Morgunblaðið - 14.08.2003, Side 1

Morgunblaðið - 14.08.2003, Side 1
14. ágúst 2003 SÓKNARDÖGUM fækkar úr 21 í 19 á næsta fiskveiðiári, samkvæmt reglugerð um veiðar sóknardagabáta sem sjávarútvegsráðherra kynnti á dögunum. Örn Pálsson, formaður Landssambands smábátaeigenda, segist gera sér vonir um að hugmynd- ir um lágmarksfjölda sóknardaga verði samþykktar á Alþingi. Bátum sem reru á sóknardögum eftir 1. september árið 2002 var út- hlutað 21 sóknardegi. Ekkert þak er á afla hvers báts á ári en dögum getur fækkað eða fjölgað eftir heildarveiði hópsins á hverju ári. Fjöldi sóknar- daga fyrir hvert fiskveiðiár er fundinn út með því að reikna meðalþorskafla á hvern sóknardag fiskveiðiársins á undan og deila honum í heildarþorsk- afla bátanna. Afli sóknardagabáta hefur farið verulega fram úr þeim við- miðunarafla sem þeim er úthlutaður á undanförnum árum og hefur dögun- um því fækkað á milli fiskveiðiára. Sóknardögum getur þó ekki fækkað um meira en 25% milli fiskveiðiára. Þannig voru dagarnir 23 á fiskveiði- árinu 2000/2001, 21 fiskveiðiárinu sem nú er að ljúka og verða 19 á næsta fiskveiðiári, þar sem heildarafli bátanna er orðin umtalsvert meiri en viðmiðunaraflinn sem var 1.800 tonn. Örn segir að viðræður við sjávarút- vegsráðherra um að sett verði gólf í fjölda sóknardaga hafi ekki borið ár- angur síðasta vetur. „Við bentum á að aflaaukning sóknardagabáta undan- farinna ára væri í beinum tengslum við aukið vélarafl bátanna. Við lögð- um það til að reynt yrði að koma í veg fyrir aukna sókn innan kerfisins, þannig að ef settar eru aflmeiri vélar í bátana verði menn að gjalda fyrir það með sóknardögum. Í staðinn yrði sett gólf í dagafjöldann.“ Örn segir að LS hafi farið fram á að sóknardagar hvers fiskveiðiárs verði aldrei færri en 23. Hann segir þessar hugmyndir hafa fengið jákvæðar und- irtektir meðal þingmanna og gerir sér vonir um að málið komi til kasta Al- þingis í vetur. „Heimsmet í niðurskurði“ Á heimasíðu Landssambands smá- bátaeigenda er fjallað um fækkun sóknardaga. Þar segir m.a.: „Eftir því sem næst verður komist eru 19 leyfi- legir sóknardagar standandi heims- met hvað varðar niðurskurð í þessum efnum. Varla þarf að geta þess að þetta blasir að auki við á sama tíma og verið er að auka aflaheimildir svo um munar í nokkrum tegundum. Forysta stórútgerðarinnar hefur í langan tíma látið sem óð væri vegna afla þessara báta og jafnvel gengið svo langt að halda því fram að „umframafli“ þeirra tefði fyrir uppbyggingu þorskstofns- ins. Ítrekað hefur sú ótrúlega fullyrð- ing heyrst úr þeim herbúðum að þess- ir bátar væru í „frjálsri sókn.“ Staðreyndin er hins vegar sú að þess- ir bátar lifa við heimsmet í ófrelsi og með ólíkindum að á sama tíma og þessi staðreynd blasir við, guma stjórnvöld af því úti um allan heim hversu frábært fiskveiðistjórnunar- kerfið íslenska er.“ Sett verði gólf í fjölda sóknardaga Miklir möguleikar á samstarfi Íslands og Marokkó, rætt við sjávarútvegs- ráðherra landsins og fulltrúa Brims Landiðogmiðin Sérblað um sjávarútveg úrverinu FISKVERÐ í Frakklandi hefur ekki lækkað í sumar og svo virð- ist sem hitabylgjan í Evrópu hafi ekki haft áhrif á fiskneyslu, að mati Elísabetar Óskarsdóttur, forstöðumanns umboðssölufyrir- tækisins Latitude 66 í Boulogne sur Mer í Frakklandi. Í Verinu fyrir skömmu var haft eftir Jean-Pierre Plormel, for- stjóra samtaka fiskframleiðenda í Breton, From-Bretagne, að ástandið á markaðnum væri hrikalegt og verð hefði hríðlækk- að. Elísabet segist ekki kannast við slíkt ástand, að minnsta kosti ekki í Boulogne sur Mer en þang- að komi langstærsti hluti þess sjávarfangs sem fluttur er til Frakklands. „Hér í Boulogne sur Mer, mið- stöð fiskinnflutnings og fiskiðn- aðar í Frakklandi, er hefðbundið sumarástand á fiskmörkuðum, árstíðabundin niðursveifla í magni vegur upp á móti minni neyslu yfir sumarið.“ Elísabet segir að hitabylgjan í Evrópu að undanförnu hafi ekki haft merkjanleg áhrif á fiskverð eða framboð af fiski. Verð á karfa hafi styrkst, sérstaklega á karfa frá Íslandi sem sé venju- lega mjög góður. „Hér er mjög mikil eftirspurn eftir karfa, skila- verð á smákarfa er 1,10 til 1,40 evrur og 1,40 til 1,70 evrur á millistórum og stórum karfa. Grálúðan hefur selst á vel yfir 3 evrur og smáþorskur á 2,30 til 3,30 evrur. Þá hefur verð á blálöngu og löngu verið að styrkjast, enda hefur dregið úr veiðum hjá bæði Frökkum og Færeyingum. Hér hefur hins vegar verið mikið framboð af ufsa, verð fremur lágt og verðhækkun varla fyrir- sjáanleg fyrr en í vetrarbyrjun,“ segir Elísabet. Hefðbundið ástand í Frakklandi HEILDARAFLI íslenskra fiskiskipa í júlí sl. var 230.414 tonn en var 251.325 tonn í júlí 2002. Afli í mán- uðinum minnkaði því um tæplega 21.000 tonn milli ára, að því er fram kemur í tölum Fiskistofu. Heildarafli íslenskra skipa á tíma- bilinu janúar–júlí 2003 var 1.358.718 tonn en var 1.660.707 tonn á sama tíma 2002, sem þýðir að aflinn er 302 þús- und tonnum minni í ár. Munar þar mest um slakari loðnuafla. Botnfiskaflinn jókst hins vegar lítil- lega í nýliðnum júlí, var 35.644 tonn en var 34.044 tonn í júlí 2002. Þorskaflinn í júlí 2003 var aðeins 11.373 tonn og aflinn í fyrra var einnig slakur í júlí eða 12.481 tonn. Afli flestra annarra botnfisktegunda var meiri nú en í júlí 2002. Afli uppsjávartegunda var 188.062 tonn en var 210.323 tonn í júlí 2002. Munar þar um minni loðnuafla í ár. Milli júlímánaða 2002 og 2003 jókst verðmæti fiskaflans, á föstu verði árs- ins 2001, um 3,2%, samkvæmt útreikn- ingum Hagstofu Íslands. Fyrir tímabilið janúar–júlí dróst afla- verðmæti saman, á föstu verði árs- ins 2001, um 4,4% miðað við sama tímabil ársins 2002. Mun minni afli í júlí                         ! "" #        $    "  %   &  ' '()        

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.