Morgunblaðið - 08.08.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 08.08.2003, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 2003 43 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake LJÓN Afmælisbörn dagsins: Án nokkurs vafa hefur þú mikla hæfileika á ýmsum sviðum. Vegna þessa átt þú oft erfitt með að gera upp við þig hvað þú kýst að leggja fyrir þig. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Samræður við foreldra eða yfirmenn geta skipt sköpum fyrir þig í dag. Þú mátt bú- ast við óvæntri uppákomu. Vertu á varðbergi. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú hefur sterka löngun til þess að losna úr viðjum hversdagsins. Þú þarft að breyta aðeins til og gera eitthvað óvenjulegt. Láttu verða af því. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Reyndu eftir fremsta megni að gera eitthvað í sambandi við fjármál þín. Þessar að- gerðir þínar þola enga bið. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Staða himintunglanna gerir það að verkum að þú þarft að leggja meira á þig en aðr- ir í dag. Þetta ætti ekki að reynast þér um megn. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Gerðu allt sem í þínu valdi stendur til þess að koma skipulagi á hlutina, bæði í vinnunni og heimafyrir. Þetta mun létta þér lífið. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Það mun að öllum líkindum koma þér á óvart ef einhver daðrar við þig í dag. Þetta er ekkert alvarlegt. Þú ættir ef til vill að svara í sömu mynt! Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú þarft að beina sjónum þínum að heimilinu í dag. Þú hefur látið félagslífið í fyrsta sæti en nú þarfnast fjöl- skyldan þín. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Í dag væri kjörið að ræða við ættingja og vini. Það væri ekki úr vegi að gera sér dagamun og fara að versla. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú gætir komið auga á tæki- færi til þess að vinna þér inn peninga á óvenjulegan hátt. Ef þetta verður að veruleika mun tækifærið ekki vara lengi. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Tunglið er í merki þínu í dag, kæra steingeit. Það gef- ur þér forskot í öllum þínum aðgerðum. Ekki hika við að nota það. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú leggur ætíð hart að þér í starfi. Hafðu það þó í huga að allir þurfa einhverja hvíld. Nú er svo komið að þú þarft að hvíla þig. Gerðu það. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Kvenkyns vinur gæti reynst þér vel í dag. Ef þú hefur einhverjar hugmyndir varð- andi eitthvað mikilvægt skaltu bera þær undir vini þína. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. ÁRNAÐ HEILLA STÖKUR Blessuð sólin elskar allt, allt með kossi vekur, haginn grænn og hjarnið kalt hennar ástum tekur. Geislar hennar út um allt eitt og sama skrifa á hagann grænan, hjarnið kalt: Himneskt er að lifa. Hannes Hafstein LJÓÐABROT 50 ÁRA afmæli. Gunn-ar Hermannsson, rafiðnfræðingur, Eikjuvogi 22, Reykjavík, er fimm- tugur í dag föstudaginn 8. ágúst. Hann og eiginkona hans Ingibjörg Pálsdóttir taka á móti fjölskyldu og gestum á heimili sínu í Eikjuvogi frá kl. 18:00 á af- mælisdaginn. 50 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 8. ágúst, er fimmtug Guðbjörg Halla Björnsdóttir, Jötunsölum 2, Kópavogi. Sonur hennar er Jón Björn Marteinsson. Guðbjörg tekur á móti vin- um og vandamönnun í fé- lagsheimi Sjálfsbjargar, Hátúni 12, frá kl. 16 í dag. 1. c4 Rf6 2. Rc3 c5 3. g3 e6 4. Rf3 b6 5. e4 Bb7 6. d3 d6 7. Bg2 Be7 8. O-O O-O 9. Rg5 Rfd7 10. h4 h6 11. Rh3 Rc6 12. f4 Rd4 13. Be3 Hb8 14. Kh2 Bc6 15. Bxd4 cxd4 16. Rb5 Bxb5 17. cxb5 Rf6 18. Rg1 Dd7 19. a4 a6 20. bxa6 Da7 21. Bh3 Dxa6 22. Rf3 b5 23. a5 Da7 24. g4 Rh7 25. g5 hxg5 26. hxg5 g6 27. Dd2 b4 28. f5 Hb5 29. a6 Hb6 30. fxg6 fxg6 31. Bxe6+ Kg7 32. Bd5 Hxa6 33. Hac1 Dd7 34. Dg2 Hf4 35. Dg3 Hg4 Staðan kom upp í ofur- mótinu í Biel sem lauk fyrir skömmu. Sigur- vegari mótsins, Alexander Mor- ozevich (2679), hafði hvítt gegn Christopher Lutz (2631). 36. Re5! dxe5 36...Hxg3 gekk ekki upp vegna 37. Hf7+ Kh8 38. Rxg6+ Kg8 39. Hxe7+ og hvítur vinnur. 