Morgunblaðið - 11.08.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.08.2003, Blaðsíða 26
26 MÁNUDAGUR 11. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 6. Ísl. tal. Sýnd kl. 8. YFIR 22.000 GESTIR!  Kvikmyndir.com SV. MBL HK. DV Sýnd kl. 6, 8 og 10. Ef þú gætir verið Guð í eina viku, hvað myndir þú gera? Sýnd kl. 10. B.i. 14 ára. J I M C A R R E Y Frábær teiknimynd með íslensku tali fyrir alla fjölskylduna t i i í l t li f i ll fj l l HUGSAÐU STÓRTMiðasala opnar kl. 15.30 YFIR 30.000 GESTIR! Sýnd kl. 8 og 10.30. YFIR 22.000 GESTIR!  Kvikmyndir.com SV. MBL HK. DV Sýnd kl. 3.30. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.15. EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Ef þú gætir verið Guð í eina viku, hvað myndir þú gera? Framhaldið af hinni frábæru Legally Blond sem sló í gegn! Sýnd kl. 3.30, 5.40, 8 og 10.20. kl. 3.30, 5.40, 8 og 10.20. Sýnd kl. 4 og 6. Ísl. tal. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 14. J I M C A R R E Y Frábær teiknimynd með íslensku tali fyrir alla fjölskylduna B R U C E 21. SÝNING MIÐVIKUDAGUR 20/8 - KL. 20 UPPSELT 22. SÝNING FIMMTUDAGINN 21/8 - KL. 20 UPPSELT 23. SÝNING LAUGARDAGINN 23/8 - KL. 16 UPPSELT 24. SÝNING LAUGARDAGINN 23/8 - KL. 20 UPPSELT 25. SÝNING FÖSTUDAGINN 29/8 - KL. 20 ÖRFÆA SÆTI LAUS 26. SÝNING LAUGARDAGINN 30/8 - KL. 16 ÖRFÁ SÆTI LAUS 27. SÝNING LAUGARDAGINN 30/8 - KL. 20 ÖRFÁ SÆTI LAUS 28. SÝNING SUNNUDAGINN 31/8 - KL. 16 LAUS SÆTI 29. SÝNING SUNNUDAGINN 31/8 - KL. 20 LAUS SÆTI ATHUGIÐ ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA! ÞAÐ er slæmt þegar myndir eru vondar, en verra þó þegar myndir sem maður bjóst við að eitthvað yrði spunnið í reynast alvondar. Slíkum vonbrigðum veldur einmitt gaman- smellurinn Brúsi almáttugur eða Bruce Almighty, með þeim Jim Carrey, Jennifer Aniston og Morgan Freeman í aðalhlutverkum. Leikaravalið virðist skemmtilegt og grunnhugmyndin grípandi, en þar með eru kostirnir upp tald- ir. Í myndinni segir af Bruce nokkrum Nol- an (Jim Carrey) sem býr í litlum bæ í New York-ríki. Sá á indæla kærustu (Jennifer Aniston) og starfar við fréttaflutning en þráir að komast úr mjúku málunum í harðar fréttir. Þegar draumar hans um stöðuhækkun verða að engu virð- ist tilvera hans hrynja eins og spila- borg, sem endar með því að Bruce ávítar guð fyrir óréttlætið sem hon- um er sýnt. Guð birtist honum skömmu síðar í mynd Morgans Freemans og býður honum vesgú að taka við stjórntaumum í himnaríki um stund og reyna að komast sjálfur að því hversu erfitt það getur reynst að uppfylla óskir allra. Og þar með hefst hin firrta þroskasaga söghetj- unnar sem á að lýsa vitundarvakn- ingu hans um hin raunverulegu verð- mæti í lífinu. Eftir að Bruce kemst að því að hann er orðinn almáttugur fellur hann í þá gildru að gleyma af- ganginum af heiminum og hugsa að- eins um sjálfan sig. Þannig notar hann krafta sína til að kíkja undir pilsið á konum, forðast polla á göt- unni, losa sig út úr umferðaröng- þveiti og stækka brjóst kærustu sinnar. Sá gjörningur er reyndar sá fyrsti af mörgum sem fá mann til að spyrja hvort þessi maður geti ekki bara átt sig, ef honum dettur ekkert gáfulegra í hug til að gera við almátt- ugheit sín. Söguhetjan er hreinlega gerð of sjálfselsk til þess að nokkurt vit sé í, og það sama einkennir alla umsýslu hans á sviði stjórnunar himnaríkis, jafnvel eftir að hann ákveður að láta eitthvað gott af sér leiða. Jim Carrey er frábær gaman- leikari sem á vart sinn líka í útgeisl- un, ekki síst þegar hann glímir við vel skrifuð og áhugaverð hlutverk líkt og í myndum á borð við the The Truman Show, Man on the Moon og Me, My- self and Irene. En