Morgunblaðið - 13.08.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.08.2003, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2003 B 3 bílar ÞÖRF er á reglum um notkun hinna svokölluðu vegaxla, eða veg- kanta, á Reykjanesbraut, að mati lögreglunnar í Keflavík. Sigurður Helgason, sviðsstjóri umferðar- öryggissviðs hjá Umferðarstofu, segir deildar meiningar vera um notkun axlanna, jafnvel innan Um- ferðarstofu. Vegaxlirnar liggja meðfram veginum og eru oft not- aðar af þeim ökumönnum sem hægar fara en aðrir til að víkja og hleypa öðrum framfyrir. Jóhannes Jensson, aðstoðaryfir- lögregluþjónn hjá lögreglunni í Keflavík, segir að ekki séu sér- ákvæði um notkun vegaxlanna í umferðarlögum. Um akstur á Reykjanesbraut gildi almennar umferðarreglur. „Þeir bílar sem keyra á vegöxlinni eru komnir út af akbrautinni. Við höfum verið á þeirri skoðun hér hjá lögreglunni í Keflavík að setja þyrfti um þetta sérstakar reglur, ekki síst þar sem ökumenn eru hvattir til að nota vegaxlirnar,“ segir hann. Liðka fyrir umferð Jóhannes segir að axlirnar liðki mjög fyrir umferð, ef þær eru not- aðar á réttan hátt. Spurður segist hann ekki muna eftir því að upp hafi komið dómsmál vegna notk- unar vegaxlanna. „Kannski þarf til slíks máls að koma til að binda enda á þessa réttaróvissu,“ segir hann. Að sögn Jóhannesar er eitthvað um að menn fari fram úr á vegöxl- inni, hægra megin, en það er að sjálfsögðu óheimilt. Ekki hafi þó orðið tjón í tengslum við slíkan akstur. Sigurður Helgason hjá Umferð- arstofu segir að menn séu svolítið að rífast um það hver rétta notkun vegaxlanna eigi að vera. „Ég lít svo á, að þetta eigi að skapa möguleika fyrir menn að aka örlítið hægar en gengur og gerist og víkja þannig fyrir hraðari umferð,“ segir hann. Aðgæslu þörf Sigurður segir að öxlin sé í raun eins og vegkantur. „Hún er auðvit- að utan meginakbrautarinnar og því verða ökumenn að sýna að- gæslu við að fara inn á veginn aft- ur,“ segir hann. Hann segir að sumir lögfræðingar vilji meina að alls ekki eigi að nota vegaxlirnar. Meira að segja séu skiptar skoð- anir um það innan Umferðarstofu. Morgunblaðið/Júlíus Óvissa er um notkun vegaxla á Reykjanesbrautinni. Óvissa um rétta notkun vegaxla á Reykjanesbraut ættið og fundu Packard-verksmiðj- urnar alveg eins notaðan bíl fyrir forseta Íslands úti í sveit í Banda- ríkjunum, keyptu hann og sendu til Íslands. Bíllinn er beinskiptur með átta strokka línuvél. Tauáklæði voru á sætum sem hafa verið látin halda sér í endurgerð bílsins. Packard ár- gerð 1942 er afar sérstæður bíll því yfirbyggingu bílsins var breytt í þessari árgerð og síðan strax aftur árið 1943. Bíllinn var því aðeins framleiddur í eitt módelár með þessu lagi. Til voru tvær lengdir af 1942 árgerðinni og forsetabíllinn er af lengri gerð. Verð á varahlutum í bíl af þessari gerð er uppsprengt enda um fágætan bíl að ræða sem lítið er til af upprunalegum hlutum í. PACKARD-fornbíllinn er fyrsti bíll sem forsetaembætti Íslands fær til afnota. Ekki voru framleiddir nema 6.000 bílar af þeirri gerð Packard 1942 sem Sævar Pétursson hefur verið að gera upp á síðustu sex ár- um. Aðeins örfáir bílar eru ennþá til af þessari gerð og fæstir þeirra í góðu standi. Ætla má að bíllinn sé nú