Morgunblaðið - 11.08.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.08.2003, Blaðsíða 14
UMRÆÐAN 14 MÁNUDAGUR 11. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Súlumót frá formaco ● úr pappa ● einföld og þægileg í notkun ● fæst í mörgum lengdum og breiddum Gylfaflöt 24-30 • 112 Reykjavík Sími 577 2050 • Fax 577 2055 formaco@formaco.is • www.formaco.is NÝVERIÐ voru stofnuð samtök gagngert til stuðnings þeim sem hafa orðið fyrir einelti. Regnboga- börn heita þau. Samtök þessi fengu ríflegan styrk af hálfu ríkis, sveitar- félaga og ýmissa lánastofnana. Einn er sá hópur sem verður hvað harðast úti hvað einelti snertir en það eru þeir sem hafa orðið gjald- þrota. Fyrir gjaldþroti geta legið ýmsar ástæður t.d.: a) Lækkandi tekjur vegna t.d. veikinda. b) Áfall s.s. slys eða skyndileg veikindi. c) Atvinnuleysi sem hefur í för með sér minnkandi tekjur. 4) Gjaldþrot fyrirtækis með þeim afleiðingum að eigendur og jafnvel starfsmenn verði einnig gjaldþrota. 5) Ábyrgðir og uppáskriftir falla á einstaklinga. 6) Óráðsía í fjármálum. Hvað þýðir úrskurður um gjaldþrot einstaklings? Hér á landi þýðir hann að lán- ardrottnar sem eiga almennar kröf- ur sem fyrnast á 4 árum geta við- haldið kröfunni með nýju fjárnámi innan fjögurra ára. Sama er að segja um lánardrottna sem eiga kröfur sem fyrnast á 10 árum s.s. skuldabréf. Þannig geta lán- ardrottnar haldið kröfum vakandi eins lengi og þeim sýnist eða þar til einstaklingurinn deyr sem er gert. Bankareikningum er lokað, tékkareikningur fæst ekki stofn- aður og debetkort fást ekki útgefin. Öllum upplýsingum um viðskipti er dreift á milli lánastofnana sem er auðvitað ekkert nema brot á lögum um persónuréttindi Í Bandaríkjunum þýðir gjaldþrot einstaklings algert uppgjör á fjár- hag viðkomandi einstaklings. Ekki er hægt að sækja kröfur áfram eftir að úrskurður um gjaldþrot er fall- inn. Einstaklingurinn getur ekki eignast neitt fyrr en hann greiðir upp kröfur lánardrottna. Þá fyrst getur eignamyndun átt sér stað. Þegar fyrirtæki er gert upp tek- ur skiptaráðandi yfir rekstur þess og lýkur honum. Innkallaðar eru kröfur í bú fyrirtækisins og úti- standandi kröfur eru innheimtar. Að því loknu er fyrirtækið úrskurð- að gjaldþrota. Fyrirtækið getur ekki hafið rekstur að nýju. Af hverju njóta fyrirtæki meiri réttinda en einstaklingar þegar kemur að fjármálum? Réttleysi einstaklinga Réttleysi einstaklingsins gagn- vart lánastofnunum er nánast al- gjört. Hann getur sig hvergi hreyft í fjármálum. Hafi verið um skatta- skuldir eða meðlagsskuldir að ræða þá fyrnast þær aldrei en þær má taka af launum einstaklingins allt að 75%. Ég tel að þarna sé á ferðinni ein- hver mesta svívirða sem hægt er að beita nokkurn mann. Eignatapið og niðurlægingin við að verða úrskurð- aður gjaldþrota. Síðan kemur til stöðugt einelti lánardrottna sem hafa löglegt leyfi frá Alþingi til ein- eltis. Refsing án glæps. Það sem er undarlegast í þessum málum er að lánardrottnar beita heimild í skattalögum og í lögum er varða uppgjörsreglur fyrirtækja til að afskrifa þessar töpuðu kröfur. Þvílík reisn! Ef þessar reglur um afskriftir væru ekki til staðar mundi ég skilja að hluta þær aðfarir sem gjaldþrota einstaklingar búa við. Er hægt að kalla þessar aðfarir eitthvað annað en mannréttinda- brot? Það er mál til komið að þessu ein- elti lánastofnana verði hætt og fólki gerð meiri réttindi að lögum en