Morgunblaðið - 11.08.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.08.2003, Blaðsíða 2
ÍÞRÓTTIR 2 B MÁNUDAGUR 11. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ  BRASILÍSKI miðjumaðurinn Kaka, 21 árs, leikmaður hjá San Paolo, er á leiðinni til AC Milan, sem mun greiða um 800 millj. ís. kr. fyrir hann. Kaka mun hitta fyrir Brasilíu- mennina Rivaldo og Cafu. „Það verð- ur stórkostlegt að klæðast búningi AC Milan og leika við hliðina á Riv- aldo og Cafu,“ sagði Kaka.  JUAN Sebastian Veron er kominn á ný í landsliðshóp Argentínu – fyrir vináttuleik gegn Uruguay, sem fer fram í Flórens á Ítalíu 20. ágúst. Þetta er í aðeins annað sinn sem hann er valinn í liðið frá því á HM 2002.  LANDSLIÐS-þjálfararnir Marcelo Bielsa hjá Argentínu og Juan Ramon Carrasco hjá Uruguay, ætla að tefla fram þeim leikmönnum sem leika í Evrópu.  Í ARGENTÍSKA liðinu eru margir kunnir leikmenn, eins og varnar- mennirnir Facundo Quiroga (Sport- ing Lisbon), Roberto Ayala (Val- encia), Walter Samuel (Roma), Gabriel Heinze (París St Germain), Diego Placente (Leverkusen), miðju- mennirnir Javier Zanetti og Matias Almeyda (báðir hjá Inter), Juan Seb- astian Veron (Chelsea), Pablo Aimar (Valencia) og sóknarmennirnir Jav- ier Saviola (Barcelona), Hernan Crespo (Inter Milan) og Claudio Lop- ez (Lazio).  LEIK Watford og Coventry í ensku 1. deildarkeppninni var frestað á laugardaginn, eftir að Jimmy Davis, 21 árs, leikmaður Watford, lést í bif- reiðarslysi á hraðbraut við London, er hann var á leið til leiks. Watford fékk Davis lánaðan frá Manchester United í júní.  SIR Alex Ferguson, knattspyrnu- stjóri Englandsmeistara Manchester United, sagði á laugardag að hann ætlaði sér að halda áfram að stjórna United liðinu svo lengi sem hans starfskrafta væri óskað á Old Traf- ford.  LENNOX Lewis, þungavigtarbox- ari, hefur ákveðið að berjast ekki meira á árinu en það stóð til að hann myndi mæta Vitali Klitschko í nóv- ember. Lewis sigraði Klitschko í mjög umdeildum bardaga í sumar og margir boxáhugamenn vilja sjá þá berjast aftur.  LEWIS, sem er 37 ára gamall, hef- ur ekki gefið það út hvort hann sé endanlega hættur að berjast. „Ég myndi hafa gaman af því að mæta Klitschko aftur en ég mun ekki mæta honum í ár. Kannski berst ég við hann á næsta ári en það mun bara koma í ljós,“ sagði Lewis við blaðamenn.  REAL Madrid sigraði landslið Taí- lands 2:1 í gær en þetta var síðasti leikur liðsins í æfingaferð félagsins í austurlöndum. Fernando Morientes og Javier Portillo gerðu mörk spænsku meistaranna. FÓLK Leikmenn Rússlands byrjuðu leik-inn með að sækja að marki Ís- lands, en íslensku stúlkurnar vörðust vel og á 12. mín. náðu þær skyndisókn sem endaði með því að Hrefna Jó- hannesdóttir sendi knöttinn í netið hjá Rússum, 1:0. Sóknin hófst með því að Laufey Ólafsdóttir átti góða send- ingu frá hægri kanti inn að vítateig Rússa, þar tók Ásthildur Helgadóttir við knettinum, lék á varnarmann og spyrnti að marki – knötturinn skall á stönginni og knötturinn fór út. Hrefna var þar á réttum stað og sendi hún knöttinn örugglega í netið. Þessi óskabyrjun hafði góð áhrif á leik íslenska liðsins, en stúlkurnar náðu þó ekki að koma í veg fyrir að Rússar næðu að jafna aðeins fimm mín. síðar með þrumuskoti utan víta- teigs. Þóra B. Helgadóttur, mark- vörður, átti ekki möguleika á að verja. Strax í upphafi síðari hálfleiks, á 50. mín., fékk einn leikmaður Rússlands gult spjald í tvígang og var því rekinn af leikvelli. Eftir það náðu íslensku stúlkurnar góðum tökum á leiknum, en þeim tókst ekki að nýta sér liðs- muninn og tryggja sér sigur. Heppn- in var ekki með þeim, því að tvisvar hafnaði knötturinn á tréverkinu hjá Rússum. Ásthildur Helgadóttir átti fyrst skot í slá og skömmu síðar skall- aði Hrefna Jóhannesdóttir knöttinn í slána. Markahrókurinn Olga Fær- seth fékk einnig tvö mjög góð tæki- færi til að skora, en henni brást boga- listin. Íslenska liðið verður að teljast óheppið að hafa ekki farið heim með þrjú stig frá viðureigninni gegn Rúss- um, sem eru með eitt sterkasta lands- lið heims.