Morgunblaðið - 08.08.2003, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 08.08.2003, Blaðsíða 50
50 FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 6. Ísl. tal. Sýnd kl. 6. YFIR 22.000 GESTIR!  Kvikmyndir.com SV. MBL HK. DV Sýnd kl. 6, 8, 10 og miðnætursýning kl. 12.  Fyndnasta mynd sumarsins frá leikstjóra Liar Liar og Ef þú gætir verið Guð í eina viku, hvað myndir þú gera? Miðnætursýning kl. 12. B.i. 14 ára. Miðnætur- sýning kl. 12. J I M C A R R E Y Frábær teiknimynd með íslensku tali fyrir alla fjölskylduna Missið ekki af þessu klassíska ævintýri!  HUGSAÐU STÓRTMiðasala opnar kl. 15.30 YFIR 30.000 GESTIR! Frá Leikstjóra Training Day kemur mögnuð mynd með harðjaxlinum Bruce Willis og hinni glæsilegu Monicu Bellucci. Missið ekki af þessari! Sýnd kl. 8 og 10.30. YFIR 22.000 GESTIR!  Kvikmyndir.com SV. MBL HK. DV Sýnd kl. 3.30. Sýnd kl. 4, 6, 8, 10.15 og 12.30. EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Stríðið er hafið!  Ef þú gætir verið Guð í eina viku, hvað myndir þú gera? Fyndnasta mynd sumarsins frá leikstjóra Liar Liar og Ace Ventura Framhaldið af hinni frábæru Legally Blond sem sló í gegn! Sýnd kl. 3.30, 5.40, 8, 10.20 og miðnætursýning 12.30 kl. 3.30, 5.40, 8, 10.20 og 12.30. Sýnd kl. 4 og 6. Ísl. tal. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 14. Miðnætur- sýning kl. 12.30. Miðnætursýning kl. 12.30. Frábær teiknimynd með íslensku tali fyrir alla fjölskylduna Missið ekki af þessu klassíska ævintýri! ÍBÚARNIR í Gaulverjabæ eru einkar vinsælar teiknimyndafígúrur hjá yngri kynslóðinni og þeir eldri hafa lítið minni ánægju af kostuleg- um ævintýrum þeirra Ástríks (Christian Clavier), Steinríks (Gér- ard Depardieu), átvaglsins ofur- sterka, og annarra kúnstugra þorpsbúa. Í nýjustu myndinni þeirra halda Ástríkur og Steinríkur ásamt Seiðríki og hundinum Kríli, til að aðstoða egypskan bygginga- meistara sem á að sjá til þess að Kleópatra (Monica Bellucci), vinni veðmál við Sesar keisara (Alain Chabat), um að henni takist að ljúka við heljarmikla hallarbygg- ingu á örskömmum tíma. Seiðríkur heldur með galdra- drykkinn sinn út í eyðimörkina og sökum göróttra áhrifanna flýgur byggingin áfram þrátt fyrir að göll- um séu brugguð ýmiskonar launráð og Sesar og hinn öfundsjúki Alk- apónis beiti þá bellibrögðum. Það verður að segjast eins og er að það er ótrúleg afslöppun í því að sjá þessa dýrðlega vitlausu, frönsku gamanmynd, eftir misjafnar og lit- litlar sumarmyndirnar sem nú tröll- ríða kvikmyndahúsum. Ástríkur og Kleópatra ná þó ekki að endur- spegla sem skyldi grallaragrínið sem einkennir teiknimyndbálkinn hans Renés Goscinnys,en yfir höfuð er myndin dálaglega leikin og gerð. Mikill fengur er að óaðfinnanlegri, íslenskri raddsetningu kunnra fag- manna og ekki annað að heyra en yngri kynslóðin skemmti sér kon- unglega (sonarsonur minn vildi ólm- ur og uppvægur gefa Ástríki vini sínum fjórar stjörnur!). Clavier, Depardieu og náunginn sem leikur þann meinfyndna skrattakoll Alkapónis, eru allir á hárréttum nótum í sannkölluðu teiknimyndaleikformi. Augnayndið Bellucci er dægilegasta Kleópatra og á mun betri dag en í Tárum sól- arinnar. Í það heila tekið fyrirtaks fjölskylduskemmtun. Gallar leggja land undir fót KVIKMYNDIR Háskólabíó, Sambíóin Reykjavík, Keflavík og Akureyri. Leikstjórn og handrit: Alain Chabat. Kvikmyndatökustjóri: Laurent Dailland. Tónlist: Philippe Chany. Aðalhlutverk: Gérard Depardieu, Christi- an Clavier, Jamel Debbouze, Monica Bellucci, Alain Chabat. Íslensk talsetning – helstu raddir: Ástríkur (Þórhallur Sigurðsson), Steinríkur (Pálmi Gestsson), Kleópatra (Jóhanna Vigdís Arnardóttir), Nexus (Bragi Þór Hinriksson), Amobofís (Jóhann Sigurðarson), Fríhendis (Örn Árnason), Mjóbakís (Þór Tuliníus). 107 mínútur. Tobis Studio Canal. Frakkland 2002. ÁSTRÍKUR OG KLEÓPATRA / ASTÉRIX & OBÉLIX: MISSION CLÉOPÂTRE  Monica Bellucci fer með hlutverk hinnar fláráðu Kleópötru. Sæbjörn Valdimarssonalltaf á föstudögumDAGLEGT LÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.