Morgunblaðið - 11.08.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.08.2003, Blaðsíða 18
MINNINGAR 18 MÁNUDAGUR 11. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Lundi V/Nýbýlaveg 564 4566 • www.solsteinar.is Minningarkort Minningar- og styrktarsjóðs hjartasjúklinga Sími 552 5744 Gíró- og kreditkortaþjónusta LANDSSAMTÖK HJARTASJÚKLINGA A u g l. Þ ó rh . 1 2 7 0 .9 7 Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinar- hug við andlát og útför föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, KRISTJÁNS ARINBJÖRNS HJARTARSONAR, Ægisgrund 6, Skagaströnd. Björn Ómar Jakobsson, María Hafsteinsdóttir, Guðmundur Rúnar Kristjánsson, Guðrún Hrólfsdóttir, Ragnheiður Linda Kristjánsdóttir, Sigurlaug Díana Kristjánsdóttir, Grétar Haraldsson, Sveinn Hjörtur Kristjánsson, Hrafnhildur Pétursdóttir, Sæbjörg Drífa Kristjánsdóttir, Guðmundur Óskarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur bróðir okkar og vinur, BJÖRGVIN DALMANN JÓNSSON, Hvanneyrarbraut 37, Siglufirði, lést á Heilbrigðisstofnuninni á Siglufirði mánu- daginn 4. ágúst síðastliðinn. Útför hans verður gerð frá Siglufjarðarkirkju mánudaginn 11. ágúst kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á tækjasjóð Kvenfélags Sjúkrahúss Siglufjarðar (móttökusímar 467 1502 og 467 1178). Systkini og vinir hins látna. ✝ Andrea Helga-dóttir fæddist í Haukadal í Dýra- firði 13. nóvember 1927. Hún lést á líknardeild Land- spítalans í Kópavogi hinn 26. júlí síðast- liðinn. Andrea var elst barna Helga Pálssonar frá Haukadal, f. 10.11. 1900, d. 2. desem- ber 1981, og Berg- ljótar Bjarnadóttur frá Flateyri, f. 8.7. 1910, d. 27. 8. 1998. Systkini Andreu eru: Bjarni Ólaf- ur, f. 7.5. 1930, d. 9.2. 1983, Svav- ar, f. 18.5. 1931, d. 26.10. 1975, og Guðmunda Jónína, f. 7.4. 1933. Hálfsystir samfeðra er Að- alheiður, f. 7.8. 1926. Fyrri maður Andreu var Jósep Helgason, f. 16.6. 1924, sonur Guðmundar Helga Símonarsonar, f. 15.12. 1893, d. 12.1. 1980, og Jóhönnu Bjarnadóttur, f. 7.3. 1902, d. 26.11. 1993. Dætur Andreu og Jóseps eru: 1) Berg- ljót Helga, f. 16.2. 1947, gift Guð- mundi Jóhannessyni, f. 4.3. 1947; þeirra börn eru: Þóra Björk, Arnar og Óðinn. 2) Jóna Björg, f. arsdóttur, f. 14.10. 1975, sonur þeirra er Gunnar; dætur Jóns Arnar og Elsu Bjargar Þórólfs- dóttur eru Kristín Lilja og Hildur Ýr. Langömmubörnin eru níu. Stjúpsynir Andreu eru: 1) Ingi- berg, kvæntur Jóhönnu Þóris- dóttur, þeirra börn eru: Hrafn- hildur, Þórir, Íris Dagbjört og Erna. 2) Kristján, kvæntur Þór- önnu Þórarinsdóttur, þeirra börn eru Þórarinn Jóhann, Guðbjartur Kristján og Vilborg Þóranna. Andrea vann ýmis störf fram- an af ævinni í Dýrafirði, á Pat- reksfirði og í Reykjavík, sam- hliða því að vera húsmóðir á barnmörgu heimili. Hún lauk námi frá Sjúkraliðaskólanum snemma á áttunda áratugnum og vann í framhaldi af því nær ein- hliða á Borgarspítalanum. Andr- ea helgaði sig umönnun geð- sjúkra mestan part starfsævinnar og sinnti að auki ráðgjafarstörf- um fyrir SÁÁ. Andrea gegndi trúnaðarstörfum fyrir Verka- kvennafélagið Sókn í Reykjavík en um tíma var hún varaformað- ur þess félags. Hún var einnig um tíma virk í starfi Dýrfirðinga- félagsins í Reykjavík og í starfi Sálarrannsóknafélagsins. Eftir Andreu liggur talsverður skáld- skapur í bundnu og lausu máli. Ljóð eftir hana hafa verið birt í Lesbók Morgunblaðsins og víðar. Útför Andreu verður gerð frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. 17.1. 1949, gift Úlfari Sigmarssyni, f. 12.4. 1946. Þeirra börn eru: Elín, Þórir og Helga Jóhanna. Seinni maður Andreu var Guðbjartur Sig- urgísli Bergmann Kristjánsson, f. 15.12. 