Morgunblaðið - 11.08.2003, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 11.08.2003, Qupperneq 1
Fasteignablaðið mánudagur 11. ágúst 2003 mbl.is w w w .f rj a ls i. is Ráðgjafar okkar veita allar nánari upplýsingar. Þú getur komið við í Ármúla 13a, hringt í síma 540 5000 eða sent tölvupóst á frjalsi@frjalsi.is Ertu að kaupa, byggja eða breyta? Þú getur á auðveldan hátt samið um fasteigna- eða framkvæmdalán hjá Frjálsa fjárfestingarbankanum. Um er að ræða hagstætt lán, sem veitt er til allt að 30 ára gegn veði í fasteign. Dæmi um mánaðarlega greiðslubyrði af 1.000.000 kr.* Vextir % 6,50% 7,50% 8,50% 9,50% 10,00% 5 ár 19.600 20.000 20.500 21.000 21.200 15 ár 8.700 9.300 9.800 10.400 10.700 30 ár 6.300 7.000 7.700 8.400 8.800 *Lán með jafngreiðsluaðferð án verðbóta. Frjálsa fjárfestingarbankans Fasteignalán Allt að 80%veðsetningarhlutfallaf verðmæti fasteignar Óendanlegir möguleikar Þúsundir fasteigna af öllum stærðum og öllum gerðum alls staðar á landinu // Endurbyggt hús Grjótagata 11 er endurbyggt hús. Það stóð áður á Tjarnargötu 3c, þar bjó Indriði Ein- arsson og þar var Leikfélag Reykjavíkur stofnað 1897.  2 // Vatnsstígur 10a Jes Ziemsen, Mjólkurfélag Reykjavíkur, Magnús Jónsson trésmiður og MÍR voru með- al þeirra sem áttu og ráku starfsemi á Vatnsstíg 10a.  26 // Plaströr leyfð? Leyfir Tortímandinn, Arnold Schwarzen- egger, plaströr í Kaliforníu? spyr Sigurður Grétar Guðmundsson í pistli sínum Lagnafréttum.  37 // Viðhald svala Svalir á fjöleignarhúsum, viðgerðir á þeim og endurnýjun þeirra er umfjöllunarefni Hrund- ar Kristinsdóttur hdl. hjá Húseigendafélag- inu.  40 NÚ STANDA yfir framkvæmdir við endurnýjun gamla barnaskólans á Ísafirði við Aðalstræti, þær eru liður í byggingu nýs skólakjarna fyrir grunn- skólann sem reistur verður í framhaldi af þessu. „Verið er í fyrsta áfanga að endurnýja ytra byrði gamla barnaskólans. Bárujárn var yfir tvö- faldri gamalli timburklæðningu en nú verður sett ný timburklæðning með tilheyrandi skrauti í upphaflegum stíl,“ sagði Sigurður Mar, bæjar- tæknifræðingur á Ísafirði. „Gamli barnaskólinn var reistur 1901 og hefur Húsafriðunarnefnd lýst yfir vilja til að friða kennslustofur og gang frá fyrstu gerð hússins. Síðar var byggt við húsið en sú viðbót verður fjar- lægð þegar byggðar verða nýjar kennslubygg- ingar rétt við gamla barnaskólann, en hann verð- ur hluti þess byggingakjarna sem áformað er að reisa í framhaldi af hugmyndasamkeppni um framtíðarhúsnæði fyrir grunnskólann á Ísafirði sem fram fór fyrir ári. Það voru arkitektarnir Örn Þór Halldórsson og Einar Ólafsson sem unnu samkeppnina og á grundvelli þeirra hugmynda verður skólakjarn- inn reistur. Fyrsti áfanginn í þessari aðgerð er endurnýjun gamla barnaskólans, í sumar verður framhlið hússins komið í upphaflegt form. Til- tölulega litlar viðgerðir þarf að gera á burðar- virki hússins. Þegar hafa gluggar verið teknir úr húsinu og nýir smíðaðir og verið er að setja þá í. Gamli barnaskólinn var byggður á staðnum af smiðum á Ísafirði og notuð í ytra byrði venjuleg nótuð klæðning. Sex kennslustofur og gangur er svæðið sem friðað verður og er fyrirhugað að hafa þarna kennslustofur áfram í hinum skóla- kjarnanum. Alltaf hefur verið kennslustarf í þessu húsi, fyrst barnakennsla en síðar hóf Menntaskólinn á Ísafirði starfsemi sína þarna. Grunnskóli hefur verið í húsinu undanfarin ár fyrir yngstu árganga.Verktakafyrirtækið Eirík- ur og Einar Valur ehf. annast framkvæmdirnar. Útboðsgögn eru unnin af Teiknistofunni Kol & salt.“ Gamli barnaskólinn á Ísafirði endurnýjaður Hafnar eru framkvæmdir við endurnýjun gamla barnaskólans á Ísafirði.                                                                ! " ## # $  # % & &   $  &! # % " & # #                    '()*  )  *   & +  ,-.   /  *0  1  +  2  3..    4 )5 &  4 )5 ") (  4 )5 &  4 )5     6   76 6  6    6          !!!"           8  8   666 66 666 66 666 66 !# $ %   %#  %#  !%  &   '             7 6 7          & )           (       7 9 6

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.