Morgunblaðið - 08.08.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 08.08.2003, Blaðsíða 5
segir Sigríður og spyr: „Hvernig á barn að geta þróað sjálfsmynd sína þegar það situr grafkyrrt fyrir framan tölvuna og starir á skjáinn með aðra höndina á mús eins og hin höndin sé bókstaflega ekki til?“ Hinn frjálsi leikur Hið alhliða þroskagildi sem frjáls leikur barna hefur er andstæða við áhrif tölvunnar, að mati Sigríðar. „Áður en börn fara að nota gerviheila þurfa þau fyrst að fá tækifæri til að byggja upp á náttúrulegan hátt sinn eigin heila og hugarheim, vitsmunalegt og tilfinningalegt næmi og hæfni. Því miður er það staðreynd að börn á Vestur- löndum eru stöðugt meir og meir útsett gagnvart hinum lokkandi gerviheimi rafrænna miðla sem taka mikinn og dýrmætan tíma frá leikjum og skapandi starfi barna. Þetta kallar á frekari rannsóknir, upplýsingar, vandaða athugun og umræðu um áhrif þessa á náttúrulegt þroskaferli barna.“ Sigríður ítrekar að grundvallarrannsóknir séu til á þroskaferli barna. „Nærtækt er að vitna í Halldór heitinn Han- sen, fyrrverandi yfirlækni á barnadeild Heilsu- verndarstöðvarinnar, þann mikla frömuð um vel- ferð barna. Hann tjáði sig oftlega í ræðu og riti um nauðsyn þess að mæta þeim náttúrulegu þörfum sem börn hafa á hverju þroskaþrepi. Ef þessum þörfum barna er ekki mætt á réttu þroskaþrepi hverju sinni á vaxtarbrautinni er hætta á að þau muni ekki geta bætt sér upp þann missi seinna á ævinni. Það getur aftur leitt til persónulegra vandamála. Þessu er ég sammála og tel að hljóti að skipta máli þegar rætt er um eðli og inntak leikja og leikfanga. Uppeldisfræðin segja líka að fjölþætt og sam- hæfð líkamleg og andleg reynsla í frjálsum leik barna, þar sem líkami og hugarheimur læra sam- an út frá persónulegri upplifun og reynslu, veiti börnum undirstöðu fyrir háþróað skilvitlegt hug- arstarf. Margvísleg innri hæfni lærist ósjálfrátt og þróast þegar börn lóðsa sig í gegnum sitt þrí- víða umhverfi, þegar þau hlaupa, hoppa og klifra, grípa bolta og upplifa sig sjálf í ýmiss konar hreyfileikjum.“ Og í leiknum þjálfast jafnvægi, samhæfing hreyfinga og skilvitleg virkni, jafnframt því sem líkaminn stælist. Í honum felst fjölbreytt innri og ytri virkni sem er í takt við barnið sjálft. „Leikurinn er börnum lífsnauðsynlegur af því að í honum leggja þau grunn að manndómi sínum og alhliða persónuleikaþroska. Í frjálsum leik þjálfast börn í félagslegri hæfni, þau fá útrás fyr- ir neikvæðar og bældar tilfinningar og læra að höndla þær. Ef börn fá ekki tækifæri til þess að tjá erfiðar tilfinningar er hætta á að seinna á æv- inni geti þær brotist út í ofbeldi gagnvart þeim sjálfum og öðrum,“ segir Sigríður. Sjálfsstjórn er mikilvægt nesti Hún bætir við að í gegnum margvíslegan leik kynnist börn sinni eigin getu og læri að nota eigið frumkvæði. Þannig styrki þau sjálfsvitund sína, innra öryggi og sjálfstjórn. „Sú reynsla eflir „innri mann“ hvers barns og kennir því að ná stjórn á eigin hvatalífi og hugarheimi. Nái börn tökum á sjálfstjórn og innra jafnvægi er minni hætta á að þau leiðist inn á óæskilegar brautir.“ Vissulega er barnaefni í tölvum af ýmsum toga, mismunandi þroskandi, en það er ekki síður umbúnaðurinn sem Sigríður setur spurningar- merki við. „Tölvuleikur og tölvunám er tæknileg reynsla sem kemur að utan og matar börn í stað þess að gefa þeim tækifæri til að rannsaka bæði sinn innri heim og umhverfi. Með öðrum orðum, tölv- an „forritar“ börnin utan frá, eftir geðþótta full- orðna fólksins.