Morgunblaðið - 14.08.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.08.2003, Blaðsíða 4
4 B FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ NVIÐSKIPTI Þrátt fyrir að við upphaf nýrrar samningalotu um alþjóðavið- skipti á vegum WTO hafi verið lýst yfir að reynt yrði að bæta hlut- skipti þróunarríkja bendir margt til að sú verði ekki raunin. Þróunarríkin óttast að verða undir á nýjan leik E INS og frægt er orðið runnu America Online og Time Warner saman í eitt undir merkjum AOL Time Warner í nóvember 1999. Daginn eftir samrunann kepptust fjár- málaskýrendur við að lofa hann. Sam- krullið átti að vera skothelt og engum datt í hug að efast um að dæmið gengi upp. Aðeins tveimur árum síðar var farið að síga á ógæfuhliðina og hlutabréfaverð- ið tók að lækka. Nú, þremur og hálfu ári eftir að samsteypan varð til, er ljóst að samruninn fór á versta veg. Richard Parsons tók við starfi for- stjóra AOL Time Warner og fyrr á þessu ári var hann gerður að stjórnarformanni einnig. Í febrúar síðastliðnum fékk hann Ólaf Jóhann Ólafsson í lið með sér til að taka þátt í stefnumótun hjá fyrirtækinu. Að eigin sögn er Ólafur Jóhann vertíðar- kall og hefur ekki ákveðið hversu lengi hann verður hjá fyrirtækinu. Hann var hættur afskiptum af viðskiptalífinu en ákvað að slá til í febrúar þegar Parsons vildi fá hann í lið með sér í þá miklu „til- tekt“ sem nú stendur yfir. Var ákveðinn í að hætta „Ég var búinn að ákveða að hætta þessu stússi, hafði fengið minn skammt af bisn- ess, sem ég ætlaði nú reyndar aldrei að ílengjast í. Fór í þetta af slysni úr háskóla og ætlaði að prófa þetta í svona tvö, þrjú ár vegna þess að ég hélt að ég myndi kynnast einhverjum heimi sem ég þekkti annars ekki og gæti notað þá reynslu hér og þar í skriftum. Rithöfundar hafa gott af því að reyna eitt og annað.“ Ólafur Jóhann segist hafa verið búinn að draga sig í hlé áður en Parsons hafði samband og bað hann að taka þátt í að endurmóta stefnu fyrirtækisins. „Það er nú alltaf þannig að þegar nýir menn taka við fyrirtæki sem hefur gengið í gegnum umrótatímabil og þurfa að koma því á kjöl þá vilja þeir gjarnan raða í kringum sig fólki sem þeim hentar að vinna með. Ég fór þarna inn fyrst og fremst vegna þess að ég ber virðingu fyrir Parsons og við vinnum vel saman. Í framkvæmda- stjórninni er fólk sem ég met mikils og finnst prýðilegt að vinna með. Það skiptir mestu máli.“ Sú staða sem Ólafur Jóhann gegnir hjá þessari risavöxnu samsteypu er kölluð á ensku excecutive vice president – eða einn af yfirmönnum fyrirtækisins. Þrír aðrir eru í slíkri stöðu hjá fyrirtækinu en tveir framkvæmdastjórar stýra sinni ein- ingunni hvor hjá fyrirtækinu. Parsons er svo höfuðið á þessu sex manna teymi sem um þessar mundir vinnur að því hörðum höndum að koma fleyinu á kjöl. Að sögn Ólafs Jóhanns hittist þessi sjö manna hópur á hverjum mánudegi í há- deginu og fer yfir stöðuna. Sjálfur starfar Ólafur Jóhann mest að stefnumótun með stjórnarformanninun og forstjóranum. „Starf þeirra sem bera ábyrgð á fyrir- en önnur tó gagngera u hann. Warner þrennt: ste geisladiska sem eru fj hefur þega una en önn samsteypun AOLTW sé BMG í eitt selja stefgja irtækið kom sem það m Bertelsman stærsta tón er ekki nem steypunnar alfyrirtækju kvikmyndav Ólafur Jóha Innan sa tæki sem t ins lítið, íþr mörg þeirra AOL tekur Kastljósi fjö ur mikið ver erica Onlin ekki staðið yfir rannsók Online og ti inu væri g tækinu er að leggja meginlínurnar. Við höfum verið að gera það um hríð og hrinda í framkvæmd breytingum á mörg- um sviðum,“ segir Ólafur Jóhann. Vaxtarbroddurinn til vandræða