Morgunblaðið - 11.08.2003, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.08.2003, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. ÁGÚST 2003 17 isvaldsins samræmast ekki umma (íslamska al- heimssamfélaginu). Múslímar voru til að mynda andvígir Persa- flóastyrjöldinni 1991 en efndu ekki til mótmæla. Stjórnin hvatti landsmenn til að virða „skilj- anlega samúð múslíma með trúbræðrum sínum“ og komið var í veg fyrir ólgu. Nokkrir ungir múslímar börðust síðar með talibönum í Afgan- istan. Flestir múslímar fordæmdu þá hins veg- ar, kröfðust hollustu við Bretland. Flestir músl- ímar voru einnig hlynntir aðgerðum lögreglunnar þegar hún réðst inn í mosku í London og gerði þar vopn upptæk, en leiðtogi hennar hafði lengi haft í frammi hatursáróður gegn Vesturlöndum og lýst yfir stuðningi við hryðjuverk. Múslímar láta einnig opinber málefni til sín taka og kjörsóknin meðal þeirra er svipuð og meðal annarra Breta. Um það bil 150 múslímar eiga sæti í borgar- og bæjarstjórnum í Bret- landi og átta múslímar eru borgarstjórar. Aðrir minnihlutahópar eiga ívið fleiri fulltrúa í borg- arstjórnunum en það er ekkert áhyggjuefni. Fjórir múslímar eru í lávarðadeild þingsins og þrír í neðri deildinni, og múslímar eiga fleiri fulltrúa á þinginu en sumir aðrir minni- hlutahópar. Reyndar er íslam túlkað í auknum mæli þann- ig, með formlegum og óformlegum hætti, að ísl- amstrúin færist nær mikilvægustu gildum bresks lýðræðis. Sérbresk tegund af íslam er að koma fram og sömu sögu er að segja um Frakk- land, Þýskaland, Holland og Spán þar sem múslímar laga trú sína að aðstæðum. Breskt íslam er augljóslega í andstöðu við nokkra þætti þeirrar íslamstrúar sem innflytj- endurnir fluttu með sér. Trúarbrögð eru ekki í neinu tómarúmi. Áhrif þeirra mótast af öðrum þáttum. Þegar múslímar búa í lýðræðisríki laga þeir sig að því. Ein af ástæðunum er pólitísk sjálfsbjargarviðleitni; þegar múslímar eru í minnihluta eiga þeir enga möguleika á að stofna íslamskt ríki með ólýðræðislegum tilhneigingum þess. Aðrir fagna tækifærinu sem gefst til að berjast fyrir lögmætum hagsmunamálum, jafn- vel með mótmælum. Helsta vandamál múslíma felst ekki í lýðræð- inu, heldur fjölmenningarsamfélaginu. Múslím- ar eru sannfærðir um algera yfirburði íslams og það endurspeglast í örvæntingarfullri þrá þeirra eftir því að endurlífga forna dýrð, auk skyldu þeirra til að snúa öðrum til íslamstrúar. Þeir geta gengið að eiga konur sem eru ekki múslím- ar, en leyfa oft ekki öðrum að kvænast músl- ímskum konum og vænta þess að konur sem giftast múslímum snúist til íslamstrúar. Ekki er hægt að rekja þetta til þess að marg- ir múslímar hafa það nú á tilfinningunni að þeir eigi undir högg að sækja, að eining þeirra og samsemd sé í hættu. Jafnvel á blómaskeiði Tyrkjaveldis var litið á gyðinga og kristna menn sem annars flokks borgara þótt þeim væri sýnt talsvert umburðarlyndi. Þeir máttu snúast til íslamstrúar en þeim var bannað að snúa músl- ímum til kristni eða gyðingdóms og ganga að eiga konur þeirra. Afstaða múslíma til fjölmenningarsamfélags- ins er því einhliða. Þeir fagna því í aðra röndina vegna þess að það veitir þeim frelsi til að halda trú sinni og útbreiða hana. Á hinn bóginn hafa þeir andúð á fjölmenningarsamfélaginu vegna þess að það neitar að kannast við yfirburði ísl- ams og vegna þess að það gerir þá og börn þeirra berskjölduð fyrir öðrum trúarbrögðum og veraldarhyggju. Íslam og Evrópa hafa lengi mótað