Morgunblaðið - 11.08.2003, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.08.2003, Blaðsíða 15
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. ÁGÚST 2003 15 Landsbankadeildin á mbl.is Fréttir • Tölfræði • Leikdagar • Markahæstir • Spjöld Skjóttu á úrslitin Taktu þátt í skemmtilegum leik þar sem þú getur skotið á úrslit í Landsbankadeildinni. Glæsilegir vinningar frá Adidas og KSÍ. Úrslit í SMS Skráðu þig á mbl.is og fáðu úrslit leikja send beint í gsm símann þinn! Ný og öflug vara- enn meiri árangur Thermo complete Frábær árangur í þyngdarstjórnun Herbalife hágæðanæring Hafðu samband, Sandra, s. 845 6950 Á FUNDI bæjarráðs Garða- bæjar hinn 29. júlí sl. samþykkti meirihluti sjálfstæðismanna eigin tillögu um að fela bæjarstjóra að fara í viðræður við Hjallastefnuna ehf. um rekstur barna- skóla fyrir 5-8 ára börn eins og það er orðað í tillögunni. Skólinn á að verða starfræktur fyrir 5 og 6 ára börn næsta vetur á Vífilsstöðum. Viðræðurnar eiga að ganga út á það hve mikið bæj- arsjóður Garðabæjar á að greiða með hverju barni í hinum vænt- anlega skóla. Undirbúningi ábótavant – engin skilgreind samnings- markmið Einkaskólar geta átt rétt á sér innan skólakerfisins. Ég tel hins vegar að samfélag eins og Garða- bær beri ekki einkaskóla. Þeir eiga að mínu mati einungis rétt á sér í stærri samfélögum. Einka- skóla geta menn stofnað að vild fyrir eigin reikning, og sveit- arfélögin greitt með þeim nem- endum sem þá sækja skv. þeim viðmiðum sem í gildi eru milli sveitarfélaga. Ég tel hinsvegar að málið sé langt í frá nógu vel ígrundað og undirbúið af hendi meirihlutans. Það er lagt fram þegar stutt er í skólabyrjun og þá eiga viðræð- urnar eftir að fara fram og að þeim loknum þarf að gera breyt- ingar á tilvonandi skólahúsnæði. Þegar hugmyndirnar um barna- skóla á vegum Hjallastefnunnar ehf. var fyrst kynnt á bæjarráðs- fundi hinn 15. júlí var kynnt sú hugmynd að bærinn tæki Vífils- staði á leigu og framleigði Hjalla- stefnunni ehf. Þetta kom ekki til greina að mínu áliti og var fallið frá þeirri hugmynd. Meirihlutinn hefur ekki lagt fram nein gögn um hver samn- ingsmarkmið bæjarins eiga að vera í viðræðunum. Það er því ljóst að enginn veit hvað á að semja um. Bæjarstjórinn einn mun ræða við Hjallastefnuna ehf. án þess að minnihlutinn eigi þess nokkurn kost að fylgjast með mál- inu, eða hafa einhver áhrif á nið- urstöðuna. Garðabær hefur unnið að áætl- un um uppbyggingu skóla- húsnæðis og gefið út skólastefnu. Engin úttekt hefur verið gerð á því hvaða áhrif það hefur að hópur sex ára barna úr Ásahverfi eða öðrum hverfum fari í hinn nýja einkaskóla. Á sama tíma er unnið að hönnun nýs skóla í Ásahverf- inu. Ekki er enn búið að fastsetja hvort hann eigi að vera tveggja hliðstæðna skóli upp í 7. bekk eða heildstæður. Það var viðurkennt á bæjarráðs- fundinum að stofnun einkaskóla í bænum kynni að hafa þau áhrif að fækkun yrði um einn sex ára bekk í einum grunnskólanum og einhver fækkun í hinum. Þetta þýðir að húsnæði skólanna yrði ekki full- nýtt, og hugsanlega verður ein- hverju starfsfólki ofaukið. Nú er búið að undirbúa næsta skólaár og það hljóta allir að sjá að stórar breytingar á síðustu dögunum fyr- ir skólabyrjun hefur áhrif hvernig sem á það er litið. Skattgreiðendur borga brúsann Það er vitað að einkarekstur í skólakerfinu er ær og kýr sjálf- stæðismanna og þeir eru tilbúnir að ganga eins langt og nokkur kostur er til að koma á slíkum rekstri. Málið er hins vegar að í stað þess að greiða þær 24000 krónur á mánuði sem sveit- arfélögin hafa komið sér saman um að greiða að jafnaði fyrir hvern nemanda bæði milli sveitar- félaga og í einkaskólum er ætlunin að fara í sérstakar viðræður um einhverjar aðrar upphæðir. Því var jafnvel haldið fram á bæjarráðsfundinum að líklegt væri að þegar upp væri staðið þyrftu foreldrar ekki að greiða með börn- um sínum í einkaskólann. Þetta er vart hægt að túlka öðruvísi en svo að sjálfstæðismenn í bæjarstjórn Garðabæjar séu tilbúnir að ganga svo langt í viðleitni sinni til að koma á einkaskóla í bænum að bæjarfélagið greiði allan kostnað við reksturinn. Manni finnst það skjóta skökku við að bærinn sé tilbúinn að semja um að leggja fram fjármuni um- fram viðmið sveitarfélaganna til rekstrar einkaskóla á sama tíma og grunnskólunum í bænum er skorinn þröngur stakkur í almenn- um rekstri. Þannig var mikil um- ræða um það fyrr í sumar hvort kaupa ætti skóhillur fyrir nem- endur í Garðaskóla og þurfti að toga fjármagn til þeirra kaupa með töngum út úr meirihlutanum. Fyrir hverja? Auðvitað hanga margar spurn- ingar í loftinu. Bæjarstjórinn í Garðabæ hefur lofað skólana í bænum við hvert tækifæri. Og bæjarstjórinn hefur mikið til síns máls. Skólarnir í bænum eru í hópi þeirra bestu. Af hverju þarf þennan valkost þegar bæjarstjór- inn er svona ánægður með skólana sem fyrir eru? Til hagsbóta fyrir hvern? Er heppilegt að börn þurfi að sækja allt að þrjá skóla á skólaferli sínum? Er það faglegt? Er verið að hugsa um hag barnanna? Eða hag skattgreið- enda með því að stofna til aukins kostnaðar? Eða er verið að tjónka undir pólitískan átrúnað um einka- væðingu? Niðurstaðan er þessi eins og málið horfir við mér: Málið er allt- of seint fram komið. Það er illa ígrundað og undirbúið af hálfu meirihlutans. Bærinn hefur ekki sett sér nein markmið í samn- ingum við Hjallastefnuna ehf. Það á að koma á einkaskóla í Garðabæ, hvað sem það kostar og skatt- greiðendur í Garðabæ munu bera meiri kostnað en ásættanlegt er þegar upp verður staðið. Nýbyggt kennsluhúsnæði í a.m.k. einum skóla mun standa autt vegna fækkunar um einn bekk og þær áætlanir sem gerðar hafa verið um skólastarf næsta vetur munu raskast. Einkaskóli í Garðabæ? Eftir Sigurð Björgvinsson Höfundur er bæjarfulltrúi S-listans í Garðabæ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.