Morgunblaðið - 11.08.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.08.2003, Blaðsíða 1
2003  MÁNUDAGUR 11. ÁGÚST BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A STÚLKURNAR VORU ÓHEPPNAR Í RÚSSLANDI / B2 Pétur var mjög hissa á að vera íbyrjunarliðinu og sagði í sam- tali við Morgunblaðið að hann hefði ekki einu sinni búist við því að verða í leikmannahópnum. „Það kom mér mjög á óvart að hafa verið í leikmannahópnum og hvað þá í byrjunarliðinu. Á undirbúnings- tímabilinu var ég búinn að spila einn æfingaleik og það var ekkert sem benti til þess að ég myndi fá einhver tækifæri með aðalliði Stoke. Það hefur verið reynt tvisvar sinnum að gera starfslokasamning við mig og því kom það mér í opna skjöldu þegar knattspyrnustjórinn tilkynnti mér á föstudaginn að ég yrði í byrjunarliðinu. Þó að mér hafi gengið nokkuð vel í leiknum og liðið hafi leikið mjög vel hef ég ekki hugmynd um hvort ég heldsæti mínu í liðinu í næsta leik, þar sem ég er orðinn öllu vanur hjá Stoke. Eina sem ég get gert er að æfa vel og spila vel þegar ég fæ tækifæri til þess og það ætla ég mér að gera áfram,“ sagði Pétur Marteinsson. Pétur hissa á að fá tækifæri PÉTUR Marteinsson var óvænt í byrjunarliði Stoke City gegn Derby County á laugardaginn í ensku 1.deildinni. Stoke sigraði, 3:0, á úti- velli og var Tony Pulis, knattspyrnustjóri Stoke, mjög ánægður með spilamennsku liðsins og framgöngu nýju leikmannanna hjá Stoke en sex nýir leikmenn voru að spila sinn fyrsta deildarleik fyrir liðið. Ljósmynd/Óskar Sæmundsson RÚMENINN Adrian Mutu er nýjasti leikmað- urinn sem gengur til liðs við rússnesku bylting- una hjá Chelsea. Á laugardag samþykkti ítalska liðið Parma 15,8 milljóna punda tilboð Chelsea í Mutu, sem er 24 ára gamall sóknarmaður. Mutu sló í gegn í ítölsku deildinni á síðustu leiktíð og gerði 17 mörk. Í samtali við fjölmiðla sagði Mutu: „Dan Petrescu mælti með Chelsea við mig og eftir að hafa ráðfært mig við hann varð ég sannfærður. Það er mjög erfitt fyrir mig að fara frá Parma en Chelsea gerði mér tilboð sem ég gat ekki hafnað.“ Eftir kaupin á Mutu hefur Chelsea eytt 75 milljónum pundum í leikmenn frá því að rúss- neski milljarðamæringurinn Roman Abramo- vich keypti félagið. Fyrir eru komnir Damien Duff, Geremi, Glen Johnson, Wayne Bridge, Juan Sebastian Veron og Joe Cole. Mutu til liðs við Chelsea ÍSLENSKA unglingalandsliðið skipað leikmönnum 18 ára og yngri vann á laugardag sinn annan sigur í úrslitakeppni Evrópumóts landsliða. Fórn- arlömb laugardagsins voru heimamenn í Slóvakíu. Ísland sigraði í miklum spennuleik 29:28. Ísland leiddi í hálfleik 13:10 og náði sex marka forystu í upphafi síðari hálfleiks 19:13. Þá dró aðeins af Íslendingum og þegar stutt var eftir tókst Slóvökum að jafna metin 27:27. Þá tök Heimir Ríkharðsson, þjálfari íslenska liðsins, leikhlé. Eftir leikhléið skoruðu Íslend- ingar tvö mörk í röð en Slóvök- um tókst að minnka muninn 29:28 og höfðu boltann á loka- sekúndunum. En íslenska vörn- in hélt út og stóðst áhlaup slóv- akísku sóknarinnar. Marka- hæstir í liði Íslands voru Ásgeir Örn Hallgrímsson með 10 mörk og Arnór Atlason gerði 6 mörk. Þá stóð Björgvin Gústavsson