Morgunblaðið - 13.08.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 13.08.2003, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST 2003 B 7 bílar NOKKRIR Land Rover-eigendur hafa tekið sig saman og hafið undir- búning að stofnun Félags Land Rover-eigenda á Íslandi, Ísland- rover. Arnar Einarsson, einn þeirra sem eru í forsvari fyrir hópinn, seg- ir að markmiðið sé að koma á fót fé- lagsskap fyrir Land Rover-eigend- ur, ekki ósvipuðum þeim sem náð hafa miklum vinsældum erlendis. „Aðalhvatamaðurinn var Alun Hart, Breti sem bjó hér á landi en er nú fluttur af landi brott. Hann þekkti svona klúbba heiman frá og fannst vanta svona klúbb hérna. Hann setti þetta af stað í byrjun sumars og nú höfum við nokkrir tekið við af honum. Ég og Davíð Garðarsson, sem báðir vinnum hjá B&L, fengum fyrirtækið til að styrkja okkur mikið, senda út bréf til Land Rover-eigenda og svo ætl- ar fyrirtækið líka að hýsa fyrir okk- ur heimasíðuna, www.landrover.is/ islandrover.“ 1.800–1.900 skráðir Land Rover- eigendur á Íslandi Arnar segir að skráðir Land Rover-eigendur á Íslandi sam- kvæmt bifreiðaskrá séu á bilinu 1.800–1.900. Send voru út bréf til rúmlega 1.800 manns. „Svo eru gömlu góðu Land Roverarnir, sem sjást á hverjum einasta bóndabæ, eru jafnvel gangfærir og í notkun þótt þeir séu ekki á númerum. Við fengum mikla svörun þótt bréfið hafi ekki verið lengi úti. Það eru strax komnar rúmlega 130 skrán- ingar inn í klúbbinn en við vonumst til þess að það gangi mun fleiri í hann,“ segir Arnar. Arnar segir að markmiðið með klúbbnum sé að félagar hittist og fari saman í ferðir. Mun skemmti- legra sé að ferðast í hóp en einsam- all. „Þetta er hópur sem getur átt margt sameiginlegt. Það var byrjað að framleiða Land Rover 1948 og það hefur myndast mikil saga á bak við þennan bíl.“ Þið viljið sem sagt ekki ferðast með t.d. Land Cruiser-eigendum? „Það er leiðinlegt að þurfa að vera að draga þá upp úti um allt. Nei, annars það eru allir velkomnir, líka Land Cruiser-eigendur. En við ákváðum að hafa þennan ramma á þessu. Við erum Land Rover-eig- endur og höfum áhuga á þessum bílum. Það myndast mikil trúar- brögð í kringum bílategundir og menn trúa jafnvel í blindni að þeir séu á besta bílnum. Toyota-eigend- ur segjast aldrei myndu kaupa sér Land Rover og öfugt.“ Arnar segir að þegar klúbburinn verður kominn betur af stað standi til að gera ýmislegt en í fyrstunni standi bara til að koma klúbbnum af stað. „Við ætlum að hafa á vefsíð- unni skilaboðatorg þar sem hægt er að setja inn ýmiss konar skilaboð. Einn lýsir kannski gangtruflunum í bílnum sínum og spyr hvort einhver geti gefið ráð. Einhver á Egilsstöð- um hefur kannski lent í þessu sama og getur hjálpað. Annar hefur kannski verið að rífa Land Rover 1969 og auglýsir ýmsa hluti úr hon- um á skilaboðatorginu. Sama gildir um ferðirnar. Það er enginn einn sem skipuleggur ferðir. Það fær einhver þá hugmynd að fara um helgina á Kjöl og setur inn á vefinn að þetta standi til og hvort einhver vilji slást í för með honum. Síðan mæla menn sér mót. Það er mikið