Morgunblaðið - 10.08.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.08.2003, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ ferðalög Hvað varstu að gera í Bandaríkjunum? „Fyrir sautján árum var ég skiptinemi hjá svertingja- fjölskyldu í Ohio í Bandaríkjunum. Ég hef haldið sam- bandi við fjölskylduna um árin. Við höfum sent jóla- gjafir milli landa og ég farið nokkrum sinnum í heimsókn og hluti af fjölskyldunni heimsótt mig til Ís- lands. Núna fór ég til þeirra með son minn, Þórð Axel, sem er tólf ára og ætlunin var að sameina heimsókn- ina og golf því strákurinn er á kafi í þeirri íþrótt.“ Fannst þér gaman á sínum tíma að dvelja hjá fjöl- skyldunni? „Já og það hafa allir gott af því að prófa að fara að heiman og kynnast öðrum siðum en það gerði ég svo sannarlega þegar ég dvaldi hjá svertingjafjölskyldunni minni á sínum tíma. Mér leið rosalega vel hjá þessu fólki en fann að mörgum þótti það skrítið að hvít stúlka skyldi dvelja hjá þeldökkri fjölskyldu.“ Fóruð þið og skoðuðuð ykkur um? „Við vorum nokkuð dugleg við það á milli þess sem strákurinn var í golfi. Mig langaði að fara með Þórð Axel að skoða húsið Falling Water sem ég fór og heimsótti fyrir sautján ár- um og ég hef oft hugsað um síðan. Þetta var sumarhús Kaufmanns-fjölskyldunnar sem var þekkt athafnafjölskylda í Bandaríkjunum. Húsið var reist í Pennsylvaníu ríki árið 1937 og er mjög sér- stakt fyrir þær sakir að það er byggt yfir foss og fellur alveg inn í umhverfið. Arkitektinn Frank Lloyd Wright er heimsþekktur og einn merkasti talsmaður módernismans eftir 1920. Enn í dag framleiðir fyrirtækið Cassina stóla eftir Wright. Hann er ekki síst þekktur fyrir að vera kveikj- an að nýrri byggingarlist, húsum sem einkennast af láréttum formum og renna saman við um- hverfi sitt.“ Það var ofsalega gaman að koma þarna aftur og sjá húsið sem er stórfenglegt og sem ég kann auðvitað að meta enn frekar með árunum, sérstaklega þar sem ég er sjálf í hönnunarnámi núna. Erfingjar Kaufmann hjónanna gáfu húsið Pennsylv- aníu-ríki sem gerði húsið að safni. Allir munir eru inni í því enda voru húsgögnin flest sérhönnuð í húsið.“ Svo fóruð þið líka til New York? „Við vorum í mjög stuttan tíma í New York og vildum skoða okkur um. Í móttökunni á Holiday Inn hótelinu sem við dvöldum á fór ég að spyrjast fyrir um skoð- unarferðir og var þá bent á ýmsa möguleika, m.a. að leigja mér lúxusbíl og bílstjóra. Við völdum þá leið og bílstjórinn ók með okkur um borgina, stoppaði ef við báðum hann um það og með þessum hætti gátum við komist yf- ir að skoða alla þá staði sem við höfð- um áhuga á að kíkja á. Þetta var að vísu aðeins dýrara en að fara í hefðbundna skoðunarferð, þrjár klukkustundir kostuðu um 140 dollara eða um 11.000 krónur. Mér fannst þetta margborga sig.“ Nýlega fór Margrét Sæberg Þórðardóttir ásamt syni sínum í ferðalag til Bandaríkjanna. Þegar þau komu til New York leigðu þau sér lúxusbíl með bílstjóra og skoðuðu sig um. Sumarhús Kaufmanns-fjölskyldunnar sem byggt er ofan á foss. Ljósmynd/Margrét Sæberg Dóttir hjónanna eignaðist son á svipuðum tíma og Margrét. Hér eru þeir Brandon og Þórður Axel. Margrét Sæberg Þórðardóttir ásamt Nick Robinson en hann er fjölskyldufaðirinn á heimilinu sem hún dvaldi á fyrir sautján árum. Skoðaði hús sem var byggt ofan á foss Húsið Falling Water P.O. Box R. Mill Run Pennsylvania 15464 Sími 001 724 329 8501 Vefslóð: www.pacon- serve.org Hvaðan ertu að koma? ALGENGT er að ferðamenn tali um að fara í Lommann og satt best að segja ættu allir sem yndi hafa af ferðalögum og fallegri náttúru að