Morgunblaðið - 10.08.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.08.2003, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 2003 C 13 Útboð Fyrir hönd húsfélaganna í Sambyggð 10 og 12, Þorlákshöfn, óskar Verkfræðistofa Suður- lands eftir tilboðum í utanhússviðgerðir, ásamt öðru viðhaldi utanhúss á fjölbýlishúsinu Sam- byggð 10—12, Þorlákshöfn. Helstu magntölur eru: Endursteypa á svalagólfum 55 m² Endursteypa á veggjum 45 m² Múrhúðun 107 m² Háþrýstiþvottur og málun 870 m² Utanhússklæðning 135 m² Endurnýjun á þakklæðningu 540 m² Verkinu skal lokið eigi síðar en 1. júní 2004. Útboðsgögn verða afhent á Verkfræðistofu Suðurlands, Austurvegi 3—5, Selfossi, 2. hæð, frá og með þriðjudeginum 12. ágúst 2003 gegn 5.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað miðvikudag- inn 26. ágúst 2003 kl.14.00. Aðalstræti 16, kynningarfundur Boðað er til kynningarfundar um byggingar- framkvæmdir á horni Aðalstrætis og Túngötu (Aðalstræti 16), sem nú eru að hefjast. Fundur- inn verður haldinn í Tjarnarsal Ráðhúss Reykja- víkur þriðjudaginn 12. ágúst kl. 17:00. Nágrannar eru sérstaklega hvattir til að mæta á fundinn. Umhverfis- og tæknisvið Reykjavíkur, Árbæjarsafn - Minjasafn Reykjavíkur. Ýmis verkefni fyrir varnarliðið á Keflavíkurflugvelli Forval Forvalsnefnd utanríkisráðuneytisins, f.h. varn- arliðsins á Keflavíkurflugvelli, auglýsir hér með eftir aðilum til að taka þátt í forvali vegna út- boðs á eftirfarandi verkefnum á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli: 1. Verk N62470-02-B-7495: Viðgerðir og breytingar á heilli byggingu. Verkið felst í heildarviðgerð og endurbótum á stórri byggingu, þ.m.t. þar með talið öllum innri veggjum og skilveggjum, yfirborði, vél- búnaði og rafmagnsbúnaði. 2. Verk N62470-03-B-1234: Viðgerð og lagning slitlags á akstursbraut flug- véla. Verkið felst í viðgerð og málun á akstursbraut Echo á Keflavíkurflugvelli. 3. Verk N62470-03-B-1270: Viðgerðir á vélbúnaði ýmissa bygginga. Verkið felst í útvegun og uppsetningu loft- hreinsibúnaðar í byggingu 752, þ.m.t. lögnum, leiðslum og stýribúnaði. Einnig á að fjarlægja eldri lofthitunarbúnað og ofna í byggingu 762 og útvega og setja upp ofna, útblástursviftu og drykkjarfont. 4. Verk N62470-03-1283: Útvegun vararafals. Verkið felst í því að fjarlægja núverandi vara- rafal og útvega og setja upp nýjan vararafal, geymsluskúr og eldsneytistank. 5. Verk N62470-03-B-1291: Skoðunarsvæði við Hlið 2 Verkið felst í byggingu skýlis fyrir öryggisvörð og stórs svæðis með varanlegu slitlagi sem nota á til skoðunar ökutækja. Tilkynning þessi tekur einungis til íslenskra lögaðila. Forvalsgögn og upplýsingar um kröfur til um- sækjenda fást á heimasíðu utanríkisráðuneytis- ins: www.utanrikisraduneyti.is Einnig fást þessi gögn hjá utanríkisráðuneytinu að Rauð- arárstíg 25, 150 Reykjavík. Gögnin ber að fylla út af umsækjendum og er sérstaklega bent á nauðsyn framlagningar ítarlegra fjárhagslegra upplýsinga og ársskýrslna. Forvalsnefnd utan- ríkis- ráðuneytisins áskilur sér rétt til að hafna for- valsgögnum sem ekki eru fullnægjandi. Ekki verður tekið við upplýsingum frá þátttak- endum eftir að forvalsfrestur rennur út. Umsóknum skal skilað til utanríkisráðuneytis- ins, Rauðarárstíg 25, 150 Reykjavík, fyrir kl. 16:00 þriðjudaginn 19. ágúst nk. Ekki er tekið við umsóknum á rafrænu formi. Forvalsnefnd vekur einnig athygli á því, að ým- iss smærri verk og verkefni fyrir varnarliðið eru auglýst á eftirfarandi heimasíðu: http://www.naskef.navy.mil/template5.asp?PageID=239 Forvalsnefnd utanríkisráðuneytisins. Vesturbyggð Útboð Bæjarstjórn Vesturbyggðar óskar eftir tilboðum í að byggja íþróttahús og sundlaug á lóðinni Aðalstræti 55, Patreksfirði. Verkið felst í að byggja og skila verkkaupa full- kláruðu íþróttahúsi. Jarðvegsskiptum vegna fyrirhugaðra fram- kvæmda verður lokið. Útboðsgögn verða afhent á bæjarskrifstofu Vesturbyggðar, Aðalstræti 63, Patreksfirði, frá og með miðvikudeginum 13. ágúst 2003 gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Helstu stærðir byggingarinnar eru eftirfarandi: Brúttóflötur hússins 1.393,0 