Morgunblaðið - 11.08.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 11.08.2003, Blaðsíða 40
40 C MÁNUDAGUR 11. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐFasteignir Opið mán.-fös. kl. 8-12 og 13-17 Sýnishorn úr söluskrá. Sjá mikinn fjölda eigna og mynda á fmeignir.is og mbl.is. Sölumenn FM aðstoða. Eldri borgarar GRANDAVEGUR LYFTA Fyrir 60 ára og eldri er til sölu mjög góð þriggja herb. íbúð á fjórðu hæð í vin- sælu lyftuhúsi. Vandaðar innréttingar, yfirbyggðar svalir, þvottahús í íbúð. Mikil sameign, húsvarðaríbúð, veislu- salur o.fl. 21034 Hæðir AFLAGRANDI VESTURBÆR Vorum að fá í einkasölu stórglæsilega hæð ásamt bílskúr alls um 160 fm. Ein- staklega vandað til allra innréttinga. Mikil lofthæð. Sérinngangur. Eign sem vert er að skoða. Ásett verð 23,0 millj. 5491 4ra herb. og stærri BLIKAÁS Vorum að fá í einkasölu fallega fjögurra herb. íbúð á jarðhæð með sérinngangi. Parket og flísar á gólfum. Þvottahús innaf eldhúsi. Ásett verð 16,0 millj. 3827 UNUFELL Vorum að fá í einkasölu snyrtilega fjög- urra herb. íbúð á þriðju hæð. Þvottahús í íbúðinni. Nýlegur linoleum-dúkur á gólfum. Verð 10,9 millj. 3825 ÁLFABORGIR Vorum að fá í sölu nýlega fjögurra herb. íbúð á þriðju hæð með sérinngangi af svölum í litlu fjölbýli. Stutt í alla þjón- ustu og skóla. Ekkert áhvílandi. Ásett verð 13,5 m. 3828 3ja herb. íbúðir HÓLMGARÐUR SÉRINNGANG- UR Vorum að fá í einkasölu þriggja herb. íbúð á efri hæð með sérinngangi. Nýleg eldhúsinnrétting. Háaloft yfir allri íbúð- inni. Fyrirliggjandi teikningar að hækkun risins. Ásett verð 11,8 millj. 21117 SVARTHAMRAR Vorum að fá í sölu fallega íbúð með sérinngang af svölum á þriðju hæð. Parket og flísar á gólfum. Tengi fyrir þvottavél og þurrkara á baðherbergi. Ásett verð 12,5 millj. 21118 HJALLAVEGUR SÉRINNGANGUR Þriggja herb. íbúð í tvíbýlishúsi. Var áð- ur einbýli. Hægt að kaupa sem slíkt eða í sitthvoru lagi. 21116 2ja herb. íbúðir REYNIMELUR Vorum að fá í sölu fallega 73 fm íbúð í kjallara á þessum eftirsótta stað. Nýuppgert baðhrebergi. Sérinngangur. Íbúð sem vert er að skoða. Ásett verð 11,3 millj. 1804 LÆKJASMÁRI Vorum að fá í sölu einstaklega glæsi- lega 74 fm íbúð á þessum vinsæla stað. Sérafgirt verönd með háum skjól- vegg. Parket og flísar á gólfum. Eign sem vert er að skoða. Ásett verð 11,8 millj. 1803 ESKIHLÍÐ Rúmgóð og björt tveggja herb. íbúð í kjallara. Íbúðin var öll tekin í gegn fyrir þremur árum. Glæsileg góflefni. Húsið nýlega tekið í gegn. Gott skipulag. Frá- bær staðsetning. Laus strax. 1760 Landsbyggðin UNNARHOLTSKOT - HRUNA- MANNAHREPPI Til sölu 96 fm, fjögurra herbergja íbúð í litlu fjölbýli að Unnarholtskoti í Hruna- mannahreppi. Skemmtilegt umhverfi. Hitaveita. Verð 5,9 millj. 10888 HALLGEIRSEYJARHJÁLEIGA A-LANDEYJUM Til sölu jörðin Hallgeirseyjarhjáleiga Í Austur Landeyjum. Jörðin er um 100 ha þar af 16 ha ræktað land. Á jörðinni er nýlegt íbúðarhús, neðri hæð 45 fm og efri hæð 25 fm. Jörðinni fylgir að auki: Nýinnréttað 10 hesta hús með haug- húsi. Útihús: Vélageymsla, hlaða, bíl- skúr og tvískipt geymsla. Tamninga- gerði: Hringgerði og ferhyrnt. Hlunnindi: Fjara, veiðiréttur og malarnám. Sjá einnig á fmeignir.is og mbl.is. 10971 EYRARKOT KJÓS Til sölu jörðin Eyrarkot í Kjósarhreppi. Stærð jarðarinnar er um það bil 150 ha. Á jörðinni er 134 fm eldra íbúðarhús auk þess útihúss sem vel gæti nýst t.d. sem hesthús. Jörðin á land að sjó. Verðhugmynd 19,8 millj. Áhugaverð jörð rétt við borgarmörkin. Jörð sem vert er að skoða. Myndir á skrifstofu og á netinu. 