menn- ingu hvort annars. Samskipti þeirra hafa stundum verið vinsamleg, stundum fjand- samleg, en þau hafa orðið til þess að tengsl íslam og Evrópu eru nánari en margir músl- ímar og Evrópubúar gera sér grein fyrir. Að Spáni og svæðum í Austur-Evrópu und- anskildum hafa Evrópa og íslam orkað hvort á annað úr fjarlægð og utan landamæra álf- unnar. Finna þarf nú nýjar leiðir til að íslam og Evrópa geti lifað saman í sátt og samlyndi. Reynslan af samskiptum breskra múslíma og annarra Breta sýnir að full ástæða er til bjartsýni. ætta af íslam? Bhikhu Parekh er heiðursprófessor við London School of Economics, er í Verkamannaflokknum, í lávarðadeild breska þingsins og forseti Academy of Learned Societies in Social Sciences. ’ Reynslan af samskiptumbreskra múslíma og ann- arra Breta sýnir að full ástæða er til bjartsýni. ‘ Í SÍÐASTLIÐINNI viku var heimsþing um tóbaks- varnir haldið í Helsinki. Í framhaldi af fundinum var haft eftir formanni Tóbaks- varnanefndar, að næsta skref í tób- aksvörnum hér á landi væri að koma á banni við reykingum á veit- inga- og skemmtistöðum. Hugmyndir um slíkt bann voru reifaðar þegar lögum um tóbaks- varnir var breytt og þau endur- útgefin á árinu 2001. Náðu þær ekki fram að ganga en þess í stað er kveðið svo á um í lögunum, að á veitinga- og skemmtistöðum megi leyfa reykingar á afmörkuðum, loftræstum svæðum, en tryggja skal að meirihluti veitingarýmis sé ávallt reyklaus og aðgangur að því á ekki liggja um reykingasvæði. Á síðari árum hefur áhersla í lög- gjöf á verndum fólks fyrir áhrifum tóbaksreyks aukist eftir því sem rannsóknir hafa sýnt frekar fram á skaðsemi óbeinna reykinga. Mikill árangur hefur þegar náðst í því að vernda rétt þeirra sem forðast vilja tóbaksreyk með lagasetningu. Ýmsir urðu þó til að gagnrýna þær breytingar sem gerðar voru á tób- aksvarnarlögunum árið 2001. Með- al þess sem nefnt var í þeirri um- ræðu var að með lögunum væri um of þrengt að rétti reykingafólks og að almennt væri gengið of nærri einstaklingsfrelsinu. Aðrir vilja þó ganga enn lengra, t.a.m. fram- kvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigð- ismálastofnunarinnar, sem hvatt hefur til þess, að lagt verði almennt bann við reykingum á heimilum þar sem börn búa. Einnig vakti athygli þegar landlæknir Breta sagði nauð- syn að banna reykingar á almanna- færi þar í landi. Hugmyndir um algert bann við reykingum á veitinga- og skemmti- stöðum virðast sprottnar af því að lögin, eins og þau eru í dag, gagnist ekki nægilega vel þeim tilgangi sín- um að virða rétt þeirra sem ekki vilja anda að sér tóbaksreyk. Þann- ig kom fram í máli formanns Tób- aksvarnanefndar að þar sem reyk- ingar væru leyfðar á afmörkuðum svæðum bærist reykurinn um all- an staðinn. Þessi umræða vekur mann til umhugsunar um nokkra þætti þessa máls. Í fyrsta lagi hlýtur maður að spyrja hvort þessi laga- regla, þ.e. að leyfa reykingar á af- mörkuðum svæðum veitinga- og skemmtistaða, hafi í upphafi þótt vera líkleg til að ná fram því markmiði að halda meirihluta veitingarýmisins ávallt reyklausu, eins og lögin kveða á um. Lögin geyma reyndar kröfur um loft- ræstingu reyksvæða en stað- reyndin er sú að þar sem reyk- ingar eru leyfðar dreifir reykurinn sér. Það eru vond lög sem fyrir mála- miðlanir og hálf- kák gagnast ekki megintilgangi sín- um. Í annan stað vaknar sú spurn- ing hvort það ástand á veit- ingastöðum, sem hér hefur verið lýst, sé að ein- hverju leyti risið vegna