1914, d. 20. 6. 1967, sonur Kristjáns Jóns- sonar frá Ísafirði, f. 20. 4. 1887, d. 1. 12. 1930, og Jóhönnu Guðbrandsdóttur, f. 2.10. 1887, d. 28.1. 1972. Börn Andreu og Guðbjarts eru: 1) Jóhanna Andrea, f. 7.11. 1954, gift Rein- hold Paul Fischer, f. 17.4. 1945, dóttir þeirra er Barbara Dröfn, og dóttir Jóhönnu og Halldórs K. Valdimarssonar er Andrea Berg- mann. 2) Guðbjartur Páll, f. 10.7. 1956, kvæntur Arnfríði Sigurð- ardóttur, f. 6.11. 1956, þeirra börn eru Sigurður Páll og Unnur Vala. 3) Baldur Bjarki, f. 23.4. 1960, sambýliskona Margrét Lovísa Einarsdóttir, f. 25.2. 1963. Börn Baldurs Bjarka og Jóhönnu Gerðu Erlingsdóttur eru Katrín Ösp og Andri Hlynur. 4) Jón Örn, f. 8.6. 1962, kvæntur Rut Gunn- Hefur þú séð rjúkandi fjörðinn eins og allt hafið ætli að koma æðandi á land? Hefur þú séð öllum ósköpunum linna og aftur komið logn? Hefur þú fundið hvernig andardráttur þinn er samofinn hafinu? Þú hefur heyrt hjartslátt lífsins. (A. H.) Það var svartalogn laugardaginn 26. júlí þegar höfundur þessara ljóðlína, Andrea Helgadóttir, dró síðasta andardráttinn, sem var svo samofinn firðinum sem hún lýsir í ljóðinu; Dýrafirði, þar sem hún var fædd og uppalin. Og víst hafði hún heyrt hjartslátt lífsins í hartnær 76 ár, þessi mikla kona, ættmóðir og mannvinur; hjartslátt sem oftar en ekki tifaði á ólíkum hraða í lífi henn- ar sjálfrar, þar sem öldurnar komu ýmist æðandi á land eða svartalogn- ið ríkti. Að eiga góða móðursystur og fá að njóta hennar á bernsku- og ung- lingsárum er mikið lán – en að eign- ast í sömu manneskju traustan og raungóðan vin; sálufélaga og ást- ríka vinkonu, lærimeistara og fyr- irmynd, eru forréttindi. Þannig var Andrea frænka okkar systra sem við nú kveðjum með söknuð í hjarta. Við systurnar nutum samvista við Andreu frá blautu barnsbeini. Persónueinkenni hennar voru einstök. Hún sagði jafnan skoðanir sínar umbúðalaust og fór ekki leynt með þegar henni mislíkaði. Að sama skapi var faðmur hennar stór og hlýr þegar á móti blés. Allar höfum við systurnar gengið á fund frænku okkar á ágjafartímum í lífi okkar og aldrei farið bónleiðar til búðar. Hún miðlaði okkur af lífsreynslu sinni heimspekilegum vangaveltum, um- burðarlyndi og ástúð, án þess að dæma eða velta sér upp úr mistökum okkar eða annarra. Hún kenndi gagnrýna hugsun og ákveðna víðsýni sem fólst í því að öll mál hafa tvær hliðar og allir hafa sitthvað til síns máls. Andrea var af- ar vel gefin kona, sjálfmenntuð og mjög víðlesin. Hún opnaði augu okkar fyrir ólík- um sjónarmiðum þar sem enginn er alvitur eða alvondur. Við systurnar áttuðum okkur snemma á að þar fór óvenjuleg kona sem við löðuðumst að. Við sóttumst eftir návist hennar og buðum henni gjarnan með okkur til gleðskapar þegar fjölskyldur okkar komu saman af ýmsu tilefni, smáu sem stóru. Síðustu árin, þegar Andrea var orðin ein í heimili og börnin flogin úr hreiðrinu, dýpkaði vinskapur okkar á milli, enda hafði hún þá meiri tíma til að sinna okkur, ýmist ferðast með okkur eða taka á móti okkur á heimili sínu. Við munum lengi minnast tveggja utanlands- ferða síðasta árið sem Andrea lifði, annars vegar til Kanaríeyja og hins vegar til Prag en í síðari ferðinni slóst hún í för með okkur systkinun- um í afmælisferð þegar móðir okkar varð sjötug. Í báðum þessum ferð- um var nærvera Andreu ómetanleg. Hún var ekki aðeins meistari í skemmtilegum samræðum, heldur var hún að auki mikill húmoristi þar sem góðlátlegum skeytum var ekki síður beint að henni sjálfri en öðr- um. Aldrei þó svo undan sviði. Hún var hrókur alls fagnaðar