10780Sumarhús SUÐURLAND Til sölu áhugavert land úr jörðinni Kíl- hraun í Skeiða og Gnúpverjahreppi. Landið er um 100 ha allt gróið land m.a. töluvert ræktað land. Hitaréttindi. Áhugaverð eign. Verðhugmynd 15,0 m. 11265 KLAUSTURHÓLAR GRÍMSNESI Til sölu sumarhús á 1 ha grónu eignar- landi. Húsið er 35 fm ágætlega stað- sett. Góð staðsetning. Hagstætt verð. 13699 LAUGAVATN Um er að ræða 71 fm sumarbústað í Giljareitum í landi Snorrastaða, Laugar- dalshreppi, yfir húsinu að hluta er svefnloft. Bústaðurinn er allur hinn glæsilegasti og lítur mjög vel út. Sumar- bústaðurinn stendur í byrjun hlíðar og er mjög gróðið umhverfis hann. Pallur í kringum allan bústaðinn. Þrjú svefnher- bergi. Hugsanlega væri hægt að kaupa innbú með bústaðnum. Bústaður sem hefur ávallt verið vel haldið við. Nánari upplýsingar á skrifstofu. Sjá einnig fmeignir.is og mbl.is. 13613 Hesthús HAFNARFJÖRÐUR HESTHÚS Vorum að fá í sölu í nýju hesthúsi góða 10 hesta einingu með öllum þægindum m.a. kaffistofu snyrtingu og sturtu. Góðar innréttingar og gott útigerði. Frá- bærar reiðleiðir í næsta nágrenni. Áhugaverð eign með góða staðsetn- ingu. Verðhugmynd 7.8 millj. Nánari upplýsingar á skrifstofu F.M. Sá einnig fmeignir.is og mbl.is 12183 HESTHÚS HEIMSENDI 5 KÓPA- VOGI Til sölu nýlegt hesthús á þessum vin- sæla stað. Um er að ræða allt hesthús- ið. Húsinu er skipt í fimm sjálfstæðar einingar. Nánar tiltekið þrjár átta hesta einingar, eina fjórtán hesta einingu og eina þrettán hesta einingu. Húsið er allt með vönduðum innréttingum (stíur) loft upptekin og klædd litaðri járnklæðn- ingu. Kjallari er undir öllu húsinu, loft- hæð þar um 2,20 m. Gott gerði við hús- ið einnig rampur eða innkeyrsla í kjallar- ann. Sjá nánari uppl. og myndir á fmeignir.is og mbl. is. 12194 fmeignir@fmeignir.is www.fmeignir BÚJARÐIR – BÚJARÐIR Til sölu hjá okkur er nú fjöldi áhugaverðra jarða m.a. hlunnindajarðir, jarðir með greiðslumark í sauðfé og mjólk, einnig jarðir fyrir garðyrkju, skógrækt, hrossarækt, svínarækt, frístundabúskap og ferðaþjónustu. Jarðir þessar eru víðs vegar um landið. Erum einnig með á söluskrá fjölda sumarhúsa og hesthúsa. Hjá okkur er einnig oft til sölu sauð- fjár- og mjólkurframleiðsluréttur. Fáið senda söluskrá í pósti eða nálgist eintak á skrifstofu. Minnum einnig á fmeignir.is og mbl.is. Hamraborg 12, Kópavogi, sími 564 1500, fax 554 2030. Jóhann Hálfdánarson, Vilhjálmur Einarsson, löggiltir fasteigna- og skipasalar.  564 1500 25 ára EIGNABORG FASTEIGNASALA SÉRBÝLI Hvannhólmi 16 205 fm einb. á tveimur hæðum, vandaðar innréttingar, hægt er að hafa séríbúð á neðri hæð, 25 fm bílskúr. Miðsalir Parhús í byggingu, 177 fm á tveimur hæðum, 3 svefnherb. Afhent til- búið að utan, fokhelt að innan. Innbyggð- ur bílskúr fylgir hvorri eign. Sæbólsbraut Glæsilegt endaraðhús um 179 fm, fjögur svefnherb., glæsilegar innr. í eldhúsi. Stofa með arni, suðurgarð- ur með sólpöllum og heitum potti, bílskúr um 25 fm. Reynigrund 126 fm raðhús á tveim- ur hæðum, 4 svefnherb. suðursvalir, 25 fm bílskúr, laust strax. Birkigrund 196 fm parhús á tveimur hæðum, 5 svefnherb., suðursvalir og garður. Í kjallara er lítil tveggja herbergja ósamþykkt íbúð. 25 fm sérbyggður bíl- skúr. Lækjasmári - sérhæð Um 109 fm efri hæð að auki 24 fm risherbergi, 5 svefnherb. Rúmgóð stofa, suðursvalir, glæsilegar innréttingar, gegnheil rauðeik og gólfum. Sérstæði í bílahúsi. 