Morgunblaðið - 11.08.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.08.2003, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 11. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ÁRANGUR HJALLASTEFNUNNAR VERÐMÆTT SJÁVARFANG Sjávarútvegur er enn undir-stöðugrein íslensks atvinnu-lífs þótt fjölbreytni þess fari ört vaxandi. Á fiskimörkuðum heimsins ríkir hörð samkeppni og því er mikilvægt að það hráefni, sem héðan kemur, sé fyrsta flokks. Rannsóknastofnun fiskiðn- aðarins tekur nú þátt í umfangs- miklu samevrópsku rannsóknar- verkefni, sem er til fimm ára og snýst um heilnæmi sjávarafurða. Alls verður varið fjórum milljörð- um króna til verkefnisins og fær Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins sennilega 100 milljónir króna á tímabilinu. Verkefnið lýtur að næringar- fræði, neytendum, öryggi, vinnslu og vöruþróun og fiskeldi. Þá verð- ur unnið að rekjanleikakerfi, sem á að prófa á alla keðju vinnsl- unnar, frá lifandi fiski til neyendavöru. Markmiðið er að hægt sé að rekja hvert atriði frá neytendum út á mið eða í fiskeld- isstöð. Það er mikilvægt að ýta undir rannsóknir, sem stuðla að því að afla upplýsinga um hollustu sjáv- arfangs. En það er ekki síður mikilvægt að huga að því hvernig best verði gengið frá vörunni fyr- ir neytandann. Fiskur er mjög viðkvæmt hráefni og skiptir miklu máli hvernig hann er meðhöndl- aður í upphafi eigi ferskleiki hans að haldast sem lengst. Í því sam- bandi er kæling lykilatriði. Það getur lengt líftíma vörunnar um marga daga ef fiskurinn er rétt kældur. Þannig getur til dæmis trillusjómaður, sem hefur með sér ís út á miðin, fært mun verðmæt- ari afla í land heldur en sá, sem það gerir ekki. Ástæðan er sú að þegar fisk- urinn er drepinn hefst þegar í stað niðurbrot, sem kælingin vinnur gegn. Í hinni hörðu samkeppni, sem ríkir á fiskmarkaði um allan heim, verður tromp íslenskra sjávar- afurða að liggja í gæðum. Hér er ekki hægt að keppa við það ódýra vinnuafl, sem til dæmis er að finna í Kína, sem stöðugt verður atkvæðameira í útflutningi sjáv- arafurða. Rannsóknastofnun fiskiðnaðar- ins hefur einnig gegnt því hlut- verki að fræða um það hvernig gera megi aflann sem verðmæt- astan, en það má ef til vill segja að helsti galli fiskmarkaða hér á landi sé sá að verð fisktegunda fer ekki eftir ástandi fiskjarins, sem komið er með að landi, nema að takmörkuðu leyti. Rannsóknastofnun fiskiðnaðar- ins mun taka þátt í stjórnun sam- evrópsku rannsóknarinnar og sjö rannsóknarverkefnum og hliðar- verkefnum. Það er mikilvægt að Íslendingar skuli vera þátttak- endur í þessu verkefni, sem er það eina á sviði sjávarútvegs, sem ESB mun styrkja á næstu árum. Margrét Pála Ólafsdóttir leik-skólakennari er höfundur framsækinna uppeldisaðferða, sem þekktar eru undir nafninu Hjalla- stefnan og hafa einnig vakið at- hygli erlendis. Margrét Pála rekur fyrirtækið Hjallastefnuna ehf. og á vegum þess eru tveir leikskólar, Hjalli í Hafnarfirði og Ásar í Garðabæ, og stendur nú yfir und- irbúningur að stofnun grunnskóla í haust í anda þessarar stefnu. Að auki eru nú reknir 13 aðrir leik- skólar hér á landi, sem byggja á stefnunni, og sá 14. er á leiðinni. Í viðtali Kristínar Gunnarsdótt- ur við Margréti Pálu í Morgun- blaðinu í gær lýsir hún stefnunni, sem byggist á því að kynin eru að- skilin hvort í sínum kjarnanum. Hún segir að rannsóknir sínar sýni að Hjallabörn standi sig hvergi ver en önnur börn og að- ferðin því ekki skaðleg að neinu leyti, en áberandi hafi verið að Hjallabörnin hafi að mati kennara verið ófeimnari og öruggari í sam- skiptum við hitt kynið: „… þessar lögskipuðu samvistir kynjanna í leik- og grunnskóla eru ekki að færa okkur jákvæðni í viðhorfum milli stúlkna og drengja eða raun- verulegt jafnrétti kynja. Þvert á móti kennir þetta okkur að með kynjaskiptingunni hefur markmið Hjallastefnunnar náðst! Markmið okkar er nefnilega ekki kynja- skipting heldur kynjablöndun þar sem allir geta mæst, verið saman og unnið saman og enginn þarf að gjalda fyrir kyn sitt.