Morgunblaðið - 10.08.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 10.08.2003, Blaðsíða 7
Þau segja markaðssetninguna heyra undir Markaðsstofu Austurlands og þar vanti fjármagn, auk þess sem hugsanlega mætti stýra þeim pen- ingum sem þó eru til betri vegar. Til marks um það væru farþegar Nor- rænu yfirleitt búnir að ákveða fyrir löngu hvert á landið þeir ætluðu, þegar þeir stigu á íslenska grund. Þá telja þau lítinn skilning beggja vegna, þ.e.a.s. Seyðisfjarðarmegin og Borgarfjarðarmegin á mikilvægi Loðmundarfjarðar í heildarmynd norðurhluta Austfjarða. Smári segir þó ævinlega hafa verið betra að starfa með nágrönnunum í suðri og eitt sinn hafi hann borið upp þá til- lögu að flytja hreppamörk þannig að Loðmundarfjörður færðist suður á bóginn, en við litla hrifningu. „Þetta er heldur nöturlegt. Þegar af stað var farið töldu ferðamála- frömuðir að þetta væri snjallræði og við skyldum gefa okkur 3-5 ár, þá færi vinnan að skila sér. Nú stöndum við uppi og horfum fram á, að verði ekki breyting á, þá hafi 15 ára starf engu skilað,“ segir Sigurður. Hann bætir og við að afskekktri ferðaþjón- ustu af þeirri tegund sem hér um ræðir væri á ýmsan hátt gert erfitt fyrir. „Þannig er barátta okkar við Vegagerðina orðin áralöng og oft erf- ið. Þar hefur maður m.a. fengið þau svör að við ættum bara að koma okk- ur til byggða og fá okkur almennileg störf. Síðan eru kröfur á kröfur ofan frá heilbrigðisfulltrúum og fleirum. Við erum að sjálfsögðu ekki mótfallin því að hér standist allt grundvallar- kröfur, en það rekur hver krafan aðra og allar kosta þær mikla pen- inga,“ segja þau hjón. Undraheimur ferðamannsins Loðmundarfjörður er engu líkur. Hrikaleg umgjörð fjalla og grösugur dalur. Mikið fuglalíf, m.a. kríu- og æðarvarp. Oft má sjá hreindýr spóka sig í dalnum og þarna eru menn í hjarta hins skrautlega steinaríkis Ís- lands. Þá rennur um dalbotninn ein- staklega falleg á, Fjarðará, sem er veiðisæl. Þó verður að taka fram að veiðin er ekki fyrir hinn almenna ferða- mann því áin er leigð þýska listmál- aranum Bernd Koberling, sem á sín- um ætlaði í samvinnu við Dieter og Björn Roth, sem eru í hópi landeig- enda, að byggja hana upp sem lax- veiðiá uppúr 1980. Það heppnaðist ekki, en áin er eftir sem áður mikil og góð sjóbleikjuá. Dieter Roth er nú látinn, en samstarf þeirra Koberlings og Björns heldur áfram og Sigurður Smári lítur til þeirra með von í brjósti. Hann segir þá mikla áhuga- menn um að ferðaþjónustunni í Stakkahlíð verði viðhaldið og reiknar með að í samvinnu við þá finnist framtíðarlausn. Aðrir myndlistarmenn og yngri Það eru fleiri myndlistarmenn í Loðmundarfirði heldur en hinn heimsþekkti Bernd Koberling. Þeir eru að vísu ekki eins frægir, en ekki síður atorkusamir og hugmyndarík- ir. Það eru þeir Sigurður Snæbjörn Stefánsson, Daði Sigfússon og Magnús Snæþór Stefánsson. Þannig er mál vexti, að kirkjan á Klypps- stöðum þarfnast sárlega aðhlynning- ar og öllum þeim sem koma í Stakka- hlíð eru boðin myndverk til sölu, til styrktar aðhlynningar kirkjunni. Þeir félagarnir teikna og mála það sem fyrir augu ber í firðinum, fjöll, blóm, fugla. Myndirnar kosta ekki mikið, 300 krónur stykkið, en Sigríð- ur Þórstína hefur stofnað reikning sem búið var að leggja 12.000 krónur inná nú nýverið. týraleg upplifun Á hlaðinu í Stakkahlíð. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 2003 B 7 ferðalög Bílaleigubílar Sumarhús í Danmörku og Mið-Evrópu Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga. Bílar frá dkr. 1.975 á viku. Innifalið í verði: Ótakmarkaður akstur, allar tryggingar. (Afgrgjöld á flugvöllum.) Aðrir litlir og stórir bílar, 6-7 manna, minibus og rútur. Sumarhús og íbúðir. Norðurlönd og Mið-Evrópa. Hótel. Heimagisting. Bændagisting. Heimasíðan www.fylkir.is með fjölbreyttar upplýsingar. Nýjustu verðlistarnir komnir. Hringið og fáið sendan. Dancenter, Lalandia, Novasol/Dansommer. Fylkir Ágústsson, Fylkir — Bílaleiga ehf., ferðaskrifstofan sími 456 3745. Netfang fylkirag@fylkir.is Heimasíða www.fylkir.is www.hoteledda.is Frakkland 18.938 kr.* 7 dagar miðað við flokk B Innifalið ótakmarkaður akstur, kaskó, þjófavörn, flugvallargjald og skattur. Baltimore 20.779 kr.* 7 dagar miðað við flokk A Innifalið ótakmarkaður akstur, kaskó, þjófavörn, flugvallargjald og skattur. Þýskaland 22.116 kr.* 7 dagar miðað við flokk B Innifalið ótakmarkaður akstur, áfylling af bensíni, kaskó, ábyrgðar- trygging, einn auka bílstjóri, skattur og flugvallargjald. Ætlarðu til Mombasa, út á Dalvík, til New Orleans eða upp á Brávallagötu? ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H ER 2 16 61 0 7/ 20 03 Sími: . . . . . . . . . . . . . . . . 5050 600 Fax: . . . . . . . . . . . . . . . . 5050 650 Netfang: hertz@hertz.is *Ekkert bókunargjald. Í TILEFNI af „ári fjalla 2002“ var í fyrra efnt til kosningar um þjóð- arfjall Íslendinga. Herðubreið varð hlutskörpust í þeirri kosningu. Ferðafélag Akureyrar (FFA) hefur um árabil byggt upp þjónustu við ferðafólk á svæðinu í kringum Herðubreið, s.s. í Herðubreiðarlind- um og við Bræðrafell. Í tilefni af kjöri Herðubreiðar sem þjóðarfjalls efnir FFA til þjóðarfjallsviku dag- ana 15.–21. ágúst 2003. Vikan hefst með hópferð frá Akureyri í Herðubreiðarlindir 15. ágúst. Daginn eftir verður gengið á fjallið ef veður leyfir. Þá býður FFA upp á göngu á Herðubreið með leiðsögn dagana 17.–21. ágúst ef veður leyfir. Þátttakendur fá fræðsluefni um Herðubreið og við- urkenningarskjal að lokinni göngu. Gengið verður vestur fyrir fjallið og upp á það að vestan. Einnig verður mögulegt að fá bílfar úr Herðu- breiðarlindum vestur að uppgöngu- staðnum og til baka. Ganga á Herðubreið er töluvert erfið. Nauð- synlegt er því að fólk sé í góðri lík- amlegri þjálfun, á traustum göngu- skóm og taki með sér skjólfatnað og dagsnesti í bakpoka. Gangan upp á fjallið frá uppgöngustaðnum gæti tekið 3–4 klst. en 6–7 klst. úr Herðubreiðarlindum. Í björtu veðri launar útsýnið hins vegar erfiðið því að af tindi Herðubreiðar er geysi- víðsýnt til allra átta. Herðubreið var valin fjall ársins í fyrra. Gengið á Herðubreið Þjóðarfjallsvika Nánari upplýsingar fást á skrif- stofu FFA í síma 462 2720, milli kl. 16 og 19 virka daga eða hjá landverði í Herðubreiðar- friðlandi í síma 854 9301. Einn- ig má senda tölvupóst á net- fangið: ffa@li.is.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.