Morgunblaðið - 08.08.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.08.2003, Blaðsíða 6
DAGLEGT LÍF 6 B FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hvers vegna svimar sumt fólk á svölum sjöttu hæðar? Hvað veldur sjóriðu? Og hver er hin náttúrulega rétt- staða líkamans? Sveinn Guðjónsson klóraði sér í höfðinu og leitaði að lok- um til læknis. L OFTHRÆÐSLA er nokkuð sem margir hafa fundið fyrir, ekki síður en sjóveiki, en í báðum til- vikum kemur yfir fólk sú óþægilega tilfinning að virð- ast vera að missa jafnvægið. Og áreiðanlega hafa allir fengið svimakast einhvern tíma á lífsleiðinni. Allt eru þetta kvistar af sama meiði, sem að stórum hluta á ræt- ur sínar að rekja til jafnvægisskynsins, sem finnst í inneyra hvers manns. Dr. Hannes Petersen, háls-, nef- og eyrnalæknir, hefur á reiðum höndum út- skýringar á „leyndardómum jafnvægis mannsins“, eins og hann nefndi fyrirlestur sem hann flutti á ráðstefnu hjá lyfjafræðingum fyrr á þessu ári, en þar fjallaði Hannes einmitt um jafnvægi mannsins frá öllum hliðum og skýrði frá ýmsum þáttum sem valda því að okkur svimar og sundlar. Og hvernig við höldum jafn- vægi yfirleitt. „Forsenda þess að við getum skilið fyrirbæri eins og loft- hræðslu, sjóveiki, svima eða jafn- vægisleysi almennt er að átta sig á hvernig jafnvægisskynið er byggt upp og hvernig það starfar sem mikilvægur hlekkur í stöðustjórn- unarkerfi mannslíkamans,“ segir Hannes er hann er spurður nánar út í þessi mál. „Ástæðan fyrir því að háls-, nef- og eyrnalæknar eru að fást við greiningu, meðferð og rannsóknir á svima og jafnvægisvandamálum er sú að staðsetning jafnvægis- skynsins er í inneyranu. Því geta sjúkdómar í eyrum valdið ein- kennum svima og jafnvægisleysis og því mikilvægt að ganga úr skugga um að í eyrunum sé vand- ans ekki að leita.“ Ferskar upplýsingar um réttstöðu Á síðustu eitt hundrað og fimm- tíu árunum hefur þekkingu manna á stöðustjórnun líkamans fleygt fram, að sögn Hannesar, en um er að ræða svokallað afturvirkt stýri- kerfi sem stöðugt þarf á að halda sem ferskustu upplýsingum um ástand réttstöðu líkamans. „Þessar upplýsingar fást frá jafnvægisskyni inneyrans í fyrsta lagi, í öðru lagi skiptir sjónin líka miklu máli og í þriðja lagi og ef- laust því veigamesta eru það upp- lýsingar frá stöðuskyninu sem stöðustjórnunarkerfið reiðir sig hvað mest á, en stöðuskynið er safn viðtaka í vöðvum, umhverfis liðamót og í il.“ Máli sínu til stuðnings stendur Hannes á fætur og segir: „Í af- slappaðri uppréttri stöðu liggur þyngdarpunktur mannsins rétt framan við tengilið lend- og spjaldhryggjar og eitt meginhlut- verk stöðustjórnunarkerfisins er að halda þyngdarpunktinum þar. Ef hins vegar höndunum er lyft fram, færist þyngdarpunkturinn til. Og ef augunum er jafn- framt lokað gætum við átt það á hættu að falla fram á andlitið, ef stöðuskynið í vöðvunum myndi ekki vara okkur við. Upplýsingar frá þessum þremur skynfærum eru sendar til miðtaugakerfisins þar sem unnin eru úr þeim boð sem send eru til vöðva líkamans um það hvernig, hvenær og hvaða vöðvar eigi að dragast saman eða slaka á, þannig að uppréttu stöðunni sé við haldið – eða þeirri hreyfingu sem líkam- inn var í. Truflun í þessu afturvirka stöðustjórnunarkerfi kallar fram einkenni svima og sjó- veiki og – eins undarlega og það kann að hljóma – til- finningu um hræðslu. Það er þessi fiðringur í maganum er við horfum niður úr mik- illi hæð og kallast einfald- lega lofthræðsla. Truflunin getur verið tilkomin vegna vöntunar, ofgnóttar eða ann- arlegs áreitis sem leiðir til ósamræmis í upplýsingum frá augum, jafnvægisskyni og stöðuskyni. Þetta gerir miðtaugakerfinu erfitt fyrir að greina réttar upplýsingar frá röngum, en það er einmitt þessi ósamræmiskenning sem liggur til grundvallar þeim einkennum er áður var minnst á,“ segir Hannes. Að vistast í sjúku umhverfi En hvernig útskýrir þú þá sjó- veiki og þá staðreynd að sumir „sjóast“ á tiltölulega skömmum tíma, en aðrir ekki? „Sjóveiki er skemmtilegt dæmi um það þegar frískur ein- staklingur vistast í sjúku um- hverfi, en það er manninum sann- arlega ekki eðlilegt að veltast um í skipi í ólgusjó, sjúkum sjó. Við þannig aðstæður er bókstaflega um ofgnótt áreitis að ræða, áreitis er fyrst og fremst verkar á jafn- vægisskyn inneyrna meðan augn- og stöðuskynsáreitið er mun minna og alls ekki í samræmi við hreyfinguna. Inn í þetta blandast sterkur sálrænn þáttur er tekur til hlutverks þess er finnur sig í hinu hreyfiríka umhverfi og hver bak- grunnur hans er. Strax og einstaklingur útsetur sig fyrir hinu hreyfiríka umhverfi úti á sjó fer miðtaugakerfið að reyna að vinna úr og aðlaga sig hinu mikla upplýsingaflæði. Tekur það um þrjá daga og felur í sér virkjun millitaugafrumna og brauta er áður lágu í dvala. Þegar í land er komið tekur það að nýju sama dagafjölda að aðlaga sig hinni hreyfisnauðu landvist og er það tímabil svokallaðrar sjóriðu.“ Hvað er það sem veldur loft- hræðslu og af hverju eru sumir meira lofthræddir en aðrir? „Lofthræðslan er flóknara fyrir- bæri og felur í sér truflað mynstur upplýsinga frá áðurnefndum skyn- færum. Í mannsheilann eru greypt minnisatriði er hafa með grund- vallarstarfsemi mannslíkamans að gera, þar með talið það að standa uppréttur á tveimur fótum. Í ljósi þessa má segja að mannsheilinn sé kannski ekki það óskrifaða blað við fæðingu sem áður var talið. Þegar við stöndum upprétt í af- slappaðri stöðu, lokum augunum og lútum höfði fram þá hefur það minnisatriði greypst í heilabörkinn að er við opnum augun þá horfum við beint ofan á hið lárétta und- irlag sem við stöndum á, enda er það okkur náttúrulegt. Hins veg- ar, ef þessi leikur er endurtekinn frammi á bjargsbrún, verða upp- lýsingarnar allt aðrar frá aug- unum sem nú horfa niður eftir lóðréttu bergstáli. Óeðli upplýs- inganna magnast síðan eða demp- ast í ljósi hlutverks og bakgrunns þess er á brúninni stendur. Enn og aftur eru það sálrænir þættir sem skipta máli, nú kannski þræðir er liggja dýpra niður í sálarfylgsni okkar og á hangir dauðahræðslan.“ Morgunblaðið/Arnaldur Dr. Hannes Petersen í garðinum heima með tíkinni Tófu. Það er manninum ekki eðlilegt að veltast um á skipi í ólgusjó. Sumir eru lofthræddari en aðrir. Það eru til dæmis ekki allir sem myndu þora að kasta sér fram af þessari bjargbrún. Á bjargbrún verða upplýsingarnar frá augunum aðrar en þær sem menn eiga að venjast við lárétt undirlag. Ljósmynd/Hjörleifur Hannes Petersen útskýrir leyndardóma jafnvægisins á ráð- stefnu Glaxo Smith Kline og Lyfja- fræðingafélags Íslands. Leyndardómar jafnvægisskyns mannslíkamans Svimi og sundl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.