Morgunblaðið - 11.08.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 11.08.2003, Blaðsíða 7
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. ÁGÚST 2003 7 ÓHÆTT er að segja að mikið sé um skordýr á Suðurlandi og veldur því vafalaust það fágæta tíðarfar sem verið hefur í vor og sumar. Jó- hannes Þór Ólafsson, framkvæmdastjóri hjá Meindýravörnum Suðurlands ehf., telur að aldrei hafi verið meira um hverskonar skordýr og flugur. „Geitungar bárust hingað á Suðurland fyrir 8 til 9 árum og er ekki annað að sjá en að sú plága sé að aukast. Annarsvegar er um að ræða trjágeitunga sem gera sér bú í trjám eða þakskeggjum húsa. Geta sum búin orðið nærri eins stór og fótbolti. Þá er einnig um að ræða holugeitung sem gerir sér holu í jörðinni. Nú síðsumars eru geitungarnir í búunum orðnir mjög margir. Þá verða þeir árásargjarnari þegar líður á sumarið ef komið er nærri búun- um. Stungur þeirra eru sársaukafullar og jafn- vel hættulegar,“ segir hann. Jóhannes Þór bendir á að nú sé afar mikið af húsflugu og köngulóin þrífist sem aldrei fyrr enda hafi tíðarfarið verið eitt það hagstæðasta sem menn muna. Hann rekur meindýravöruverslun á Selfossi og selur eingöngu vörur til meindýravarna, en hann er eini meindýraeyðirinn á landinu sem hefur opinbert sölu- og afhendingarleyfi á eit- urefnum fyrir skordýr og meindýr. Mikill skordýrafar- aldur á Suðurlandi Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Jóhannes Þór Ólafsson með geitungabú en á veggnum má sjá þverskurð af geitungabúi. ÁNÆGJA var meðal foreldra í Árbæ með forvarnarnám- skeiðið unglingur í vændum sem haldið var í byrjun sum- ars. Þar fengu foreldrar tólf ára barna fræðslu um þroska- breytingar barna á unglings- árunum og hvernig breytt þjóðfélag hefur áhrif á uppeld- isskilyrði unglingsins. Einnig var rætt samband foreldra og barna á unglingsárunum þeg- ar ábyrgð og frelsi færist í auknum mæli í hendur barns- ins um leið og það þroskast í sjálfstæðan einstakling. Margrét Héðinsdóttir, hjúkrunarfræðingur á Heilsu- gæslustöðinni í Árbæ, segir námskeiðið vera þróunarverk- efni sem fékk styrk frá heilsu- gæslunni í Reykjavík og for- varnarsjóði. Hún segir mikla forvörn felast í því að styðja við bakið á foreldrum þegar þeir undirbúa sig undir þessi ár í lífi barnsins og fólk vilji afla sér fróðleiks um áhrifa- ríkar uppeldisaðferðir. Foreldrar setji skýrar og einfaldar reglur Margrét segir að svokölluð leiðandi uppeldisaðferð hafi skilað bestum árangri sam- kvæmt íslenskum rannsókn- um. Börn sem búi við hana spjari sig að öllu jöfnu betur. Leiðandi foreldrar setja ein- faldar og fáar reglur sem eru vel útskýrðar og öllum á heimilinu ljósar. Oftast gilda þær um flesta á heimilinu en ekki bara börnin. Foreldrar eru þá einnig virkir þátttak- endur í lífi barna sinna. Gerð var könnun meðal for- eldra um gagnsemi nám- skeiðsins og segir Margrét að öllum þeim 50 foreldrum sem sóttu námskeiðið hafi þótt námskeiðið gagnlegt. Sérstak- lega var fólk ánægt með að fá mikið af upplýsingum í möppu með sér heim. Leitað hefur verið eftir því að Margrét og samstarfsfólk hennar færu í önnur hverfi borgarinnar með þetta nám- skeið. Hún segir að starfsfólk heilsugæslunnar í Árbæ ætli að einbeita sér að námskeiða- haldi í því hverfi en efni nám- skeiðsins sé auðvitað aðgengi- legt öðru fagfólki á öðrum heilsugæslustöðvum. Framhald á næstunni Framhald verður á þessu námskeiði í Árbæ á næstunni en áður er haldið námskeið fyrir foreldra fimm ára barna sem eru að hefja skólagöngu. Einnig verður haldið nám- skeið fyrir foreldra eins til tveggja ára barna í septem- ber. Búa sig undir ung- lingsár barnsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.