Morgunblaðið - 08.08.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.08.2003, Blaðsíða 4
DAGLEGT LÍF 4 B FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ S IGRÍÐUR Björnsdóttir er 73 ára að aldri og býr í Vesturbænum þar sem hún hefur aðgang að eigin vinnustofu undir sama þaki. Þar standa strigar, penslar og trönur í hvíld milli áhlaupa, en Sigríður mætir daglega á vinnustof- una til þess að sinna listgyðjunni. Starfsævinni er þannig hvergi nærri lokið þótt Sigríður hafi formlega komist á eftirlaun fyrir sjö árum. Hún starfaði í 35 ár á barnasjúkrahúsum hérlendis og erlendis, en auk þess að vera listmálari er hún listmeðferðarfræðingur og sérhæfði sig á ferl- inum í leik- og listmeðferð barna, með það að leiðarljósi að virkja hugarheim þeirra og tilfinn- ingalíf innan frá. Hún þróaði í starfi sínu það sem hún kallaði sjúkraiðju, og var hvorki sjúkraþjálf- un né iðjuþjálfun, heldur aðferð til þess að efla þroska og sjálfstjáningu veikra barna – fyrst og fremst á geðsjúkrahúsum – með leik og list- sköpun. Sigríður útskrifaðist sem myndlistarkennari árið 1952 og sótti í kjölfarið starfsnám við Great Ormond Street-barnaspítalann breska og fékk þar að eigin sögn sérstakan áhuga á tilfinningalífi og hugarheimi barna. „Börnin þar áttu erfitt, þau fengu ekki tækifæri til þess að tjá tilfinningar sínar og úr því þurfti að bæta.“ Í framhaldi af náminu þar hóf hún eins árs starfsnám á barna- deild Maudsley-geðspítalans í London og þar næst lá leiðin til Kaupmannahafnar í sérhæft starfsnám á barnadeild Ríkisspítalans og Dronn- ing Louises-barnasjúkrahúsinu. Sigríður sneri heim þegar Barnadeild Land- spítalans var opnuð árið 1957 (síðar Barnaspítali Hringsins) og hélt þar áfram að þróa skapandi list- og leikmeðferð, en starfsferillinn þar átti eft- ir að spanna sextán ár. „Á sama tíma var að þróast í heiminum svonefnd listmeðferð, eða art therapy, sem ég vissi ekki þá að væri til, en kynntist síðar,“ segir hún. Byggðist sú meðferð á svipuðum hugmyndum og Sigríður hafði unnið með, að gefa börnum tækifæri til þess að vinna með tilfinningar og sjálfstjáningu í gegnum eigið skapandi starf og leik. Sigríður tók meðbyrnum fagnandi og vann m.a. að því með fulltingi Sér- kennarafélags Íslands og Norræna hússins árið 1975 að halda fyrsta norræna námsþingið um listmeðferð. Á ferlinum þáði hún boð um fyrirlestra- og sýningahald um list- og leikmeðferð á fjölmörg- um barnalæknaþingum, allt frá Buenos Aires til Manila. Þá starfaði hún á barnadeild Landakots- spítala í tólf ár, og í eitt ár á Borgarspítalanum eftir sameiningu þessara tveggja. „Svo hef ég alltaf sinnt myndlistinni með,“ segir Sigríður, þakklát fyrir starfsþrekið. Og hún hefur síður en svo hætt að láta sig vel- ferð barna varða. Efstar á baugi hjá henni nú eru ákveðnar skoðanir á örri tölvuvæðingu vest- rænna samfélaga, en á liðnum árum hefur hún flutt erindi um tölvur og börn á barnalæknaþing- um víða erlendis. Greinar hennar um sama efni hafa og verið birtar í alþjóðlegum barnalækna- tímaritum, en Sigríði er í mun að vekja um- ræðuna einnig meðal almennings á Íslandi. Sagt að tölvan sé framtíðin Í örri tæknivæðingu samtímans hefur, að mati Sigríðar, lítið borið á samræðum lærðra og leikra um það hvernig aðgang ung börn skuli hafa að tölvum. „Mörg börn virðast umgangast tölvur mikið, strax frá unga aldri. Ég hef jafnvel heyrt foreldra segja að því fyrr og meira sem börnin eru í tölv- um, þeim mun ánægðari séu þeir því tölvan sé framtíðin. Með öðrum orðum, sumir foreldrar trúa því að mikil tölvunotkun barna búi þau vel undir að ganga inn í framtíðina,“ segir Sigríður, en vill meina að málið sé hreint ekki svo einfalt. „Yfirleitt virðist gengið framhjá umræðunni um hvaða gildi búi börn undir óvissa og tæknivædda framtíð. Hver eru í raun og veru hin nauðsynlegu þroskaverkefni barna? Hvað er það sem hvert barn þarf til þess að vaxa, læra og blómstra sem einstaklingur?