“ En fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Framleiðendur hugbúnaðar vita að tæki- færi til að skapa eru börnum nauðsynleg. Því framleiða þeir t.a.m. ýmis forrit sem gera börn- um kleift að vinna myndir í tölvu – og hlýtur að teljast virðingarvert framtak. Sigríður samsinn- ir, en setur þó fyrirvara við, enda myndlistin hennar svið. „Þegar börn „teikna“ myndir í tölvu geta þau hvorki upplifað sjálf sig á raunveruleg- an hátt í rýminu né þá sálarnæringu sem sjálf- sprottin myndsköpun veitir. Eigin myndsköpun barna er djúpstæð persónuleg upplifun sem eflir sjálfsvitund og tjáningu, losar um streitu og þroskar bæði rýmiskennd og stærðfræðiskiln- ing. Að skapa persónulegar myndir nærir og styrkir alhliða hugarheim barna og til þess þurfa þau meira frelsi en flatur skjár gefur.“ Og þroskaferli felst ekki aðeins í sköpun, held- ur einnig skynjun veruleikans. „Til að geta mætt skynjunarþörf barna er skjárinn ekki heppilegur – hann er fátæklegur heimur,“ segir Sigríður. „Í honum er ekki hægt að finna lykt og heldur ekki hægt að snerta hið raunverulega umhverfi eða finna til sjálfs sín í rýminu. Í tölvu er hvorki hægt að spreyta sig á líkamlegri getu né mæta mannlegum viðbrögð- um. Tölvureynsla barna er ekki sprottin úr þeim náttúrlega heimi sem þau sjálf eru sprottin úr.“ Hún bætir við að færi á tilfinningalegri og fé- lagslegri reynslu við skjáinn séu ekki fyrir hendi. „Enda þótt barn myndi samband við tölvuna get- ur tölvan ekki endurgoldið það samband því hún getur augljóslega ekki myndað mannlegt sam- band við barnið.“ Áhrifin á hugarheiminn Til eru rannsóknir um áhorf barna á rafræna miðla, til dæmis um áhrif tölva á hugarheim barna, heilastarfsemi og líkamlega heilsu þeirra. Í bókinni Who is Bringing Them Up? eftir breska félagsfræðinginn Martin Large er sagt frá rann- sókn áströlsku vísindahjónanna Fred og Merrelyn Emery þar sem fylgst er með heila- bylgjum barna þegar þau eru að horfa á rafeinda- skjá. Sigríður hefur kynnt sér niðurstöðurnar: „Í rannsókninni kom fram að áhorfið dregur stórlega úr virkni vinstra heilahvelsins á meðan börnin eru að horfa á skjáinn og skráir það þá að- eins að mjög litlu leyti það sem birtist á skjánum. En á sama tíma tekur hægra heilahvelið inn allt sem birtist á skjánum og skráir það. Munurinn á viðbrögðum heilahvelanna gagnvart áhorfinu er skýrður þannig að hin háa tíðni gerviljóss raf- eindaskjáa sé of sterkt áreiti á vinstra heilahvel barna, sem bregst þá þannig við að það nokkurn veginn slekkur á sér. Mér sýnist að hér geti verið um alvarleg áhrif að ræða, sem vonandi verða rannsökuð betur í náinni framtíð.“ Sigríður vitnar einnig í fræðimenn við kenn- araháskóla í Kaupmannahöfn, sem hafa varað við tölvunotkun barna, og ástralskan barnalækni sem skoðað hefur líkamleg áhrif kyrrsetunnar á börn. „Sá ágæti Ástrali telur að börn sem verja miklum tíma fyrir framan tölvur séu í hættu á að hljóta varanlegan og óbætanlegan skaða á öxlum og baki sem seinna meir geti haft í för með sér verki og líkamsóþægindi. Að mörgu ber því að gæta. Við vitum meira að segja ekki nóg um efnin sjálf sem notuð eru í tölv- ur, sjónvörp og þvíumlík tæki. Í fyrra heyrði ég í fréttum íslenska Ríkisútvarpsins að kanadískir vísindamenn hefðu greint krabbameinsvaldandi ryk í plastefninu sem notað er í tölvur til þess að fyrirbyggja að í þeim kvikni. Sagt var að vís- indamennirnir hefðu lagt áherslu á að brýnt væri að finna upp aðrar hættuminni eldvarnir til að nota í þessi tæki. Svona mætti áreiðanlega lengi áfram halda – tækniþróunin virðist einfaldlega hafa orðið of hröð fyrir þá sem vilja vanda sig og huga að manneskjulegu hliðinni.