Morgunblaðið - 11.08.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.08.2003, Blaðsíða 12
ERLENT 12 MÁNUDAGUR 11. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ UNGUR, þýskur stjórnmálamaður úr ungliðasamtökum kristilegu hægriflokkanna, Philipp Mißfelder, hefur valdið íra- fári með því að gagnrýna að aldraðir skuli ekki greiða sjálf- ir aðgerðir sem opinberar stofn- anir kosta nú. Hann sagðist í liðinni viku ekki hafa mikil álit á 85 ára gömlu fólki sem færi í mjaðmaraðgerð en léti samfélagið borga. „Áður notaði fólk hækjur,“ sagði Mißfelder sem er formaður sameig- inlegra ungliðasamtaka Kristilegra demókrata, CDU, og Kristilega sósíalsambandsins, CSU. Mißfelder hefur síðan reynt að milda orð sín og sagt að hann vilji ekki efna til stríðs milli kynslóð- anna. „Ég átti ekki við núverandi lífeyrisþega. Ég á bara við að kyn- slóðin sem nú er fimmtug ætti að gera sínar eigin ráðstafanir [og leggja meira fyrir til elliáranna],“ sagði hann. Mißfelder sagði að vegna versnandi skuldastöðu ríkis- ins myndu þungar skuldabyrðar verða lagðar á herðar þeirra sem nú væru ungir, heilsugæsla og al- mannatryggingakerfi væru að hrynja og umhverfið að mengast en eldri kynslóðin ætlaðist til þess að fá áfram jafn rausnarlega aðstoð og hún hefði ávallt fengið. Hægrimenn hafa um hríð reynt að finna mótleik við áætlunum stjórnar jafnaðarmannsins Ger- hards Schröders kanslara sem hyggst hrinda í framkvæmd um- bótum á efnahagskerfi Þýskalands. En ummæli unga mannsins hafa ekki gert þeim auðvelt um vik, stjórnarliðar hafa hins vegar gripið þau á lofti. Renate Schmidt, ráð- herra fjölskyldumála, sagði að hug- myndir Mißfelder væru „ómann- eskjulegur“ áróður sem ekki væri einu sinni hægt að afsaka sem „of- látungshátt ungs manns“. Yrði að láta mér duga að sötra hafraseyði Fjölmiðlar gerðu sér sumir mik- inn mat úr orðum Mißfelder og birti æsifréttablaðið Bild langa umfjöll- un með viðtölum við hneykslaða líf- eyrisþega. „Ef ég væri ekki með gervitenn- ur yrði ég að láta mér duga að sötra hafraseyði,“ sagði Franz Blumen- roth sem er 69 ára. Gerda Neu- mann, sem er 83 ára, sagðist ekki þurfa að hlusta á „þetta rugl“ (í Mißfelder) því að hún væri búin að borga sína skatta í marga áratugi. Formaður samtaka aldraðra liðs- manna CDU, Otto Wulff, sem er sjötugur, var ekkert að skafa utan af því: „Ef hann væri barnabarn mitt, myndi ég flengja hann.“ Schmidt ráðherra varaði við því að reynt væri að efna til átaka milli ungra og gamalla Þjóðverja nú þegar loksins væri byrjað að takast á við þann vanda sem breytt aldurs- hlutfall vegna lækkandi fæðinga- tíðni og lengri meðalævi myndi hafa á velferðarkerfið. En þrátt fyrir hneykslunina hafa ýmsir úr röðum embættismanna bent á að Mißfelder gæti að nokkru leyti haft rétt fyrir sér. Katherina Reiche er 30 ára og hefði tekið við embætti fjölskyldumálaráðherra ef hægri- menn hefðu sigrað í kosningunum 2002. Hún sagði að fólk sem nú væri miðaldra yrði að horfast í augu við vandann og tryggja sig gagnvart framtíðinni vegna þess geysimikla vanda sem vöxtur útgjalda til vel- ferðarmála myndi valda. Færri vinnandi Þjóðverjar