Morgunblaðið - 11.08.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 11.08.2003, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MÁNUDAGUR 11. ÁGÚST 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. ÞYRLA Landhelgisgæslunnar fór í tvö útköll í gær, hið fyrra vegna meiðsla tveggja fjallgöngu- manna í Svarfaðardal og hið seinna vegna bílveltu sem varð norðarlega á Kili. Í Svarfaðardal slösuðust fjallgöngumenn þegar þeir runnu í skriðu uppi í fjalli fyrir ofan Hof um fjögurleytið. Annar maðurinn fótbrotnaði og hinn brákaðist á fæti en óhappið átti sér stað í um 800 metra hæð. Mennirnir voru með síma og gátu tilkynnt óhappið til Neyðarlínunnar sem gerði lögreglunni á Dalvík viðvart. Kallað var eftir þyrlunni klukkan 17:10 en ljóst var að þyrlu þyrfti til að koma mönn- unum undir læknishendur. Þyrlan lenti í fjallshlíð- inni klukkan 18:43, tók upp mennina og lenti við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri kl. 19:01. Um klukkan 18:42 var óskað eftir því að þyrlan tæki fjóra ísraelska ferðamenn sem slösuðust þeg- ar bifreið þeirra valt á Kjalvegi, tólf kílómetrum fyrir sunnan Áfangafell. Einn farþeganna kenndi innvortis meiðsla og ákvað læknir, sem kallaður var til, að nýta ferð þyrlunnar, sem flaug af stað frá Akureyri klukkan 19:46 og lenti á slysstað 20:35. Þyrlan tók svo upp hina slösuðu og lenti með þá í Reykjavík klukkan 21:22 þar sem tveir sjúkrabílar sóttu farþegana og óku þeim á sjúkrahús. Tvö sjúkraflug með sex menn Slysstaðurinn við Hof er efst í fjallinu til vinstri. Morgunblaðið/Guðmundur Ingi FRÁBÆRT veður var á Siglu- firði um helgina þar sem pæju- mót Þormóðs ramma-Sæbergs fór fram. Hitinn fór yfir 25 stig á laugardag og sól skein í heiði. Svo heitt var að fjöldi stúlkna lék sér í Hólsánni, við hlið íþróttasvæðisins á Hóli, eftir að þær höfðu lokið keppni. Sumar óðu upp að öxl- um á kaf í kalda ána en varð ekki meint af vegna blíðunnar. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Buslað í kaldri ánni HLUTFALL útborgunar í fjár- mögnun íbúðarhúsnæðis var 40,6% á árinu 2002 og hafði það lækkað um 2,5% frá árinu á undan, er þetta hlutfall var 43,1%. Þá nam fasteignamat á landinu öllu í lok árs 2002 tæpum 1.800 milljörðum króna. Þetta kemur fram í árs- skýrslu Fasteignamats ríkisins fyrir árið 2002. Með hlutfalli útborgunar er átt við þann hluta kaupverðs sem inntur er af hendi með beinhörðum peningum á fyrsta ári frá undirrit- un kaupsamnings. Sá annmarki er á þessum upplýsingum að ekki er unnt að vita hvort eða að hve miklu leyti kaupandi fær lán til að greiða útborgunina. Hlutdeild húsbréfa jókst á milli áranna 2001 og 2002 og var 3,1% árið 2002 en 2,5% árið 2001. Fast- eignir og lausafé notað sem greiðsla upp í aðra eign námu 2,4% af veltu árið 2002 en 2,1% árið á undan. Hlutdeild fasteignaveð- bréfa sem eru skiptanleg fyrir hús- bréf var 24,4% en var 23,1% árið á undan. Þá voru yfirtekin lán hús- bréfakerfis 21,1% á árinu 2002 en 19,9% árið á undan. Loks var hlut- deild yfirtekinna lána Byggingar- sjóðs ríkisins 5,4% en var 6,4% árið 2001 og hlutdeild annarrar fjár- mögnunar, sem inniheldur meðal annars yfirtekin lífeyrissjóðslán, var 3% árið 2002. Fasteignamatið í Reykjavík rúmir 820 milljarðar króna Fasteignamat í Reykjavík nam rúmum 820 milljörðum króna í lok árs 2002, en tæpum 450 milljörðum króna í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu, þar af var það mest í Kópavogi. Á Reykjanesi nam fasteignamatið tæpum 80 milljörðum og á Vesturlandi tæp- um 75 milljörðum króna. Fast- eignamatið á Vestfjörðum nam tæpum 29 milljörðum króna og á Norðurlandi rúmum 160 milljörð- um króna, þar af tæpum 80 millj- örðum á Akureyri. Á Austurlandi var fasteignamatið rúmir 40 millj- arðar króna, þar af tæpur fjórðung- ur í Fjarðabyggð. Fasteignamat eigna á Suðurlandi í árslok 2002 var tæpir 129 milljarðar króna, þar af rúmir 30 milljarðar í Árborg. Fasteignir landsmanna metnar á 1.800 milljarða ÁTTATÍU manna hópur frá Kanada er meðal þeirra erlendu hlaupara sem taka þátt í Reykjavík- urmaraþoninu að þessu sinni. Í hópnum eru fé- lagar í þarlendum samtökum sykursjúkra. Að sögn Ágústs