“ Hún telur að rekja þurfi málið í þessa þætti og rannsaka hvern þeirra fyrir sig. Reyndar liggi fyrir mikið af rannsóknarniðurstöðum varðandi þroskaferil barna, en þær hafi ekki verið settar í samhengi tækninnar. „Mikilvægt er að skoða hvaða áhrif allir rafrænir miðlar hafa á hugar- heim og alhliða þroskaferli barna. Svo þarf að árétta hvaða athafnir barna séu í raun og sann- leika þau þroskaverkefni sem veita þeim undir- stöðu til að vaxa og dafna alhliða sem einstak- lingar. Nú til dags þykir sjálfsagt að tölvur séu hluti af daglegu lífi ungra barna, jafnt heima fyrir sem í leikskólum. Eitthvað segir mér að það sama gildi hjá einhverjum dagmæðrum. En ég tel bráð- nauðsynlegt að fara með mikilli gát að því að láta ung börn nota tölvur og þá á ég við börn allt fram að 6–7 ára aldri.“ Tölvan sem leikfang Sigríður hafnar því, sem hún heyrir stundum fleygt, að tölvan sé eins og hvert annað leikfang. „Og þar sem börn læri í gegnum leikinn og leikföngin, þá læri þau einnig í gegnum tölvuleik- inn því hann sé, rétt eins og hver annar leikur, líka uppbyggjandi í þroskaferli barnsins. Hér vil ég staldra við, því það er ekki hægt að bera saman annars vegar persónulegan lærdóm barna í hinum frjálsa leik þeirra og hins vegar lærdóm barna sem eru að vinna í tölvu, hvort heldur um er að ræða tölvuleik eða annað verk- efni á skjánum. Á þessu tvennu er eðlismunur. Að leika við skjáinn getur aldrei orðið sams kon- ar þroskandi upplifun og á sér stað hjá börnum þegar þau eru í frjálsum leik. Í tölvuleik sitja börn í kyrrstöðu fyrir framan tölvuna, stara á gerviljóslýstan skjáinn og stjórna músinni með annarri hendinni samtímis því að hin höndin er óvirk. Þannig sitja þau, gjarnan skökk, við tölv- una. Í hinum frjálsa leik barna hreyfa þau hins vegar allan líkamann sjálfrátt og ósjálfrátt – allt frá örsmáum hreyfingum til stærri hreyfinga. Þá verður til fíngert og margþætt samspil innra æf- inga- og námsferlis hins vaxandi barns. Samtímis á sér stað stöðugt og fjölbreytt samspil barnsins bæði við eigin hugarheim og umhverfið. Við frjálsan og sjálfsprottinn leik barna örvast heila- starfsemi sem samhæfir hreyfingar, jafnvægi og skilvitlega virkni. Hugarheimur barna eflist í frjálsum leik, þar sem næmi, tjáning og hug- myndaflug þjálfast og sjálfsmyndin skýrist,“ Morgunblaðið/Þorkell Sigríður Björnsdóttir, listmeðferðarfræðingur. Tölvur setja sífellt meiri svip á daglegt líf ungra barna. En hafa þær jafn örvandi áhrif á þroska og leikni og sumir telja? Sigurbjörg Þrastardóttir hefur eftir listmeðferðarfræðingnum Sigríði Björnsdóttur að svo sé ekki endilega. Og margt beri að varast. Börn og tölvur Lifi hinn leikur „Margvísleg innri hæfni þró hlaupa, hoppa og klifra, grí frjálsi M IG langar virkilega að koma aftur hingað,“ segir Gillian McKeith, doktor í næringarfræði, sem var á dögunum í sinni fyrstu heim- sókn hér á landi. Íslensk vinkona hennar, Þuríður Ottesen, er nú að skipuleggja opið námskeið sem Gilli- an mun halda hér á landi í haust til að uppfræða íslenskan almenning um kenningar sínar. „Það er svo mikil orka hér á landi, íslensku jurtirnar eru mjög spennandi viðfangsefni og mig