öryggi í því að ferðast saman. Það á enginn að fara einn yfir á svo dæmi sé tekið,“ segir Arnar. Engin félagsgjöld Engin félagsgjöld verða í klúbb- inn til að byrja með en Arnar segir að ef klúbburinn stækki mikið og hann þurfi á sérstakri aðstöðu að halda þá komi vissulega til greina að taka upp félagsgjöld.. Starfræktur er annar Land Rover-klúbbur á landinu, Land Rover-félagið á Norðurlandi, og segir Arnar að það stefni í gott samstarf þarna á milli. Tilgangur félagsins er eftirfar- andi: Að skipuleggja styttri eða lengri ferðir eða helgarferðir með Land Rover-eigendum. Að halda úti vefsíðu þar sem Land Rover- eigendur geta t.d. skipst á léttu spjalli og gagnlegum upplýsingum, óskað eftir aðstoð eða veitt hana öðrum, sent inn fyrirspurnir og auglýst eftir aukahlutum að vara- hlutum fyrir Land Rover-jeppana sína. Að skapa vettvang þar sem hægt er að koma á framfæri upp- lýsingum um hagstæð varahluta- og aukahlutakaup, tilboðum frá B&L, umboðsaðila Land Rover, ásamt öðrum áhugaverðum tilboð- um og upplýsingum sem Félagi Land Rover-eigenda kann að ber- ast. Að kynnast og kynna sögu Land Rover á Íslandi og erlendis. Að stofna skemmtilegan félagsskap sem allir Land Rover-eigendur á Íslandi hafa auðveldan aðgang að og getur beitt sér fyrir hverju því sem þykir skemmtilegt og gagn- legt. Íslandrover – klúbbur Land Rover-eigenda stofnaður Morgunblaðið/Þorkell Arnar Einarsson við Range Rover-inn sinn. Klúbbur Land Rover-eigenda hefur verið stofnaður og þegar hafa 130 manns skráð sig í hann. Klúbburinn er að erlendri fyrirmynd og stefnir m.a. að skipulagn- ingu styttri og lengri ferða. TENGLAR .............................................. www.landrover.is/islandrover. Vagnhöfða 6 - 110 Reykjavík Sími 577 6090 - Fax 577 6095 Eigum til vatnskassa/bensíntanka og miðstöðvar, ásamt aukamiðstöðvum ætluðum bifreiðum/bátum og vinnuvélum. Einnig intercoolera í vörubíla og vinnuvélar. Sími 567 6744 • Bíldshöfða 14 • 110 Reykjavík höggdeyfar eru orginal hlutir frá USA og E.E.S. Aisin kúplings- sett eru orginal hlutir frá Japan varahlutir í miklu úrvali BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR Eldvarnar- hurðir Öryggis- hurðirÁrmúla 42 - sími 553 4236 netfang: glofaxi@simnet.is Hurðir til á lager Smíðað eftir máli SMÁRÉTTINGAR NÝTT Á ÍSLANDI ! EINFÖLD OG FLJÓTLEG RÉTTINGAÞJÓNUSTA Er bíllinn dældaður? Fjarlægjum dældir - lagfærum á staðnum Þú hringir - við komum 898 4644 - 895 4544 • Lægri viðgerðarkostnaður • Engin fylliefni • Engin lökkun • Gerum föst verðtilboð Bílskúrs og Iðnaðarhurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir í öllum stærðum og gerðum. Fjölbreytt litaúrval. Stuttur afgreiðslufrestur Gluggasmiðjan hf Viðarhöfða 3 Sími 577-5050 •Gúmmímottur•Básamottur•Vinnustaðamottur• •Gúmmírenninga á bílskúrsgólf• •Aurhlífar fyrir fólksbíla, jeppa og vörubíla o.fl.• Framleiðum ýmsar vörur úr gúmmíi t.d. Gúmmímótun • Kaldbaksgötu 8 • 600 Akureyri Sími 453 6110 • Fax 453 6121 gummimotun@gummimotun.is www.gummimotun.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.