Ásthildur Helgadóttir, fyr- irliði íslenska liðsins, átti mjög góðan leik, eins og Laufey Ólafsdóttir. Þá voru þær Íris Andrésdóttir og Björg Ásta Þórðardóttir sterkar í vörninni. Barátta og leikgleði „Við erum mjög ánægðar með leik okkar, en svekktar að hafa ekki náð að leggja Rússa að velli,“ sagði Erla Hendriksdóttir eftir leikinn. „Við ætl- uðum okkur að ná jafntefli og mætt- um grimmar til leiks. Það var gaman að sjá hvað leikur liðsins var yfirveg- aður. Við vorum óhræddar að halda knettinum og leika honum á milli okk- ar. Við lékum ekki stífan varnarleik, heldur sóttum við. Óheppnar í Rússlandi „VIÐ getum ekki annað en verið ánægðar með að ná jafntefli hér gegn Rússum,“ sagði Helena Ólafsdóttir, landsliðsþjálfari íslenska kvennadsliðsins, sem kom skemmtilega á óvart með því að gera jafntefli við Rússland í undankeppni Evrópukeppni landsliða í Sel- iatino á laugardaginn, 1:1. Íslensku stúlkurnar fengu tækifæri til að gera út um leikinn, en heppnin var ekki með þeim – tvisvar hafnaði knötturinn á þverslánni á marki Rússa. „Það hefði verið gaman að ná sigri – við fengum tækifæri til þess.“ Kvennalandsliðið gerði jafntefli við Rússa í Evrópukeppni landsliða í Seliatino ÞÓRÐUR Guðjónsson, leikmaður Bochum, lék síðari hálfleikinn gegn Hamburg í þýsku 1.deildinni á laugardaginn en liðin skildu jöfn 1:1. Þórður lék vel og vonar að með frammistöðu sinni fái hann tækifæri gegn Bayern München um næstu helgi. „Ég kom inná miðjuna og mér gekk mjög vel og ég er mjög sáttur. Það kom betra skipulag á leik okkar eftir að ég kom inná. Í fyrri hálfleik var Hamburg mun sterkara liðið. Þeir hefðu getað verið þremur til fjórum mörkum yfir eftir 30 mínúta leik en þetta er rosalega sterkt lið. Í síðari hálfleik lékum við betur og hefðum getað skorað nokkur mörk en það gekk ekki að þessu sinni. Aðstæðurnar voru rosalega erfiðar því hitinn var nánast óbærilegur og hann komst upp í 47° gráður og það er mjög erf- itt að koma inná við svoleiðis aðstæður,“ sagði Þórður í samtali við Morgunblaðið. Þórði gekk vel í hitanum LÁRUS Orri Sigurðsson, leikmaður West Brom Albion í ensku 1. deild- inni, þurfti að fara af leikvelli gegn Walsall á 35. mínútu vegna meiðsla. West Brom tapaði 4:1 á útivelli en staðan var 1:0 fyrir Walsall þegar Lár- us Orri fór af velli. „Þetta eru taugameiðsl í baki og það er mjög erfitt að eiga við þessi meiðsl en ég byrjaði að finna fyrir þeim síðasta fimmtu- dag. Ég ákvað að láta að reyna á hvort ég gæti leikið heilan leik en það gekk ekki að þessu sinni. Nú er bara einn dagur í einu tekinn og ég var í sjúkrameðferð í dag og það er allt gert til þess að ég komist í gang sem allra fyrst. Ég vonast til að geta leikið í deildinni næsta laugardag en það verður bara að koma í ljós hversu snöggur ég verð að ná mér,“ sagði Lárus Orri í samtali við Morgunblaðið. Aðspurður um leikinn gegn Walsall sagði Lárus Orri að þetta hefði verið einn af þessum dögum þar sem þetta gekk ekki upp. „Ég hef spilað fjórum sinnum á þessum velli og alltaf tapað og ég hef ekki góðar minningar frá honum. Fyrstu 30 mín- úturnar vorum við miklu betri og mér fannst bara tímaspursmál hvenær við kæmust yfir. Þegar þeir komust yfir hafði ég ekki miklar áhyggjur því ég hélt að við myndum ná yfirhöndinni þegar líða tæki á leikinn. Walsall skoraði tvö frábær mörk og þetta var einn af þessum dögum þar sem þetta gekk einfaldlega ekki upp. Það eru nú 45 leikir eftir í deildinni þannig að við höfum nú ekki of miklar áhyggjur af þessu tapi.