nú er. Þegar gjaldþrot einstaklings verður á það auðvitað að þýða á mannamáli að kröfur séu tapaðar eins og gert er þegar fyrirtæki eiga í hlut. Í Bandaríkjunum svo tekið sé aft- ur dæmi þaðan þá þýðir úrskurður um gjaldþrot einstaklings að lána- drottnar tapa sínum kröfum og að einstaklingurinn verður á van- skilaskrá í X langan tíma á eftir. Þar má hann taka lán daginn eftir en mjög ólíklegt verður að telja að hann fái lán. Sá sem lánar gerir það þá á sína ábyrgð. Einstaklingurinn má vinna án þess að eiga það á hættu að lána- drottnar, hverjir sem það eru, gangi í launaumslag hans, vaði inn á heimili hans og verðmeti t.d. hljóm- græjur eða annað sem lánastofn- anir telja sér verðmæti. Bera lánastofnanir á Íslandi ekki neina ábyrgð á útlánum sínum? Þúsundir Íslendinga ganga hnípnir um götur Ég vil breyta þessu kerfi og vil beita mér fyrir breytingum á því. Það vil ég gera með því m.a. að krefja stjórnmálaflokka, lánastofn- anir og lögmenn um breytingar. Jafnvel aftur í tímann sem er vel hægt, ef vilji er fyrir hendi. Það getur ekki gengið að þúsundir Ís- lendinga gangi um gjaldþrota og geti ekki horfst í augu við samborg- ara sína. Ég óskaði eftir því fyrir nokkrum mánuðum að fá upplýsingar hjá Lánstrausti um tölulegar stað- reyndir varðandi þessi mál en án árangurs. Sá hugsunarháttur sem fram kemur í lögum og reglum sam- félagsins er arfleifð gamalla tíma þar sem gjaldþrot var hugsað sem refsing. Hvaða rök mæla með því að refsa manni fyrir að eiga ekki fyrir skuld- um sínum eða þeim ábyrgðum sem hann hefur tekist á hendur? Hvers vegna er þá ekki látið sama gilda um stjórnendur fyr- irtækja sem eru í forsvari fyr- irtækja sem verða gjaldþrota? Enginn stjórnmálaflokkur hefur haft þor til að takast á við þessi mál öðruvísi en draga taum lánastofn- ana og lögmanna. Það hlægilegasta við lögin og reglugerðirnar sem stjórn- málaflokkarnir hafa búið til fyrir fyrirtækin er að gjaldþrota ein- staklingur má stjórna fyrirtækjum á borð við Eimskip, Marel, Kaup- þing, Landsbankann og öllum hin- um lánastofnunum. Löglegt einelti lánastofnana Eftir Hafþór Baldvinsson Höfundur er rithöfundur. HVAÐ ætlar þú að borða í kvöld? Landið þitt Ísland, býður þér í mat, gæti það ekki haft náttúrulegri og ferskari rétti á mat- seðlinum en aðrir veitingarstaðir ver- aldar? Vilt þú eiga kost á að velja fersk- ar vörur sem koma beint frá íslenskum bændum til þín eða eingöngu vörur sem hafa verið flutt- ar hingað á eyjuna í Atlantshafinu úr fjarlægum löndum með tilheyrandi orkunotkun og mengun jarðar vegna flutninga milli heimshornanna? Sem foreldri og neytandi geri ég þær kröfur að aðgengi mitt að fjöl- breyttri úrvalsvöru sé sambærilegt við það sem almennt gerist í hinum vestræna heimi. Mat mitt er að þar séum við á grænni grein og al- þjóðlegt vöruval hérlendis vekur at- hygli erlendra gesta einmitt núna í sumar. Dag hvern flæðir til eyjunnar gífurlegt magn af landbún- aðarvörum. Stundum held ég að við Íslendingar gerum okkur enga grein fyrir því sjálf. Hefur þú hugsað út í að við flytjum alltaf til landsins meginhluta af öllum þeim mat sem okkur er ráðlagt að neyta samkvæmt fæðuhring Mann- eldisráðs? Til dæmis allan kornflokk- inn ef frá er talin uppskera kart- öflubænda og nær alla ávexti, allar matarolíur og verulegt magn af grænmeti. Þetta eru allt landbún- aðarvörur. Hér á eyjunni okkar í Atl- antshafinu er okkur