skorts á eftirliti. Er það ekki tiltölulega einfalt, að þegar skipulag er þann- ig að ekki er hægt að afmarka sér- stakt svæði fyrir reykingar, án þess að reykurinn berist um allt, er í raun ekki hægt að bjóða upp á reykingar? Í þriðja lagi liggur fyrir könnun sem sýnir að mikill meirihluti veit- ingahúsagesta myndi fara jafn oft eða oftar á veitingastaði ef þeir væru alveg reyklausir. Þetta vek- ur spurninguna um það hvers vegna veitingastaðirnir almennt taki ekki frumkvæði málsins í sín- ar hendur og banni allar reyk- ingar. Eru lög nauðsynleg? Fyrir skemmstu var ég á ferða- lagi vestanhafs þar sem almennt reykingabann á veitinga- og skemmtistöðum tók nýlega gildi. Sjónvarpsfrétt um málið sýndi reykingamenn standa fyrir utan einn barinn þar sem þeir máttu húka við iðju sína á stéttinni. Þeir reykingamenn sem ekki vildu út gátu keypt sér sérstakan snafs á barnum, nikótíndrykk. Flest er í neyðinni nýtandi. Höfundur er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins. Tóbaksvarnir á veitinga- og skemmtistöðum Eftir Bjarna Benediktsson ’ Þetta vekur spurninguna umþað hvers vegna veitingastað- irnir almennt taki ekki frum- kvæði málsins í sínar hendur og banni allar reykingar. Eru lög nauðsynleg? ‘ takerfinu sé enn hærra hlutfall, em fari í launakostnað. formaður skólaráðs í ríkisskóla n mín sækja í Cambridge. Við eig- u erfiðleikum með að fá kennara s að það er dýrt að lifa í Cam- nágrenni. Kennarar myndu ja koma til Cambridge og kenna n, því þetta er góður skóli, en þeir efni á að búa í Cambridge á þeim em við megum bjóða. Það sem við ðvitað að gera er að greiða kenn- ærri laun en skera niður annan ðum að greiða fyrir stjórnsýsluna ldum staðarins og höfum ekkert efnum og höfum ekkert val um n við greiðum. Afleiðingin er sú að í erfiðleikum með það á hverju ári nara að skólanum.“ egir Butler að sé sá vandi sem við þegar hið opinbera sjái um rekst- þá miðstýri stjórnmálamenn hon- þess að fólkið á hverjum stað fái að myndi skipuleggja starfsemina ðrum hætti og fá í staðinn betri Aukin fjárframlög hafa ekki bætt þjónustuna Butler segir að ríkisstjórn verkamannaflokksins í Bretlandi hafi aukið framlög til heilbrigð- ismála um næstum 50%. Ætlunin hafi verið að bæta þjónustuna og eyða öllum stíflum í kerfinu. Nú, nokkrum árum síðar, sé staðan aftur á móti sú að fólk greiði hærri skatta til að standa undir heilbrigðiskerfinu en þjónustan virðist ekkert fara batnandi. Megnið af fjármununum fari í launagreiðslur, sem sé gott því laun hafi verið of lág, en lítið hafi farið í að bæta þjónustuna. Hann segir að það sama sé uppi á ten- ingnum í skólamálum. Meira fé sé varið til menntunar en nið- urstaðan sé sú að fleiri skólar séu í raun gjaldþrota en áður hafi verið. Butler segir að nú sé fólk farið að átta sig á því að þrátt fyrir að allt hafi verið gert til að reyna að bæta risavaxnar og þunglama- legar þjónustustofnanir ríkisins hafi það engan árangur borið. Hann segir að lausnin á þessu fel- ist í því að gefa notendum þjón- ustunnar frjálst val um að leita annað. Í stað þess að ríkið greiði fyrir rekstur stofnana ætti það að greiða þeim sem þurfa á þjónust- unni að halda og leyfa þeim að velja hvert þeir leita. Með þessu móti náist fram endurbætur, enda taki jafn- vel ríkisstofnanir hratt við sér þegar við- skiptavinirnir leiti annað vegna slakrar þjónustu. Markaðurinn veit betur hvar vega er þörf Í fyrirlestri sínum nefndi Butler ýmislegt annað, svo sem að láta