Morgunblaðið - 08.08.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.08.2003, Blaðsíða 3
söngkennaranum Erik Warburg að fylgjast með því sem kallað er Mast- erclass. Þá koma frægir söngvarar og halda námskeið fyrir lengra komna söngnemendur og kennslan fer fram fyrir fullu húsi áhorfenda. „Hinn sænski Peter Lindroos sá um kennsl- una og þegar dagskránni lauk sagði söngkennarinn minn rétt si svona að nú ætti ég að syngja fyrir þennan mann og allt fólkið í salnum. Mér brá óneitanlega við en þá var bara að duga eða drepast svo ég fór upp á svið, algerlega óupphitaður, og söng aríuna „Che gelida manina“ úr La Boheme. Ég var svo stressaður að ég vissi varla af mér en Helga sagði að mér hefði tekist vel til og háa séið blómstrað. Í framhaldi af þessu var ég beðinn að syngja prufu á mynd- band sem átti að senda til Bandaríkj- anna fyrir Andrew Lloyd Webber, því til stóð að setja upp Óperudraug- inn í Det Ny Teater í Kaupmanna- höfn. Ég gerði það og fékk hlutverk Ubaldos Piangis sem er sólistahlut- verk. Sextíu og átta manns höfðu sótt um þetta hlutverk, svo ég var nokkuð ánægður með mig að hafa hreppt hnossið.“ Hópur fólks kom frá Bandaríkjunum til að setja söngleik- inn upp sem var mikið fyrirtæki því tæknibrellur eru miklar og allt um- fang fyrirferðarmikið enda er þetta stærsta sýning á Óperudraugnum sem sett hefur verið upp í Evrópu. Det Ny Teater er einkarekið leikhús sem setur upp léttari óperur og óper- ettur. Húsið rúmar 1.000 manns í sæti og uppselt var á hverja einustu sýningu á Óperudraugnum þau tvö ár sem sýningin gekk og voru sjö sýn- ingar í viku. Sigurður söng með allan tímann og hann segir þetta hafa verið mikið ævintýr og ekki síður skóla fyr- ir sig, því hann þurfti að læra að leika. „Hann var í öðrum heimi haustið sem æfingarnar stóðu yfir, enda var þó nokkurt stökk að fara úr svínastíunni beint upp á leiksvið,“ segir Helga. Frá Falster til kóngsins Kaup- mannahafnar eru heilir 130 kílómetr- ar og þótt gamla góða Ladan hafi dugað vel til þessara daglegu ferða- laga gáfust þau upp á keyrslunni og fluttu til Kaupmannahafnar fyrir tveimur árum. „Þá byrjuðum við upp á nýtt eina ferðina enn, keyptum gamalt hús í úthverfinu Rødovre og gerðum það upp. Við kláruðum fram- kvæmdir rétt fyrir jól og nú eru allir sáttir, líka húsdraugurinn,“ segir Helga sem kennir dönsku við grunn- skóla en auk þess fékk hún kærkomið hálfíslenskt verkefni við að hanna danska heimasíðu fyrir Guldfoss sem er dótturfyrirtæki Sláturfélags Suð- urlands í Danmörku. Sigurður mun syngja áfram í Óperudraugnum þeg- ar sýningar hefjast aftur í haust en hann söng einnig í Cats sem sett var upp í millitíðinni í leikhúsinu. „Þetta hefur verið stórkostleg reynsla en auðvitað langar mig mest til að kom- ast að í stóru óperuhúsi og ég stefni að því.“ Þau Helga og Sigurður vita ekki svo gjörla hvað framtíðin ber í skauti sér en draumurinn er að prófa að búa eitthvað sunnar, kannski á Ítalíu, þefa jafnvel uppi góðan söngkennara og slípa tenórinn enn frekar. Harðfiskur er besta nammið Þrátt fyrir að vera rétt orðin hálf- fertug eru Sigurður og Helga búin að vera saman í 21 ár, því þau kynntust í barnaskóla og byrjuðu saman þegar þau voru 15 ára. Aðspurð segjast þau auðvitað stundum verða þreytt hvort á öðru. „Þá skömmumst við og skell- um hurðum en svo er það búið. Ég get öskrað hærra,“ segir tenórinn Sigurður nokkuð