37. Hf7+ Kh8 38. Hxh7+! SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. Kxh7 39. Dh3+ og svartur gafst upp enda mát eftir 39...Kg7 40. Dh6#. Loka- staða mótsins varð þessi: 1. Alexander Morozevich (2679) 8 vinninga af 10 mögulegum. 2.-3. Etienne Bacrot (2645) og Ilya Smir- in (2656) 6 ½ v. 4. Yannick Pelletier (2602) 5. Christ- opher Lutz (2631) 3 v. 6. Viktor Kortsnoj (2628) 2 v. Boðsmót Taflfélags Reykjavíkur hefst í dag, 8. ágúst kl. 19.00 í húsakynn- um félagsins, Faxafeni 12. Öllum er velkomið að taka þátt en um helgarmót er að ræða sem lýkur sunnudag- inn 10. ágúst. Nánari upp- lýsingar um mótið er að finna á skak.is. EDDIE Kantar teiknaði upp verkefni dagsins, sem er að spila sjö spaða í suð- ur. Kantar lét þau orð fylgja að hann gæti ekki fengið sig til að skrifa upp sagnröð til að réttlæta vit- leysuna, því auðvitað eiga NS heima í sjö laufum. Norður ♠ DG ♥ Á843 ♦ ÁK42 ♣ÁKD Suður ♠ ÁK876 ♥ 2 ♦ 65 ♣G10943 Kantar hefði getað gert tvennt: Til dæmis logið því að þetta væri tvímenn- ingur, eða vitnað í Göltinn grimma, hetju Mollos, sem segir það dauflegan brids að spila alltaf besta samn- inginn. En nú er það alvar- an – hvernig eigi að spila sjö spaða með hjarta- drottningu út? Ef trompið er 4-2 verður stíflan í laufinu vandræða- leg. Segjum að sagnhafi taki DG í spaða, stingi hjarta og spili svo spaðaás. Spilið er búið ef báðir fylgja, en ella þarf að taka síðasta trompið. En laufið er læst eins og Ríkið á sunnudögum og tveir laufslagir heima fara fyrir lítið. Norður ♠ DG ♥ Á843 ♦ ÁK42 ♣ÁKD Vestur Austur ♠ 10532 ♠ 94 ♥ DG107 ♥ K965 ♦ G983 ♦ D107 ♣2 ♣8765 Suður ♠ ÁK876 ♥ 2 ♦ 65 ♣G10943 Stíflan í laufinu er hreinsuð með stæl. Sagn- hafi tekur DG í spaða, síð- an laufdrottningu (af fag- urfræðilegum ástæðum), trompar hjarta og tekur ÁK í spaða. Í hæstu trompin fara hæstu laufin úr borði – laufás í spaðaás og laufkóngur í spaðakóng. Þá er leiðin greið fyrir G1094 heima. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson Ljósmynd/Stúdíó Sissa BRÚÐKAUP. Gefin voru saman í Háteigskirkju 21. júní sl. María Sigurðardóttir og Kjartan Hrafn Kjartansson. Með þeim á myndinni er Orri Hrafn Kjartansson. Grafarvogskirkja. Al-Anon fundur kl. 20. Boðunarkirkjan, Hlíðasmára 9. Samkom- ur alla laugardaga kl. 11. Bænastund alla þriðjudaga kl. 20. Biblíufræðsla allan sól- arhringinn á Útvarpi Boðun FM 105,5. Allir alltaf velkomnir. Morgunblaðið/ÓmarKópavogskirkja Safnaðarstarf FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrir- vara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælis- tilkynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og síma- númer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréf- síma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa : Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Nú, þetta! Tja, mér finnst svo gott að slappa af við trommurnar á mánudögum. STJÓRN Hvalaskoðunarsam- taka Íslands hafa sent frá sér ályktun þar sem er hörmuð sú „einhliða ákvörðun íslenskra stjórnvalda að hefja veiðar á hrefnum hér við land án sam- þykkis Alþjóðahvalveiðiráðsins og okkar helstu viðskiptalanda.“ Í ályktuninni segir að stjórnin líti á þessa ákvörðun stjórn- valda sem beina aðför að grein- inni og bendir á að hvergi í heiminum sé verið að sýna og skjóta sömu hvalategund eins og áform séu uppi um hér við land. Hvalaskoðun á Íslandi byggist að langmestu leyti á að sýna hrefnur. „Hvalaskoðunarsamtök Ís- lands hafa ávallt lagt áherslu á að hvalveiðar hér við land verði ekki hafnar nema í sátt við al- þjóðasamfélagið og viðeigandi stofnanir. Að öðrum kosti verði meiri hagsmunum fórnað fyrir minni. Stjórnin telur að þessi ákvörðun sjávarútvegsráðherra komi til með að skaða ferða- þjónustuna á Íslandi almennt og hvalaskoðun með beinum hætti. Samtökin krefjast þess að stjórnvöld endurskoði afstöðu sína nú þegar og fresti öllum áformum um hvalveiðar þar til fullt samráð hefur verið haft við Samtök ferðaþjónustunnar, okk- ar helstu viðskiptalönd og Al- þjóðahvalveiðiráðið.“ Hvalaskoðunarsamtök Íslands Harma ákvörð- un stjórnvalda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.