“ Sigríður áréttar að endingu að málið í heild sinni sé flókið og viðkvæmt, að stilla þroskaheimi barna andspænis tölvuheiminum. Af tækninni hljótist vissulega margt gott og börn framtíðar- innar muni án efa hafa sitthvað saman við tölvur að sælda. Hins vegar beri að aðgæta ávinning og ókosti við að halda tölvum of snemma að ungu kynslóðinni. Börnin eigi rétt á að njóta vafans og nauðsynlegt sé að tryggja að þau taki út þroska sinn, andlegan og líkamlegan, á sem eðlilegastan máta, áður en þau stíga inn í sýndarveröld. Morgunblaðið/Ásdís sith@mbl.is óast þegar börn lóðsa sig í gegnum sitt þrívíða umhverfi, ípa bolta og upplifa sig sjálf í ýmiss konar hreyfileikjum.“ milli lækna og einn taldi að hún væri með heilaæxli, eins og hún segir frá í einni bók sinni. Þegar í ljós kom að hún var með gersveppaóþol breytti hún mataræðinu og fór að líða betur. Í kjölfarið hélt hún áfram námi í nær- ingarfræði og lauk að lokum dokt- orsprófi. Hún rannsakaði það sem hún kallar ofurfæðu („superfoods“) eða lifandi mat („living foods“) og hefur haldið því áfram. Athyglisbrestur afleiðing steinefnaskorts Gillian starfar á eigin rannsóknar- stofu í London þar sem hún tekur á móti fólki með margvísleg vandamál og rannsakar og gefur ráð. Yfirleitt er ekki um að ræða fólk sem vill losna við nokkur kíló heldur fremur fólk með meltingartruflanir eða vanlíðan eins og höfuðverk eða þreytu að auki. Gillian hefur einnig hjálpað börnum sem þjást af athyglisbresti og hefur fundið út að skortur á steinefnum getur verið eitt af því sem tengist at- hyglisbresti. Hún segir að það geti verið mismunandi hvaða efni skorti hjá þeim sem þjást af athyglisbresti en yfirleitt eigi þeir sameiginlegt að skorta steinefnin magnesíum og sink, sem getur valdið skertri starfsemi í heilanum, að hennar sögn. Ein af aðferðunum sem Gillian beitir við greiningu á sjúklingum er að skoða tunguna í þeim, einnig að rannsaka þvag-, saur-, svita- og blóð- sýni. „Að skoða tunguna er eins og að horfa á líffærin í gegnum glugga,“ segir Gillian. „Litur tungunnar og ummerki á ákveðnum svæðum henn- ar gefa til kynna ástand ákveðinna líf- færa.“ Hún skoðar allt umhverfi og dag- legar venjur sjúklinga og vill hjálpa viðkomandi að skilja sjálfa sig og verða sáttir við að breyta venjum sín- um. „Það er ekki vænlegt til árangurs að skipa og banna. Ég vil frekar reyna að ná til fólks og hjálpa því að finna kjarnann í sjálfu sér og fá til- finningu fyrir lífsorku sinni, það er fyrsta skrefið. Næsta skref er að skoða mataræði og matarvenjur, hvað fólk borðar og hvernig. Hvort það fær nóg af vítamínum og stein- efnum úr matnum, hvort það tyggur matinn nógu vel, hvort það er stress- að á meðan það er að borða og svo framvegis.