hin hamslausa lík- amstjáning sem er einkenni Carreys getur einnig gert það að verkum að hann verður óþolandi í illa skrifuðum hlutverkum, enda gera tilburðir hans þá lítið annað en að ýkja upp það sem þegar er misheppnað. Það er líka ljóst að í stórum köflum í hinu illa út- hugsaða handriti myndarinnar hefur verið ákveðið að láta Carrey um að fylla upp í eyður með nærveru sinni einni. En væntingum um sanna Carr- ey-takta er einungis svarað með yf- irdrifnu látæði. Brúsi almáttugur átti einnig að verða hið stóra tækifæri Jennifer Aniston, sem er óðum að undirbúa stórsókn sína inn á kvik- myndasviðið nú þegar dregur að lok- um gamanþáttaraðarinnar um Vin- ina. Aniston hefur frábæra hæfileika sem gamanleikkona og ólíkt svo mörgum leikkonum í Hollywood (og víðar) fær hún svigrúm til að vera hvort tveggja í senn, kynþokkafull og fyndin. Hlutverk Aniston í Brúsa al- máttugum er því ekkert annað en niðurlægjandi sóun á góðri leikkonu, en þar leikur hún karakterlausa og á endanum mjög svo brjóstumkennan- lega kærustu hins sjálfumglaða Bruce. Aniston er a.m.k. stórlega ranglega skipað í hlutverk hér, sem hin skilningsríka og þolinmóða fóstra Grace, sem þráir ekkert annað en blíðuhót hins augljóslega tillitslausa kærasta síns, og bíður kjökrandi eftir að hann sýni henni giftingarhring og geti henni barn. Dæmisagan sem sögð er í Brúsa almáttugum reynist síðan, þegar öllu er á botninn hvolft, merkilega þröngsýn og heimsk, í merkingunni heimskt er heimaalið barn. Unnið er með trúarspurningar sögunnar á yfirborðskenndan hátt og nær boðskapurinn um náungakær- leik aldrei lengra en út fyrir garðs- hliðið. Lausnin við sjálfselsku Bruce í myndinni felur ekki annað í sér en vitundarvakningu hans gagnvart því að gefa blóð og vera góður nágranni. Alvondur Bruce KVIKMYNDIR Brúsi almáttugur / Bruce Almighty Laugarásbíó/Regnboginn/Smárabíó/ Borgarbíó Leikstjórn: Tom Shadyac. Handrit: Steve Koren, Mark O’Keefe, Steve Oedekerk. Aðalhlutverk: Jim Carrey, Jennifer Aniston og Morgan Freeman. Lengd: 100 mín. Bandaríkin, Universal Pictures, 2003. Jennifer Aniston og Jim Carrey í hlutverkum Grace og Bruce. Að mati gagnrýnanda er hlutverk Aniston „niðurlægjandi sóun á góðri leikkonu“. Heiða Jóhannsdóttir DJASSDÍVAN Diana Krall heill- aði á þriðja þúsund gesti Laugar- dalshallar á laugardagskvöld. Krall er afar hæfileikaríkur pí- anóleikari og hóf raunar tónlist- arferil sinn á píanóleik. Innlif- unin leyndi sér ekki þegar Krall hóf upp djúpa en þýða raust sína. Uppselt var á tónleikana og 100 aukamiðar sem boðnir voru auk- reitis í síðustu viku seldust allir upp. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Krall lék við hvern sinn fingur NÆRRI milljón manns marseraði um götur Zürich- borgar í Sviss á laugardag á stærstu teknó-tónlistarhá- tíð sumarsins. Hátíðin, eða reifið öllu heldur, var haldin undir yfirskriftinni „Látum sólina skína,“ þótt eflaust séu margir Evrópubúar búnir að fá sig fullsadda af óhóflegu sólskini og hitasvækju síðustu vikna. Aðstandendur reifsins, sem haldið hefur verið árlega frá því 1991, voru í skýjunum yfir aðsókninni. Í frétt Reuters er ýjað að því að götureifið í Zürich sé á góðri leið með að taka við af Ástargöngu, eða Love Parade, Berlínarbúa sem hingað til hefur verið álitin aðal- teknóhátíðin. Á þá hátíð, sem haldin var fyrr á árinu, lögðu hins vegar einungis 5-750 þúsund gestir leið sína þetta árið en það er færra en í fyrra. Zürichhátíðin hef- ur hins vegar aldrei verið fjölmennari. Gestir gátu baðað sig í gosbrunnum og útisturtum sem settar voru upp í tilefni dagsins. Reuters Sólarreif í Sviss

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.