Nú eru fjórir vinnandi Þjóðverj- ar fyrir hvern lífeyrisþega en vegna lýðfræðilegrar þróunar, færri barneigna og aukins langlífis, verð- ur þetta hlutfall komið í tvo á móti einum árið 2050, haldi fram sem horfir. Vilja sumir að vandinn verði leystur með því að stuðla að meiri innflutningi vinnuafls. Ef tryggja á að hlutfallið milli lífeyrisþega og starfandi manna verði þrír á móti einum um það leyti sem Mißfelder kemst á eftirlaunaaldur þarf að sjá til þess að um 300.000 manns flytji árlega til landsins árið 2015 fram yfir þá sem flytja á brott. Stjórn Schröders hefur heitið því að reyna að gera auðveldara fyrir hæfa og vinnufúsa útlendinga að flytjast til landsins. Einnig reynir stjórnin að draga saman útgjöld til heilsugæslu og almannatrygginga og herða reglur um atvinnuleysis- bætur. „Áður notaði fólk hækjur“ Berlín. AFP. Gagnrýni ungs þýsks stjórn- málamanns á meinta heimtufrekju aldraðra veldur hneykslun Philipp Mißfelder EINN helsti leiðtogi uppreisnar- manna í Líberíu sagði í gær, að Charl- es Taylor, forseti landsins, yrði að koma sér úr landi strax og hann segði af sér en hann hefur heitið að gera það í dag. Líberískur ráðherra sagði í gær, að afsögn Taylors gæti leitt af sér valdatómarúm og kynt undir nýj- um átökum í landinu. Taylor ætlaði að láta af völdum á hádegi í dag og afhenda þau varafor- seta sínum, Moses Blah. Seyea Sherr- if, einn af leiðtogum annarrar skæru- liðahreyfingarinnar, LURD, sagði í gær að Taylor yrði að koma sér úr landi strax að lokinni afsögninni. Að öðrum kosti yrði ráðist á aðsetur hans. Sam Jackson, efnahagsráð- herra, sagði að hætta væri á algeru stjórnleysi í valdatómarúminu sem skapaðist við afsögn Taylors. Varað við stjórnleysi í Líberíu Monróvíu. AFP. Moses BlahCharles Taylor Þ AÐ er ekki hægt að búa við þá tálsýn að allar auðlindir í íslenzku 200 mílna efna- hagslögsögunni séu einka- mál Íslendinga og verði það um aldur og ævi,“ tjáði Fischler Morgunblaðinu í gær. Eigi Ísland að fá aðild að ESB verði ekki umflúið að laga þetta að ESB-rétti; það yrði t.d. nauð- synlegt að geta beitt á Íslandsmiðum reglum sameiginlegu sjávarútvegsstefnunnar um vernd fiskistofna, um veiðigetutakmarkanir og fleiri stefnumið. Þetta sé ekki bara spurn- ing um veiðiheimildir. Nokkur ár eru síðan svo háttsettur fulltrúi stjórnsýslu Evrópusambandsins sótti Ísland heim, en Fischler, Austurríkismaðurinn sem setið hefur í framkvæmdastjórn ESB frá því heimaland hans gekk úr EFTA í ESB árið 1995, var hér á sumarfrísferðalagi í viku en eyddi gærdeginum í opinberar erindagjörðir. Auk viðræðna við forseta Íslands og sjáv- arútvegsráðherra opnaði Fischler nýja Mið- stöð Evrópuupplýsinga (sk. European Documentation Center) við Háskólann í Reykjavík, en þetta er fyrsta slíka upplýs- ingamiðstöðin um ESB sem hefur starfsemi á Íslandi. Alls eru nú starfræktar 62 slíkar mið- stöðvar víðs vegar um heim. Í erindi sem Fischler flutti við þetta tæki- færi kom hann aðallega inn á þrjú atriði; tví- hliða samskipti og hagsmuni Íslands og ESB, þar sem sjávarútvegsmál eru í brennidepli; gang alþjóðaviðræðnanna um aukið við- skiptafrelsi, sem