“ Hjallastefnan er ekki óumdeild, en hér er um mjög athyglisverðar hugmyndir að ræða. Einn af já- kvæðu þáttunum er að tekið er á móti öllum börnum og komið til móts við þarfir þeirra. Á Hjalla- stefnuskólum hafa verið og eru börn með hreyfihömlun, einhverf börn, börn með Downs-heilkenni og börn með helftarlömun, sem sum þurfa stöðuga umönnun. Í viðtölum við foreldra, sem eiga börn í leikskólum Hjallastefnunn- ar, virðast engin vandamál óleys- anleg. Hér er einnig um að ræða fyr- irtæki, sem sýnir að ýmislegt er hægt að gera til að auka fjöl- breytni í skólastarfi. Eins og fram kemur í viðtalinu er þetta rekstr- arform kallað markaðsrekstur þannig að því er ekki um að ræða hefðbundinn einkarekstur, en þó meira sjálfstæði í rekstri skólans en gerist í öðrum skólum. E R ÍSLAM ósamrýmanlegt lýðræð- islegu fjölmenningarsamfélagi? Margir benda á þá staðreynd að fá samfélög múslíma eru lýðræð- isleg og draga þá ályktun að ísl- am sé í eðli sínu ólýðræðislegt. Þeir vísa til ísl- amsks hatursáróðurs gegn Vesturlöndum og álykta að múslímar geti ekki verið góðir borg- arar í vestrænum lýðræðisríkjum. Bretland, þar sem um 1,6 milljónir af 58,7 milljónum íbúanna eru múslímar, er einkar fróðlegur prófsteinn á þessar hugmyndir. Þrír fjórðu bresku múslímanna koma frá Pakistan, Bangladesh og Indlandi, einkum frá lands- byggðinni í fyrrnefndu löndunum tveimur. Þetta er mikilvægt vegna þess að aðlög- unarvandamál þessa fólks í nýju landi stafa ekki af trú þess, heldur af því að það er ekki vant borgarlífi nútímans. Til þessa hefur aðeins fjórum sinnum komið til óeirða meðal múslíma í Bretlandi, en um átta sinnum meðal Breta sem eiga ættir að rekja til Afríku eða eyja í Karíbahafi. Eitt uppþotanna meðal múslíma snerist um skáldsögu Salmans Rushdies, Söngva Satans, hin blossuðu upp vegna ónærgætni lögreglumanna og kröfu- gangna hvítra kynþáttahatara. Að fyrstnefndu óeirðunum undanskildum voru uppþotin stað- bundin, tiltölulega smávægileg og þau stóðu að- eins í einn eða tvo daga. Breskir múslímar hafa því ekki verið lögreglunni til mikilla vandræða. Hins vegar þarf að leysa önnur vandamál sem komið hafa upp í samskiptum breskra múslíma og annarra Breta. Blossað hafa upp deilur um ýmsar siðvenjur, meðal annars kröfur um Halal- kjöt handa múslímskum skólabörnum, klæðnað múslíma, bænatíma, umskurð kvenna, fjölkvæni og hjónabönd sem foreldrar hjónaefnanna semja um. Lagt er bann við umskurði kvenna og fjölkvæni og múslímar sætta sig við það. Múslímar virða yfirleitt „vestræn gildi“, svo sem jafnrétti, tjáningarfrelsi, umburðarlyndi, friðsamlega lausn deilumála og virðingu fyrir ákvörðunum meirihlutans. Raunar er jafnrétti kynþáttanna mikilvægt gildi og venja meðal múslíma. Jafnrétti kynjanna veldur mestu erf- iðleikunum – einkum vegna þess að múslímskar stúlkur krefjast þess í auknum mæli. Eftir nokkra guðfræðilega umræðu hafa flest- ir múslímar einnig viðurkennt að þeim beri að sýna Bretlandi hollustu. Þó er nokkuð óljóst hvað múslímar eigi að gera þegar kröfur rík- Stafar lýðræðinu hæ © Project Syndicate/Institute for Human Sciences. Eftir Bhikhu Parekh D R. EAMONN Butler fram- kvæmdastjóri Adam Smith Institute var staddur hér á landi á dögunum og hélt meðal annars erindi um einkavæð- ingu stórra mannvirkja á morgunverð- arfundi Verslunarráðs Íslands. Þar fjallaði hann um einkavæðingu vega og veitukerfa og sagði reynsluna frá Bretlandi og öðrum löndum sýna að unnt væri að ná fram sam- keppni á þeim sviðum sem áður hefði verið talið að náttúruleg einokun ríkti. Stofnun Adam Smith hefur verið starfandi í um aldarfjórðung og hefur verið fram- arlega í umræðu og ráðgjöf um einkavæð- ingu víða um heim, ekki síst í Bretlandi þar sem stofnunin er staðsett. „Ég ætla ekki að halda því fram að ég sé sérfræðingur í aðstæðum á Íslandi, en mér virðist þið hafa markaðs- eða einkavætt all- marga geira atvinnulífsins,“ segir Butler spurður að því hver hann telji að ættu að vera næstu verkefni í einkavæðingarferlinu hér á landi. „Eftir að hafa gert þetta þarf að huga að þeim hlutum sem eru erfiðari, rétt eins og við höfum þurft að gera í Bretlandi. Þegar verið er að endurbæta hagkerfið er byrjað á því sem er auðveldast og svo er far- ið út í þá hluti sem eru erfiðari bæði pólitískt og tæknilega. Ég mundi halda að þið ættuð talsvert verk óunnið á sviði heilbrigðis- og menntamála.