Morgunblaðið - 10.08.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.08.2003, Blaðsíða 1
Sunnudagur 10. ágúst 2003 atvinnatilboðútboðfundirtilsölutilleigutilkynningarkennslahúsnæðiþjónustauppboð mbl.is/atvinna Gestir í vikunni 6.757  Innlit 13.012  Flettingar 62.234  Heimild: Samræmd vefmæling Brekkuskóli við Laugargötu Brekkuskóli er heildstæður, einsetinn grunnskóli, nemendur eru nú um 530 og starfsmenn um 80, þar af um 50 kennarar. Hlutfall fagmenntaðra kennara er yfir 85%. Lausar eru þrjár stöður kennara fyrir næsta skólaár. Umsjónarkennsla í 1. bekk Umsjónarkennsla í 7. bekk Íþróttakennsla til afleysinga í eitt ár. Allar nánari upplýsingar veitir skólastjóri Brekkuskóla Karl Erlendsson í síma 462 2525 og 899 3599. Veffang skóla: http://www.brek.akureyri.is Tekið verður tillit til samþykktar bæjarstjórnar Akureyrarbæjar um jafnréttismál við ráðningu í störfin. Laun samkvæmt kjarasamningi KÍ og Launanefndar sveitarfélaga. Upplýsingar um kaup og kjör eru veittar á starfsmannadeild Akureyrarbæjar í síma 460 1000. Umsóknum skal skilað í upplýsingaanddyri í Geislagötu 9, á eyðublöðum sem þar fást. Einnig er hægt að sækja um á heimasíðu Akureyrarbæjar - www.akureyri.is Umsóknarfrestur er til 18. ágúst 2003. Akureyrarbær • Geislagötu 9 • 600 Akureyri Sími 460 1000 • Fax 460 1001 • www.akureyri.is Stuðningsfulltrúi Óskað er eftir stuðningsfulltrúum til starfa á heimiliseiningu Sólheima. Óskað er ann- ars vegar eftir stuðningsfulltrúa í fullt starf, þar sem unnið er í vinnulotukerfi, einnig er óskað eftir stuðningsfulltrúa í hlutastarf. Við leitum að einstaklingum með góða almenna menntun og hæfni í mannlegum samskiptum. Allar nánari upplýsingar gefur Ingibjörg í síma 486 4430. Í boði er áhugavert og krefjandi starf fyrir metnaðarfulla einstaklinga, sem hafa áhuga á að vinna á Sólheimum. Æskilegt er að við- komandi geti hafið störf sem fyrst. Sólheimar eru vistvænt byggðahverfi í Árnessýslu ( klst. akstur frá Reykja- vík). Á staðnum er m.a. garðyrkjustöð, skógræktarstöð, gistiheimili, verslun með helstu nauðsynjavörum, listhús, kertagerð og vinnustofur sem vinna að umhverfisvænni framleiðslu og endur- vinnslu. Ennfremur kaffihús, sundlaug, íþróttahús, líkamsræktarstöð og vist- menningarhús. Sjá: www.solheima.is Í Hafnarfirði búa um 21 þúsund manns. Bærinn stendur í fallegu umhverfi hrauns og kletta. Hafnarfjörður hefur þá bæjarsál sem einkennir búsetu við sjó og státar um leið af hagkvæmni stærðarinnar og staðsetningar í jaðri höfuð- borgarsvæðisins. Það er gott að búa og starfa í Hafnarfirði. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði Lýðræðis- og jafnréttisfulltrúi Hafnarfjarðarbær óskar eftir að ráða lýðræðis- og jafnréttis- fulltrúa. Starf fulltrúans er á stjórnsýslusviði og næsti yfirmaður hans er bæjarlögmaður. Hann starfar með lýðræðis- og jafn- réttisnefnd. Með ráðningu fulltrúans hyggst bæjarstjórn Hafn- arfjarðar styrkja lýðræðis- og jafnréttismál í allri stjórnsýslu sveitarfélagsins. Hæfnis- og menntunarkröfur: Gerð er krafa um lögfræðimenntun. Æskileg er reynsla af jafnréttismálum í víðtækum skilningi. Umsækjendur hafi staðgóða þekkingu á stjórnsýslu sveitar- stjórnarstigsins, sé lipur í mannlegum samskiptum, sjálfstæður og skipulegur í vinnubrögðum. Lýðræðis- og jafnréttisfulltrúi er ráðinn af bæjarstjóra. Um kaup og kjör fer eftir viðkomandi kjarasamningi Launa- nefndar sveitarfélaga. Konur, jafnt sem karlar, eru hvattar til að sækja um starfið. Umsókn skal vera ítarleg, greint skal frá menntun og fyrri störfum. Umsóknir skulu berast bæjarstjóranum í Hafnarfirði, Strandgötu 6, eigi síðar en 22. ágúst nk. Nánari upplýsingar um starfið veita auk bæjarstjóra, bæjarlögmaður og forstöðumaður starfsmannahalds. REKSTRARSTJÓRI Burger King á Íslandi leitar eftir dugmiklum, hugmyndaríkum og kraftmiklum einstaklingi til að gegna rekstrarstjórastöðu fyrirtækisins. Við leitum að manni með reynslu af rekstri fyrirtækis sem er tilbúinn að bretta upp ermarnar og taka þátt í að byggja upp og skapa öflugt fyrirtæki VAKTSTJÓRAR Við leitum einnig eftir tveimur duglegum og öflugum einstaklingum í stöður vaktstjóra. Viðkomandi þurfa að vera eldri en 24 ára og hafa góða reynslu af því að vinna með og stjórna fólki til að skapa ánægjulegt andrúmslof og góðan vinnuanda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.