Á sínum tíma starfaði Ólafur Jóhann hjá Time Warner, en sá hluti fyrirtækisins hefur að geyma þá starfsemi sem helst hefur blómstrað eftir samrunann. Daginn eftir að tilkynnt var um samruna AOL og Time Warner seint í nóvember 1999 fór hlutabréfaverð fyrirtækisins yfir 90 doll- ara á hlut. Nokkurs konar jafnvægi náð- ist þó fljótt í kringum 40–60 dollara á hlut og verðið rokkaði á því bili í um tvö ár. Verðið fór í fyrsta sinn eftir samrunann undir 30 dollara á hlut í byrjun síðasta árs. Nú er verð hlutabréfa í samsteyp- unni í kringum 16 dollara á hlut og mark- aðsvirðið í kringum 70 milljarða dollara. „Verðið var auðvitað allt of hátt á sín- um tíma. AOL var allt of hátt verðlagt og þar af leiðandi AOL Time Warner eftir samrunann. Þegar markaðurinn var leið- réttur fór fyrir þessu fyrirtæki eins og öðrum að hlutabréfin lækkuðu mjög ört. Fyrirfram var gert ráð fyrir því að AOL myndi vaxa mjög ört, örar en fyrirtækin innan Time Warner-samsteypunnar. En svo fór nú að AOL hætti að vaxa en öll Time Warner-fyrirtækin héldu áfram að vaxa.“ Skuldir samsteypunnar nema um 24 milljörðum Bandaríkjadala (um 1.870 milljörðum króna) og hefur verið höggvið mjög á skuldirnar sem búist er við að verði komnar niður í um 20 milljarða Bandaríkjadala í árslok. „Fyrirtækið skuldaði mikla peninga. Þegar markaðs- virðið var 300 milljónir dollara voru skuldirnar bara brotabrot af markaðs- virði. Það var mjög viðunandi. Síðan hrundi markaðsvirðið, en skuldirnar stóðu auðvitað eftir og hlutfallið raskað- ist. Það fyrsta sem Parsons þurfti að gera var að rétta við efnahagsreikninginn því hann var kominn úr skorðum. Það leiddi af stað ferli sem var mjög heilbrigt fyrir fyrirtæki sem var búið að vaxa jafnhratt og raun bar vitni og hafði orðið alls kyns dótturfyrirtæki undir hattinum. Þegar fólk þarf að taka til, hvort sem er á heimilum eða í fyrirtækjum, þá hugsar það um hvað það getur misst og hvers það getur ekki verið án. Við erum að reyna að skerpa fyrirtækið og skilgreina það að mörgu leyti upp á nýtt. Það sem skiptir ekki máli, það seljum við. Við ætl- um ekki að vera í rekstri sem vex ekki,“ segir Ólafur Jóhann. Selja frá sér tónlistina Sá hluti þeirrar risavöxnu afþreyingar- og fjölmiðlasamsteypu sem AOL Time Warner er, sem átt hefur hvað erfiðast uppdráttar á síðustu árum eru tónlistar- fyrirtækin sem starfa undir merkjum Warner Music. „Tónlistarfyrirtækið hef- ur ekki vaxið undanfarin ár, ekki frekar Tiltek Hallarbylting er orðin hjá AOL Time Warner og endurnýjað teymi yfirmanna tekst á við að koma fyrirtækinu á réttan kjöl. Einn af sjö yfirmönnum sem leiða breytingarnar er Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur. Í spjalli við Eyrúnu Magnúsdóttur segist hann áfram einbeita sér að skriftum og njóta góðs af því að horfa á viðskiptin úr fjarlægð. AOL Time Warner er stærsta fjölmiðlafyrirtæki í heimi og veltir um 40 milljörðum Bandaríkjadala árlega, eða sem nemur yfir 3.000 milljörðum íslenskra króna. Mark- aðsvirði samsteypunnar er um þessar mundir í kringum 70 milljarðar dollara, um 5.500 milljarðar íslenskra króna. Til samanburðar má nefna að markaðsvirði allra skráðra fyrirtækja í Kauphöll Íslands nemur um 480 milljörðum króna eða um einum ellefta af markaðsvirði AOL Time Warner. Þegar America Online og Time Warner sameinuðust í AOL Time Warner var skipt- ingin sú að AOL fékk 55% í sameinuðu fyrirtæki en Time Warner 45%. Nú stendur AOL hins vegar á bak við um 20% fyrirtækisins. Hjá samsteypunni starfa 80 þúsund manns og starfseminni er skipt upp í tvær einingar. Í annarri eru stjónvarpsstöðvar fyrirtækisins, þeirra á meðal CNN og HBO, kvikmyndafyrirtækin Warner Brothers og New L ingun anbor Cable Sta dæmi ar fra sjónva mynd varpsstöðvarinnar HBO sem á sjónvarpsstöðinni NBC, s Allt frá bókum til beðmála RÁÐHERRAR viðskiptamála úr öllum heiminum munu koma saman til fundar dagana 10.