Morgunblaðið - 08.08.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 08.08.2003, Blaðsíða 44
ÍÞRÓTTIR 44 FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ „ÉG er spenntur að sjá jafna og spennandi keppni sem vonandi skil- ar góðum afrekum en það er öruggt að keppnin í ár verður meira spennandi en áður,“ sagði Guðmundur Karlsson landsliðs- þjálfari eftir blaðamannafund um bikarmótið. Vala Flosadóttir og Magnús Aron Hallgrímsson berjast við að ná lágmörkum til að komast á heimsmeistaramótið í París síðar í þessum mánuði. Vala þarf að stökkva 4,40 metra í stangarstökki og Magnús Aron Hallgrímsson að kasta kringlunni 63,50 metra. „Það verður sérstaklega gaman að sjá hvort Vala Flosadóttir og Magnús Aron nái lágmörkum til að komast á heimsmeistaramótið en síðasti möguleiki á því er tólfti ágúst. Hún hefur stokkið 4,30 metra og átt ágætar tilraunir við 4,40 á síðustu mótum og Magnús Aron hefur 62,34 metra en hann hefur verið stöðugur í kringum sextíu metrana svo að gott kast getur dottið. Það er þá æskilegt að aðstæður séu góðar svo að meiri möguleiki sé á að þau nái því. Sunnu Gestsdóttur vantar nokk- uð uppá að ná lágmörkum fyrir heimsmeistaramótið og ég held að hún eigi að setja stefnuna á Ólymp- íuleika á næsta ári. Hún hefur bætt sig mikið að undanförnu svo að maður sér alveg möguleika á að hún nái þeim árangri sem til þarf,“ sagði Guðmundur Karlsson. Meiri bikarspenna en áður í Laugardal FÓLK  ÞRÓTTARAR og Charles Philip McCormick knattspyrnumaður hafa komist að samkomulagi um að Charl- es verði leystur undan samningum sínum við Þrótt. Menn þar á bæ voru ekki ánægðir þegar hann lét reka sig af leikvelli gegn KA á dögunum, þeg- ar skipta átti honum útaf.  ELÍAS Víðisson, kylfingur úr GKJ, fór á dögunum holu í höggi á fimmtu braut Hlíðavallar í Mos- fellsbæ, en hún er par fjórir og því fékk Elías albatros, lék á þremur undir pari. Til verksins notaði hann dræver enda er holan 274 metra löng.  KRISTINN G. Bjarnason bætti um helgina vallarmetið á Hamarsvelli í Borgarnesi þegar hann lék á 66 höggum, einu höggi betur en gamla metið sem var fimm ára gamalt.  ANNAÐ vallarmet féll ekki alls fyrir löngu en það setti Rögnvaldur Ólafsson, klúbbmeistari Jökuls á Snæfellsnesi. Hann lék Fróðárvöll á 73 höggum, sjö undir pari hans.  JAVIER Zanetti, fyrirliði Inter Mílanó og Argentínu, hefur gert nýj- an samning við ítalska félagið. Hann er nú samningsbundinn Inter til árs- ins 2007 en hann hefur verið hjá fé- laginu síðan 1995. Zanetti hefur gjarnan leikið í stöðu hægri bakvarð- ar eða á miðjunni.  SERGIO Conceicao mun leika með Lazio á næsta tímabili í ítölsku knatt- spyrnunni en hann var í herbúðum Inter Milano síðasta vetur. Conc- eicao er 28 ára portúgalskur miðju- maður en hann lék með Lazio frá 1998 til 2000.  BORUSSIA Dortmund hefur feng- ið Norðmanninn Andre Bergdolmo til liðs við sig frá Ajax. Bergdolmo er 31 árs varnarmaður og hann gerði tveggja ára samning við þýska liðið en í síðustu viku leit út fyrir að hann myndi leika með Portsmouth í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili.  