Morgunblaðið - 14.08.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.08.2003, Blaðsíða 2
2 C FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ NÚR VERINU „VIÐ sjáum þarna góð sóknar- færi. Forsagan er sú að um árabil hefur alþjóðlegur floti uppsjávar- veiðiskipa stundað veiðar í lögsögu Marokkó og fryst um borð, án við- komu í Marokkó. Haustið 2001 tók ríkisstjórn landsins ákvörðun um að endurnýja ekki samninga við þessi ríki og loka landhelginni fyr- ir þessum skipum, sem þá voru um 350 og taka upp breytta fisk- veiðistjórnun og eftirlit. Markmiðið var og er að auka verðmætasköpun í Marokkó og byggja upp inn- lendan sjávarútveg. ICECON ehf., sem er dótturfyrirtæki Brims, kom auga á þessi sóknarfæri og kynnti fyrir Brimi,“ segir Hilmar Ágústs- son, sem starfar að viðskiptaþróun og hefur haft umsjón með verkefn- inu fyrir hönd Brims. Sjávarútvegur í Marokkó „Sjávarútvegi í Marokkó má í gróf- um dráttum skipta í strand- og út- hafsveiði. Strandveiðiflotinn telur mikinn fjölda smábáta og opinna mótorbáta sem sækja stutt og veiða uppsjávarfisk og kolkrabba. Syðst í landinu í Dakhla hefur t.d. mikil starfsemi verið byggð upp á stuttum tíma í kringum heilfryst- ingu á kolkrabba. Kolkrabbaveið- arnar hafa hins vegar dregizt sam- an að undanförnu, líklega vegna ofveiði. Úthafsveiðar Marokkóa eru aðallega smá togskip sem veiða smokkfisk og kolkrabba og frysta um borð auk þeirra veiða á upp- sjávarfiski sem áður var nefnd. Samdráttur í veiðum á kolkrabba veldur því að marokkósk sjávar- útvegsfyrirtæki leitast nú við að byggja upp veiðar og úrvinnslu á uppsjávarfiski og það er tilfellið hjá okkar samstarfsaðilum. Landvinnsla hefur aðallega verið hreinsun og heilfrysting á kol- krabba. Við vinnslu á sardínu og öðrum uppsjávarfiski hefur gengið illa að tryggja stöðug gæði á fersku hráefni til slíkrar vinnslu frá strandveiðiflotanum. Nokkuð vantar upp á tækni, verklag og fiskveiðistjórnun til að svo megi verða. Í þessu verkefni er ætlunin að fiskurinn verði unninn í Marokkó. Miðað er við að fá fjögur veiðileyfi, hvert upp á 15.000 tonn á ári, en leyfilegt er að sameina leyfin á færri skip til að auka hagkvæmni veiðanna. Talið er að stofninn þoli um 600.000 tonna veiði á ári. Þetta verkefni er fjölþætt allt frá veiðum að sölu afurða. Veitt er í nót og komið er með fiskinn ferskan í kælitönkum til vinnslu í landi. Fisk- urinn verður heilfystur, til að byrja með, en síðar er stefnt að frekari úrvinnslu til að skapa meiri verð- mæti. Við verðum því bæði með veiðar og vinnslu á okkar höndum sem er forsenda fyrir stöðugum gæðum hráefnisins og afurða. Við munum selja afurðirnar á alþjóð- legum markaði. Góð samvinna við yfirvöld Við vinnslu þessa verkefnis hefur glögglega komið í ljós nauðsyn þess að vinna í góðri samvinnu við yfirvöld Marokkó. Verkefnið hefur verið kynnt fyrir öllum hlutað- eigandi í Marokkó og á Íslandi, og þar hafa komið við sögu sjáv- arútvegsráðherra Íslands og forseti Íslands. Í heimsókn sjáv- arútvegsráðherra Marokkó í síð- ustu viku kom greinilega í ljós að pólitískur vilji er fyrir víðtæku samstarfi á sviði sjávarútvegs. Við lítum svo á að nú þegar sjáv- arútvegsráðherrar þessara ríkja hafa undirritað samstarfssamning, sé kominn rammi utan um þau verkefni og það samstarf sem menn sjá fyrir sér. Forseti Íslands hefur auk þess sýnt þessu verkefni sem og auknum samskiptum og samstarfi íslenskra og marokk- óskra fyrirtækja mikinn áhuga og stuðning. Marokkó á gjöful fiskimið og þar er þokkalega stöðugt rekstrarumhverfi. Ef við leggjum þar að auki til þekkingu á veiðum, vinnslu og markaðs- setningu eru til staðar forsendur fyrir því að verkefni sem þetta gangi upp. Það er hins vegar tölu- vert áhættusamt og það á vissulega eftir að hnýta nokkra lausa enda enn, áður en endanleg ákvörðun liggur fyrir og hægt verður að byrja að veiða og vinna,“ segir Hilmar. Getum gert vel Bryggjuspjall í Marokkó. Hilmar Ágústsson frá Brimi er lengst til hægri. S jávarútvegsráðherra Mar- okkó, Taayeb Rhafes, er sann- færður um að samstarf milli Íslands og Marokkó sé fram- undan og sér hann marga möguleika felast í því