–14. september til að ræða næstu skref í við- ræðulotunni sem átti öðru fremur að snúast um málefni þróunarríkja. Á síðasta fundi ráð- herranna í Doha í nóvember 2001 voru ráðherr- arnir sammála um að fyrri samningalota, Urug- uay-lotan, hefði einkennst af ákveðnu ójafnvægi. Næsta samningalota átti að draga úr því ójafnvægi. Maður hefði talið að þróunarríkin myndu hlakka til þessa fundar og telja hann tækifæri til að ná fram réttlátara viðskiptakerfi í heim- inum. Þvert á móti óttast nú mörg þeirra að sagan muni endurtaka sig: leynilegar samn- ingaviðræður, þrýstingur og beiting hrás efna- hagslegs valds af hálfu Bandaríkjanna og Evr- ópu – og sérhagsmunahópa í þróuðu ríkjunum – með það að markmiði að tryggja hagsmuni hinna ríku. Þótt nokkuð hafi orðið ágengt í því að gera viðræðurnar opnari og gegnsærri hafa tilraunir til að ganga lengra mætt mikilli andstöðu og ekki að ástæðulausu. Ferli sem ekki er í jafn- vægi leiðir til þess að niðurstaðan er það ekki heldur. Það felst ákveðin kaldhæðni í því að Heimsviðskiptastofnunin (WTO), þar sem hvert ríki hefur eitt atkvæði, getur virst vera mun „lýðræðislegri“ en til dæmis Alþjóðagjald- eyrissjóðurinn, þar sem eitt ríki, Bandaríkin, er með neitunarvald. Þrátt fyrir það hefur raun- veruleiki hins efnahagslega valds gert að verk- um að hagsmunir þróuðu ríkjanna eru í fyrir- rúmi. Hér er stuttur gátlisti sem hægt er að styðj- ast við til að meta hvort niðurstaðan í Cancun verður skref í átt að raunverulegri þróunarlotu: Landbúnaður. Flestir íbúar þróunarríkja búa á landbúnaðarsvæðum og þess vegna skipta frjáls og réttlát viðskipti með landbún- aðarafurðir miklu máli. Málið snýst ekki ein- ungis um aðgang að mörkuðum heldur að eyða niðurgreiðslum sem ýta undir framleiðslu í auð- ugum ríkjum en valda bændum í fátækum ríkj- um tjóni. Tölurnar eru vissulega uggvænlegar. Niðurgreiðslur í þróuðu ríkjunum nema hærri upphæð en heildartekjur ríkja í Afríku sunnan Sahara. Meðalgreiðslur í Evrópu á hverja kú eru tveir dollarar á dag sem er jafnhá upphæð og fátæktarmörkin og milljarðar jarðarbúa skrimta við. Fjögurra milljarða dollara niður- greiðslur Bandaríkjastjórnar til 25 þúsund vel- megandi baðmullarbænda valda örbirgð hjá tíu milljónum afrískra bænda og eru hærri en hin vesældarlega þróunaraðstoð Bandaríkjanna til þessara ríkja. Þrátt fyrir að Bandaríkjamenn og Evrópubúar saki hvorir aðra um óréttláta stefnu í landbúnaðarmálum eru hvorugir reiðu- búnir til að gefa eftir. Lyf og hugverk. TRIPS, samkomulagið um verndun hugverka er var hluti af síðustu samn- ingalotu, svipti milljónir manna í þróunarríkj- unum aðgangi að lífsnauðsynlegum lyfjum. Fjöldi vísindamanna hefur bent á að skilmál- arnir í samkomulaginu, sem samþykktir voru að undirlagi lyfjafyrirtækjanna, eru það ein- hliða að þeir hefta vísindalegar framfarir. Á þessu sviði hefur nokkur árangur orðið en ekki nægilegur. Kröfur Bandaríkjanna hefðu gert litlum ríkjum á borð við Botswana nær ókleift að fá aðgang að lyfjum á viðráðanlegu verði. Þá hafa þróunarríki áhyggjur af lífefna-sjóráni, þeirri þróun að lyfjafyrirtæki taka út einkaleyfi á hefðbundin matvæli og lyf. Vefnaðarvörur. Í Uruguay-lotunni náðist samkomulag um að kvótar yrðu lagðir niður fyrir árslok ársins 2004 en þar með myndi opn- ast leið fyrir mörg þróunarríki