Morgunblaðið - 10.08.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.08.2003, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Þ IÐ verðið að drífa ykkur, við erum að falla á tíma,“ hróp- ar Sigurður Pétursson skip- stjóri. Það fjarar hratt út og hann rekur á eftir fólkinu. Honum líst ekki á að dvelja mínútunni lengur við bryggjuna en nauðsyn kref- ur. „Þið verðið að synda smá,“ bætir hann við og hlær. Ég horfi á ferðafélaga mína renna sér eftir landfestinni og sveifla sér niður í bátinn. Það eru varla meira en 50 sentimetrar niður á botn og ég býst við að bátinn taki niðri þá og þegar. „Það rétt hafðist,“ segir Sigurður og siglir Ei- ríki rauða út á meira dýpi. Stöku ísjakar mara í sléttum sjónum og sólin skín í heiði. Veðrið gæti varla verið betra, en samt segir kuldinn til sín á sjónum. Það setur að manni hroll þegar setið er hreyfingarlaust í bátnum. Framundan er rúm- lega klukkutíma sigling að pínulitlu þorpi, Serm- iligaaq í samnefndum firði á austurströnd Græn- lands. Varla meira en nokkrir tugir húsa, sem standa á brattri og berangurslegri klettaströnd. Á leiðinni hvarflar hugurinn aftur að atvikinu við bryggjuna. Ekki á hverjum degi þar sem liggur við að maður strandi á bát utan alfaraleiðar og óvíst um hjálp fyrr en eftir dúk og disk. Við erum sjö saman í þessari ferð, auk mín eru Ragnar Axelsson ljósmyndari, leiðsögumenn- irnir Leifur Örn Svavarsson og Andrea Burg- herr. Þrír franskir blaðamenn eru líka með í för, þeir Philippe Descamps, Fredreric Revain og Cyril Azouvi. Snemma þennan morgun lögðum við upp frá Kuummiit, þar sem Sigurður Pétursson býr ásamt grænlenskri konu sinni, Mörtu. Áður en við yfirgáfum þorpið gengum við um göturnar, og heilsuðum upp þorpsbúa, börn og gamalmenni. Grænlensku krakkarnir eru hressir með eindæmum og reyndar fullorðna fólkið líka. Þarna hittum við hinn 72 ára gamla Ulrik Manig- uldaq, meðhjálpara sem hengdi upp fisk í róleg- heitum og var hvers manns hugljúfi. Hann tók loforð af okkur blaðamönnunum sem umkringdu hann, að senda honum umfjöllunina. Fljótgengið út í ósnortna náttúru Við héldum síðan út úr þorpinu og gengum á eitt bæjarfellið í nágrenninu. Það er fljótgengið út í ósnortna náttúru og litlar víkur og vogar heilla mann á augabragði. Hægt er ganga enn lengra inn með ströndinni, en við tókum stefnuna upp á við og síðan niður af fellinu um skemmti- lega krókastíga yfir fannir og mela uns við lent- um niðri í bæ aftur, glorhungruð. Við gistum heima hjá Sigurði og fengum hann til að sigla með okkur næstu daga um ísilagða firðina á Ammassalik-svæðinu. Að kunna að sigla í ís skiptir grænlenska sjó- farendur höfuðmáli og Sigurður er enginn veifi- skati í þeim efnum, enda kallaður „Ísmaðurinn“ eftir háskaför á báti sínum Leifi Eiríkssyni í gegnum gríðarlegan hafís frá Suður-Grænlandi norður að Kuummiit fyrir nokkrum árum. Þarna um morguninn heima hjá Sigurði vakna ég eldsnemma, jafnvel á undan sleðahundunum sem geymdir eru úti daga og nætur og byrja að góla um fimmleytið. Sleðahundarnir grænlensku voru annars það fyrsta sem greip athygli mína þegar ég lenti í Kulusuk daginn