ARSENE Wenger, knattspyrnu- stjóri Arsenals, hefur ekki trú á að Glasgow Rangers nái að leggja FC Kaupmannahöfn að velli í keppni um sæti í Meistaradeild Evrópu. Weng- er sagði að lið Rangers hefði ekki verið traustvekjandi er Arsenal lagði það í vináttuleik á Ibrox á þriðjudag- inn, 3:0.  MIÐJUMAÐURINN Sean Davis hefur farið fram á að vera settur á sölulista hjá enska liðinu Fulham. Everton er talið hafa áhuga á að kaupa Davis.  ÍTALSKI miðjumaðurinn Luigi Di Biagio hefur ákveðið að leika með Brescia á næstu leiktíð en þar hittir hann fyrir gamlan liðsmann, Roberto Baggio. Di Biagio, sem er 32 ára og hefur leikið með ítalska landsliðinu, var hjá Inter Milano síðastliðinn vet- ur en félagið ákvað að losa sig við hann eftir liðið tímabil. Di Biagio hefði getað farið til Middlesbrough en ákvað að vera áfram á Ítalíu. „KEPPNIN leggst ágætlega í mig, þarna eru mörg góð lið svo að keppnin verður spenn- andi,“ sagði Sigurður Haralds- son þjálfari FH en taldi sitt lið ekki verja titilinn. „Ég tel Breiðablik líklegan sigurveg- ara og UMSS og kvennalið ÍR eru sterk en við munum ekkert gefa eftir, Breiðablik vinnur líklega karlabikarinn en sjáum til hvað konurnar okkar í FH gera. Það skiptir öllu máli að liðsheildin sé góð því um leið og fer að ganga illa í einhverri grein þá smitar það út frá sér og þá þarf að bregðast strax við því.“ Jón Arnar dregur vagninn Aðalþjálfari Breiðabliks, Eg- ill Eiðsson, ætlar sér stóra hluti – jafnvel að standa undir vænt- ingum þjálfara FH. „Við erum með sterkara lið en áður svo að mótið leggst vel í mig. Við náð- um þriðja sætinu í fyrra og stefnum á að vera ofar í ár en það er líka alltaf eftirsókn- arverðara að taka titil af ein- hverjum sem hefur unnið mörg ár í röð. Við erum með Jón Arnar sem dregur vagninn, Magnús Aron, Björn Margeirsson og marga spretthlaupara auk þess sem liðið er sterkt í heild.“ Slæmt gengi smit- ar úr frá sér HEIMASÍÐA fyrir tugþraut- arkappann Jón Arnar Magn- ússon var opnuð í gær. Veg og vanda af gerð hennar átti fyr- irtækið Design Europa.com. Síðan er Jóni Arnari að kostn- aðarlausu, svo hann getur ein- beitt sér betur að æfingum. „Það er mikil upphefð að einhver vilji gera þetta fyrir mann,“ sagði Jón Arnar við opnunina. „Ég átti alls von á slíku, maður hefur verið að leita að styrktaraðilum og ekkert of vongóður með það en þá hringdu þeir og buðust til að gera þessa heimasíðu og mað- ur slær ekki hendi á móti því, ég var alveg guðs lifandi feg- inn. Ég er stoltur af heimasíð- unni, hún er mun flottari en ég átti von á.“ Heimasíða Jóns Arnars er www.jonarnar.net. Heima- síða fyrir Jón Arnar Allt besta frjálsíþróttafólk lands-ins mætir til leiks í Laugar- dalnum nema hvað hástökkvarinn Einar Karl Hjalta- son verður fjarri góðu gamni. Fyrir- komulagið er þannig að hver keppandi má spreyta sig í þremur einstaklings- greinum og einu boðhlaupi hvorn keppnisdaginn. Mikið mun mæða á Jóni Arnari Magnússyni til að safna stigum fyrir Breiðablik. „Ég lít á þetta mót sem lokaæfingu fyrir heimsmeistaramótið og eftir það fer ég að slaka á,“ sagði Jón Arnar í gær en þó að hann taki svona til orða er óhætt að fullyrða að hann mun hvergi slaka á áður en kemur að því að slaka á æfingum fyrir heims- meistaramótið. „Þetta verður léttara en áður, engin forkeppni og ekki eins mikil hlaup á milli greina. Það má samt ekkert gefa eftir því það geta komið fyrir óhöpp en keppnin verður skemmtileg. Þetta er líklega stærsta mótið hér heima fyrir utan Landsmót og mesta stemmningin. Það skiptir máli að liðsheildin sé góð svo að mótið verði skemmtilegt.