Morgunblaðið - 10.08.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 10.08.2003, Blaðsíða 9
að venju. Þrátt fyrir meiri fátækt austurströnd- inni en á vesturströndinni, eru börn vel til fara og aldeilis ekki feimin við ókunnuga. Við sjáum oft krakka í kunnuglegum bleikum útvíðum tísku- buxum og rapparabuxum. Rétt fyrir utan þorpið hefur myndast tjörn sem krakkar busla í innan um rusl sem hefur lent í vatninu. En þeim er al- veg sama um ruslið, sólin skín og allir kátir. Við horfum á tjörnina ofan af smáhæð og höfum gott útsýni yfir þorpið. Ísjakar eru nánast upp við landið og sleðahundar sitja á rassinum í keðjum sínum og fylgjast með umhverfinu, líklega í þús- undasta skiptið. Menn og dýr eru róleg á þessu augnabliki. Mig langar að sitja aðeins lengur og horfa á fjöllin, sjóinn og ísinn. Kannski sofna stutta stund. Maður er sannarlega fjarri heims- ins glaum hér í Sermiligaaq. Sleðahundarnir hér eru taldir mjög góðir og til að mynda mun betri en hundarnir í Kuummiit. Sigurður segir mér að hundarnir hér séu meira brúkaðir en í Kuummiit og hér sé betri ræktun í gangi. Á hverju ári fara líka fram sleða- hundamót, hérðasmót og síðan landsmót, svona álíka eins og hestamannamót á Íslandi. Gott sleðahundaeyki og sleði eru góð eign á Græn- landi. Áfengisdrykkja Grænlendinga hefur verið mikið áhyggjuefni í gegnum tíðina, en í Sermil- igaaq hefur fólk orð á sér fyrir meiri reglusemi en víða annars staðar. Það eru góðar fréttir og sömuleiðis að nýr barnaskóli sé að rísa á staðn- um. Eftir smástopp í kaupfélaginu, þar sem vöruúrvalið er harla bágborið, höldum við á brott og siglum meðfram ströndinni til baka. „Selur,“ hrópar Sigurður Ísmaður úr stýr- ishúsinu og nú skal skotið. Ég fæ að spreyta mig og skýt á sel sem var að stinga upp hausnum. Hitti ekki. Hvað ert þú að gera hér? spyr selur og gefur mér annað tækifæri. Ég miða á ný en skýt langt framhjá. Nashyrningur væri flinkari með riffilinn en ég. Hvað er ég að gera hér? Við tökum land við veiðikofa við ströndina og berum okkar hafurtask frá borði. Tjaldi er líka slegið upp og kominn tími fyrir gönguferð. Hér er ferskt vatn og smágróður, nægilega stór blett- ur til að leggjast út af eða nota undir tjaldið. Það þarf ekki að leita lengi að fjallstindi því einn slík- ur er beint fyrir ofan okkur og fyrr en varir erum við komin í 405 metra hæð eftir laglegasta puð upp brattar brekkur. Útsýnið af tindinum er ólýsanlegt. Það stirnir á hafið og hinum megin fjarðarins virðast fjallgarðarnir óendanlegir. Lengst niðri á bláum haffletinum sést í sléttan ís- jaka sem sýnist varla stærri en snjókorn úr þess- ari fjarlægð. Undir fótum okkar er traust granít sem skósólarnir grípa vel í. Granít er mjög al- geng bergtegund á Grænlandi, sem er gósenland klettaklifrara og reyndar fjallgöngumanna sem vilja komast í aðstæður sem gefa Ölpunum ekk- ert eftir. Við virðum fyrir okkur útsýnið og bægjum frá okkur móskítóflugunum. Þær eru ansi ágengar og stinga Leif Örn í bak og fyrir. Ragnar er líka mjög vinsæll hjá þeim og önnur hönd hans verð- ur fljótlega eins og uppblásinn gúmmíhanski. Ég slepp með nokkrar stungur. Verst er að það er jafnvel erfitt að klæða af sér flugurnar því þær stinga óhikað í gegnum meðalþykka peysu, ófét- in. Flugnaúði dugar þó sæmilega gegn þeim. Síðdegissólin bakar á okkur leggina og það er tímabært að koma sér niður af fjallinu, en Andr- ea ásamt þeim Phillippe og Cyril fara enn lengra og ganga á nágrannatind. Um kvöldið sker Cyril upp herör gegn móskítóflugunum og kremur þær í tugatali í kofanum. Honum var alltaf sér- lega illa við þær. Skræfa flýr hungraðan ísbjörn Það kvöldar og værð leggst yfir okkur eftir kvöldverðinn. Við kveikjum varðeld ofan við fjör- una og snarkið frá eldinum er það eina sem rýfur þögnina. Ekki bærist hár á höfði, sjórinn er speg- ilsléttur og manni finnst sem tíminn standi í stað. Þó ekki alveg, því Andrea unir sér ekki verklaus og rennir fyrir fisk. Hún kemur upp úr fjörunni með marhnút og fær Cyril til að hjálpa sér við að