Morgunblaðið - 08.08.2003, Side 1

Morgunblaðið - 08.08.2003, Side 1
F Ö S T U D A G U R 8 . Á G Ú S T 2 0 0 3 B L A Ð B  SÖNGGLAÐIR FARFUGLAR /2  HEITU POTTARNIR HEILLA/3  LIFI HINN FRJÁLSI LEIKUR /4  RÆTUR VANDANS /5  SVIMI OG SUNDL /6  NÝJAR LÍNUR Á MEÐGÖNGU /7  AUÐLESIÐ EFNI /8  LITLIR knettir úr rúskinni og leðri, fylltirgrjónum eða sandi, leika lausum hala áalmenningstúnum borga og bæja ásumrin. Í útlandinu kallast þeir hackey- sacks og sums staðar footbags, en nýyrðadeild kvikmyndafélagsins Lorts hefur nefnt þá upp á ís- lensku fótpoka. Félagarnir í Lorti eru einmitt for- fallnir áhugamenn um fótpoka og eru mennirnir á bakvið fyrsta liðamótið í fótblaki sem fram fer á morgun. Er það íþróttadeild félagsins, Sportlort- ur, sem stendur fyrir mótinu. „Þetta er voðalega þægilegt sport að því leyti að lítið þarf að hlaupa,“ útskýrir glottandi Hlynur Pálsson, frammámaður í Sportlorti. „Þegar við tókum okkur til, kyrrsetumennirnir, og hugðumst fara að hreyfa okkur lá beint við að reyna venju- lega knattspyrnu. Ein fótboltaæfing var haldin, en þegar menn voru farnir að hrækja blóði lagðist það sjálfkrafa af. Þá sner- um við okkur að fótpokaiðkuninni.“ Hingað til hefur frægð Lorts fyrst og fremst byggst á hreyfimyndafram- leiðslu, svo sem stuttmyndum og heim- ildamyndum, og unnu liðsmenn m.a. Stutt- myndadaga í Reykjavík 2000 og 2002. „Við erum hátt í þrjátíu manns ef allt er talið. Og þetta er mikil samvinna, ef einn gerir eitthvað gott er það allra heiður,“ segir Hlynur og líkir andanum við eina stóra hljómsveit með róturum og tilheyrandi. En fótpokamótið góða er hins vegar opið öllum. „Við dreifðum flugritum fyrir nokkrum vikum og höfum líka gengið að fólki sem við höfum séð með fótpoka á lofti. Þetta er farið að sjást víða, sér í lagi á góðviðrisdögum.“ Mótið á morgun þykir sérstakt að því leyti að bæði er keppt í liðum og einstaklingshæfni. Liða- keppnin fer fram líkt og blak, leikið er yfir net og í hvoru liði eru þrír leikmenn. Sjö stig þarf til að vinna lotu og þær eru tvær, nema oddalotu þurfi til. „Svo leyfum við innáskiptingar ef menn þreyt- ast, en á hverjum tíma eru aðeins þrír inná,“ segir Hlynur og tekur fram að þaulvanir dómarar fari með úrskurðarvald. „Það má til dæmis ekki snerta knöttinn með hendi, semsé fyrir neðan öxl, og svo er bannað að bíta í boltann. Þetta þarf að taka fram, því iðkendur hafa orðið upp- vísir að því að grípa knöttinn með tönn- unum,“ segir Hlynur hlæjandi. Slíkar hundakúnstir má þó hugs- anlega geyma fyrir einstaklings- keppnina, en þar er keppt í stíl og leikni. „Hver keppandi fær tvær til fimm mínútur til þess að halda knettinum á lofti. Við köllum það frjálsa aðferð og meðal annars er dæmt eftir því hversu oft viðkomandi missir boltann og hversu flott brögð hann kann.“ Fótpokamót Sportlorts hefst á Melaskólavell- inum kl. 13 á morgun. Enn er því færi á að lesa sér til um reglurnar á heimasíðu, æfa réttu taktana og skrá sig til leiks. Hlynur segir að tekið verði við skráningum fram að setningu mótsins. Á staðnum verða einnig plötusnúðar, grill og aðrir stuð- gjafar. Keppt verður um farandbikar og fjöl- breytta vinninga. Og blíðviðri hefur verið pantað. Breki, Hlynur, JT og Ragnar Ísleifur í sveiflu við Seðlabankahúsið. Fótpokann ber við himin. TENGLAR ............................................................... http://sport.lortur.org Morgunblaðið/Arnaldur Dagur fljúgandi grjóna Svo er bannað að bíta í boltann Fótpokamót á Melaskólavelli Alvöru fótpokar fást ekki hérlendis, sem Lorts- mönnum þykir í meira lagi skrýtið. Þeir pöntuðu sína frá Danmörku.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.