áður. Þeir eru hafðir í keðjum óslitið yfir sumartímann og ekki leystir fyrr en vetrar og Grænlendingarnir draga fram sleðana. Þetta eru oft fjári sterkar skepnur og harðar af sér. Mér skildist fljótt að þetta eru engin gæludýr, þótt hvolparnir geti brætt hjarta manns á augnabliki. Þeir mega ganga lausir fram að sex mánaða aldri en eftir það er vissara að tjóðra þá, ellegar eru þeir skotnir af hundaeft- irlitsmönnum hvar sem til þeirra sést. Og Græn- lendingarnir gæta þess vel að hundarnir sleppi ekki, hafa þá oftast í löngum keðjum og gefa þeim að éta tvisvar eða þrisvar í viku. Hundarnir verða samt að geta náð í vatn og eru því geymdir við læki eða polla inni í þorpunum. Vakna á undan sleðahundunum Ekkert gól heyrist inn um opinn gluggann þegar ég vakna og mér finnst það boða gott að vera á undan sleðahundunum að rifa augun. Þessi dagur á eftir að verða viðburðaríkur og nú þegar ég hugsa til baka gleymist aldrei sú sjón sem blasti við mér þegar við sigldum út Amm- assalik-fjörðinn um morguninn. Hvassbrýndir fjallstindar umluktu fjörðinn, víða var snjór í fjöllum og sjórinn alsettur ísjökum, stórum og smáum. Það er kalt á útstíminu og ég er í flestum mínum flíkum. Ég horfi á hvern tindinn á fætur öðrum og hugsa með mér hvort ég gæti klifið þá. Sennilega fæsta. Sama er uppi á teningnum þeg- ar við lendum við bryggjuna við Igateq eftir tveggja tíma siglingu. Það er orðið blússandi heitt þegar við klifrum upp á bryggjuna og Sig- urður minnir okkur á að við höfum í mesta lagi klukkutíma til að skoða okkur um áður en fari að fjara. Þarna byggði Bandaríkjaher flugvöll árið 1942 og starfrækti hann til stríðsloka. Það var víst gott að lenda vélum hér vegna hagstæðra vinda, en nú er Snorrabúð stekkur og ryðgaðar olíutunnur í þúsundatali ásamt trukkum og öðru drasli segja sína sögu um viðbúnað í stríði. Nú stendur til að hreinsa svæðið og fjarlægja þessar stríðsminjar sem gætu út af fyrir sig sómt sér vel á staðnum ef það heillegasta yrði skilið eftir og upplýsingaspjöld sett upp. Gamlir Dodge- trukkar í röðum, vélarlausir og með brotnar lukt- ir eru eins og draugar úr fortíðinni. Þeir gætu verið ágætir safngripir við hliðina á flugskýli á staðnum, sem er nýhrunið, sennilega í einhverju stórviðrinu. Við göngum á milli bílanna og eftir flugbrautinni gömlu og hoppum á milli olíutunna í gríðarlegum stæðum. Í bátnum bíður Sigurður og klukkan tifar. Það er að fjara út og vissara að fara að koma sér. „Það rétt hafðist,“ segir Sig- urður þegar allt er um garð gengið. Okkur tekst þokkalega að sveifla okkur niður í bátinn og síð- an er gefið í með útfallinu. Þegar ljóst er að við erum ekki strönduð, dreg- ur Sigurður fram grænlenskan mat af ýmsu tagi. Hráan náhval hef ég aldrei smakkað fyrr en finnst hann bara ágætur. Þetta er c-vítamínrík fæða, svona nýtt hrámeti og smakkast vel með smákryddi. Þurrkaða loðnu smökkum við líka, þurrkað selkjöt og bleikju. Ég bít hausinn af loðnu og horfi tyggjandi út á hafið. Það er mikil harka í þessu landi finnst mér. Báturinn nuddast utan í enn einn ísjakann og mjakar honum úr vegi. Svona gengur þetta