þegar mikill safngripur og að ekki dragi úr gildi hans þegar fram líða stundir. Forsetabíllinn kom til landsins árið 1945. Upphaflega hafði forsetaembættið keypt annan Packard nýjan en hann fór í hafið þegar þýskur kafbátur sökkti Goða- fossi þegar skipið var komið inn fyr- ir Garðskaga í nóvember 1944. Menn fóru þá á stúfana að leita að öðrum Packard fyrir forsetaemb- Morgunblaðið/Árni Sæberg Forsetabíllinn er að komast í sitt upprunalega horf og á eftir að gleðja bíla- áhugamenn landsins. Aðeins framleiddur í eitt módelár Morgunblaðið/Árni Sæberg Pláss er fyrir tvo í aftursætum en að auki eru tvö fellisæti í bílnum. EKKI er víst að allir jeppaeigendur geri sér grein fyrir því að misjafnt er hvort utanvegakaskó er innifalið í ið- gjaldi hefðbundinnar kaskótrygg- ingar jeppa. Lausleg könnun Bíla- blaðsins gaf til kynna að hjá tveimur tryggingafélögum af fjórum væri ut- anvegakaskóið innifalið í iðgjaldinu. Ástrós Guðmundsdóttir, deildar- stjóri söludeildar Tryggingamið- stöðvarinnar, segir að utanvega- kaskó hafi verið innifalið í iðgjaldi hefðbundinnar kaskótryggingar jeppa hjá tryggingafélaginu síðustu 4 ár. Utanvegakaskóið hafi upphaf- lega verið háð því að beðið væri um það sérstaklega. Nú væri utanvega- kaskó einfaldlega innifalið í iðgjaldi kaskótryggingarinnar og algjörlega óháð verðmæti ökutækisins. Aftur á móti væri innheimt aukaiðgjald ef verðmæti jeppa væri umfram en 4.000.000 kr. Ástrós tók fram að eigendum jeppanna væri afhent skírteini og skilmálar af tryggingafélaginu við afgreiðslu tryggingarinnar. Í skil- málunum kæmi skýrt fram yfir hvaða svið utanvegakaskóið næði. Mætti þar nefna akstur á vegleysum, túnum og ís. Undanskilið væri tjón við að vatn flæddi inn í ökutæki. Einar Baldvinsson, framkvæmda- stjóri FÍB-tryggingar, staðfesti að utanvegakaskó væri innifalið í ið- gjaldi hefðbundinnar kaskótrygg- ingar hjá félaginu. Jafnframt kom fram að við utanvegatjón væri eigin- áhætta ökumanna þreföld miðað við tjón á vegum. Aldurinn getur skipt máli Hjá Sjóvá-Almennum fengust þær upplýsingar að árgjald vegna utan- vegakaskós væri 3.700 kr. óháð stærð jeppa. Iðgjald vegna utan- vegakaskós nemur 10% af grunn- iðgjaldi kaskótryggingar hjá VÍS. Sem dæmi er hægt að nefna að ár- gjald fyrir 1–4 ára jeppa er 3.541 kr. og fyrir eldri jeppa en 8 ára 2.550 kr. Eigináhætta vegna utanvegatjóna er föst upphæð, þ.e. 236.000 kr. Utanvegakaskó ekki alltaf innifalið í kaskói Audi A6 2.4 V6, f.skr.d. 13.03.2000, ek. 60 þús. km., 4 dyra, sjálfskiptur, 16" álfelgur, leðurinnrétting, sóllúga o.fl. Verð 3.150.000.- Notu› atvinnutæki og fólksbílar Smelltu flér á sölutorgi›! Á vef Glitnis er a› finna til sölu: Nota›a fólksbíla og atvinnutæki s.s. atvinnubifrei›ar, vinnuvélar, i›na›arvélar, skrifstofu- og tölvubúna›. fiar eru ítarlegar uppl‡singar og myndir, auk fless sem hægt er a› reikna út grei›slubyr›i lána og senda tilbo›. Kíktu á www.glitnir.is og sko›a›u frambo›i›! H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA – h lut i a f Í s landsbanka K i r k j u s a n d i 1 5 5 R e y k j a v í k g l i t n i r . i s s í m i 4 4 0 4 4 0 0  Laugavegi 63 • sími 5512040 Túlipani Vönduðu silkiblómin fást í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.