Morgunblaðið - 10.08.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.08.2003, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ VANDINN við Pólland erekki bara atvinnuleysið.Launin eru svo lág aðjafnvel vinnandi fólk áerfitt með að draga fram lífið. Eftir að hafa lokið námi í fiðluleik við tónlistarakademíuna blasti því ekki beinlínis við mér björt framtíð í Póllandi. Ég talaði við Mögdu og end- irinn varð sá að ég bað pabba minn á Akureyri að athuga hvort hann gæti útvegað mér einhvers staðar vinnu. Við vorum ekkert endilega að hugsa um Ísland – vildum bara fá tækifæri til að lifa sómasamlegu lífi einhvers staðar í heiminum,“ segir Marcin Lazarz, fiðluleikari og tónlistarkenn- ari á Akureyri, alvarlegur í bragði. Við sötrum pepsí við eldhúsborðið í notalegu eldhúsinu við Laxagötu 4. Marglit bárujárnsþökin blasa við út um risgluggann til vesturs. Marcin er spurður að því hvernig standi á því að hann eigi pabba á Akureyri. „Pabbi flutti til Íslands fyrir 15 árum og er því löngu orðinn öllum hnútum kunn- ugur á Íslandi. Hann var heldur ekki lengi að útvega mér vinnu hérna. Ég var farinn að kenna við tónlistarskól- ann í Grundarfirði, leika á fiðlu með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og í sinfóníu á Akureyri haustið 2000.“ Magdalena Osuch tannfræðingur flutti til Íslands hálfu ári á eftir eigin- manni sínum. „Við erum frá Katowice í Suður-Póllandi,“ upplýsir hún. „Rétt hjá Kraká,“ bætir hún við augljóslega vön því að upplýsa fáfróða Íslendinga um legu heimaborgar þeirra Marcin. „Ég lauk námi í tannfræði árið 1998. Eins og Marcin segir var ekki um auðugan garð að gresja með vinnu í Póllandi. Við vorum því bæði staðráð- in í að freista gæfunnar í útlöndum eftir að Marcin lauk sínu námi. Ég kom hingað á eftir honum í janúar ár- ið 2001,“ segir hún og seilist í hönd Marcin. „Við giftum okkur svo í febr- úar árið 2001.“ Magdalena og Marcin tala bæði mjög góða íslensku. Þau segjast þó lítið hafa gert af því að stunda form- legt nám. „Við vinnum bæði þannig störf að við verðum að geta talað ís- lensku. Krakkarnir í skólanum eru fínir kennarar. Við eru bæði nýbúin að standast próf í íslensku fyrir út- lendinga. Prófið eða 150 tíma ís- lenskunámskeið er eitt af skilyrðun- um fyrir því að fá ótímabundið búsetuleyfi hér á landi.“ Íslendingar of fáir Þegar Magdalena fluttist til Ís- lands hafði Marcin fengið afleysing- arstöðu tónlistarkennara við Tónlist- arskóla Akureyrar. Magdalena á ekki að baki jafn jákvæða reynslu af ís- lenskum vinnumarkaði. „Eftir að hafa verið atvinnulaus í nokkra mánuði fékk ég vinnu í þvottahúsi vorið 2001. Ég starfaði þar í hálft ár eða þar til þvottahúsið fór á hausinn og starfs- mennirnir misstu vinnuna,“ rifjar Magdalena upp. „Ég var svo tæpa 4 mánuði án vinnu. Fyrstu 2–3 mánuð- ina var ég á Akureyri og svo var ég mánuð í Póllandi áður en ég fékk vinnu hjá Tannlæknastofu Egils.“ Magdalena er spurð að því hvernig Pólland hafi komið henni fyrir sjónir eftir veruna á Akureyri. „Allt öðruvísi en áður,“ segir hún hugsi. „Ég varð allt í einu mun meðvitaðri um nei- kvæðu hliðar Póllands, t.d. mann- mergðina á götunum, glæpina og alla fátæktina. Hér sér hið opinbera um að enginn svelti. Á meðan ég var í Pól- landi fannst mér fátæktin blasa við úr öllum áttum. Stóru fátækrahverfin urðu allt í einu mun áþreifanlegri en áður. Úti var allt eitthvað svo óhreint miðað við Ísland – miðað við Akureyri á ég við. Ég get eiginlega ekki dæmt um Reykjavík.