og lengi verður í minnum haft sjötugsafmæli hennar þar sem m.a. var flutt lag og ljóð eftir hana sjálfa. Þar voru að verki börn hennar, barnabörn og tengdabörn sem mörg hver eru hin- ir bestu listamenn á sviði tónlistar og söngs. Það fór ekki framhjá nein- um hversu stolt hún var af stórum afkomendahópi sínum og þá eink- anlega börnunum sínum sex. En hún var ekki síður stolt af okkur, systrabörnunum, sem hún taldi sig alltaf eiga stóran hluta í; sér- staklega okkur systrunum sem sóttumst svo gjarnan eftir návist hennar. Þótt mannkostir Andreu frænku okkar væru flestum sem þekktu hana ljósir eru þeir e.t.v. færri sem vissu af listrænum hæfileikum hennar. Í upphafi þessarar greinar er vitnað í eitt fjölmargra ljóða hennar, sem heitir „Hafið“, en auk þess hefur hún ort fjölda ljóða sem flest lýsa ást hennar á heimahög- unum, Haukadal í Dýrafirði, auk heimspekilegra ljóða um lífið og til- veruna. Þá málaði Andrea hin síðari ár en því miður byrjaði hún alltof seint á þeirri listgrein, því sannar- lega voru hæfileikarnir fyrir hendi. Andrea frænka var glæsileg kona svo eftir var tekið. Hún var há og grönn og öll líkamsbeiting var afar virðuleg og fáguð. Það var tignarleg kona sem gekk um götur Prag í apr- íl sl. Þá var kraftur hennar farinn að þverra, en síst grunaði okkur að hún yrði öll um mitt sumar. Þótt söknuður okkar sé mikill er virðingin fyrir stórkostlegri konu og minningarnar um allt sem hún gaf okkur efst í huga okkar á kveðjustund. Sjálf óttaðist hún ekki dauðann og talaði oft um að hún hlakkaði til að hitta fólkið sitt handan við móð- una miklu. Þannig var hún, æðru- laus allt til enda. Hún var tignarleg, falleg og stolt þar sem hún lá bana- leguna með afkomendahópinn hringinn í kringum dánarbeðinn. Þegar þessi mikla kona lauk lífs- hlaupi sínu færðist friður yfir andlit hennar, enda tilbúin og sátt við að takast á við ný heimkynni þar sem gengnir foreldrar og bræður biðu hennar. Við vottum frænku okkar dýpstu virðingu og þökkum henni lær- dómsríka og gefandi samveru. Gengin er göfug kona sem skildi mikinn fjársjóð eftir sig. Í þann sjóð munum við sækja gersemar sem halda nafni hennar á loft um ókomna tíð. Blessuð sé minning Andreu Helgadóttur. Bergljót, Ragnheiður, María og Jakobína Davíðsdætur. Hún horfin er í Haukadalinn sinn handan lífsins. Gengur þar um grundir og fangar fegurð. Dásamar dýrðina. Haukadalur í Dýrafirði skartaði sínu fegursta á sumardögum 1990 á ættarmóti fjölskyldunnar í Braut- arholti. Andrea gladdist mjög yfir góðri þátttöku en mesta gleði henn- ar fólst í því að móðir hennar, hún amma Begga, skyldi treysta sér vestur og dveljast þar helgarstund með fjölskyldunni. Á bernsku- slóðum. Hugljúfum í minningunni þegar Haukadalurinn var og hét. Iðaði af lífi, starfi og leik. Bernsku- sporin lágu víða um dalinn. Minn- ingar margar. Á fyrrnefndu ættarmóti, eftir leik, glens og gleði laugardags- kveldsins, gat ég ekki með nokkru móti hugsað mér að fara að sofa, þá er aðrir gengu til náða. Til þess var kyrrð og blíða blánæturinnar of mikil og veðrið varnaði manni inn- göngu til hvílu með værð sinni. Og þar sem ég stóð einn í hljóðlátri nóttunni og aðeins heyrðist ein- staka kvak fugla frá fjörunni og sef- tjörninni hvar Gísli Súrsson lék leika sína á löngu liðnum öldum ákvað ég að nýta þessar kyrrlátu næturstundir til þess að planta út nokkrum trjám, sem við fjölskyldan ætluðum að koma niður. Ég dreif mig af stað með hjólbörur upp að hesthúsum til að ná í skít, þetta göf- uga og græðandi efni fyrir gróður- inn. Þar sem ég er hálfnaður að fylla hjólbörurnar verður mér litið upp og ég sé að sólin öll er komin upp fyrir fjöllin handan fjarðarins. Dansaði þar eins og stórt gullið hjól á fjallsbrúninni. Heillaður af þess- ari sýn var ég truflaður með hljóð- látu þruski að baki mér. Mér varð litið við. Þar stóð Andrea uppi á lágum hól, íklædd svörtum náttserk með gullbrydduðu munstri. „Hvað er fegurra í Dýrafirði en sólarupprás þegar fjörðurinn er svartur af logni og maður að moka skít í hjólbörur?