Morgunblaðið - 14.08.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 14.08.2003, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. ÁGÚST 2003 C 3 NÚR VERINU Allt til línu- og handfæraveiða Línur, krókar, ábót, beitningavélar, handfæravindur o.fl. Sími 898 7127 Skútuvogi 6 www.sjo.is Í framhaldi af þessu má nefna að vegna sér- stöðu sinnar í sjávarútvegi er Ísland fullkom- inn samstarfsaðili fyrir Marokkó, hvort sem það yrði í samvinnufyrirtækjum eða uppbygg- ingu skipasmíðastöðvar. Það eru mörg svið sem löndin geta unnið saman á eins og rann- sóknir, menntun og þekking og aukið vinnslu- virði afurðanna. Nú þegar hefur komið fram mjög sterkur pólitískur vilji til þess að sam- starf af þessu tagi geti hafizt og ég er sjálfur sannfærður um að svo verði. Meðan á heim- sókn minni stóð fékk ég tækifari til að ræða við hinn íslenzka starfsbróður minn, Árna M. Mathiesen, aðila úr einka geiranum, fulltrúa Hafrannsóknastofnunar og ég hef undirritað rammasamning ásamt Árna um samstarf þjóð- anna. Mér hefur einnig verið sýndur sá heiður að vera boðið heim til forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar. Ég er snortinn af þess- um heiðri en í honum felast ákveðin skilaboð sem undirstrika vilja Íslendinga til samvinnu við okkur. Ég er því mjög ánægður með heim- sóknina og vil gjarnan koma aftur til að kynn- ast landi og þjóð enn betur,“ segir Tayeb Rhafes, sjávarútvegsráðherra Marokkó. Rhafes var hér á landi í fimm daga og kom víða við. Hann kynnti sér menntun í sjávar- útvegi, hafrannsóknir, starfsemi Rannsókna- stofnunar fiskiðnaðarins, Fiskistofu, Land- helgisgæzlunnar og Útflutningsráðs Íslands. Hann fór í heimsókn til Brims á Akranesi, fór á Fiskmarkað Suðurnesja, heimsótti bátasmiðj- una Trefjar, kynnti sér sjávarútveginn í Grindavík og heimsótti Marel og SÍF. Mikil tækifæri Marokkómenn færðu efnahagslögsögu sína út í 200 sjómílur árið 1981, úr 70 sjómílum. Við út- færsluna fengu þeir umráðarétt yfir fiskistofn- um, miklum auðlindum sem þeir hafa einsett sér að nýta til hagsbóta fyrir Marokkó. Mar- okkómenn hafa tekið stjórn allra veiða innan lögsögunnar í sínar hendur en til þess að geta nýtt auðlindina skynsamlega og gert sem mest verðmæti úr þeim afla sem á land berst þarf að taka á mörgum þáttum í atvinnugreininni. Flest skipin í Agadir Árið 1990 stóð ríkisstjórn Marokkó fyrir viða- miklum breytingum á hafnarmálum landsins. Fyrir 1992 var stærsti hluti úthafsveiðiflota Marokkó með hafnaraðstöðu í Las Palmas á Kanaríeyjum. Vegna þessara aðgerða var mestallur flotinn kominn með hafnaraðstöðu í Marokkó 1992 og er höfnin í Agadir heimahöfn flestra skipa úthafsveiðiflotans. Fiskihafnir í Marokkó eru alls 28, þar af eru 20 hafnir við Atlantshaf og átta við Miðjarðarhafið og er sjávarútvegur einna mestur í Laayoune, Tan Tan, Agadir, Dakhla og Casablanca. Helstu tegundir sem veiðast eru smokkfiskur, sard- ínur, túnfiskur, makríll, ansjósur og skelfiskur. Margir opnir bátar Fiskveiðum Marokkómanna má skipta í tvennt, annars vegar strandveiði þar sem not- ast er við þilfars- og opna báta sem eru úr tré en hins vegar úthafsveiði sem er aðallega stunduð af frystitogurum. Opnu trébátarnir eru gríðarlega margir, sennilega upp undir 20 þúsund, og þilfarsbátarnir eru um 2.500 en frystitogararnir yfir 300. Fiskmarkaðir í Marokkó hafa tekið miklum breytingum á undanförnum árum og eru uppi áætlanir um að tölvuvæða þá til lengri tíma lit- ið. Flestir fiskmarkaðirnir eru reknir af ríkis- fyrirtækinu ONP sem nú hefur hafið áætlun um endurnýjun þeirra. skila sér til