Morgunblaðið - 11.08.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.08.2003, Blaðsíða 11
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. ÁGÚST 2003 11 FJÁRMÁLARÁÐHERRAR þjóða í Suðaustur-Asíu sem skipa ASEAN-ríkjaráðið telja að efnahagsbati verði í löndunum á þessu ári og hagvöxtur líklega meiri en á síðasta ári, eða 4,3%–4,9%, miðað við 4,4% á síðasta ári. Ráðherrarnir sem hittust á fundi í Manila, höfuð- borg Filippseyja, fyrir helgi telja að neikvæð áhrif sem bráðalungnabólgan hefur haft á efnahaginn fari minnkandi. Vöxtur í álfunni er meðal annars studdur af aukinni einkaneyslu, endurnýjun í fjárfestingum og auknum viðskiptum innnanlands og milli Asíulanda. Á fundinum biðluðu ráðherrarnir til fjárfesta að yf- irgefa ekki Indónesíu þrátt fyrir mannskæða hryðju- verkaárás þar á dögunum. ASEAN-ríkin eru tíu: Brunei, Kambódía, Indónesía, Laos, Malasía, Myanmar, Filippseyjar, Singapúr, Taí- land og Víetnam. Styrkja skuldabréfamarkaði Þrátt fyrir að útlit fyrir efnahaginn í álfunni væri jákvætt sögðu þeir nauðsynlegt að vera á varðbergi vegna hættu sem steðjaði að alþjóða efnahagslífi. Til dæmis gæti skyndileg minnkun gríðarlegs við- skiptahalla Bandaríkjanna komið niður á efnahag heimsins og ASEAN-þjóða. Eftir viðræður við kollega sína frá Kína, Japan og Suður-Kóreu, sem einnig mættu til Manila, staðfestu ráðherrarnir að þeir væru ákveðnir í að styrkja skuldabréfamarkaði í löndunum þannig að gríðarlegt sparifé Asíubúa verði notað í fjárfestingar innanlands en streymi ekki úr landi og valdi efnahagslægð líkri þeirri sem varð upp úr 1997. Vilja sterkara yuan Á fundinum var einnig rætt um vandamálið sem skapast hefur af of veikri stöðu kínverska yuansins en suður-kóreski fjármálaráðherrann Tae-Shin Kwon sagði að með því að styrkja gjaldmiðilinn væri hægt að hafa hemil á mjög ört vaxandi útflutningi Kínverja. Á fundinum var rætt um að þrátt fyrir að meira og meira sé flutt inn til Kína sem komi nágrannalönd- unum til góða, þá telji margir að yuanið sé vanmetið og gefi þannig kínverskum útflytjendum óréttlátt for- skot á mörkuðum um allan heim. Bandaríkin, sem búa við 103 milljarða dala við- skiptahalla við Kína, evrópskar ríkisstjórnir og Japan hafa öll látið í ljósi sambærilegar áhyggjur. Jákvæðar horfur í Suðaustur-Asíu Reuters Það er hagstætt að flytja út vörur frá Kína vegna veikrar stöðu yuansins. HAGNAÐUR samstæðu útgerðar- félagsins Haraldar Böðvarssonar hf. fyrstu sex mánuði ársins nam 150 milljónum króna samanborið við 784 milljóna króna hagnað sama tímabil árið 2002. Hagnaður fyrir afskriftir sem hlutfall af rekstrartekjum var 19,4%, samanborið við 25,5% fyrstu sex mánuðina árið áður. Eiginfjárhlutfall samstæðunnar var 34,23% í lok júní, til samanburðar var eiginfjárhlutfallið 37,22% um síð- astliðin áramót. Haraldur Böðvarsson er eitt þriggja félaga sem mynda Brim, dótt- urfélag Eimskipafélags Íslands hf. Heildarafli skipa Haraldar Böðv- arssonar hf. var um 86 þúsund tonn á tímabilinu, þar af um 15 þúsund tonn af bolfiski og 71 þúsund tonn af upp- sjávarfiski. Félagið gerir út tvo frysti- togara, tvo ísfisktogara og tvö upp- sjávarveiðiskip. Minni hagnaður hjá HB                               !"        #$%&'$$$    (%$ )*+ %!$$$     (%$ )*+ %!$$$    (,$ )*+ ,-$$$  "    . .       / " 01  2     '$$-                !"  # # $                  3  456"    7   8#0$%'9%   28#0$%'$$  : HAGNAÐUR af rekstri Útgerðar- félags Akureyringa hf. nam 169 milljónum króna fyrstu sex mánuði ársins, samanborið við rúmlega milljarðs króna hagnað fyrir sama tímabil árið áður. Lakari afkomu má að stærstum hluta rekja til styrking- ar krónunnar og lækkandi afurða- verðs, að því er fram kemur í frétta- tilkynningu frá félaginu. Útgerðarfélag Akureyringa hf. er eitt af þremur félögum sem mynda Brim, dótturfélag Eimskipafélags Íslands hf. EBITDA-hagnaður félagsins var 564 milljónir króna á tímabilinu og lækkaði um 320 milljónir frá sama tímabili í fyrra. Afskriftir námu sam- tals 341 milljón króna og fjármagns- liðir voru jákvæðir um 50 milljónir. Árið áður voru þeir jákvæðir um 502 milljónir króna á sama tímabili. Velta Útgerðarfélags Akureyr- inga fyrstu sex mánuðina var 3,8 milljarðar króna og hækkaði lítillega á milli ára. Veltufé frá rekstri var 486 milljónir króna, samanborið við 759 milljónir á sama tímabili árið áð- ur. Afkoma ÚA versnar milli ára KAUP Eimskipafélagsins á eigin hlutafé af Skeljungi, sem áttu sér stað samhliða væntanlegri yfirtöku Steinhóla á Skeljungi, eru um helm- ingi meiri en aðalfundur Eimskipa- félagsins gaf sérstaka heimild fyrir í mars síðastliðnum. Spurður að því hvers vegna keypt sé umfram það sem sam- þykkt var á aðalfundi segir Ingi- mundur Sigurpálsson forstjóri Eim- skipafélagsins að ástæðan sé sú að ætlunin sé að selja bréfin áfram. Þegar hafi komið fram að selja ætti bréfin áfram og þar sem það verði gert sé talið heimilt að eiga bréfin um stundarsakir. Steinhólar eru í eigu Kaupþings Búnaðarbanka, Sjóvár-Almennra trygginga og Eimskipafélagsins. Eimskipafélagið keypti eigin hluta- bréf af Skeljungi í tengslum við væntanlega yfirtöku. Hlutabréfin voru að nafnverði rúmlega 313,1 milljón króna á genginu 6,20, eða samtals að kaupverði rúmlega 1.941 milljón króna. Á aðalfundi Eimskipafélagsins 13. mars síðastliðinn var samþykkt að heimila stjórn félagsins að kaupa eigin hlutabréf að nafnverði allt að 150 milljónir króna. Var stjórninni heimilað að ráðstafa allt að 1.000 milljónum króna til þessara kaupa. Ætlunin að selja bréfin áfram ♦ ♦ ♦ GJALDEYRISFORÐI Seðlabank- ans minnkaði lítillega á milli mánaða og nam 36,5 milljörðum króna í lok júlí, að því er fram kemur í tilkynn- ingu frá bankanum. Erlend skamm- tímalán bankans lækkuðu í mánuðin- um og bankinn keypti gjaldeyri á innlendum millibankamarkaði í sam- ræmi við áætlun sína um aðgerðir til að styrkja gjaldeyrisstöðuna. Í Markaðsyfirliti Landsbankans segir að nettógjaldeyrisstaða Seðla- bankans hafi hækkað um 3,7 millj- arða króna í júlí og hækkunin hafi verið töluverð frá áramótum. Nettó- gjaldeyrisstaðan sé nú 36,2 milljarð- ar króna. Gjaldeyrisforð- inn minnkar ♦ ♦ ♦ REKSTUR Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna (SH) skilaði 158 millj- óna króna hagnaði á fyrri helmingi ársins og er það helmingi minni hagn- aður en á sama tímabili ársins á und- an. Hagnaður fyrir afskriftir og fjár- magnsliði, EBITDA, nam 811 milljónum króna og er það 25% sam- dráttur frá í fyrra. Afkoman er í takti við áætlun samstæðunnar á fyrri hluta árs, að því er segir í tilkynningu. Rekstrartekjur samstæðunnar voru 3 milljarðar króna á fyrstu sex mánuðum ársins en voru ríflega 3,2 milljarðar á sama tíma árið áður. Samdrátturinn nemur 8% á milli ára en skýrist af því að í fyrra féll til 300 milljóna króna söluhagnaður eigna. Vörusalan dróst saman um 3,5% í krónum talið og nam 26,9 milljörðum króna en í tilkynningu segir að taka þurfi tillit til breytinga á gengi ís- lensku krónunnar gagnvart við- skiptamyntum samstæðunnar til að draga upp rétta mynd af starfsem- inni, enda eru tekjur SH að mestu í erlendum myntum. Fæst þá tæp 11% söluaukning í mynt hvers lands fyrir sig. Salan á öðrum ársfjórðungi ein- göngu nam 14 milljörðum króna og er það svipað og árið áður. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði dróst hins vegar saman um tæp 35%. Hagnaður fjórðungsins nam 97 millj- ónum, sem er 44% samdráttur frá sama fjórðungi 2002. Hlutdeildarfélögin hafa neikvæð áhrif Sala SH og dótturfélaga er sögð hafa gengið vel á fyrri hluta árs og hafi aukist á öllum mörkuðum. Bæði sé það vegna innri vaxtar og vegna fjárfestingar í félögum s.s. í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hlutdeildarfélög samstæðunnar hafa hins vegar nei- kvæð áhrif á afkomuna um 70 millj- ónir en þau áhrif voru jákvæð um 33 milljónir í fyrra. Efnahagsreikningur SH stækkar um 3,4 milljarða króna frá áramótum eða 14% og má þar rekja 2,8 milljarða til áhrifa frá nýja dótturfélaginu Ocean to Ocean í Bandaríkjunum sem bættist við samstæðuna á öðrum árs- fjórðungi. Um er að ræða einn mánuð rekstrar sem kemur inn í milliupp- gjörið. Eigið fé lækkaði um 2% og er það sagt vera vegna styrkingar krónunn- ar. Eiginfjárhlutfall lækkaði úr 17% í 15%, meira og minna vegna viðbættra eigna hins nýja dótturfélags, og arð- semi eigin fjár lækkaði úr 14% í 8%. Veltufé samstæðunnar jókst um 25% á milli ára og nam 503 milljónum króna. Verðleiðréttingum hefur verið hætt í reikningsskilum SH en ef beitt hefði verið sömu reikningsskila- aðferðum á þessu ári og í fyrra hefði hagnaður fyrri árshluta orðið 5 millj- ónum króna hærri og eigið fé 2 millj- ónum króna hærra. Bjarki Logason, sérfræðingur hjá greiningardeild Landsbanka Íslands, segir uppgjör SH í heild sinni um- fram væntingar greiningardeildar- innar. „Mestu máli skiptir að EBITDA framlegð á öðrum ársfjórðungi nam 3,05% af tekjum og hækkar úr 2,94% á fyrsta ársfjórðungi. Venjan er hins- vegar að rekstrarniðurstaðan sé lak- ari á öðrum árfjórðungi en þeim fyrsta og greiningardeildin gerði ráð fyrir að svo yrði einnig nú. Þó þetta séu lágar prósentutölur þá vigtar það mikið í afkomu þar sem velta félags- ins er mjög mikil.“ Hann segir einnig athyglisvert að mest lækkun verði í öðrum rekstrar- kostnaði og þá sérstaklega í ljósi þess að félagið yfirtók rekstur Ocean to Ocean á ársfjórðungnum og slíkum yfirtökum fylgi oft aukinn rekstrar- kostnaður. „Þá er fjármunamyndun félagsins einnig að batna en veltufé frá rekstri eykst úr 400 milljónum króna í rúmar 500 milljónir.“ Bjarki segir rekstur SH hafa breyst töluvert undanfarin misseri og félagið hafi markvisst unnið að frek- ari útrás. „Árleg velta Icelandic USA, eins stærsta dótturfélags SH, hefur t.d. nær tvöfaldast á skömmum tíma í 330 milljónir dala. Félagið hefur verið að færa sig yfir í vörutegundir þar sem salan er að aukast mikið, t.d. rækju. Því verður spennandi að fylgj- ast með rekstri félagsins á næstu misserum.“ Afkoma SH umfram væntingar    !""#$   %                         !  "#  $ %  "   & (&   )  (    (   ()   *  " + +,- #"% *  "        $    ."%   /# #            %# 0 1    &'(%)*&    '+,,-*&   )  %.             Kaup Eimskipa- félagsins umfram samþykkt aðalfundar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.