Morgunblaðið - 08.08.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 08.08.2003, Blaðsíða 7
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. ÁGÚST 2003 B 7 Soyjamjólk með höfrum Alvöru heilsudrykkur Heilsubúðin Njálsgötu - Lyfjaval Vöruval Vestmannaeyja Þ AÐ er af sem áður var að ófrískar konur klæðist einungis hólkvíðum föt- um og í mesta lagi sér- stökum óléttusmekk- buxum. Í víðum fötum vill bumban týnast en þungaðar konur vilja oft frekar sýna bumbuna en týna henni og geta nú valið sér klæðnað eftir því. Sumar vilja líka sýna bera bumb- una, þótt viðmælendur Daglegs lífs séu reyndar ekki í þeim hópi. En of- urfyrirsætan Claudia Schiffer er orðin fyrirmynd margra kvenna á meðgöngu eftir að hún lét sjá sig í sérhönnuðum gallabuxum og stutt- um bol með bera bumbuna. Áður gátu konur sem báru barn undir belti vart fylgt tískunni en það hefur loks breyst, bæði með tíðari verslunarferðum til útlanda og meira framboði í íslenskum verslun- um. Oft hafa konur leitað á náðir verslana sem selja föt í stórum núm- erum, en hornum í tískuvöruversl- unum með óléttufötum fer nú fjölg- andi. Nýjustu óléttubuxurnar eru t.d. með stroffi eða teygju að aftan og strengurinn færist neðar eftir því sem kúlan stækkar. Auk þess er ein sérverslun með föt fyrir þungaðar konur starfandi hér á landi. Enn kaupa margar hverjar þó fötin sín oft í búðum í útlöndum, enda þykir úrval þar fjölbreyttara. Best klædda ólétta konan Hera Björk Þórhallsdóttir söng- kona er komin sex og hálfan mánuð á leið með annað barn sitt. Fyrir eiga hún og eiginmaður hennar, Ólafur Magnússon, Þórdísi Petru fimm ára og stjúpdóttir Heru er Elín Ósk fjór- tán ára. Þriðja barnið á semsé að fæðast í byrjun nóvember. Auk þess að syngja vinnur Hera Björk í versl- uninni Thymematernity í Kópavogi sem er sérverslun með föt fyrir ófrískar konur. Það má því segja að hún sé í draumastöðu verðandi móð- ur, og eins og hún segir sjálf keppist hún nú við að verða best klædda ólétta konan norðan Alpafjalla! „Mér hefur gengið vel að finna föt,“ segir Hera Björk. Hún kom í verslunina að leita sér að fötum um mánaðamótin apríl-maí og rak einn- ig augun í að auglýst var eftir starfs- krafti. „Ég fann hér buxur og bol og fékk vinnu í leiðinni.“ Hera segist að- allega kaupa buxur og þægileg föt í Thymematernity og þar er einnig mikið úrval af nærfötum, bæði fyrir ófrískar konur og mæður með barn á brjósti. Hera Björk segist vera fataóð á þessari meðgöngu miðað við þá fyrri. „Ég fann stóran poka með gömlum óléttufötum og það var ekkert nema svartar joggingbuxur og einhver verkfræðileg fyrirbæri sem við mamma saumuðum. Ég henti því öllu,“ segir hún brosandi. Hera segir að óléttar konur eigi svolítið erfitt með að finna sér föt, það geti tekið þær heilan dag að fara á milli búða og máta og finna kannski einn bol. Það geti fælt þær frá því að reyna yf- irleitt. Teygjanlegir kjólar á 14 ára virka vel „Ég vil hafa fötin frekar þröng og það hefur því ekki verið erfitt að finna til dæmis boli í hinum og þess- um tískuverslunum. Þetta eru vel teygjanlegir bolir í skærum sumar- litum. Ég hef meira að segja keypt einhverja spandex-kjóla á 14 ára og klippt neðan af þeim ef þeir eru of síðir. En þær sem vilja hafa fötin víð eru líklega verr settar, þá er axlar- saumurinn kannski kominn niður á olnboga,“ bætir Hera við. Hún er nýkomin frá Noregi þar sem hún söng í kórnum í Hrafna- galdri með