langar mikið til að rannsaka virkni þeirra,“ segir Gillian. Í störfum sínum leggur hún einmitt áherslu á virkni jurta og hollustu. „Ég hef mikinn áhuga á öllum þess- um íslensku jurtum sem hafa í sér einhvern mátt. Þær vaxa hægt og það skiptir máli fyrir virknina. Ég held að það séu miklir möguleikar í því fólgn- ir að rannsaka íslensku jurtirnar og nýta þær í heilsuvörur. Að mínu mati ættu Íslendingar að nýta þessar jurt- ir, þær eru hérna til þess, ekki bara til þess að við horfum á þær. Orkan hér á landi er öðruvísi en alls staðar annars staðar í heiminum og ég trúi því að jurtirnar njóti góðs af því.“ Þokkaleg heilsa ekki nóg Hún telur að ýmsa vanlíðan nú- tímafólks megi rekja til lélegrar nær- ingar, of mikillar streitu og hraða, auk áfengisneyslu og reykinga. „Það eru svo margir hér á Íslandi sem reykja og drekka,“ segir Gillian undr- andi. „Það skemmir meltingarfærin og lifrina.“ Hún segir að fólk álykti oft sem svo að það hafi það þokkalegt svo lengi sem það veikist ekki alvar- lega. Hún fullyrðir aftur á móti að með góðri næringu og því að sleppa reykingum og áfengi geti það haft það svo miklu, miklu betra. Gillian er að skrifa næstu bók sína um þessar mundir en hún ber heitið „Dr. Gillian McKeith’s Spicy Sex Diet – living foods for good times.“ „Út- gefendur segja mér að þetta verði næsta metsölubók,“ segir hún hlæj- andi. „En í alvöru talað þá er þetta ekki bara einhver kynlífsbók. Eitt stærsta heilbrigðisvandamálið í Bret- landi er ófrjósemi. Ég vil til dæmis veita lesendum ráðgjöf um hvernig er hægt að auka frjósemi með góðri næringu.“ Að sögn Gillian er skert nýrna- og lifrarstarfsemi algeng ástæða lélegs kynlífs og hún segir að reykingar og áfengisneysla geri illt verra. „Ég get því fullyrt að kynlíf allra þeirra sem reykja og drekka er ekki eins gott og það gæti verið,“ segir hún og brosir. Sem dæmi um einfalda hluti sem bæta kynlíf fólks nefnir Gillian að borða fæðu sem er rík af steinefninu sinki. „Það bætir hormónajafnvægið og er nauðsynlegt fyrir kynfærin. Einnig þarf að styrkja nýrun og lifr- ina og til þess er gott að drekka til dæmis netlute. Heilinn er líka mik- ilvægur í kynlífinu og ef við erum sljó eða þreytt vegna lífshátta okkar er ekki líklegt að okkur langi í kynlíf. Fæða sem er góð fyrir heilann er til dæmis alls kyns þang úr sjónum,“ segir hún. Fyrir um sautján árum var Gillian sjálf mjög veik, var sífellt þreytt, með magaverk og höfuðverk. Hún gekk á Morgunblaðið/Jim Smart Rætur vandans Skoski næringarfræðingurinn dr. Gillian McKeith telur nútímalífshætti spilla fyrir möguleikum fólks á bestu heilsu. Hún hefur ritað bækur og veitt ráðgjöf í sjónvarpi í Bretlandi og Bandaríkjunum um heil- brigða lífshætti. Gillian var hér á landi um daginn og Steingerður Ólafsdóttir varð nokkurs vísari, m.a. um spíruð fræ og sinkskort, í spjalli við hana. DR. GILLIAN MCKEITH hefur gefið ráð varðandi heilsu og næringu í út- varpi, sjónvarpi, blöðum og tímaritum á ferli sínum. Hún var heilsuráðgjafi í tvö ár í morgunþætti BBC, Good Morning. Einnig fjallaði hún um heilsu fræga fólksins í Bandaríkjunum í Joan Rivers Show í tvö ár og kom fram í fleiri þáttum. Hún stjórnaði útvarpsþættinum Healthline Across America frá New York og tók þar viðtöl við stjörnurnar um lífsstíl þeirra og heilsurækt. Hún hefur skrifað dálka í tímarit, m.a. Healthy Eating og Here’s Health og er höf- undur bókanna The Miracle Superfood: Wild Blue-Green Algae og Dr Gillian McKeith’s Living Food for Health.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.