fyrir sig hér. Næsti áfangastaður er Sermiligaaq, þorpið sem kallað hefur verið sóðalegasta þorp Græn- lands. Harður dómur, jú. Rusl úti um allt að sögn. Vissulega er öðruvísi um að litast hér en á Hellu eða Hvolsvelli, en draslaraskapurinn geng- ur samt engan veginn fram af mér. Kannski var þetta verra áður fyrr, þegar þorpsbúar höfðu engin markmið í umhverfismálum en nú eru þeir farnir að laga til í þorpinu. Við göngum í gegnum þorpið eftir brattri götu sem liggur í gegnum mannhæðarháan snjóskafl. Krakkar leika sér úti ísherrans Þegnar í ríki Sermiligaq er eitt hinna fámennu þorpa á austurströndinni og börn þar sem annars staðar eru allsendis ófeimin við útlendinga. En kannski eru Íslendingar ekki s AUSTURSTRÖND Grænlands hefur hlotið sífellt meiri athygli ferðaskrifstofa á liðnum árum og Íslenskir fjallaleiðsögumenn (ÍFL) er ein þeirra ferðaskrifstofa sem hefur verið að útvíkka starf- semi sína á Ammasalik-svæðinu. ÍFL er 10 ára um þessar mundir og hefur vaxið fiskur um hrygg í starfsemi sinni sem felst einkum í fjalla- ferðum á Íslandi, mest með útlendinga. Frá stofnun ÍFL hafa liðsmenn fyrirtækisins verið að kanna möguleika á útivist og náttúruskoðun á Grænlandi og farið í reglulegar bakpokaferðir með Íslendinga. „Við fórum hægt af stað á Grænlandi og höfum verið með hefðbundna bak- pokaferð á Ammassalik-eyju,“ segir Leifur Örn Svavarsson fjallaleiðsögumaður hjá ÍFL „Þá höf- um verið með gönguskíðaferðir um hverja páska sem hafa heppnast gríðarlega vel. Núna langar okkur að færa enn út kvíarnar og bjóða upp á auðveldari gönguferðir. Í samvinnu við erlendar ferðaskrifstofur erum við farnir að bjóða upp á ferðir þar sem við höldum til í tjöldum og förum í stuttar gönguferðir upp frá tjaldbúðunum. Síðan færum við tjaldbúðirnar yfir á annan fallegan stað og förum í gönguferðir þaðan. Þennan ferðamöguleika ætlum við að þróa í sumar með frönskum og þýskum hópum og næsta sumar er svo ætlunin að bjóða upp á auðveldar göngu- ferðir fyrir Íslendinga þar sem ekki þarf að bera tjöldin og farangur.“ Komið inn í annan heim Það er hægt að taka undir með Leifi þegar hann talar um kosti Ammassalik-svæðisins. Hann segir þá sem aldrei hafa komið hingað, varla trúa því að á minna en tveimur klukku- stundum í flugvél frá Íslandi sé fólk nánast kom- ið í annan heim. „Hér er öðruvísi menning og allt aðrar rætur sem ferðafólk upplifir,“ segir hann. „Veðurfarið hér er frábrugðið því sem gerist á Íslandi. Hér er oftar meiri stillur og hæðin yfir Grænlandsjökli veldur oft stöðugra og betra veðurfari. Við erum einnig komin inn í öðruvísi landslag með elsta bergi í heiminum sem er mjög frábrugðið ungu eldfjallalandslagi á Íslandi. Tindar eru hér háir og hvassir og miklir jöklar sem ná í sjó fram. Það er einstakt að vera við sólbakaðar klappir eða á hvítri sandfjöru í ná- munda við gríðarlega borgarísjaka, jökla og hvassa granítfjallstinda sem speglast í tærum sjónum. Þetta er örstutt frá Íslandi en samt hef- Sólbakaðar klappir og hvítar sandstrendur Nánast eins og á suðrænni sólarströnd, að undansk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.