aðeins mögulegt að framleiða örfáa vöruflokka af þeirri flóru sem landbúnaðarvörur eru. Rauðvín, hvítvín og bjór eru líka landbúnaðarvörur framleiddar af bændum. Hér á landi er okkur ómögulegt vegna legu landsins að framleiða kaffi, sykur, banana og margar fleiri vörur sem harðast er deilt um á heimsmarkaði landbún- aðarafurða. Sérstaða okkar er gíf- urleg, við erum ekki á meginlandi Evrópu eða í Ameríku, við erum smá eyþjóð í Atlantshafi. Öll okkar aðföng eru háð flutningum á sjó eða í lofti. Eða hefur þú orðið var við matvæla- trukkana sem aka þvert yfir stóru meginlöndin austan og vestan við okkur á íslenskum þjóðvegum? Vörur fyrir íslenska neytendur Viljum við virkilega ekki standa vörð um þær örfáu landbún- aðarmatvörur sem við getum fram- leitt fyrir íslenska neytendur? Ein- mitt um vörurnar og stefna að því að framleiða í takt við þá þörf sem er fyrir íslenskar matvörur á íslenskum markaði og leita nýrra sóknarfæra í kjölfarið. Íslenskir neytendur ættu að krefjast þess að tryggt yrði til frambúðar aðgengið að þeim land- búnaðarvörum sem okkur er mögu- legt að framleiða hér á eyjunni. Ekki að framtíð landbúnaðarins verði ein- hverskonar óljóst viðhald atvinnu- greina sem tilheyra flokknum land- búnaður með óljósu markmiði. Ég er sannfærð um að það er ekki eitt af mikilvægari verkefnum sem unnin eru fyrir íslenska neytendur að breyta Íslandi enn frekar í markaðs- torg erlendra atvinnurekenda, eða að höggva enn frekar í samhengið milli framleiðslu á markaðsvöru fyrir neytendur og framtíðarafkomu at- vinnugreina innan landbúnaðarins. Getum við ekki fætt börnin okkar? Þjóðin þarf á þeirri fjárfestingu að halda að við búum sjálf yfir lágmarks möguleikum til að brauðfæða börnin okkar, það er stórt öryggisatriði. Það að búa yfir þekkingu og fram- leiðslutækni til að geta mætt þeirri frumþörf mannsins að nærast er hluti af sjálfstæði hverrar þjóðar. Í þjóðfélagi nútímans leggjast heilu starfsgreinarnar auðveldlega af sé fjárhagsleg afkoma þeirra ekki við- unandi. Atvinnurekendur hvort sem þeir eru bændur eða ekki tileinka sér ein- faldlega aðra starfsgrein sem skilar betri arði. Göngum ekki að því vísu, að af gömlum vana geti börnin okkar valið að neyta íslenskra matvæla. Ís- lenskir bændur eru almennt dugmik- ið fólk í fjölþættum og krefjandi at- vinnurekstri sem lýtur ströngu gæðaeftirliti. Þeir eiga auðvelt með að hasla sér völl í öðrum störfum kjósi þeir svo vegna ófullnægjandi fjárhagsafkomu í sinni atvinnugrein. Mörg skýr dæmi eru um þetta, til dæmis á þessu ári. Það er sjálfsagt að við setjum þarfir þjóðarinnar fyrir markaðshæfa vöru á oddinn í allri landbúnaðarumræðu. Landbúnaður á að vera til fyrir Ísland og Íslend- inga en ekki fyrir sjálfan sig sem samnefnari flokks atvinnugreina. Gildi landbúnaðaratvinnugreinanna fells í mikilvægi þeirra fyrir þjóðina eins og hún er núna í dag og þegar litið er til framtíðar, ekki viðhalds-, eða fortíðarhyggju. Sem neytandi geri ég þær kröfur að þjóðin okkar geti teflt fram og nýtt sér til framtíðar, eftir því sem lega landsins gerir okkur kleift, eigin vörur sem eru eftirsóknarverðar og færa Íslandi og Íslendingum sér- stöðu. Vörur sem eru okkar í al- heimsflórunni eða óskum við virki- lega eftir því að eyjan okkar í hafinu verði flött svo út í markaðshyggju al- þjóðarvæðingarinnar að við getum aðeins nærst á framleiðslu annarra þjóða? Að áherslan á