rota aumingja fiskinn. Cyril lemur bráðina marg- sinnis í hausinn með viðarkubbi og síðan slægja þau bráðina með svissneskan vasahníf. Frumleg vinnsluaðferð, en ágætis matur víst. Sigurður Ís- maður fær aflann að gjöf. Síðar um kvöldið verð ég fyrir undarlegri reynslu. Ég skrepp smáspöl frá kofanum til að ná mér í vatn á brúsa. Fyrr en varir finn ég til ónota vegna mögulegrar ísbjarnarárásar. Fyrr um daginn hafði Sigurður nefnilega verið að kíkja eftir ísbjarnarsporum, þótt litlar líkur væru á að finna þau. Birnir fara langt upp í fjöll og ráfa á ótrúlegustu stöðum. Þegar ég er kominn spöl- korn frá kofanum hellist yfir mig grunur um að hungraður ísbjörn sé í nágrenninu. Þeir eru vanalega styggir en séu þeir hungraðir getur mönnum stafað mikil hætta af þeim. Mér finnst lækurinn sem ég heyrði svo vel í, vera lengra í Morgunblaðið/RAX svo miklir útlendingar í Grænlandi. ur landinn ekki mikið nýtt sér þessa útivistar- paradís. Við höfum lagt mesta áherslu á austur- hluta Grænlands. Þar er nokkuð sérstök byggð og má segja að þar sé einangraðasti hluti lands- ins. Austur-Íshafsstraumurinn gerir allar sigl- ingar mjög erfiðar og það er ekki fyrr en undir mitt sumar sem helstu nauðsynjar berast til þorpanna. Þessi sérstæða byggð komst ekki í samband við umheiminn fyrr en fyrir einni öld en fram að því bjó fólk á steinaldarstigi og hafði óljósar hugmyndir um aðra íbúa heimsins. Reyndar höfðu menn farið í verslunarferðir á kæjökum suður fyrir Hvarf og komið aftur eftir tveggja ára fjarveru með hnífa sem þóttu mjög verðmætir fyrir steinaldarsamfélag. Í seinni heimsstyrjöld var byggður flugvöllur á svæðinu og það er ekki fyrr en um 1970 sem einhverjir ferðamenn fá að fara inn á svæðið.“ kildum ísjökunum í fjöruborðinu. Leifur Örn og Andrea taka sér hádegishvíld. Fjær sér í Karale-jökulinn.  Tindarnir á austurströndinni eru víða hrikalegir en þar eru líka mörg auðveld fell sem eru viðráðanlegri eins og þetta 400 m háa fell í Sermilgaq-firðinum. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 2003 B 9 ÞAÐ er varla slegið af þótt jullan sé að æða á ísjakann beint framundan. Utan- borðsmótorinn er kraftmikill og ber opinn bátinn áfram á fleygiferð. Ég sé ekki stjórnanda bátsins, hann er fyrir aftan mig. Vonandi hefur hann séð jakann sem við nálgumst ískyggilega hratt. Á síðustu stundu sveigir hann skarpt framhjá og ég renn til á þóftunni. Nú, þetta er þá svona sport hjá Grænlend- ingunum, að fara í svig á milli jakanna, hugsa ég. Eftir tvö, þrjú skipti er ég farinn að treysta stjóra og hef bara gaman af þessu. Við erum á leiðinni til Kulusuk frá Tasilaq og eigum að fara í flug heim til Íslands eftir tvo tíma. Ég horfi út yfir stefnið á bátnum og sé glitta í bakið á hval. Báturinn stefnir beint á hann og ég bíð þess að dýrið hverfi ofan í djúpið. Við nálgumst enn og nú sé ég að þetta er ekki hvalur heldur selur með bakið upp úr sjónum. Enn komum við nær og nú er þetta steinn, nei hvaða vitleysa. Þetta er víst selur, nei ÍS- JAKI. Það er keyrt af fullu afli beint á fyrirstöðuna og feiknahögg kemur undir bátinn. Hann flýgur í lausu lofti og hlunkast niður á sjóinn með dautt á mót- ornum. Ég lít niður á gólfið og bíð eftir að sjórinn streymi inn um gatið. En það kom þá ekkert gat. Stjóri setur aftur í gang og gefur allt í botn. Enn er svigað á milli jaka og við rennum til á þóftunni sem fyrr. Mér er ekki alveg rótt. Nú sé ég annan hval, nei, þetta er steinn, nei, selur, nei nei, ekki ÍSJAKI AFTUR. Við stefnum beint á hann og skellum harkalega á flykkinu. Báturinn kastast af jak- anum og aftur drepst á mótornum. Nú er þetta búið, hugsa ég. Vonandi er jull- an með hinu fólkinu ekki langt á eftir svo við getum bjargast um borð hjá þeim. En báturinn okkar er óbrotinn. Stjóri setur í gang og gefur allt í botn. Þetta er ofar mínum skilningi. Við spyrjum einskis, erum bara hálffegnir að komast í land tveimur mínútum síðar. Á jullu yfir ísjaka á fljúgandi ferð — aftur og aftur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.