Morgunblaðið - 08.08.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 08.08.2003, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ                                     " # $ %& '       " BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. HVAÐA ferðamann, sem kemur í þjóðgarðinn við Þingvelli til að njóta þeirrar miklu fegurðar sem þar er, skyldi gruna að í nokkurra metra fjarlægð og aðeins niður fyrir þann sjóndeildarhring sem flestir ferða- menn skoða, leynist ein sú stórbrotn- asta náttúruperla sem Ísland hefur uppá að bjóða og því miður allt of fáir hafa séð, það er gjáin Silfra. Silfra er sprunga sem liggur út í Þingvallavatn og er ein fjölmargra farvega fyrir úrkomu og leysinga- vatn frá Langjökli, Þórisjökli og hrauninu norðan Þingvalla. Meðalrennslistími vatnsins er tal- inn um tíu ár, frá jöklunum og út í Þingvallavatn, en samt getur verið um sextíu ára gamla úrkomu að ræða. Vatnshitinn er að meðaltali 2,4-3,2 gráður á celsíus og leggur vatnið í gjánni aldrei því að straumur er tals- verður. Til eru sögur um bandaríska hermenn sem voru á ferð um Þing- velli á stríðsárunum, að vetri til í miklu frosti og fannst alveg tilvalið að nota vatnið úr Silfru á vatnskassa herjeppanna því að þetta væri ábyggilega einhverskonar vatn sem gæti ekki frosið. Það fer ekki mörg- um sögum um árangurinn. Silfra hefur verið einn vinsælasti köfunarstaður á Íslandi til margra ára og hefur hróður hennar spurst út fyrir landsteinana. Erlendir ferða- menn með köfunarréttindi, eru í auknum mæli farnir að fara með ís- lenskum leiðsögumönnum í skipu- lagðar kafanir í Silfru, sem er talin vera einn af tíu flottustu köfunar- stöðum í heiminum. Skyggnið er allt upp í 150 metra og eru litatilbrigðin svo með ólíkindum að einna helst minnir á norðurljós. Mesta dýpi sem hægt er að kafa niður á er 57 metrar og er það niður í helli sem liggur undir veginn að hótel Valhöll en algengt dýpi í Silfru er um 20 metrar. Oftast þegar kafað er í Silfru er hoppað útí gjótu sem er ca 20 metra frá áðurnefndum vegi og kafað niður á 5-6 metra dýpi ofan í helli sem opn- ast inn í Silfru, svo er kafað eftir gjánni. Ekki þarf að hafa mikið fyrir því að koma sér áfram, heldur er gott að láta strauminn sjá um púlið. Þegar komið er í endann á Silfru blasir við brött brekka sem liggur uppí sjálft vatnið og er hún þakin ljósu seti. Kafað er upp brekkuna og beygt til vinstri og er þá komið inní lón sem skartar þeim fallegustu lita- tilbrigðum sem undirritaður hefur séð, jafnvel regnbogi myndi roðna af öfund. Kafarar kalla það oft „The Real Blue Lagoon“. Hægt er að kafa sömu leið til baka eða kafa í minni gjá sem liggur sam- hliða Silfru en þar þarf að kafa nokkrum sinnum undir risastór björg sem vega fleiri, fleiri tonn. Oftast tekur Silfruköfun 40-50 mínútur og líða þær eins og örskot, svo gaman er að kafa þar. Silfra er gott dæmi um það að ekki þarf að fara til útlanda til að kafa á flottum köfunarstöðum því á Íslandi er af þeim nóg. Að lokum vil ég benda á heimasíðu Sportköfunarfélags íslands þar sem hægt er að fá allar upplýsingar um köfun á Íslandi, ásamt upplýsingum um köfunarkennara. Slóðin er www.kofun.is. FINNUR FRÍMANN, kafari. Falin undraver- öld í miðri ferða- mannaparadís Frá Finni Frímanni: Gott að fá sér sæti. „Bláa lónið“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.