“ Þessir málaflokkar eru að sögn Butlers erfiðir vegna þess hve nátengdir fólki þeir eru. Framleiðslufyrirtæki séu til að mynda fremur fjarlæg fólki og þar starfi tiltölulega fáir. Heilbrigðisþjónustan sé aftur á móti mjög nærri fólki, því það viti að það muni þurfa á henni að halda. Sömu sögu sé að segja um menntun, sérstaklega á Íslandi vegna þess að þjóðin sé ung og börn mörg. Af þessum ástæðum þurfi að vanda sér- staklega vel til verka þegar farið sé út í einkavæðingu á þessum sviðum. „Í Bretlandi höfum við ekki náð miklum árangri í þessu. Við höfum einkavætt öll framleiðslufyrirtækin og veitufyrirtækin, en við höfum ekki gert mikið í heilbrigðis- og menntamálum. Það viðurkenna allir að end- urbóta er þörf á þessum sviðum, en það er pólitískt erfitt að framkvæmda slíkar breyt- ingar,“ segir Butler, og bætir því við að um 90% allrar heilbrigðisþjónustu í Bretlandi sé á hendi hins opinbera, kerfið sé risavaxið og þar starfi meira en ein milljón manna. Að sögn Butlers kostar heilbrigðiskerfið í Bretlandi hvern landsmann yfir 1.000 pund á ári, jafnvirði yfir 120.000 króna, og hann segist telja að hægt sé að spara allt að 40% af kostnaðinum með því að fela einkaaðilum að veita þessa þjónustu. Reynslan sýni að almennt sparist á bilinu 20%-40% við að fela einkaaðilum verkefni, stundum komi sparn- aðurinn fram í betri þjónustu fyrir sama verð og stundum í lægri kostnaði fyrir sömu þjónustu. „Mín skoðun er sú að heilbrigð- iskerfið breska sé svo stórt og óhagkvæmt að líklega megi spara mun meira en 20% og líklega nálægt 40% með því einu að nýta starfskraftana betur. Kerfið virkar mjög illa og er afar miðstýrt, þetta er eiginlega stalínískt kerfi,“ segir Butler. Hann tekur sem dæmi um miðstýringuna í kerfinu að þó að skortur sé á hjúkrunarfræðingum á gjör- gæslu í Birmingham fáist engir til starfa því ekki sé hægt að bjóða þau laun og starfs- aðstæður sem þurfi til. Almennt segir hann að opinbera heil- brigðiskerfinu haldist illa á hjúkrunarfræð- ingum, því það séu ekki aðeins launin sem fólk horfi í heldur einnig þættir eins og sveigjanlegur vinnutími. Einkaaðilar séu mun betri en hið opinbera í því sem við komi starfsmannastjórnun. Þar sem kostn- aður vegna starfsmanna sé um 70% kostn- aðar heilbrigðiskerfisins skipti þetta veru- legu máli. Hann segir slæmt að einkaaðilar skuli ekki fá að reka sjúkrahúsin að öllu leyti, en fái aðeins að taka að sér einstaka þætti, svo sem viðhald eða ræstingar. Vand- inn hjá sjúkrahúsunum sé að miklu leyti stjórnunin og hún verði að vera í höndum einkaaðila til að árangur náist. Butler tekur sem dæmi að bestur árang- ur af einkafjármögnun hafi náðst í fang- elsum því þar hafi einkaaðilar tekið að sér allt verkið, hönnun, byggingu og rekstur. Með því hafi náðst mikil hagræðing og hann nefnir sem dæmi að það taki ríkið 11 ár að byggja nýtt fangelsi, en einkaaðilar byggi fangelsi á 11 mánuðum, enda finni þeir meira fyrir þeim kostnaði sem fylgir löngum framkvæmdatíma. Miðstýring í stað þess að fólkið ráði Butler segir að hið sama eigi við um menntun og heilbrigðismál, skortur á sveigjanleika standi skólastarfi fyrir þrifum og í mennt um 80%, s „Ég er f sem börnin um í mestu vegna þes bridge og gjarna vilj við skólann hafa ekki e launum se ættum auð urunum hæ kostnað. Við verð hjá yfirvöl val í þeim hvaða laun við eigum að fá kenn Þetta se sé að etja þ urinn, því um í stað þ að ráða. Þa með allt öð þjónustu. Heilbrigðis- og menntakerfið ætti að vera næst á dagskrá einka- eða markaðsvæðingar hér á landi. Dr. Eamonn Butler lýsir þessari skoðun sinni í sam- tali við Harald Johannessen og telur einnig að hægt væri að ná fram mikilli hagræðingu með því að fela einkaaðilum rekstur og byggingu fangelsa og vega. Dr. Eamo Notendur velf hafi frjálst val

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.