fara fram um þessar mundir á vegum Heimsviðskiptastofnunarinnar (WTO), og loks framtíð stækkaðs ESB, en eins og kunnugt er bætast á næsta ári tíu ríki við þau fimmtán sem fyrir eru í sambandinu. Í viðræðunum við íslenzka ráðamenn við- urkenndi Fischler að fiskveiðar væru afar mikilvægur hluti samskipta ESB og Íslands, með tilliti til mikilvægis þeirra fyrir íslenzkt efnahagslíf. Sagði hann að ESB vildi aukinn sveigjanleika fyrir skip ESB-landanna til að veiða kvóta sinn á íslenzku hafsvæði. Lagði Fischler áherzlu á mikilvægi fisk- veiðisamninga sambandsins og Íslands, sem fæli í sér gagnkvæm tækifæri til veiða fyrir fiskveiðiflota beggja aðila. Hann sagði að ESB vildi aukinn sveigjanleika fyrir skip sambandslandanna til að veiða kvóta sinn í ís- lenzkri lögsögu. Ennfremur þyrfti eftirlit með skipum ESB að vera sambærilegt eftirliti ís- lenzkra yfirvalda með innlendum skipum. Líkari sjónarmið í fiskveiðistjórnunarmálum Sagði Fischler að áhyggjur væru innan ESB vegna þess að samkomulag hefði ekki náðst um veiðar á kolmunna hjá þeim aðilum sem hlut eiga að máli um stjórnun veiða úr þessum deilistofni. Afli hefði verið 1,5 milljón tonn en vísindaleg ráðgjöf Alþjóðahafrann- sóknaráðsins hljóðað upp á minna en tvo þriðju þess magns fyrir næsta ár. Fischler sagðist harma einhliða ákvörðun íslenzkra stjórnvalda um að auka kvóta íslenzkra skipa í yfir 500.000 tonn, sérstaklega í ljósi þess að einungis fá ár væru síðan Íslendingar hófu veiðar úr stofninum. Endurbætur á sameiginlegri sjávarútvegs- stefnu ESB, sem lengi höfðu verið í undirbún- ingi, voru loks samþykktar í desember sl. Um þessar end- urbætur sagði Fischler að- spurður, að þær þýddu að sjónarmið Íslendinga og ESB á sviði fiskveiðistjórn- unarmála hefðu færzt nær. „Það sem við ákváðum í desember er svo að segja lagaramminn,“ sagði Fischler. „Það er alveg ljóst að mikið er undir því komið hvern- ig til tekst við framkvæmdina. En ég er alveg sannfærður um (...) að með nýju fisk- veiðistefnunni eru sjónarmið okkar [Íslands og ESB] nær hvert öðru en þau voru áður.“ Með Árna Mathiesen sjávarútvegsráðherra sér við hlið bætti Fischler við: „Með öðrum orðum: fyrir núverandi sjávarútvegsráðherra Íslands væri auðveldara að ná samningum um sjávarútvegsmálin en það reyndist þáverandi norskum starfsbróður hans,“ þegar Norð- menn gerðu síðast aðildarsamning við ESB árið 1994. Eins og kunnugt er felldu Norð- menn þann samning, einkum vegna óánægju með niðurstöðuna í sjávarútvegsmálunum. Í svari við fyrirspurn sagði Fischler að enginn vafi léki á því að yrði samið á ný við Noreg yrði nið- urstaðan í sjávarútvegs- málunum önnur en hún varð í aðildarsamningnum 1994. Sameiginlega sjávarútvegsstefnan hefði tekið það miklum breytingum síðan þá. Erfiður vandi fyrir hendi en leysanlegur „En að mínu áliti eigum við ekki að reyna að líta framhjá því að enn eru miklir erf- iðleikar fyrir hendi; engum væri greiði gerður með því að reyna að gera lítið úr þessum vandamálum,“ sagði Fischler. Þessi vandamál bæri að skilgreina og við þau skyldi fengist með markvissum hætti. „Ég er sannfærður um að mögulegt