brattur. Að lokum berst talið að gestsaug- anu sem þau horfa óneitanlega með þegar þau koma hingað í heimsókn. Þeim finnst efnishyggja og yfirborðs- mennska fyrirferðarmikil í íslensku samfélagi og svolítið vanta upp á nægjusemina hjá landanum. „En við hættum aldrei að vera Íslendingar og það líður að því að við flytjum heim. Vissulega koma stundir þar sem heimþráin er alveg að drepa okkur. Þegar við fáum pakka frá Íslandi byrjum við alltaf á að þefa af honum því það er hátíð í bæ ef harðfisklykt berst að okkar íslensku nösum.“ khk@mbl.is DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 2003 B 3 HEIT böð hafa löngumverið eftirsóknarverð ogþótt tilvalin til slökunar,bæði á sál og líkama. Rómverjar stunduðu slík böð sér til heilsubótar, að því er þeir töldu. Sjálfsagt þurfa menn að gæta ein- hvers meðalhófs í þessum efnum, eins og svo mörgu öðru, en það er vissulega þægileg tilfinning að láta heitt vatn leika um líkamann. Í ljósi þess þykja heitir pottar mikið þarfa- þing í garðinum heima eða sumar- húsinu, enda tiltölulega auðveldir í uppsetningu. Komust í tísku vestan hafs Hugmyndin að heitum pottum til einkanota í heimahúsum og sumar- bústöðum, er rakin til Kaliforníu og urðu þeir eins konar tískufyrirbrigði í Bandaríkjunum á áttunda áratug síðustu aldar. En eins og oft vill verða, þegar einhver fyrirbrigði verða vinsæl, fara að heyrast úrtölu- raddir sem spilla gleðinni. Þegar „heitu potta-æðið“ stóð sem hæst í Bandaríkjunum, undir lok áttunda áratugarins, fóru að heyrast gagn- rýnisraddir og aðvaranir úr ýmsum áttum, og menn þóttust geta fært sönnur á að heitu pottarnir væru bæði heilsuspillandi og sóðaleg ástundun. Reyndar varð það vatn á myllu úrtöluraddanna að par í Kaliforníu lést eftir að hafa legið of lengi í of heitu baði í heita pottinum í garðinum sínum. Aðvaranir þess efnis að konum væri sérstök hætta búin í heitu pott- unum urðu ennfremur háværar, en þar var einkum bent á sjúkdóma í þvagfærum og einnig áttu heitir pottar að vera gróðrarstía fyrir kyn- sjúkdóma. Ótti fólks vegna þessa jókst mjög í upphafi áttunda áratug- arins, ekki síst vegna hræðslunnar við alnæmi, en misskilningur og fá- fræði almennings í þessum efnum varð til að draga mjög úr vinsældum heitu pottanna í Bandaríkjunum. Vinsældir þeirra hafa þó haldið velli í ýmsum öðrum löndum og hér á landi hafa þær farið vaxandi á und- anförnum árum. Þykir mikill kostur að geta farið í heitan pott á góðum degi eða til að slaka á eftir erfiðan vinnudag, svo ekki sé talað um hversu skemmtilegt það getur verið að bregða á leik að næturlagi eftir fjörugt samkvæmi. Úr trefjaplasti eða tré Hér á landi fer heitum pottum til einkanota sífellt fjölgandi. Sér í lagi þykir eftirsóknarvert að hafa þá við sumarbústaði og nú er t.a.m. varla boðinn til útleigu sá sumarbústaður stéttarfélaga- eða félagasamtaka að þar sé ekki pottur til slökunar, með útsýni yfir kjarr eða hraun. Algengast er að heitu pottarnir séu úr trefjaplasti og þeim komið fyrir á þar til gerðri timburverönd. Einnig eru dæmi um að þeir séu steyptir eða smíðaðir úr tré, en slíkt mun þó vera fremur sjaldgæft. Fyr- irtækið Trefjar ehf. í Hafnarfirði hefur sérhæft sig í framleiðslu á heitum pottum úr trefjaplasti og eru þeir með akrílhúð, sem veitir viðnám gegn hitanum, sem trefjaplastið þol- ir illa. Verð á þessum pottum er frá 100 þúsund krónum og upp í hálfa milljón, allt