Morgunblaðið - 10.08.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.08.2003, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 2003 B 3 G Ú ST A Tölvusvið Rafiðnasvið TÖL 132 Tölvugrunnur TÆK 203 Uppbygging tölvunnar, uppfærslur og samsetning FOR 103 Inngangur að forritun TÆK 102 Inngangur að vélbúnaði GSF102 Gagnasafnsfræði 1 GSF 202 Gagnasafnsfræði 2 HTM 102 Heimasíðugerð FSH 122 Vefhönnun, lita- og formfræði FSH 112 Myndvinnsla í Photoshop FOR 203 Hlutbundin forritun 1 Grunndeild rafiðna RAF 103 Rafmagnsfræði MÆR 102 Mælingar í rafmagnsfræði EFR 101 Efnisfræði RAT 102 Rafeindatækni STÝ 104 Segulliðastýringar STÝ 202 Loftstýringar RAT 222 Rafeindatækni LÝS 102 Lýsingartækni Byggingasvið Grunnnám tréiðna FRV 103 Framkvæmdir og vinnuvernd Meistaraskóli MMM 101 Markaðsfræði MÁS 101 Stefnumótun fyrirtækja MÞV 101 Mótun og þróun viðskiptahugmyndar MVÞ 101 Vöruþróun Upplýsinga- og margmiðlunarsvið Grunnnám upplýsinga- og fjölmiðlagreina EPP102 Efnis- og pappírsfræði IOS 104 Iðngreinafræði og starfskynning LLF 102 Ljós- og litafræði ROG 102 Rekstrartækni og gæðastjórnun MTG 103 Myndgreining, týpógrafía og grafísk hönnun TEX 102 Texti og textameðferð TÖL 103 Inngangur að forritun FJÖ 103 Inngangur að fjölmiðlun Tækniteiknun GRT 106 Grunnteikning TTÖ 104 Tækniteiknun tölvuteikning TRT 103 Tækniteiknun raflagnateikning TTE 102 Tækniteiknun tæki/efni TMT 103 Tækniteiknun mannvirkjagerð IÐNSKÓLINN Í REYKJAVÍK Skólavörðuholti • 101 Reykjavík • Sími 522 6500 • www.ir.is • ir@ir.is með áherslu á starfstengt nám! Fjarnám Við erum vaxandi! Fylgist með á www.ir.is þar sem innritun stendur yfir til 15. ágúst. Í nýlegri stefnumótun IR segir: Iðnskólinn í Reykjavík skal bjóða fjarkennslu í hæsta gæðaflokki með sérstakri áherslu á starfstengt nám. Markmið: 1. Gera einingabært nám á framhaldsskólastigi og símenntunarnámskeið fyrir fólk á vinnumarkaði aðgengilegt með fjarkennslu. Sérstök áhersla er lögð á starfstengt nám í iðnaði, framleiðslu, tækni og hönnun. 2. Hafa skýr gæðaviðmið sem ná til framsetningar á kennsluefni, kennslu og skipulags fyrir fjarkennsluna í heild. 3. Leggja áherslu á persónulega þjónustu við hvern nemanda. 4. Iðnskólinn í Reykjavík verði eftirsóttur og traustur samstarfsaðili fyrirtækja, samtaka og annarra fræðslustofnana við að byggja upp sérsniðnar fræðslulausnir með fjarkennslu. 5. Vera leiðandi í þróun og umræðu um fjarkennslu á Íslandi. MHS103 Félagslegt og sögulegt samhengi grafískra miðla PLN 102 Prent-, ljósvaka- og netmiðlar MOF 103 Myndbygging og formfræði MTN 103 Markviss tölvunotkun MOM 103 Myndvinnsla og margmiðlun VMM 103 Vefsíðugerð, myndvinnsla og myndbandagerð HLT 101 Hljóðtækni TLT 102 Tækniteiknun lagnateikning TKT 102 Tækniteiknun kortateikning TVT 103 Tækniteiknun vélateikning THT 103 Tækniteiknun húsateikning TIT 103 Tækniteiknun innréttingateikning FOR 303 Hlutbundin forritun 2 FKH 224 Forritun í Java TÖL 102 Ritvinnsla og töflureiknir 1 TÖL 222 Ritvinnsla 2 TÖL 212 Framhaldsáfangi í EXCEL ROG 102 Rekstrartækni og gæðastjórnun NET 112 Netfræði - Uppbygging netkerfa NET 102 Netstýrikerfi NET 203 Linux/Unix Rafvirkjun RAF 304 Rafmagnsfræði RER 101 Reglugerðir RER 201 Reglugerðir framhald RLT 102 Raflagnateikning Rafeindavirkjun RAF 333 Rafmagnsfræði REF 233 Rafeindafræði RÖK113 Rökrásir 1 RÖK213 Rökrásir 