til hags- bóta fyrir bæði löndin. Mar- okkó hefur mikla efnahags- lögsögu og langa strandlengju bæði í Miðjarðarhafi og Atlantshafi. Miklar fiskveiðar eru við landið og eru landsmenn í auknum mæli að nýta þær sjálfir. Ekki samið við EB Fyrr á árum voru það mest erlendar þjóðir sem stunduðu veiðar við Marokkó, þeirra á meðal Íslendingar. Evrópusambandið var afar stórtækt við þessar veiðar en samningur þess við Marokkó rann út fyrir nokkrum árum og hafa Marokkóar ekki viljað endurnýja hann, þar sem Evrópusambandið hefur ekki viljað ganga að kröfum þeirra um að samningurinn skili efnahagslífi landsins meiri ávinningi en áður. Samningurinn sem rann út í nóvember 1999 skilaði Marokkó um 500 milljónum evra eða um 44 milljörðum króna á gengi nú. Fleiri hundruð skip, einkum frá Spáni og Portúgal höfðu þannig veiðileyfi við Marokkó, en hafa síðan þurft að róa á önnur mið. Minni afli Á síðasta ári var landað tæplega 900.000 tonn- um af fiski í höfnum landsins, en það var veru- legur samdráttur frá árinu áður, en þá komu 978.500 tonn á land. Verðmæti aflans jókst hins vegar verulega, eða um 36%. Útflutningur á sjávarafurða á síðasta ári var 296.800 tonn, sem er um 90.000 tonna samdráttur, eða 24%. Þrátt fyrir verðmætin er verðmæti útflutn- ingsins nánast það sama. Langmest af fisk- inum er flutt út til Evrópu, eða 167.000 tonn, sem er verulegar samdráttur milli ára. Næst- mest fór til Asíu, 77.800 tonn. 44.400 tonn fóru til annarra Afríkuríkja og 7.000 tonn til Banda- ríkjanna. Af einstökum löndum er langmest af fiski selt til Spánar eða 77.400 tonn á síðasta ári. Sjávarútvegurinn mikilvægur „Ég vil undirstrika að sjávarútvegurinn er mjög mikilvægur fyrir efnahagslíf Marokkó,“ segir Tayeb Rafes, sjávarútvegsráðherra Mar- okkó. „Strandlengja Marokkó er 3.500 kíló- markmið að leiðarljósi h ungurinn í Marokkó, rík vegsráðuneytið lagt fr fimm ára til að efla og Markmiðin eru skýr. Í auðlindina, stunda sjálf hægt að gera með tve veiðum og að auka mögu fiskeldi. Þá er það eitt auka virði fiskaflans. stundaðar innan lögsögu metrar, bæði við Atlantshafið og Miðjarðarhaf- ið. Landhelgin er því 1,4 milljónir ferkílómetra, sem er tvöfalt meira en flatarmál Marokkó. Fyrir vikið eru möguleikar á veiðum mjög fjöl- breyttir, möguleikar sem við þekkjum mjög vel og aðrir sem eru minna þekktir eða ókannaðir. Þess má geta að Marokkó er eitt auðugasta ríki í heiminum þegar auðlindir hafsins eru metnar. Það er að sjálfsögðu markmið okkar að nýta þessi auðævi sem bezt og til að gæða efnahagslífið í landinu meira lífi. Með þetta Morgunblaðið/Þorgeir Pálsson Nótabátar í höfn. Víðtækt samst Sjávarútvegsráðherrar Íslands og Marokkó hafa undirritað s Miklir möguleikar eru nú á því að samvinna á sviði sjáv- arútvegs hefjist milli Íslend- inga og Marokkóa. Brim, sjávarútvegssvið Eimskipa- félagsins, hefur þegar und- irritað viljayfirlýsingu um samstarf við fyrirtæki í Mar- okkó. Hjörtur Gíslason hitti sjávarútvegsráðherra Mar- okkó, Tayeb Rhafes, að máli. Hann er sannfærður um að árangursrík samvinna land- anna sé í uppsiglingu.           "##$% "##"%     $&# $'# $"# $## (# &# '# "# # ) *  + , ,- .  ,/0 + 1 23 4) 5 .  4),067 *5 ) ,0 67 *   ! " " # 8 0 9, : ; ,   !""# <=%>$#(?#  +-%"&@$ 34$AA'5 TAYEB Rhafes heimsótti skipasmíðastöðina Trefjar í Hafnarfirði þar ráðherrar Marokkó og Íslands, Tayeb Rafes og Árni M. Mathiesen, undir samstarf Íslands og Marokkó á sviði sjávarútvegs. Meðal þess sem ráðher sínum var samvinna á sviði hafrannsókna, menntunar í sjávarútvegsmálu veiða og verkunar og fiskeldis. Ljóst er að um mikla og nána samvinnu ge Samkomulag um sams Úthafsflotinn í Marokkó er nokkuð öflugu                                     !"  #    $    %         &      $     #  '    (     )   *     *   +,   -.     !     (     (!  *#       /        0           &!  1  1      /#    -                 * #      2 *  #     3  #  0                                      !  " # "$# % &                          !  !#" %&    ' & (                                                           ' () #' *'    & !      

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.