einkaaðila leggja vegi og reka þá. Hér á landi hefur þeirri hugmynd verið hreyft að einkaaðilar leggi nýjan veg, Sundabraut. Slíkur vegur væri með mörgum leiðum inn og út og að því leyti væri gjaldtaka flóknari en til að mynda í Hvalfjarðargöngunum, sem einkaaðilar reka. Spurður að því hvort einkaaðilar geti rek- ið slíka vegi og hvernig það væri fram- kvæmanlegt segir Butler að markaðurinn hafi betri hugmynd um hvar þörf er á veg- um, brúm og göngum en stjórnmálamenn. „Fyrrverandi leiðtogi Sovétríkjanna, Krútsjov, sagði eitt sinn að stjórnmálamenn myndu jafnvel byggja brú þar sem engin á væri fyrir, og þeir munu gera það ef það skilar þeim atkvæðum. Við höfum dæmi um þetta í Bretlandi, þar sem brýr hafa verið byggðar í þeim tilgangi að vinna kosningar þótt umferð sé mjög lítil. Þetta er afar slæmt og sóun á fé almennings. Ég held það væri mun betra ef einkaað- ilar gætu komið til hins opinbera og boðist til að taka að sér að byggja brú, veg eða tengibraut og taka áhættuna af verkefninu og fá greiðslu í samræmi við notkun,“ segir Butler. Með þessu móti segir hann að hægt sé að fá vegakerfi eins og fólk vilji í raun hafa það. Með þessu móti komi greiðsla fyrir vegina beint úr vösum þeirra sem vilji nota vegina, en ríkið taki peningana ekki úr vösum allra til að greiða þá. Vegir greiddir með skuggagjöldum eða beinum gjöldum „Hægt er að leysa öll tæknilegu vanda- málin,“ segir Butler. „Ég held að Ísland sé góður staður til að hafa gjaldtöku á vegum. Það eru tvær leiðir færar. Annars vegar er hægt að nota einkafjármagn til að leggja vegina og taka áhættuna, en ríkið greiði í samræmi við fjölda bíla sem aki um vegina. Notendur veganna greiða þá ekki beint fyrir þá frekar en nú, en þeir sem leggja vegina fá aðeins greitt ef umferð er mikil. Þeir sem leggja vegina koma því með hug- myndir að vegum sem þeir telja að muni verða mikið notaðir og það er gott og betra en núverandi fyrirkomulag. Hins vegar er hægt að hafa gjald- tökukerfi þannig að notendur veganna greiði sjálfir fyrir notkunina. Ég held að það sé gott, því að í stað þess að fjármun- irnir komi frá skattgreiðendum, jafnvel þeim sem ekki aka, þá kemur greiðslan frá notendum. Þetta held ég að sé gott vegna þess að fólk á að greiða fyrir það sem það notar, nema það sé of fátækt og þá á að styðja það í gegnum félagslega kerfið.“ Butler segir að ef notast sé við það sem kallað sé skuggagjald, þ.e. þegar ríkið greiðir fyrir vegina í samræmi við notkun þeirra, þá skipti engu máli hve margar leið- ir séu inn á veginn eða út af honum. Hægt sé að setja upp nokkra teljara og það sé einfalt í framkvæmd. Ef menn vilji ganga lengra og láta notendurna sjálfa greiða fyr- ir vegina, þá þurfi að taka afstöðu til þess hvaða tækni sé notuð. Síðastliðið ár hafi þeir sem aka inn í miðborg Lundúna þurft að greiða fyrir það og daggjaldið sé fimm pund, jafnvirði um 630 króna. Þar séu 144 mismunandi leiðir inn í miðborgina og þrátt fyrir það gangi kerfið upp. Teknar séu myndir af númeraplötum bílanna og eigendurnir fái sekt hafi þeir ekki greitt innan tiltekins tíma. Hægt sé að greiða með ýmsu móti, til að mynda með farsíma, sem sé einföld leið sem um helmingur öku- manna nýti sér. Það sé líka hægt að hafa fullkomnara rafrænt greiðslukerfi, til dæmis með rafrænum númeraplötum, þannig að framkvæmdin sé ekki vandamál. Morgunblaðið/Kristinn onn Butler haraldurj@mbl.is ferðarþjónustu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.