Þorsteinssonar, framkvæmda- stjóra maraþonsins, er þetta stærsti erlendi hóp- urinn sem sækir Reykjavík heim að þessu sinni til þátttöku í maraþoninu. Einnig er von á tveimur hópum frá Þýskalandi, og eru um 70 manns í öðr- um þeirra. Sömuleiðis er von á Dönum og Banda- ríkjamönnum til þátttöku í hlaupinu. Allur gangur er á hvaða vegalengd þeir munu hlaupa. Áttatíu Kanada- menn í maraþonið RANNSÓKNARNEFND flug- slysa, RNF, hefur tekið til rann- sóknar flugatvik sem varð vestan við Ísland 1. ágúst síðastliðinn. Flugvél frá færeyska flugfélaginu Atlantik Airways á leið frá Íslandi til Grænlands var í sömu flughæð og þota frá Bandaríkjunum sem var á austurleið. Flugumferðarstjóri á ratsjárvakt í íslensku flugstjórnar- miðstöðinni sá í hvað stefndi og fyr- irskipaði að færeyska vélin lækkaði flugið þannig að þúsund fet að- skildu vélarnar eins og vera átti en færeyska vélin var ekki í réttri hæð. Heimir Már Pétursson, upplýs- ingafulltrúi Flugmálastjórnar, tjáði Morgunblaðinu að atvikið hefði ver- ið tilkynnt Rannsóknarnefnd flug- slysa með tölvupósti samdægurs. Þormóður Þormóðsson, rannsókn- arstjóri RNF, segir að eftir frum- skoðun nefndarinnar á gögnum um atvikið hafi verið ákveðið að taka málið til formlegrar rannsóknar. Stefndu móti hvor annarri í sömu flughæðÞORGEIR Sigurðsson, rafmagns-verkfræðingur og sundmaður, svaml- aði úr Geirshólma í Hvalfirði til lands, um 1,7 kílómetra leið, á laugardags- kvöld. Hann var um 54 mínútur á sundinu. Þetta er sama leið og Helga Haraldsdóttir synti á 10. öld með syni sína tvo, líkt og segir í Harðar sögu og Hólmverja. Áður hefur verið synt bringusund eða skriðsund úr hólm- anum til lands, en að sögn Þorgeirs er þetta líklega í fyrsta sinn sem svaml- að er yfir Helgusund. Þorgeir hélt á friðarkerti á sundinu til að reyna á hvort hægt væri að halda á einhverju alla leið í land um leið og hann svamlaði. Friðarkertið keypti Þorgeir í síðustu viku við minningarathöfn um fórnarlömb kjarnorkusprengjanna á Hiroshima og Nakasaki í Japan við lok síðari heimsstyrjaldarinnar, 6. og 9. ágúst árið 1945. „Afrek Helgu Haralds- dóttur var glæsilegt, að komast þessa leið með syni sína tvo. Mig langaði til þess að minnast þess með því að troða marvaða á leiðinni og halda á einhverju alla leið, líkt og hún gæti hafa gert, því að skriðsund og bringu- sund eins og nú eru kennd hefur hún örugglega ekki þekkt,“ sagði Þorgeir í samtali við Morgunblaðið. Hann segir aðstæður hafa verið góðar til sundsins um kvöldið, en slokknað hafi á kertinu stuttu eftir að hann lagðist til sunds. Aðstoðarmenn á báti tendr- uðu ljós að nýju á kertinu og komst Þorgeir með það til lands. Sjórinn var ekki mjög kaldur að sögn Þorgeirs, um 13 til 14 gráður. Grunnt er á leið- inni, og sérstaklega aðgrunnt við ósa Bláskeggsár, þar sem Þorgeir lenti. Gat hann ekki synt síðasta spölinn og varð að ganga til lands. Þorgeir segir það hafa komið sér á óvart að hann þreyttist ekki mjög við sundið. „Ég taldi að ég myndi þreyt- ast af marvaðanum, en mér hitnaði fljótt og gekk vel að komast til lands,“ útskýrir Þorgeir. Hann synti fyrr á þessu ári úr Viðey til lands, og áform- ar að reyna fleiri afrekssund á næstu árum. „Ég hef hugsað mér að synda Drangeyjarsund líkt og Grettir Ás- mundarson, og jafnvel reyna einnig að synda sömu leið og Guðlaugur eftir að Hellisey sökk.“ Synti tæpa tvo kílómetra til lands Morgunblaðið/Árni Sæberg Þorgeir Sigurðsson með friðarkertið sem hann hélt á meðan hann synti úr Geirshólma í Hvalfirði til lands. Í HARÐAR sögu og Hólmverja, 38. kafla, er sagt frá frækilegu sundi Helgu Haraldsdóttur úr Geirs- hólma til lands í Hvalfirði. Segir svo frá í sögunni: „Helga er nú í hólminum og þyk- ist vita nú allar vælar og svik lands- manna; hún hugsar nú sitt mál. Það verður nú hennar ráð, að hún kast- ar sér til sunds og leggst til lands úr Hólminum um nóttina og flutti með sér Björn, son sinn, fjögra vetra gamlan, til Bláskeggsár, og þá fór hún móti Grímkatli, syni sínum, átta vetra gömlum, því að honum dapraðist sundið þá, og flutti hann til lands. Það heitir nú Helgusund.“ Helgusund ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.