sé að finna lausnir þannig að hægt verði að beita hinni sameiginlegu sjávarútvegsstefnu einnig á Íslandi þannig að reglur ESB-réttar séu virtar en jafnframt tekið tilhlýðilegt tillit til hagsmuna íslenzks sjávarútvegs,“ fullyrti Fischler. Hann sagðist hafa fullan skilning á að þetta mál snerist um grundvallarhagsmuni Íslend- inga og að í stjórnmálaumræðunni á Íslandi væri þetta mál margslungið og tilfinn- ingahlaðið. Spurningin væri hins vegar sú, hvernig samræma mætti þessa lögmætu hagsmuni reglum ESB. Annað gengi ekki. „Að mínu mati er hægt að finna leiðir – svipað og tókst að gera þegar um Írland var að ræða. Þar reyndist hægt að koma því í kring að langstærstur hluti útgerðar á Ír- landsmiðum er frátekinn fyrir írska fiski- menn. Þarna er lykilatriðið sögulegur veiði- réttur,“ sagði Fischler. Fischler tók það skýrt fram, að það væri að sínu áliti algerlega undir Íslendingum sjálfum komið að ákveða hvort þeir vildu ganga í ESB eða ekki. „Það sem ég sætti mig ekki við er að fullyrt sé að útilokað sé að finna viðunandi lausnir á því sem álitið er helztu ásteytingar- steinar ESB-aðildar Íslands. Það er hægt. En það er alveg óháð frelsinu til að velja og hafna.“ Lög um þjóðareign Þrándur í Götu aðildarviðræðna Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra sagði að margt í máli Fischlers endurspeglaði hve velkomnir Íslendingar væru í ESB, en nokkur grundvallarágreiningsatriði væru í veginum. „Fyrsta grein fiskveiðistjórn- unarlaganna [sem kveður á um þjóðareign á fiskveiðiauðlindinni] hjálpar vissulega ekki til að leysa þennan grundvallarágreining,“ sagði Árni. „Og eins og kunnugt er segir í stjórn- arsáttmála núverandi ríkisstjórnar að þjóð- areignarákvæðið skuli fært úr hinni almennu löggjöf í sjálfa stjórnarskrána. Það myndi væntanlega ekki gera þennan vanda árenni- legri til úrlausnar,“ bætti ráðherrann við. Gætu haft áhrif á stefnumótun Spurður um það, hvaða möguleika Fischler teldi á því að fiskveiðiþjóðin Íslendingar gæti, sem ESB-aðildarþjóð, haft stefnumótandi áhrif á frekari þróun sameiginlegu sjáv- arútvegsstefnunnar, sagði hann að ljóst væri, að í öllu endurskoðunarferli stefnunnar hefðu þeir aðilar og þau lönd sem mestra hagsmuna hafa að gæta og búa yfir mestu fagþekking- unni mikið að segja um það hvaða mynd stefn- an tæki á sig. „Því gætuð þið lagt ykkar af mörkum til að færa stefnuna í „rétta“ átt. Ég má til með að segja – fyrst Árni sagði að hann langaði til að bæta frekari breytingum við hina nýendurbættu stefnu – með hans hjálp, sem ráðherra aðildarríkis, væri það vel mögu- legt.“ Ekki bara spurning um veiðiheimildir Morgunblaðið/Árni Torfason Franz Fischler, sem fer með sjávarútvegsmál í framkvæmdastjórn ESB (t.h.), og Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra á blaðamannafundi í Háskólanum í Reykjavík í gær. Franz Fischler hefur farið með sjávarútvegsmál í framkvæmda- stjórn ESB síðan árið 1999. Auðunn Arnórsson hlýddi á erindi hans í Háskólanum í Reykjavík í gær og spurði hann spurninga. ’ Sannfærður umað mögulegt sé að finna lausnir. ‘ auar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.