“ sagði hún með sælubrosi og breiddi út faðminn líkt og hún væri að faðma að sér feg- urðina. Mér varð orða vant. Ég horfði á tignarlega konuna, sem svo snögg- lega birtist mér þarna í önnum mín- um um miðja nótt. Líkt og fjallkon- an hefði komið út úr Hauka- dalsfjallinu. „Hér hefðir þú átt að eiga æsku þína og uppruna, ungi maður, því þú fellur fullkomlega inn í umhverfið.“ Við þessi orð varð mér hugsað um stöðu mína einmitt á þessari stundu. Standandi í miðjum skíta- haug, með skóflu í höndum og hjól- börur mér við hlið. Horfandi á næt- urdrottningu Haukadalsins. Ég kláraði að fylla börurnar um leið og ég sá Andreu sýna firðinum sínum, dalnum sínum og tún- blettum æskuáranna elsku sína og ást á sinn hátt. Mikilfengleg fjöllin sýndu faðmlag sitt á móti og sjórinn var seiðandi. Öllu þessu andaði Andrea að sér í fullkominni aðdáun. Við lögðum af stað heimleiðis í þögulli lotningu og nutum nátt- bliksins. Andrea gat aldrei lengi verið þög- ul. Hún dansaði af gleði götuna heim af fögnuði yfir fegurð fjarð- arins og söng. Á eftir henni dratt- halaðist ég í eigin þögn með hjól- börurnar fullar af skít og hlustaði. Þegar okkur bar í túnfótinn á Brautarholti, hvar ættmenn sváfu værum svefni og dvöldust í drauma- höllu í tjöldum allt um kring, sem og í samkomuhúsinu, settist ég niður. En Andrea gat ekki stoppað sökum fjörs og fiðrings yfir því að vera í firðinum sínum. Við ræddum saman málin. Lífsins veg og tilgang. Og þarna, frá óttu og til dagmála, kynntist ég Andreu best. Hún hafði einarðar skoðanir á mönnum og málefnum. Hún var hafsjór af sög- um, sögnum og fróðleik um dalinn sinn og fjörðinn. Og á þessum fáu næturstundum lærði ég margt um Haukadalinn og Dýrafjörðinn. Kynntist löngu liðnum persónum, festi örnefni í minni mér og mót- aðist af töfrum staðarins. Ég hlust- aði hugfanginn á kennarann. Næt- urdrottningu dalsins í svarta náttserknum með gullbryddaða munstrinu. Í morgunsárið þá er einstaka ætt- armótsgestir tóku að tínast út úr tjöldum var tal okkar Andreu trufl- að. Kyrrðin rofin og hversdagsleiki ættarmótsins var að taka á sig svip. Fuglakvakið frá fjörunni og söngur fugla frá seftjörninni varð há- værara og fjölbreyttara. Við horfð- um á vakningu dagsins í Haukadal, þar sem áður bjó fjöldi, en nú fá- menni. Hún Munda okkar, systir Andr- eu, kom út, undraðist mjög og átti ekki til eitt einasta orð yfir hversu snemma við Andrea værum á fót- um. Munda bauð til morgunverðar í samkomuhúsinu. Og þegar við Andrea gengum til dögurðar dags- ins varð mér litið til baka. Þar stóðu Brautarholtstrén öll í mold í striga- pokunum og hjólbörunar voru enn fullar af skít. Sögur og sagnir Andr- eu voru eins og skíturinn í hjólbör- unum. Göfugar og græðandi fyrir mannshugann. Ég var fróðskapnum fróðari og reynslunni ríkari. Ógleymanlegri næturstund með mikilfenglegri persónu var lokið. Andrea hafði leitt mig um lendur Haukadals og Dýrafjarðar þessa nótt. Þær lendur gengur hún ekki lengur, en ég veit að þær lendur sem Andrea dvelur nú á jafnast á við Dýrafjörðinn hennar og Hauka- dalinn. Sigurður Blöndal. ANDREA HELGADÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.