til að nýta sér hlutfallslega yfirburði sína á þessu sviði. Mörg þróunarríki óttast hins vegar að höft verði áfram á viðskiptum vegna „öryggisákvæða“ sem nýtt verða til að vernda störf með háum tollum. Margir óttast jafnframt að Vesturlönd muni reyna að komast hjá því að standa við fyrri skuldbindingar sínar. Aukið jafnvægi í áætlunum um aukið frelsi. Þjónustuviðskipti verða stöðugt hærra hlutfall af viðskiptum í þróuðu ríkjunum og því beina menn í auknum mæli sjónum að því að auka frelsi á þessu sviði. Ef menn vilja aukið jafn- vægi hvað stefnumið varðar verður samhliða því að auðvelda flæði fjármagns að auðvelda flæði vinnuafls, þar með talið ósérhæfðs vinnu- afls. Samkeppni. Allir eru talsmenn „réttlátrar samkeppni“. Umræður um samkeppni og rétt- lát viðskipti varpa hins vegar ljósi á hina hug- myndalegu fátækt og óréttlæti viðskiptavið- ræðna. Lög um undirboð eiga að tryggja réttlát viðskipti með því að koma í veg fyrir að vörur séu seldar undir kostnaðarverði. Í þróuðu ríkj- unum hafa menn löngum haft áhyggjur af svo- kallaðri rándýrshegðun (predation) og búið er að móta nákvæma staðla til að koma í veg fyrir hana. Með aukinni heimsvæðingu ætti að vera eðlilegt að útvíkka þessar reglur þannig að þær gildi um heimsviðskipti almennt og ekki skipti máli hvort framleiðandinn sé innlendur eða er- lendur þegar metið er hvort hann hegði sér með óeðlilegum hætti. Það skiptir hins vegar máli hvort varan er framleidd innan lands eða utan. Það er mun auðveldara að saka erlenda fram- leiðendur um „óréttláta“ hegðun en innlenda. Það er raunar þannig að ef Bandaríkin myndu beita innlendum stöðlum viðskiptalaga á al- þjóðavettvangi væri hætta á því að meirihluti fyrirtækja innan Bandaríkjanna yrðu sek um undirboð. Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur hins vegar sett þröskuldinn það hátt varðandi rándýrshegðun bandarískra fyrirtækja að mjög fá fyrirtæki hafa verið fundin sek fyrir dóm- stólum. Það er ekki einu sinni til umræðu í við- skiptaviðræðunum að afnema þennan tvískinn- ung. Því hafa þróunarríkin áhyggjur af því að tilraunir til að koma hugtakinu „samkeppni“ inn í viðskiptaviðræðurnar muni einungis gera þeim erfiðara fyrir. Þau óttast að tilraunir til að styðja við bakið á innlendum framleiðendum eða ákveðnum hópum sem eiga undir högg að sækja (með aðgerðum í anda jákvæðrar mis- mununar sem hafa gegnt mikilvægu hlutverki jafnt í þróuðum ríkjum sem minna þróuðum ríkjum) verði dæmdar „óréttlátar“ og þar með bannaðar. Það er raunveruleg hætta á því að í lotunni, sem átti að vega upp það ójafnvægi er ein- kenndi fyrri samningalotur, muni ekki einungis mistakast að ná því markmiði heldur muni ójafnvægið aukast enn frekar. Það má nefna áform um að þrýsta á ríki til að auka frelsi á fjármagnsmörkuðum sínum og opna þá fyrir fjármagnsflæði spákaupmanna í því sambandi. Nú þegar IMF hefur loks viðurkennt að aukið frelsi á þessu sviði geti leitt til óstöðugleika en ekki hagvaxtar tekur WTO málið upp á sína arma. Ef ekki næst árangur á fundinum í Cancun mun það staðfesta ótta þeirra sem stóðu gegn því að ný samningalota færi í gang. Það er óþarft að bæta því við að sú niðurstaða yrði vatn á myllu mótmælenda um allan heim er berjast gegn heimsvæðingunni. Verður grafið undan þróun í Cancun? ll ALÞJÓÐAVIÐSKIPTI Joseph Stiglitz Höfundur er prófessor í hagfræði og fjármálum við Columbia-háskóla. Hann hlaut Nóbels- verðlaun í hagfræði árið 2001, var formaður efnahagsráðgjafaráðs Bills Clintons Bandaríkja- forseta og aðalhagfræðingur Alþjóðabankans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.