fara a.m.k. einu sinni í Lommann. Þá fara þeir þangað aftur síðar, og jafnvel aft- ur og aftur, því þröngur grösugur dal- urinn og hrikaleg umgjörð fjallanna sem umlykja fjörðinn á þrjá vegu, og má nefna Álftavíkurtind og „Kín- verska hofið“, auk Hvítserks sem er á Húsavíkurheiðinni á leiðinni yfirum, leitar á menn í vöku og draumi. Þótt hér sé um eyðifjörð að ræða, þá var gróskumikil byggð fram eftir síðustu öld og landeigendur halda margir hverjir húsum til haga og dvelja í firðinum í lengri og skemmri tíma á sumrum. Sumir þeirra koma sjóleiðina frá Seyðisfirði, en aðrir vilja hafa jeppann hjá sér og koma uppúr Borgarfirði. Þarna má nefna m.a. Klyppsstaði, Úlfsstaði, Sævar- land, þar sem haldið er úti æðar- varpi, og síðast en ekki síst Stakka- hlíð, en þar reka hjónin Sigríður Þórstína Sigurðardóttir og Stefán Smári Magnússon myndarlega og skemmtilega frumstæða ferðaþjón- ustu á vegum landeigenda í firðinum. Þar eru seld svefnpokapláss, máltíðir og kaffi og heimabakað meðlæti. Húsin eru reisuleg og kynnt með heimarafstöð. Gistiheimilið er skráð fyrir 16 næturgesti, en krefji nauð- syn, þá hýsast þar fleiri og svo er ennfremur prýðilegt tjaldstæði skammt frá húsunum. Dregur úr bókunum Þau Sigríður og Smári eru bjart- sýn, glaðleg og skemmtileg heim að sækja, en það leynir sér þó ekki þeg- ar við þau er rætt, að þau hafa áhyggjur af starfseminni, sem staðið hefur óslitið á þeirra vegum frá árinu 1988. „Starfsemin hér hefur alltaf byggst að mestu leyti á gönguhópum sem hafa komið ýmist frá Seyðisfirði eða Borgarfirði. Þá hafa hóparnir komið hingað í Stakkahlíð og dvalið um tíma, keypt hér næturgistingu og mat. Ferðafólk, gangandi og á jepp- um, hefur einnig fengið hér þá þjón- ustu sem það hefur óskað eftir, en hóparnir eru það sem haldið hefur þessari þjónustu gangandi. Nú bregður svo við að bókunum hefur farið snarfækkandi og það er ekki minni en 50% fækkun frá síðasta ári, hugsanlega meira en helmingur þeg- ar upp verður staðið. Í fyrra komu hingað t.d. sex hópar en aðeins einn í sumar. Ef til vill er þetta bara tilfall- andi, en ef þetta ástand verður við- varandi þá höfum við virkilegar áhyggjur af ferðaþjónustunni í Stakkahlíð.“ Fjármagn vantar Þau hjón telja skýringarnar geta verið ýmsar á fækkun ferðamanna. Lomminn er ævin Þegar ekinn er jeppavegur upp frá efsta bæ Borgar- fjarðar eystri liggur leiðin um stórfenglegan fjallveg sem endar í Loðmundarfirði. Guðmundur Guðjónsson segir að það þurfi að sjá og upplifa þá náttúrufegurð sem þar er til að trúa henni. Heimilisfólkið í Stakkahlíð, frá vinstri: Diljá Rudolfsdóttir, Melkorka Rut Bjarnadóttir, Daði Sigfússon, Sigurður Snæbjörn Stefánsson, Magnús Snæþór Stefánsson, Sigríður Þórstína Sigurðardóttir og Stefán Smári Magnússon, ásamt tíkinni Stássu. HINN 22. febrúar næstkomandi bjóða Heimsferðir í fyrsta skipti vikuferð til Jamaíku í Karíbahafi í leiguflugi með nýrri Boeing 737-800- vél. Andri Már Ingólfsson, forstjóri Heimsferða, segir að flugið taki um átta og hálfa klukkustund en milli- lent verður í Halifax til að taka elds- neyti. Aðalhótel Heimsferða er Renaiss- ance Jamaica Grande Resort sem er fjögurra stjörnu hótel við ströndina í Ocho Rios og eitt besta hótelið á Jamaíku segir Andri Már. Einnig er í boði gisting á þriggja stjörnu hóteli. Hann segir að þegar séu fimmtíu manns búnir að bóka sig í ferðina og er viss um að í framtíðinni muni ferðaskrifstofan bjóða fleiri ferðir á þessar slóðir. Verð á mann í ferðina er frá 89.000 krónum. Vikuferð til Jamaíku

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.