3JA TIL 4RA HERB. ÍBÚÐIR Hvammabraut - penthause 127 fm í fjórbýli, flísalagt bað, nýtt parket, glæsilegt útsýni yfir höfnin í Hafnarfirði og Snæfelljökuls, 20 fm svalir. Kjarrhólmi 75 fm á 3. hæð, tvö svefnherb. rúmgóð stofa með suðursvöl- um, sérþvottahús Hamraborg 95 fm 4ra herb. á 4. hæð, nýtt parket á gólfum, mikið útsýni, hús nýmálað að utan. Túnbrekka 88 fm 3ja-4ra herb. á 1. hæð í fjórbýlishúsi, nýleg inrétting í eld- húsi, 20 fm bílskúr. Kópavogsbraut 125 fm miðhæð í þríbýlishúsi, 4 svefnherb. nýleg innrétting í eldhúsi, 27 fm bílskúr með gryfju og flísa- lögðu gólfi, undir bílskúr er geymsla. 2JA HERBERGJA ÍBÚÐIR Freyjugata 43 fm 2ja herb. á jarð- hæð. Íbúðin er öll endurnýjuð, parket á gólfum, til afh. fljótlega. Njálsgata 46 fm í kjallara í þríbýli. V. 7,0 m. Ásbraut Góð 41 fm á 3. hæð, nýlegt parket, suðursvalir, laus fljótlega. Vegna mikillar sölu síðustu daga vantar okkur allar stærðir eigna á skrá í Kópavogi. NOKKRAR fyrirspurnir hafa borist Húseigendafélaginu að undanförnu er varða kostnað vegna viðhalds, við- gerða og endurnýjunar á svölum í fjöleignarhúsum og þá hvort sá kostnaður er sameiginlegur öllum eigendum viðkomandi húss og skipt- ingu hans á milli eigenda. Í grein þessari verður farið fáum orðum um reglur fjöleignarhúsalaganna er varða svalir, kostnaðarskiptingu vegna viðhalds og reifuð álit kæru- nefndar fjöleignarhúsamála. Séreign eða sameign Til sameignar fjöleignarhúss telst allt ytra byrði svala, stoð- og burð- arvirki þeirra, svo og svalahandrið. Til séreignar telst hins vegar innra byrði svalaveggja og gólfflötur en húsfélag hefur ákvörðunarvald um allar breytingar, búnað og annað á svölum er hefur áhrif á útlit og heild- arsvip hússins. Þá eru svalahurðir séreign og húsfélagið hefur ákvörð- unarvald um útlit og heildarsvip. Við túlkun á því hvort um sameign eða séreign er að ræða verður að hafa í huga að í fjöleignarhúsum er sameignin meginregla, sem þýðir að jafnan eru löglíkur fyrir því að hlutar húss og búnaður sé í sameign. Um kostnað og kostn- aðarskiptingu Kostnaður, hverju nafni sem hann nefnist, sem snertir sameign fjöl- eignarhús, enda sé löglega til hans stofnað, getur m.a. verið fólginn í endurbótum, endurnýjunum, við- haldi eða viðgerðum. Þá er um að ræða sameiginlegan kostnað og er meginreglan sú, að hann skiptist á eigendur eftir hlutfallstölum eignar- hluta í viðkomandi sameign. Hver einstakur eigandi skal hins vegar sjá um og kosta allt viðhald á séreign sinni og telst allur slíkur kostnaður þess vegna sérkostnaður. Líkur eru á því að framkvæmda- kostnaður í fjöleignarhúsi sé sameig- inlegur en ekki sérkostnaður, þannig að í vafatilvikum ber fremur að heimfæra kostnað undir heildina fremur en eiganda séreignar. Kostnaður vegna viðgerða, endur- bóta og endurnýjana á ytra byrði svala og stoð- og burðarvirki þeirra, svo og svalahandriðs er