“ „Reykjavík er ekki næstum eins hrein og Akureyri. Borgir hafa samt sína kosti miðað við bæi. Ég sakna þess stundum að geta ekki bara horfið inn í mannfjöldann eins og í stór- borg,“ bætir Marcin við og er spurður að því hvort þau hafi einhvern tíma velt því fyrir sér að flytja til Reykja- víkur. „Nei, eiginlega ekki. Aðalkost- urinn við Reykjavík er að þar værum við nær millilandaflugvelli heldur en á Akureyri. Akureyri er bara miklu ró- legri. Nei – veistu, ég held að við flytj- um ekki til Reykjavíkur.“ Almennt segist Marcin vera þeirr- ar skoðunar að íslenskt samfélag þyrfti að vera fjölmennara. „Þessi litli markaður hefur ekki nægilega burði til að halda uppi fjölbreytilegu úrvali, t.d. á tónlistarsviðinu og á vinnumark- aðinum. Ef Íslendingar væru svona 2 milljónir myndi fjölbreytileikinn örugglega aukast fyrir utan að kostn- aður af samfélaginu myndi deilast á fleiri.“ Hægt að lifa sómasamlega Marcin segir óneitanlega ýmsa kosti við Ísland. „Hér getur fólk lifað sómasamlegu lífi á laununum sínum. Íslendingar eru heldur ekki eins við- kvæmir í skapinu og Pólverjar. Við getum stundum verið svo fljótir upp,“ viðurkennir hann og brosir. „Hér er heldur ekki jafn hættulegt að vera einn á ferli eins og í mörgum stærri borgum úti í heimi,“ bætir Magdalena við. „Við vorum í heimsókn hjá vina- fólki okkar í Bretlandi um daginn. London er rosalega hættuleg borg.“ Marcin leggur áherslu á að þau Magdalena séu ánægð á Íslandi. Ís- lendingar hafi yfirleitt reynst þeim vel og þau eigi marga góða íslenska vini. Hann verður þó að viðurkenna þegar á hann er gengið að Ísland hafi galla rétt eins og kosti. „Veðrið getur náttúrlega verið alveg ömurlegt þótt við séum heppin núna,“ segir hann. „Maturinn er verri en í Póllandi og samskiptin á milli fólks ekki nærri því eins opin. Íslendingar virðast ekkert sérstaklega mikið gefnir fyrir að blanda geði við aðra, a.m.k. ekki ókunnuga. Þið eruð stundum svolítið kuldaleg á yfirborðinu,“ segir hann sposkur á svip. Gengið á réttindi útlendinga „Almennt held ég að fæstum þyki jákvætt að útlendingar setjist að í þeirra landi. Íslendingar eru engin undantekning frá þeirri reglu. Fáir sjá eitthvað jákvætt við framlag út- lendinga til samfélagsins. Algengara er að heimafólkið fari í vörn af ótta við að aðkomufólkið taki eitthvað frá þeim, t.d. vinnuna,“ segir Marcin og bætir við að þar af leiðandi hafi hann heldur ekki búist við að þau frekar en aðrir útlendingar fengju sérstaklega jákvæðar viðtökur á Íslandi. „Engu að síður hefur komið mér á óvart hversu algengt virðist vera að íslensk- ir vinnuveitendur notfæri sér lélega íslenskukunnáttu erlendra starfs- manna sinna til að ganga á lögbundin réttindi þeirra. Ég þekki því miður alltof mörg dæmi um að vinnuveitend- ur greiði erlendum starfsmönnum sínum lægri laun en innlendum, segi þeim ekki frá því að þeir eigi heimt- ingu á að fá menntun sína metna til launa og áfram mætti telja.