleg að leika við mig. Takk fyrir góðar stundir, elsku amma Bogga. Ég man hvað okkur fannst gott að hittast á morgnana og borða sam- an hafragrautinn, sem mamma bjó til handa okkur. Þú varst dugleg að syngja fyrir mig og kenndir mér margar vísur. Stundum kom ég niður til þín og færði þér lyfin, þá tókst þú svo vel á móti mér, þú átt- ir alltaf ís eða eitthvað gott handa mér. Nú ert þú komin til englanna og ég veit að þeir passa þig vel. Takk fyrir allt. Þín Kristín Margrét. AÐALBJÖRG ÞOVALDSDÓTTIR Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti eða á disklingi (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist). Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauð- synlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda fylgi með. Nánari upplýsingar eru á mbl.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.