“ Lárus Orri fór meiddur af leikvelli Lárus Orri „VIÐ gerðum okkur grein fyrir hvað leikur okkar var góður, þegar þjálfari rússneska liðsins hrósaði ís- lenska liðinu og sagði eftir leikinn að liðið hafi leikið betur en fyrir ári síðan, en þá gerðum við einnig jafn- tefli í Rússlandi. Rússneska liðið hefur æft mikið að undanförnu, enda er það að búa sig undir þátt- töku í heimsmeistarakeppninni,“ sagði Erla Hendriksdóttir. Erla sagði að það hafi ekki orðið miklar breytingar á rússneska lið- inu frá því í fyrra, en við erum að- eins fimm eftir í íslenska liðinu sem lék þá. Ég, Þóra, Ásthildur, Edda og Olga. Við erum með ungt lið, sem er í framför og lofar góðu. Næsti leikur okkar verður í Frakklandi, en Rússar og Frakkar voru taldir sigurstranglegastir í riðlinum. Við munum fara til Frakklands með sama hugarfari og við fórum til Rússlands. Vonandi náum við sama árangri þar, eða jafnvel sigri,“ sagði Erla. Hrós frá þjálfara Rússa FH 1:2 Fylkir Leikskipulag: 4-4-2 Landsbankadeildin, 13. umferð Kaplakriki Sunnudaginn 10. ágúst 2003 Aðstæður: Blautur völlur en góður, lítill vindur og mikil rigning á köfl- um Áhorfendur: 1050 Dómari: Erlendur Eiríksson, Fram, 3 Aðstoðardómarar: Leiknir Ágústsson, Garðar Örn Hinriksson Skot á mark: 15(7) - 10(4) Hornspyrnur: 6 - 3 Rangstöður: 2 - 2 Leikskipulag: 4-5-1 Daði Lárusson Magnús Ingi Einarsson Freyr Bjarnason Ásgeir Gunnar Ásgeirsson M Sverrir Garðarsson (Víðir Leifsson 60.) Baldur Bett Jón Þorgrímur Stefánsson M Heimir Guðjónsson M Hermann Albertsson (Jónas Grani Garðarsson 79.) Allan Borgvardt M Atli Viðar Björnsson Kjartan Sturluson M Helgi Valur Daníelsson M Þórhallur Dan Jóhannsson Hrafnkell Helgason M Kjartan Antonsson M Ólafur Ingi Skúlason M (Arnar Þór Úlfarsson 90.) Finnur Kolbeinsson M Sverrir Sverrisson Ólafur Páll Snorrason (Theódór Óskarsson 55.) Haukur Ingi Guðnason Sævar Þór Gíslason (Björn Viðar Ásbjörnsson 66.) M 0:1 (73.) Björn Viðar Ásbjörnsson fékk boltann hægra megin í vítateignum og lék aðeins inn í teiginn og skaut lúmsku skoti neðst í markhornið en Daði Lárusson hreyfði sig ekki á línunni og horfði á eftir boltanum í netið. 0:2 (81.) Finnur Kolbeinsson náði boltanum upp við endamörkin og lék þar glæsilega á Heimi Guðjónsson og skaut föstu hnitmiðuðu skoti sem endaði í markhorninu, óverjandi fyrir Daða Lárusson. 1:2 (90.) Eftir mikinn atgang í vítateig Fylkismanna barst boltinn til Jón Þor- gríms Stefánssons sem skoraði með föstu skoti. Gul spjöld: Hermann Albertsson, FH (31.) fyrir brot.  Sverrir Sverrisson, Fylkir (90.) fyrir brot. Rauð spjöld: Engin VERNHARÐ Þorleifsson náði bestum árangri ís- lenskra júdómanna, sem kepptu um helgina á sterku alþjóðlegu móti í Braunsch- weig í Þýskalandi. Vern- harð varð fimmti í 100 kg flokki. Hann vann þrjár við- ureignir og tapaði einni. Vernharð varð síðan að gefa viðureign um brons- verðlaun, þar sem hann meiddist á öxl. Bjarni Skúlason varð sautjándi í sínum þyngd- arflokki, Gígja Guðbrands- dóttir þrettánda í sínum flokki. Margrét Bjarnadótt- ir keppti einnig á mótinu, tapaði einu viðureign sinni. Vernharð meiddist á öxlÞað var barátta og leikgleði sem einkenndi leik okkar og ungu stúlk- urnar komu vel frá leiknum,“ sagði Erla og hún sagði að markið hefði komið á mjög góðum tíma. „Það varð til að auka sjálfstraustið hjá okkur, en við vorum nokkuð spenntar fyrir leikinn. Það kom ró yf- ir leik liðsins, enda þungu fargi af okkur létt. Það kom okkur nokkuð á óvart, þegar Rússar misstu leikmann af velli í byrjun seinni hálfleiksins, að þeir breyttu ekki leikaðferð sinni. Við það náðum við góðum tökum á miðj- unni, en því miður var heppnin ekki með okkur. Við hefðum mátt vera ákveðnari og grimmari síðustu tutt- ugu mínútur leiksins, en þreytan var þá farin að segja til sín. Eftir leikinn vorum við ánægðar með jafnteflið, en frekar sárar að hafa ekki náð að nýta okkur liðsmuninn og knýja fram sigur,“ sagði Erla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.