2 ÍSL 202 Málnotkun 1 MFF 101 Fjármál fyrirtækja og lánastofnana MAG 102 Gæðastjórnun EFG 103 Efnisfræði grunnnáms Skoðið áfangalýsingar á heimasíðu fjarnámsins. ÞAÐ er eins með íslenskasumarið og hamingj-una. Það er ekkiástand, heldur and-artök. Ekki tímabil, heldur dagar. Maður vaknar eftir kvöld og nótt með skúrum og sunnanroki og er skyndilega staddur í búsældarlegu himnaríki Gullna hliðsins eftir Davíð Stef- ánsson. Þvert ofan í allar jarð- neskar veðurspár. Himinninn er skafheiður og fánablár, fyrir utan einn hring- laga depil, sem er lús- iðin sól, önn- um kafin við að skína og vinna upp all- ar töpuðu stundirnar vikurnar á undan. Síkvartandi bændur verða skjálfraddaðir af eftirvæntingu og trúa þó varlega á að þetta sé annað en dyntir í veðurguðunum, sem fram að þessu virðast hafa verið í samstarfi við versl- unarkeðjuna og haldið sig við 10– 11 stig. Mælirinn við eldhús- gluggann sýnir 19 gráður og það eru ekki komnar morgunmjaltir. Yfirhafnir og annar fatnaður hrúgast upp á snögum og herða- trjám og minnir fremur á forna muni á safni en mikilvæga þátt- takendur í daglegu amstri manna. Hestarnir á Álftanesinu liggja dasaðir í haganum. Fugl- arnir sviðsetja áhrifamikil söng- og dansatriði sem vosklæddir kvikmyndagerðarmenn hafa beð- ið eftir heilu missirin. Núna eru þeir í sundi og missa af öllu sam- an. Litskrúðugar flíkur liggja í guðsgrænu grasi hér og þar og vísa leiðirnar sem börnin hafa farið, eins og skræpóttar vörður. Flugnasuðið dynur á eyrunum. Köngulærnar nenna ekki að spinna lengur, enda búnar að þekja flestöll mannvirki á Suður- landi líkt og um gjörning sé að ræða. Í höfuðstaðnum er skyndilega krökkt af fólki sem eigrar um í leit að lausu borði utan við kaffi- húsin og finnst eitthvað ein- kennilegt við að þjónustufólkið tali íslensku. Erlendir ferðamenn þerra af sér svitann og halda að svona sé sumarið á Íslandi, alveg eins og á póstkortunum og í aug- lýsingabæklingunum. Spyrja sig hvað þeir voru að hugsa, að kaupa þessar lopahúfur og vett- linga. Fyrirtækjum er lokað af mann- úðarástæðum. Fólk er stikkfrí úr veruleikanum. Nennir varla að lesa blöðin eða horfa á sjónvarps- fréttirnar. Stundar bara full- komlega löglegt samráð um samskotagrill með kældu hvítvíni og bjór á garðpöllum sem skyndi- lega sanna tilverurétt sinn í eitt skipti fyrir öll. Svo gerist hið óhjákvæmilega. Það kemur kvöld. Þá er allt í einu lífsspursmál að sjá og heyra og lesa allar veðurspárnar sem var svo yndislega lítið að marka daginn áður. Kvöldið er draumkennt í bláum og rauðum litbrigðum sínum. Sól- arlagið og Snæfellsjökull kveðast á í hljóði um óendanleikann og eilífðina, rétt eins og það sé sjálf- sagður hlutur og eitt andartak eru maður og kona og drengur á gangi með hund hluti af mynd sem þau vita að verður ávallt til, þótt hún hverfi. Morguninn eftir opnar maður augun, liggur kyrr og hlustar. Er regnómur í fuglasöngnum? Var þetta vindhviða sem hristi alaska- víðinn? Er pollahljóð í götunni? Er birtan grá eða gul? Eru Veð- urstofan og verslanakeðjan aftur komnar í samstarf um hitastigið? Er þetta sólargeisli? Er þetta flugnasuð? Er mig að dreyma? Einn góðan veðurdag HUGSAÐ UPPHÁTT Eftir Sveinbjörn I. Baldvinsson                       !  ! "    !      # #$ $ % &$ $ '#$    # 

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.