Sigur Rós og segist hafa farið í Hennes & Mauritz í leiðinni og verslað, þar sem óléttudeildin sé stærri en hér á landi. H&M hér á landi er póstverslun þar sem hægt er að panta eftir vöru- lista en fötin hanga einnig í versl- uninni og þar er nokkuð úrval af óléttufötum; nærfötum, buxum, pils- um og bolum. Í versluninni Sautján er einnig komið horn með fötum fyr- ir verðandi mæður og er þar m.a. að finna buxur og pils sem samræmast nýjum tískustraumum. Aðrar versl- anir sem bjóða til sölu föt fyrir barnshafandi konur eru m.a. Þum- alína og Stórar stelpur. Hefði skipulagt sérstaka innkaupaferð til Danmerkur Fríða Ingibjörg Pálsdóttir hjúkr- unarfræðingur og eiginmaður henn- ar, Helgi Gunnar Helgason, eiga von á öðru barni sínu í byrjun desember og Fríða er því komin rúma fimm mánuði á leið. Fyrir eiga hjónin son- inn Viktor Pál sem verður fjögurra ára í september. Fríða hefur keypt flest sín óléttuföt í útlöndum og verslaði m.a. grimmt í H&M í Dan- mörku í vor, að eign sögn. „Ef ég hefði ekki verið að fara í þessa ferð, hefði ég skipulagt sérstaka ferð til að kaupa mér föt í H&M,“ segir Fríða, sem hefur leitað í íslenskum búðum en segir úrvalið ekki nándar nærri eins gott og í H&M í Danmörku, þar sem verðið sé auk þess miklu lægra en hér á landi. „Maður tímir ekki að kaupa sér buxur á kannski tíu þús- und krónur fyrir hálft ár.“ Hún keypti sér meðal annars tvennar buxur í Danmerkurferðinni, á 2.500 íslenskar krónur hvorar. „Ég keypti mér engin föt á fyrri meðgöngunni heldur var alltaf í sömu buxunum sem ég klippti eftir því sem ég stækkaði. En nú ákvað ég að vera góð við sjálfa mig og kaupa mér slatta af fötum,“ segir Fríða. Hún klippir ekki buxurnar sínar lengur heldur víkkar þær eftir því sem kúlan stækkar, með þar til gerðri teygju í mittinu sem hægt er að hneppa. Getur verið gott að sækja skærin Fríða hefur líka fengið mikið lán- að, meðal annars kjóla úr teygjan- legri bómull sem hún segir besta efn- ið. Hún hefur líka keypt sér venjulega bómullarboli í tískubúðum og kaupir þá einu númeri stærri en venjulega. Henni finnst flottara að útlínur kúlunnar sjáist og velur sér því frekar þrengri föt en víðari. Fríða er þó ekki alveg hætt að klippa fötin sín því hún segir að í því millibilsástandi sem skapast á með- göngunni þegar óléttusokkabuxur eru allt of víðar en venjulegar sokka- buxur of þröngar, sé gott að klippa aðeins ofan í strenginn á þeim venju- legu og svo nokkur göt á efri hlutann til að víkka og gera það bærilegra fyrir þunguðu konuna að klæðast slíkum fatnaði.  Fríða Ingibjörg er komin rúma fimm mánuði á leið. Hún klæðist hér óléttubol úr teygjanlegri bómull úr H&M og svörtum hörbuxum. Morgunblaðið/Jim Smart  Stillanlegar gallabuxur og rauður teygjanlegur bolur úr Thymematernity. Jakkann, sem er þó ekki sérstakur óléttujakki, keypti Hera í H&M í Noregi. Morgunblaðið/Kristinn  Fríða í rauðum hör- buxum með stillanlegri teygju frá H&M og skyrtu sem er bundin fyrir ofan bumbuna. Hún segist nær engin föt hafa keypt sér á fyrri meðgöngu, en nú stand- ist hún ekki mátið. Nýjar línur á meðgöngunni steingerdur@mbl.is  Hera Björk er á sjöunda mánuði meðgöngu. Hún er í túrkísbláum tískutopp úr Cosmo. Buxurnar eru teygjanlegar og stillanlegar í mitt- ið og peysunni er hægt að hneppa yfir kúluna. Hvort tveggja úr Thymematernity. Hvernig á að klæða stækkandi maga?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.