“ Marcin er spurður að því hvað ann- að hann telji að betur mætti fara í ís- lensku samfélagi. „Íslensk stjórnvöld mættu gera meira til að hvetja unga Íslendinga til að mennta sig. Heima í Póllandi velur ungt fólk um að fara í framhaldsnám eða herinn. Fæstum finnst ákjósanlegt að gegna herþjón- ustu og því er talsvert algengt að ungt fólk haldi áfram námi. Hér hef ég heyrt að atvinnuleysi sé mest meðal ungs fólks á aldrinum 17 til 22 ára. Án þess að ég sé endilega að mæla með því að Íslendingar komi sér upp her finnst mér að hvetja þyrfti þennan hóp sérstaklega til að nota tímann til að mennta sig,“ segir Marcin. „Mér finnst líka ósanngjarnt að halda því fram að útlendingar steli vinnunni af Íslendingum þegar staðreyndin er að útlendingar vinna yfirleitt þá vinnu sem Íslendingar vilja ekki vinna, t.d. fiskvinnu þar sem greidd eru lág- markslaun.“ Marcin er spurður að því hvort hann hafi sjálfur orðið fyrir barðinu á kynþáttafordómum á Íslandi. „Já og nei,“ svarar hann. „Stundum hef ég á tilfinningunni að ég sé litinn hornauga af því að ég sé útlendingur og þá lang- ar mig til að svara á móti: „Það er ekki mér að kenna að Pólland er fátækt land. Það er ekki mér að kenna að ég þurfti að leita hingað til að geta séð fyrir mér eins og manneskja.“ DVD hefur oft vinninginn Marcin og Magdalena eru í sum- arfríi þegar viðtalið er tekið. Magda- lena segir að þau hafi byrjað á því að fara til Bretlands og dvelja í tvær vik- ur hjá pólskri vinkonu sinni og bresk- um eiginmanni hennar í London. Af- ganginn af fríinu ætli þau að nota til að ferðast innanlands og slappa af. „Við eigum auðvelt með að ferðast því að við eigum okkar eigin bíl og förum stundum á honum til vina okkar á Hvammstanga og Húsavík. Við urð- um reyndar fyrir því að keyrt var á bílinn kyrrstæðan um daginn. Hann er aðeins beyglaður þó að hann sé ökufær. Ég hef mjög gaman af því að skoða landið á bílnum,“ segir hún. „Á sumrin,“ bætir Marcin við. „Á vet- urna er maður bara inni og einbeitir sér að því að drepast ekki úr þung- lyndi,“ segir hann og kímir. Af öðrum áhugamálum segir Magdalena að þau hafi gaman af því að horfa á kvikmyndir af DVD-disk- um. „Þótt okkur þyki gaman að fara í bíó eiga myndir á DVD-diskum oft vinninginn. Ekki endilega af því að myndirnar séu svo miklu betri en í bíó eða á spólum heldur af því að þá get- um við oft horft á myndirnar með pólskum texta,“ segir hún. „Við förum líka stundum í helgarferðir til Reykja- víkur, t.d. á tónleika,“ heldur Marcin áfram og er spurður að því hvort hann eigi aðeins við sígilda tónleika. „Nei, nei,“ svarar hann. „Við förum venju- lega á eitthvað léttara þegar við bregðum okkur til Reykjavíkur – dansteknó eða eitthvað svoleiðis.“ Marcin ítrekar að hann einskorði sig ekki við sígilda tónlist. „Ég spila allt,“ segir hann. „Ég get nefnt að ég hef spilað í tríói með Bassa (Birni Þór- arinssyni) hjá Músikþjónustu Norð- urlands og Siggu, konunni hans, á böllum á Akureyri, Dalvík og svo ein- hvers staðar á sveitaböllum úti í sveit. Ég spila á rafmagnsfiðlu, Bassi á hljómborð og Sigga syngur,“ segir hann og Magdalena hristir höfuðið þegar hún er spurð að því hvort hún fari með á böllin. „Nei, ég vil frekar vera í rólegheitum heima.