Morgunblaðið - 14.08.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.08.2003, Blaðsíða 1
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 2003 Á netinu mbl.is/vidskipti BLAÐ B Glitnir er sérfræ›ingur í fjármögnun atvinnutækja. Rétt val á fjármögnun getur skipt miklu um heildarkostna› vi› fjárfestingu. Glitnir b‡›ur fjórar ólíkar lei›ir vi› fjármögnun atvinnutækja. Umsóknir eru afgreiddar á skjótanháttflegarnau›synleggögn liggja fyrir. Haf›u sambandvi› rá›gjafaGlitnis e›akíktuáwww.glitnir.isogfá›ua›sto› vi›a›veljafláfjármögnunarlei›semhentarbest. Glitnir traustur samstarfsa›ili í fjármögnun atvinnutækja. F T T E R F E T O T P E O P E Sér›u atvinnutæki› sem flig langar í? – traustur samstarfsa›ili í fjármögnun G l i t n i r e r h l u t i a f Í s l a nd sbanka K i r k j u s and i 1 5 5 Rey k j a v í k g l i t n i r . i s s ím i 4 40 4400 KRÓNAN hefur veikst undan- farna daga og spá sérfræðingar á fjármálamarkaði því að framhald verði þar á á næstunni. Hún veikt- ist um 0,7% í gær, hefur veikst um tæp 2% í þessari viku og tæp 8% frá því hún var hvað sterkust á árinu í maímánuði síðastliðnum. Óvissa um stækkun Norðuráls og tengdar virkjunarframkvæmd- ir eru að mati sérfræðinga ein helsta skýringin á meiri veikingu krónunnar en flestar áætlanir gerðu ráð fyrir. Aðrar skýringar á veikingu krónunnar, sem nefndar eru, eru aukinn halli á viðskipta- jöfnuði, kaup Seðlabankans á gjaldeyri og aukið flæði fjármagns úr landinu með auknum kaupum innlendra fjárfesta á erlendum verðbréfum, slökun í peninga- málastefnunni og hugsanlegt brotthvarf varnarliðsins af Kefla- víkurflugvelli. Þessar ástæður fyr- ir veikingu krónunnar voru til að mynda nefndar í Markaðsyfirliti Greiningar Íslandsbanka fyrir ágústmánuð sem birt var í gær. Tímabundin lækkun á genginu Í Markaðsyfirliti Greiningar Ís- landsbanka var sagt að Greining ÍSB reiknaði með því að krónan mundi eiga undir högg að sækja á næstu vikum. Óvissa um stækkun Norðuráls og tengdar virkjunar- framkvæmdir sem og óvissa um veru varnarliðsins á Keflavíkur- flugvelli, gjaldeyriskaup Seðla- banka Íslands, vaxandi halli á ut- anríkisviðskiptum og kaup innlendra aðila á erlendum verð- bréfum eru meðal þeirra þátta sem munu að mati Greiningar ÍSB grafa undan gengi krónunnar nú á haustmánuðum. Ingólfur Bender forstöðumaður Greiningar ÍSB segir að mikil óvissa sé um þessa spá og segir t.d. að ef endanlega verði ákveðið nú á næstu vikum að ráðast í stækkun Norðuráls á þessu ári muni það að öllum líkindum valda því að krón- an muni styrkjast en ekki veikjast á umræddu tímabili. Hann segir einnig að líkur séu frekar á því að lækkun gengis krónunnar undan- farið sé tímabundin og hið sama gildi um þá hugsanlegu lækkun sem verði nú á haustmánuðum. Í þessu sambandi vísar Ingólfur til þess að raungengi krónunnar sé fremur lágt um þessar mundir miðað við efnahagshorfur, en raungengi krónunnar lýsir sam- keppnisstöðu innlendra fyrirtækja gagnvart erlendum. Ingólfur telur ólíklegt að hag- kerfið muni fara í gegnum kom- andi skeið stóriðjuframkvæmda án þess að raungengið standi hærra en það gerir nú og að hækk- unin muni verða fyrir tilstuðlan hækkunar á nafngengi krónunnar. Hversu mikil sú hækkun verður muni m.a. fara eftir samspili pen- ingastjórnunar Seðlabankans og hagstjórnar hins opinbera á næstu misserum. Sveiflur að aukast Í Mánaðarriti greiningardeildar Landsbankans í júlí var ekki gert ráð fyrir að krónan myndi styrkj- ast á allra næstu mánuðum en að það myndi