sameiginleg- ur kostnaður og skiptist á alla eig- endur viðkomandi fjöleignarhús eftir hlutfallstölum. Kostnaður vegna innra byrðis svalaveggja, svalagólfs og svala- hurðar er hins vegar sérkostnaður hvers eiganda fyrir sig en í því felst að eiganda íbúðar með svölum ber að annast allt venjulegt viðhald á yfir- borði þeirra og er hugtakið skýrt mjög þröngt. Hér að framan hefur grundvallar- reglunum um kostnaðarskiptingu verið lýst og hana verður að túlka og skýra í samræmi við þau sjónarmið, sem að ofan getur, um að sameig- inlegur kostnaður sé meginreglan og því beri að fella allan vafakostnað undir sameiginlegan kostnað en ekki sérkostnað. Þak eins er annars gólf Þegar um er að ræða svalir sem innbyggðar eru í þak fjöleignarhúss, þannig að gólf svalanna er jafnframt þakflötur næstu hæðar fyrir neðan, kann að rísa vafi um mörk séreignar og sameignar og einstaka kostnaðar- þætti og ber þá að beita þeirri löglík- indareglu, sem nefnd hefur verið, og túlka sérkostnað þröngt en sameig- inlegan kostnað rúmt. Nokkur álit kærunefndar Eins og fram kemur hér að ofan er innra yfirborð svalaveggja og gólf- flötur svala séreign eiganda íbúðar með svölum. Einungis er um að ræða ysta lag innra byrðis að ræða og er skilgreiningin þröng. Komi upp vafi verður að telja að um sameiginlegan kostnað að ræða. Í áliti kærunefndar fjöleignar- húsamála frá árinu 1996 var deilt um skiptingu kostnaðar vegna viðgerða á þakdúki á svalagólfi tiltekinnar íbúðar. Eigandi íbúðarinnar taldi að um væri að ræða sameiginlegan kostnað en annar eigandi í húsinu taldi að um sérkostnað viðkomandi íbúðar væri að ræða. Niðurstaða kærunefndar var sú að kostnaður við endurnýjun á dúknum væri sameig- inlegur þar sem um væri að ræða dúk sem ekki þjónaði tilgangi sem efsta lag gólfflatarins og að með réttu hefði átt að leggja sérstaka slit- vörn ofan á dúkinn. Þetta álit sýnir glögglega hversu þrönga skilgrein- ingu er um að ræða. Einnig hefur verið nokkuð deilt um skiptingu kostnaðar vegna við- gerðar á svölum sem einnig eru þak. Í áliti kærunefndar frá árinu 1999 var deilt um skiptingu kostnaðar vegna framkvæmda á svalagólfi til- tekinnar íbúðar í fjöleignarhúsi. Ágreiningurinn laut einkum að því hver ætti að bera kostnað af viðgerð til að koma í veg fyrir leka af svölum á fjórðu hæð sem jafnframt var þak þriðju hæðar. Í forsendum álitsins kemur fram að eigendum íbúða með svölum beri að annast allt venjulegt viðhald á yfirborði svalanna. Allt annað viðhald ætti að falla á sameign fjöleignarhússins enda verði viðgerð ekki rakin til vanrækslu á viðhalds- skyldu íbúðareiganda. Í álitinu er tekið fram að regla þessi gildi einnig þegar um er að ræða svalir sem jafn- framt eru þak. Niðurstaðan var því sú að kostnaður vegna viðgerða á téðu svalagólfi væri sameiginlegur og ætti að skiptast á alla eigendur hlutaðeigandi fjöleignarhúss eftir hlutfallstölum. Svalir fjöleignarhúsa Hrund Krist- insdóttir hdl. Morgunblaðið/Árni Sæberg ÞETTA borð er með óvenjulega digrum fótum enda smíðað af Finni Guðsteinssyni úr lítt unnum trjá- bolum til fótanna — en með sléttri áferðarfallegri plötu ofan á. Borðið er skemmtilega hannað og unnið og hið eina sinnar tegundar. Borð með digrum fótum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.