“ Hún segir að 98% þeirra sem leita aðstoðar hjá henni skorti steinefni af einhverju tagi og það geti átt við fólk víðar en í Bretlandi. Einn- ig er skert starfsemi í nýrum og lifur algeng, að hennar sögn. Spíruð fræ og ferskar jurtir Gillian hefur þróað sérstakt lífrænt duft sem inniheldur öll nauðsynleg steinefni og vítamín. Uppistaðan í duftinu eru spíruð fræ, bæði hirsi og svokallað quinoa sem er próteinríkt korn sem vex aðallega í Suður-Am- eríku. Að mati Gillian eru þessi fræ tvær af tólf „lifandi fæðutegundum“ sem hafa gert henni og sjúklingum hennar gott. Aðrar eru m.a. alfalfa- spírur, aloe vera, steinselja, nori- þang og afurðir sólblómsins. „Þegar fræ er látið spíra, myndast næringar- efni sem verða aðgengilegri fyrir lík- amann. Þau innihalda mikið af ens- ímum sem eru mikilvæg fyrir meltinguna, ásamt með ákveðnum jurtum,“ segir Gillian. Duftið er afrakstur áralangrar vinnu, Gillian hefur lengi ræktað jurt- ir og látið fræ spíra og hóf að gefa sjúklingum sínum með góðum ár- angri. Vinur hennar, sem rekur dreif- ingarfyrirtæki, sagði henni að fleiri yrðu að fá að njóta, þar sem oft er ekki auðvelt að nálgast allt það sem duftið inniheldur. Duftið varð að veruleika og er nú selt í heilsubúðum í Bretlandi. Gillian og Þuríður vin- kona hennar vinna nú að því að láta dreifa vörunni hér á landi, þar sem þeim þykir margt líkt með Íslend- ingum og Bretum, svo sem miklar reykingar. Auk duftsins hefur Gillian m.a. þróað smákökur með duftinu, morgunkorn og orkustangir. Gillian leggur einnig áherslu á að fólk borði mikið af hráum ávöxtum og grænmeti, þar sem nauðsynleg ensím og næringarefni eyðileggist þegar matur er soðinn. Hún gefur fólki þau ráð að borða hægt, borða einfaldan mat, ekki of heitan og að fá sér glas af volgu vatni á morgnana áður en nokkuð er borðað. Það sem Gillian kallar „já-mat“ er grænmeti, ávextir, korn, baunir, fræ, hnetur, þang, vatn, fiskur, egg, jógúrt úr geita- eða kindamjólk eða soja og ferskir ávaxtasafar. „Nei-matur“ er kaffi, feitur matur, sætindi, rautt kjöt, kúa- mjólkurafurðir og alkóhól. Að tyggja matinn sem allra best „Takmark mitt er að hjálpa fólki að breyta lífi sínu til hins betra. Tak- mark mitt er ekki að selja eins mikið og ég get. Ég vil gjarnan kenna fólki og mér gengur vel að tala við marga í einu. Mig langar að deila vitneskju minni með öðrum og leiða fólk áfram veginn til betra lífs með góðu matar- æði. Hefðbundin heilbrigðisþjónusta finnst mér ekki hjálpa fólki nægilega þar sem það leysir engan vanda að taka pillu við hinu og þessu ef grunn- urinn er ekki góður, það þarf að kom- ast að rót vandans,“ segir Gillian. Hún segist hafa lofað 85 ára göml- um manni sem hún hitti fyrir skömmu að koma ráði hans á fram- færi við alla sem hún hitti. Það er ein- falt ráð sem næringarfræðingurinn leggur svo sannarlega blessun sína yfir. Sá gamli var stálhraustur og hafði aldrei kennt sér meins á ævinni. „Ég skoðaði tunguna í þessum manni og það var ótrúleg sjón. Hún var mjög heilbrigð, bleik og engin merki um þreyttan líkama eða veik líffæri. Svo sagði hann mér hvað hann teldi að væri ástæðan fyrir því hve hraust- ur hann væri: „Ég tygg matinn þang- að til hann verður að vökva og kyngi honum ekki fyrr.“ Þetta held ég að sé eitt besta ráð sem til er og allir ættu að hafa í huga áður en þeir fara að taka pillur,“ segir Gillian. „Upptaka næringarefna verður mun betri ef við tyggjum vel og borðum ekki of hratt. Maginn í okkur er ekki með tennur!“ Hvönn við Uxafótarlæk. Hún er með- al íslenskra jurta sem dr. McKeith gæti hugsað sér að rannsaka. Lækningamáttur sóleyja er að nokkru leyti þekktur. Hér er hof- sóley með fylltum blómum. steingerdur@mbl.is DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 2003 B 5 B-Complex H á g æ ð a fra m le ið sla A ll ta f ó d ýr ir Öflugur og öruggur FRÁ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.