hins vegar koma að því er líða tæki á þetta ár. Var í ritinu sérstaklega nefnt að væntanleg hækkun á stýrivöxtum Seðlabank- ans og hugsanleg aukning á fjár- festingu erlendra aðila í íslenskum skuldabréfum myndu hafa áhrif til hækkunar á gengi krónunnar. Edda Rós Karlsdóttir, forstöðu- maður greiningardeildar Lands- bankans, segir að erfitt sé að átta sig á skammtímahreyfingum í gengi krónunnar. Hún segir engan veginn víst að gengið hafi náð botni en telur að þegar líður á þetta ár muni gengið styrkjast. Hin mikla veiking krónunnar að undanförnu sé að hennar mati tímabundin. Sveiflur séu almennt að aukast á þessum markaði, bæði vegna þess að markaðurinn sé opnari auk þess sem markaðsað- ilum hafi fækkað. Það hafi sín áhrif. Frekari veiking á næstunni Snorri Jakobsson, hagfræðingur hjá Kaupþingi Búnaðarbanka, segir að ástæðurnar fyrir veikingu krónunnar séu helstar stækkun Norðuráls, kaup Seðlabankans á gjaldeyri, versnandi vöruskipta- jöfnuður, aukin kaup innlendra fjárfesta á erlendum verðbréfum, slökun í peningamálastefnunni og hugsanlegt brotthvarf varnarliðs- ins. Á móti þessum neikvæðu áhrifum vegi þó gott þjóðhagslegt jafnvægi og aukinn trúverðugleiki peningastefnu Seðlabankans. Krónan heldur áfram að veikjast Óvissa um stækkun Norðuráls er að mati sérfræðinga ein helsta ástæða meiri veikingar krónunnar en ráð var fyrir gert. Talið er að hún styrkist aftur þegar líður á árið                                                                   VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS BAUGUR hefur neitað áhuga á bresku tískuversluninni New Look Group PLC, en getgátur hafa verið uppi um að kaup á 28% hlut Tom Singh stofnanda New Look væri næst á dagskrá hjá Baugi, nú þegar kaupin á Hamleys eru að nálgast lokapunkt. Talsmaður Baugs sagði í samtali við breska fjölmiðla að Baugur héldi áfram að leita að vænlegum fjárfestingar- tækifærum í Bretlandi, en New Look væri ekki þar á meðal. 11. júlí sl. tilkynnti New Look að Singh hefði skipað nefnd óháðra fjár- málaráðgjafa til að gera tillögur um ráð- stöfun eignarhlutar Singh og fjölskyldu í fyrirtækinu. Fjórða ágúst sl. tilkynnti Deutsche Bank, fyrir hönd Singh, að hafnar væru viðræður við fjármögnunaraðila sem gætu leitt til yfirtökutilboðs Singh í New Look. Yfirlýsingin olli talsverðum heilabrot- um á markaðnum, þar sem menn höfðu fyrirfram talið að Singh væri líklegri að losa sig við allan hlut sinn, en að reyna að kaupa upp fyrirtækið. Fjármálaskýrendur telja að yfirtöku- tilboð frá Singh verði gert í samvinnu við núverandi stjórnendateymi félagsins, leitt af forstjóranum Stephen Sunnucks. Skýrendur telja að New Look verði keypt fyrir 320-350 pens ef af verður, eða 640-700 milljón sterlingspund, að því gefnu að aðrir tilboðsgjafar komi ekki til sögunnar og tilboðsstríð hefjist. New Look rekur 500 tískuvöruversl- anir fyrir konur í Bretlandi auk þess sem félagið hefur þegar opnað verslanir í Frakklandi undir nafninu NewMim. Gengi félagsins lækkaði á markaði í gær og endaði í 310 pensum á hvern hlut. B R E T L A N D Baugur vill ekki New Look Stofnandinn í yfirtökuhugleið- ingum þvert á spár manna S É R B L A Ð U M V I Ð S K I P T I , E F N A H A G S M Á L O G A T V I N N U L Í F Á S A M T S J Á V A R Ú T V E G S B L A Ð I Samið um niðurgreiðslur Styrkir til landbúnaðar verða ræddir í Cancun 8 Rakvélastríð Gillette telur Energizer brjóta á einkaleyfi sínu 8 BREYTINGAR Í FARVATNINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.