“ Marcin og Magdalena segjast sakna mest fjölskyldna sinna og vina í Póllandi. „Magdalena saknar foreldra sinna og bróður í Póllandi. Ég sakna mest mömmu og móðurbróður míns. Þau eru bæði tónlistarfólk eins og ég. Mamma spilar á píanó og móðurbróð- ir minn á trompet,“ segir Marcin. „Við söknum líka Shivu,“ bætir Magdalena við. „Já,“ segir Marcin. „Shiva er litla tíkin okkar í Póllandi. Nafnið er reyndar ekki pólskt heldur nafn á ind- verskum guði. Við vorum búin að taka ákvörðun um að fá hana til okkar og safna fyrir 150.000 kr. kostnaði við flutninginn þegar runnu á okkur tvær grímur. Við fréttum nefnilega að hún þyrfti að vera 3 mánuði í litlu búri í einangrunarstöð áður en hún kæmist til okkar. Við fórum út í einangrunar- stöð til að kanna aðstæður dýranna og ákváðum í framhaldi af heimsókninni að hætta við að fá hana til okkar hing- að. Við getum ekki boðið Shivu okkar upp á að hírast í þrjá mánuði við þess- ar aðstæður og svo skilst okkur að við verðum að fá samþykki allra í húsinu fyrir því að vera með hund. Shiva kemur því ekki til okkar í bráð,“ segir Marcin og tími er kominn til að kveðj- ast. Marcin og Magdalena eru að fara að skoða aðra leiguíbúð. Þau eru búin að missa íbúðina við Laxagötu og verða að finna aðra með hraði. Blaða- maður kveður með handabandi og heldur út í glampandi sólskinið á Ak- ureyri. Útlendingar taka ekki vinnu frá Íslendingum Hjónin Marcin Lazarz fiðlu- leikari og Magdalena Osuch tannfræðingur tóku sig upp og fluttu frá Póllandi til Ís- lands fyrir tæpum þremur árum. Þau sögðust í samtali við Önnu G. Ólafsdóttur ekki hafa séð fram á að geta séð fyrir sér með sóma- samlegum hætti í Póllandi. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Marcin og Magdalena eru ánægð á Íslandi. Þau segja Íslendinga yfirleitt reynast sér vel og eigi marga góða íslenska vini. ago@mbl.is  Opinbert heiti lýðveldisins Póllands er Polska Rzeczpospolita.  Pólland var stofnað um miðbik 10. aldar. Blómaskeið þjóðarinnar var á 16. öld. Efnahagslegir erfiðleikar leiddu til myndunar óháðra verka- lýðsfélaga á áttunda áratug 20. aldarinnar. Verkalýðsfélögin samein- uðust í verkalýðssambandinu Samstöðu skömmu síðar. Eftir mikla umbrotatíma vann Samstaða stórsigur í frjálsum kosningum vorið 1989.  Þegar vatnakarfar fara að sprikla í baðkarinu kætast litlu börnin í Póllandi því þá vita þau að jólin eru að nálgast. Pólverjar vita nefni- lega fátt betra en að gæða sér á vatnakarfa í faðmi fjölskyldunnar yfir jólahátíðina. Fisksalar selja vatnakarfann lifandi, kaupendurnir fá fiskinn í plastpoka, hlaupa með hann heim og sleppa honum síðan í baðkarið. Þrátt fyrir kvabb í börnum um að vatnakarfanum sé þyrmt er hann rotaður og matreiddur á aðfangadag. Ýmislegt meðlæti fylgir þessu hnossgæti, t.d. kál og sveppir.  Rúmar 38,6 milljónir manna búa í Póllandi. Pólverjar eru 97,6%, Þjóðverjar 1,3%, Úkraínubúar 0,6% og Hvítrússar 0,5%. Pólverjar hafa búið við erfitt efnahagsástand undanfarin ár. Um 18% þjóðarinnar lifa undir fátæktarmörkum.  Pólland þekur yfir 312.685 fkm landsvæði. Þar af eru 8.220 fkm vatn. Helsta náttúruváin eru flóð.  Um 4% Pólverja stunda landbúnað, 35% iðnað og 61% þjónustu. Atvinnuleysi er um 17%. Helstu útflutningsvörur Pólverja eru vélar, farartæki, eldsneyti og orka.  Hér á landi eru bæði til Félag Pólverja og Vinafélag Pólverja og Ís- lendinga.  Pólverjar eru fjölmennasti hópur útlendinga á Íslandi. Hér á landi bjuggu 1.810 pólskir ríkisborgarar 31. desember árið 2002. Danir á Íslandi voru á sama tíma 898 og Þjóðverjar 610. Aðrir hópar eru fá- mennari. Alls eru 1.950 íbúar á Íslandi fæddir í Póllandi. Vissir þú að … Dýrmætt framlag

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.