vaktina vel í markinu og varði 19 skot. Mikill hiti var í íþróttahöll- inni í Slóvakíu enda engin loft- kæling. Áhorfendur voru um 1300 talsins. Næsti leikur Ís- lands er gegn Þjóðverjum í dag. Glæsilegur sigur á Slóvökum Þarna er um draumastarf að ræðaenda get ég með því einbeitt mér alfarið að þjálfun og lifað af henni,“ sagði Vésteinn í samtali við Morgunblaðið. Hann tekur við starf- inu 1. október og flytur þá um leið með fjölskyldu sína til Árósa frá Hels- ingborg í Svíþjóð, en í Árósum hefur danska frjálsíþróttasambandið í sam- vinnu við danska íþrótta- og ólympíu- sambandið byggt upp fullkomna æf- ingaaðstöðu til frjálsíþrótta. Vésteinn hefur undanfarin ár verið þjálfari þriggja kringlukastara, tveggja Íslendinga og eins frá Eist- landi. Hann segist halda því áfram og kringlukastararnir bætist við þann hóp danskra íþróttamanna sem verða í umsjón Vésteins, þar á meðal kúlu- varparinn Olsen sem er helsta kempa Dana á sviði frjálsíþrótta ásamt heimsmethafanum í 800 m hlaupi Wil- son Kipketer. „Ég sé fram á að þetta nýja starf verði eingöngu til að styrkja þá íþróttamenn sem ég er þegar með á minni könnu,“ segir Vé- steinn sem reiknar hins vegar með að hætta umboðsmennsku fyrir frjáls- íþróttamenn, slíkt fari ekki saman við nýja starfið. Vésteinn segir ráðninguna hafa átt sér nokkurn aðdraganda. Hann hafi um nokkurra ára skeið leitað fyrir sér um að geta einbeitt sér að þjálfun kastara og meðal annars leitað eftir starfi í Bandaríkjunum. Afturkippur hafi komið í allt vestra eftir hryðju- verkin 11. september 2001. Danirnir hafi fyrst komið að máli við sig á Evr- ópumeistaramótinu í München fyrir réttu ári síðan. „Málið hefur gerjast síðasta árið en síðan tók ég ákvörðun fyrir þremur vikum um að taka það að mér. Ég er spenntur og hlakka til að takast á við það af fullum krafti.“ Vésteinn er einn reyndasti frjáls- íþróttamaður Íslands, tók hann þátt í fernum Ólympíuleikum og fjölmörg- um Evrópu- og heimsmeistaramót- um. Auk þess var hann landsliðsþjálf- ari Íslands um fimm ára skeið frá 1997 þar til á síðasta hausti og á þeim tíma fylgdi hann fremstu frjáls- íþróttamönnum Íslands á öll helstu stórmót viðsvegar um heim á þeim tíma, m.a. á ÓL í Sydney 2000. Vésteinn landsliðs- þjálfari Dana VÉSTEINN Hafsteinsson, Íslandsmethafi í kringlukasti og fyrrver- andi landsliðsþjálfari í frjálsíþróttum, hefur verið ráðinn lands- liðsþjálfari Dana í kastgreinum frjálsíþrótta. Þetta var tilkynnt á blaðamannafundi danska frjálsíþróttasambandsins á laugardag- inn. Samningur Vésteins við Danina er til ársins 2008 en að auki verður Vésteinn einkaþjálfari eins fremsta kúluvarpara Norður- landa, Joachims Olsen, en hann á danska metið, 21,57 metra. ÍSLANDSMEISTARARNIR Birgir Leifur Hafþórsson og Ragnhildur Sigurðardóttir urðu sigurvegarar á næst síðasta stiga- móti Golfsambandsins sem lauk í gær á Grafarholtsvelli. Birgir lék hringina tvo á 137 höggum – hann setti vallarmet fyrri daginn, er hann lék á 67 höggum. Ragn- hildur sigraði með yfirburðum í kvenna- flokki, lék á 145 höggum. Hér á mynd- unum eru meistararnir í leik. Meistararnir sigurvegarar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.