eftir stærð, umfangi og tæknibúnaði, en hægt er að fá sér- staka nuddpotta, sem vitaskuld geta komið sér vel fyrir þá sem eru slæm- ir í baki eða þjást af bólgnum vöðvum. Þótt heitir trefjapottar séu núna fyrst að verða „almenningseign“ á Íslandi, hlýtur fyrirmyndin þó með góðum vilja að geta talist ramm- íslensk. Heitar laugar frá náttúr- unnar hendi, svo sem finna má í Landmannalaugum og annars stað- ar á hverasvæðum jarðar, eru frum- myndir hinna heitu potta. Út frá þeim þróuðust svo manngerðar laugar á borð við Snorralaug, laug Snorra Sturlusonar sem enn sér stað í Reykholti. Svipuð þróun hefur orðið í öðrum löndum á ýmsum menningarskeiðum, svo sem meðal Rómverja á náttúrulegum bað- svæðum Ítalíu og meðal Grikkja sömuleiðis. Það var sem sé nútíminn sem fann upp trefjaplastið, en náttúran fann upp sjálfar heitu laugarnar og telst því eiga heiðurinn af heitu pott- unum. Heitu pottarnir heilla Heitur pottur í heimagarði. Potturinn er á fallegum palli og blóm í kring. FRÆG er sagan af bræðrunum á Bakka í Svarfaðar- dal, þeim Gísla, Eiríki og Helga, þegar þeir fóru í heitan pott þeirra tíma og rugluðu saman fótum sín- um. Sagan er þannig: „Þeim Bakkabræðrum hafði verið sagt að það væri ósköp hollt fyrir þá að gera sér endrum og sinn- um heitar fótlaugar. En af því að jafnan var þröngt um eldivið hjá þeim tímdu þeir ekki að hita vatn til þess. Einu sinni vildi svo vel til að þeir hittu fyrir sér laug eða hver á ferð sinni. Nú hugsuðu þeir sér gott til glóðarinnar að þeir skyldu fá sér heitar fótlaugar fyrir ekki neitt, tóku því af sér skó og sokka og sett- ust hver hjá öðrum í kringum hverinn og höfðu fæt- urnar ofan í. Þegar þeir fóru að gæta að þá þekkti enginn þeirra sína fætur frá hinna. Með þetta voru þeir lengi í stöku ráðaleysi; þeir þorðu ekki að hreyfa sig því þeir vissu ekki nema þeir kynnu að taka skakkt til og taka hvers annars fætur og sátu svona þangað til að þar bar að ferðamann. Þeir kölluðu til hans og báðu hann í öllum bænum að þekkja í sundur á þeim fæturna. Maðurinn gekk til þeirra og sló með stafn- um sínum á lappirnar á þeim og kannaðist þá hver við sínar.“ Þrennt í heitri laug Landmannalauga, erkimynd heitu pottanna. Líklega hefur ekki þurft aðstoð vegfaranda til þess að leysa úr fótaflækju í þessu tilfelli. Í fótlauginni Þjóðsagnasafn Jóns Árnasonar. SAGA HLUTANNA Morgunblaðið/Árni Sæberg Soyjamjólk með höfrum Alvöru heilsudrykkur Heilsubúðin Njálsgötu - Lyfjaval Vöruval Vestmannaeyja w w w .k a ri n h e rz o g .c h Nýtt líkams krem frá KARIN HERZOG STERKUR - STINNARI og FALLEGRI líkami með TONUS - B12 BODY CREAM 1 - 2 - 3 fyrir fullkominn líkama 1. SHOWER BODY SCRUB Fjarlægir dauðar húðfrumur og ójöfnur af yfirborði húðarinnar. Undirbýr húðina fyrir Silhouetter og B12. 2. SILHOUETTE 4% súrefniskrem sem vinnur á app- elsínuhúð og sliti, framleitt til að virka á þau svæði líkamans sem eru mest útsett fyrir fitu og upp- söfnun á fituvef, svo sem mjöðmum, rasskinnum, lærum og á kviðnum. 3. TONUS - B12 - NÝTT Krem sem styrkir, stinnir og hjálpar húðinni að losa sig við óæskilega vökvasöfnun og óhreinindi um leið og það er borið á líkamann. Með sameiningu þessara þriggja þátta verður árangurinn sjáanlegri fyrr. Kremið gerir það að verkum að húðin verður silkimjúk og veitir létt- an angann. Súrefnisvörur KARIN HERZOG

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.