“ Getum nagað stig af hinum Í umræðunni er FH og Blikum spáð efstu sætunum en forráðamenn hvors lið töldu hitt líklegra til að tróna efst á pallinum. Blikar eru með gott karlalið og FH gott kvennalið en það eru ÍR-ingar líka, nægir þar að nefna Völu Flosadóttur og Fríðu Rún Þórðardóttur. Stigin sem ÍR nælir í geta því skilið milli feigs og ófeigs. „Við getum nagað stig af hinum liðunum og það er ekk- ert gefið fyrirfram,“ sagði ÍR-ing- urinn Albert Þór Magnússon hvergi banginn. „Það er oft þannig að lið spá jafnvel sjálfum sér sigri og hafa yfir að ráða mikilli breidd en við ætl- um ekkert að gefa eftir og höfum innan okkar vébanda mjög sterka einstaklinga eins og Völu og Fríðu. Við vorum sterk í þúsund metra boð- hlaupinu í fyrra, sem er lokagrein mótsins, og mikið kapp lagt í að vinna hana. Við erum með góða breidd í kvennaliðinu og sterka keppendur í karlaflokki svo að við lítum björtum augum á mótið, setj- um háleit markmið og fögnum að leikslokum. Við státum einnig af elsta keppanda á mótinu, Jóni Ög- mundi Þormóðssyni í sleggjukasti.“ Þess má geta að hann varð sextugur í mars. Sex lið taka þátt í 1. deild en að- eins eitt í 2. deild. Skýringuna rekja frjálsíþróttamenn til þess að stóru liðin eru sífellt sterkari á kostnað minni liða en hyggjast gera brag- arbót á því. Yngri kynslóðin gæti gert það og á undanförnum mótum hefur mátt sjá einn og einn af þekkt- ari afreksmönnunum þurfa að víkja til hliðar á verðlaunapallinum. Það verður eflaust til þess að gera mótið enn skemmtilegra. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Magnús Aron Hallgrímsson reyndir við lág- markið í kringlukasti fyrir heimsmeistaramót- ið sem verður í París síðar í mánuðinum á Laugardalsvellinum á morgun. Vala Flosa- dóttir, unnusta hans, reyndir við lágmarkið í stangarstökki kvenna. Magnús Aron og Vala í sviðsljósinu NÍU ára áskrift FH að bikarmeistaratitli í frjálsum íþróttum virðist fyrir bí ef marka má forráðamenn frjálsíþróttamanna á blaða- mannafundi í gær því allir voru á einu máli um að keppnin yrði jafn- ari í ár en í langan tíma. Þeir sóru af sér væntanlegan sigur hver um annan þveran og bentu hver á annan svo segja má að mótið, sem hefst í Laugardalnum í kvöld, sé þegar hafið – með sálfræðihernaði. Fyrir vikið má búast við spennandi keppni og óvæntum úrslitum fram að síðustu grein auk þess að Vala Flosadóttir í stangarstökki og Magnús Aron Hallgrímsson í kringlukasti reyna að ná lágmörk- um til að komast á heimsmeistaramótið í lok mánaðarins. Það verð- ur í fyrsta sinn í ár sem Vala og Þórey Edda Elísdóttir mætast í ein- vígi í stangarstökki. Stefán Stefánsson skrifar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.