m² Brúttórúmmál hússins 11.513,1 m³ Tilboðum skal skila á bæjarskrifstofu Vestur- byggðar, Aðalstræti 63, 2. hæð, fyrir kl. 11:00 mánudaginn 1. september 2003, þar sem þau verða opnuð og lesin upp að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR TILKYNNINGAR Auglýsing um deiliskipulag frístundabyggðar á Kvíanesi í landi Efri-Brúar, Grímsness- og Grafningshreppi Samkvæmt 25. gr. laga nr. 73/1997, er hér með lýst eftir athugasemdum við deiliskipulag frí- stundabyggðar á Kvíanesi í landi Efri-Brúar í Grímsnes- og Grafningshreppi. Skipulagstil- lögur liggja frammi á skrifstofu Grímsness- og Grafningshrepps, félagsheimilinu Borg, frá 11. ágúst til 8. september 2003. Skriflegum athugasemdum við skipulagstillög- urnar skal skila til skrifstofu sveitarfélagsins fyrir 22. september 2003. Þeir, sem ekki gera athugasemdir innan tilskil- ins frests, teljast samþykkir tillögunni. Sveitarstjóri Grímsness- og Grafningshrepps. Auglýsing um próf til löggildingar til endurskoðunarstarfa Með vísan til laga nr. 18/1997, um endurskoðendur, verða próf til löggildingar til endurskoðunar- starfa haldin í nóvember 2003 sem hér segir: Verkefni í endurskoðun fimmtudaginn 13. nóvember Verkefni í reikningsskilafræðum mánudaginn 17. nóvember Verkefni í skattskilum miðvikudaginn 19. nóvember Verkefni í gerð reikningsskila mánudaginn 24. nóvember Prófin verða haldin í Borgartúni 6, Reykjavík og hefjast kl. 9.00 hvern prófdag. Væntanlegir prófmenn skulu fyrir 15. september nk. tilkynna prófnefnd hvaða prófraunir þeir hyggjast þreyta. Tilkynningar sendist formanni prófnefndar, Árna Tómassyni, Hraunbraut 20, 200 Kópavogi. Tilkynningu skulu fylgja skilríki um að fullnægt sé skilyrðum 4. og 5. tölul. 1. mgr. 2. gr. laga um endurskoðendur, ásamt kvittun fyrir greiðslu prófgjalds að fjárhæð kr. 15.000, sbr. 4. mgr. 3. gr. laga nr. 18/1997, um endurskoðendur. Greiða skal prófgjald hjá Fjársýslu ríkisins, Sölvhólsg- ötu 7. Prófnefndin mun boða til fundar með prófmönnum í október nk. Reykjavík, 7. ágúst 2003. Prófnefnd löggiltra endurskoðenda. ÝMISLEGT Háskólatónleikar Tónleikanefnd HÍ efnir til hádegistónleika í vet- ur í Norræna húsinu eins og undanfarin ár og verða þeir skipulagðir í samvinnu við Félag íslenskra tónlistarmanna. Þeir, sem hafa áhuga á að koma fram á tónleikunum, geta nálgast umsóknareyðublöð á aðalskrifstofu HÍ eða á heimasíðu skólans. Umsóknarfrestur er til 10. september 2003. Umsóknir berist Margréti Jónsdóttur, herbergi 414 í Árnagarði, sími 525 4439, netfang mjons@hi.is . Hún veitir allar frekari upplýsingar. Frá Söngsveitinni Fílharmóníu Laus sæti í tenór og bassa Starfsárið 2003-2004 hefst 25. ágúst. Spenn- andi verkefni með Sinfóníuhljómsveit Íslands framundan, m.a. flutningur 2. og 3. sinfóníu Sjostakóvits undir stjórn Rumon Gamba, aðal- stjórnanda hljómsveitarinnar. Stjórnandi Söng- sveitarinnar í vetur er Oliver Kentish. Æft er á mánudags- og miðvikudagskvöldum. Þeir, sem áhuga hafa á að vera með í metnað- arfullu kórstarfi, fá allar nánari upplýsingar hjá Olgu í síma 866 9456 og Lilju í síma 898 5290. Frímerki - seðlar - mynt Fyrirtækið Thomas Höiland Auktioner A/S í Kaupmannahöfn er stærsta fyrir- tækið á Norðurlöndum með uppboð á frímerkjum og mynt og heldur tvö stór uppboð á hverju ári auk minni upp- boða. Dagana 12. og 13. ágúst nk. munu sér- fróðir menn frá fyrirtækinu verða á Íslandi í leit að efni á næsta uppboð sem verður í nóvember. Leitað er eftir frímerkjum, gömlum um- slögum og póstkortum, heilum söfnum og lagerum svo og gömlum seðlum og mynt. Þeir verða til viðtals á Hótel Loftleiðum miðvikudaginn 13. ágúst kl. 15.00— 18.00 og eftir nánara samkomulagi á öðrum tímum. Það er kjörið tækifæri til að fá sérfræðilegt mat á frímerkjaefni þínu, og til að koma slíku efni svo og gömlum seðlum og mynt á uppboð. Nánari upplýsingar veitir Össur Kristins- son í síma: 555 4991 eða 698 4991 um helgar og eftir kl. 17.00 á virkum dög- um. Thomas Höiland Auktioner A/S Frydendalsvej 27, DK-1809 Frederiksberg C Sími 45 33862424 - Fax 45 33862425.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.