neysluvörur fyrir íslenska neytendur víki fyrir er- lendum kröfum og óljósum mark- miðum? Íslenskir neytendur verða að krefjast þess að börn framtíðarinnar geti með stolti bæði lesið íslenskt mál og snætt íslenskan mat. Að þau verði ekki algjörlega ofurseld öðrum þjóð- um hvað varðar þá frumþörf manns- ins að afla sér fæðis. Er það ekki ein- mitt þess vegna sem við, íslenskir neytendur, viljum að landbúnaður verði stundaður áfram á Íslandi? Vill íslenska þjóð- in fjárfesta í mat- vælaöryggi? Eftir Kristínu Lindu Jónsdóttur Höfundur er kúabóndi í Miðhvammi. ÉG vil þakka umhverfisráðherra, Siv Friðleifsdóttur, hjartanlega fyrir þá röggsemi að banna rjúpnaveiðar hér á landi í þrjú ár, sem hún gerir í sam- ráði við Nátt- úrufræðistofnun. Rjúpnastofninn er nú í sögulegu lágmarki og óvíst hvort hann bæri sitt barr, ef ekki væri gripið til róttækra aðgerða, en það er ekki aðeins rjúpnastofninn, sem er í hættu, heldur og fálkastofn- inn, sem lifir á rjúpunni. Ekki hefur skort mótmæli við þessari sjálfsögðu og nauðsynlegu aðgerð umhverfisráðherra, sem studd er álitsgerðum færustu sér- fræðinga á þessu sviði. Sjálfskipaðir spekingar þykjast vita betur og telja að óhætt sé að halda áfram veiðum með einhverjum stuttum hléum svo sem einn eða tvo daga í hverri veiði- viku. Meðal þeirra eru nafnkunnir menn, svokallaðir „máttarstólpar“ þjóðfélagsins. Hvað kemur slíkum mönnum til að vilja tefla á tvær hætt- ur, hvort rjúpnastofninum sé eytt eða ekki? Ég held að það geti varla verið annað en græðgi í einhverri mynd, græðgin í það að veiða, græðgin í það að selja veiðina, græðgi í það að selja tæki til veiðanna. Sá flokkur er verst- ur sem fer á veiðar með því markmiði að drepa sem flesta fugla til að selja þá og talið er að 10% veiðimanna drepi 50% af þeim rjúpum sem veidd- ar eru. Það er því ekki nema eðlilegt að gripið sé til róttækra aðgerða. All- ir hugsandi og þjóðhollir menn, jafnt veiðimenn sem aðrir, hljóta að vera fylgjandi því að rjúpnastofninum sé bjargað frá útrýmingu, allir ættu því að vera þakklátir fyrir þessar ráð- stafanir umhverfisráðherra. Til margra ára hefi ég kviðið fyrir 15. október, en þann dag ár hvert hef- ur hafist mikil innrás á heiðalönd og fjalllendi Íslands. Þessi innrás hefur verið studd „skriðdrekum“, en svo nefni ég fjallajeppana sem komast yf- ir hverja hindrun. Þessi her, vel vopnaður öflugum byssum af dýrustu gerð, sem farið hefur til fjalla til að drepa hundruð eða þúsundir rjúpna á örstuttum tíma, hefur valdið því að nú er svo komið að stofninn er í út- rýmingarhættu. Þessi innrás, sem var gerð á varnarlausa lífveru sem ekkert viðnám gat veitt, hefur nú ver- ið stöðvuð. Þökk sé umhverfisráðherra fyrir að hafa tekið af skarið. Nú hefst þessi „innrás“ ekki í haust eða næstu haust, vonandi aldrei framar með þeim hætti sem að framan er lýst. Rjúpan fær frið fyrir skothríðinni og vonandi á stofninn eftir að jafna sig og það er vissulega nóg að forfeður okkar eyddu einum fuglastofni, þann- ig að sköpunarverk Guðs varð einni fuglategund fátækara. Örlög geir- fuglsins, þess stóra sjófugls, minna óþyrmilega á hvað getur gerst ef ekki er farið að með gát í umgengni við náttúruna og lífríkið. Látum slíkt ekki henda okkur sem höfum meira en nóg til að bíta og brenna um jólin. Gæfurík ákvörðun Eftir Ragnar Fjalar Lárusson Höfundur er prestur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.