ferkari umsvifa í landi og til upp- byggingar efnahagslífsins í heild. Marokkó vill einnig reyna að ná til sín auknum gjaldeyr- istekjum með útflutningi sjávarafurða og hluti af því er að auka vinnsluvirði afurðanna. Á síðasta ári skilaði útflutningur sjávaraf- urða um 80 milljörðum króna. Markmiðið er svo að árið 2007 verði þessi upphæð orðin tvö- falt hærri. Loks er eitt af markmiðunum að auka fiskneyzlu innan lands. Þrátt fyrir að Marokkó sé mikil sjávarútvegsþjóð borðar fólkið ekki mikið af fiski, aðeins um 7 til 8 kíló á mann á ári, en til samanburðar borða Spán- verjar 60 til 70 kíló og Japanir 90 til 100 kíló. Þá er stefnt að því að auka atvinnu í sjávar- útvegi og markmiðið þar eru 100.000 ný störf á næstu árum. Skipasmíðar mikilvægar Aukin menntun og endurmenntun innan sjáv- arútvegsins er einnig afar mikilvæg. Loks leggjum við mikla áherzlu á það að hefja skipa- smíðar í Marokkó, reisa fullkomnar skipa- smíðastöðvar bæði til að smíða ný skip og til að sinna viðgerðum og viðhaldi fiskiskipaflotans. Marokkó er mikil sjávarútvegsþjóð og á mikla möguleika í veiðum og vinnslu og eigin skipa- smíði er nauðsynlegur þáttur til að auka sjálf- stæði og vöxt útvegsins. Marokkó hefur alltaf verið opið fyrir samskiptum við önnur ríki, það er snar þáttur í þjóðarmenningu okkar. Séu gerðir samningar við önnur ríki, til dæmis um fiskveiðar, verða þeir að þjóna hagsmunum okkar. Þar má nefna samning Marokkó við Evrópusambandið, sem ekki hefur verið endurnýjaður, vegna þess að ekki náðist samkomulag um grundvallaratriði eins og framtíð og þróun sjávarútvegs í Marokkó. Sú staðreynd að þessi samningur hefur ekki verið endurnýjaður útilokar á engan hátt að hægt sé að stofna sameiginleg fyr- irtæki milli Marokkóa og Frakka, Spánverja eða Portúgala svo dæmi séu tekin. Þó að samningurinn hafi ekki verið endurnýjaður þýðir það ekki að samstarfi við Evrópuþjóðirnar hafi verið hætt. Marokkó er algjörlega tilbúið að starfa með þeim sem vilja koma til landsins og fjárfesta þar og skapa arð heima fyrir, en ekki eins og áður var þegar vin- ir okkar í Evrópu komu, veiddu fiskinn og fóru með hann heima. Samningar af þessu tagi verða að koma báðum aðilum til góða og leiða af sér uppbyggingu í útveginum. hefur hans hátign kon- kisstjórnin og sjávarút- ram áætlun til næstu hvetja sjávarútveginn. fyrsta lagi að vernda fbærar veiðar. Það er ennum hætti, ábyrgum uleikana, til dæmis með t af markmiðunum að Allar veiðar sem eru u Marokkó ættu því að Morgunblaðið/Þorgeir Pálsson Landað úr nótabáti í marokkó. tarf að hefjast amning um samstarf og Brim hefur starfsemi þar innan tíðar                              !  Morgunblaðið/Guðni Gíslason sem sjávarútvegs- rrituðu samning um rrarnir ræddu á fundi um, skipasmíða, fisk- etur orðið að ræða. starf Morgunblaðið/Þorgeir Pálsson ur. NÚ ER unnið að sameiningu sjáv- arútvegsfyrirtækjanna Moana Pacific og Sealord. Með því yrði til langstærsta sjávarútvegsfyrirtæki Nýja Sjálands. Á hinn bóginn er það óttazt að hundruð starfa gætu glat- azt við sameininguna. Moana Pacific er í eigu Maora, frumbyggja eyjanna, en þeir eiga einnig stóran hlut í Sealord. Nýja fyrirtækið mun fá nafnið Aotearoa Fisheries. Velta Moana sem stundar ísfiskveiðar er 3,7 milljarðar króna á ári en Selord veltir 28 milljörðum króna. Sameiginleg velta verður því yfir 30 milljarðar króna, starfsmenn verða líklega um 3.000 og fyrirtækið ræður þá yfir þriðjungi allra afla- heimilda við Nýja Sjáland. Innan nýja fyrirtækisins verða einnig Pacific Marine Farms, Chat- ham Processing og 50% hlutur í Prepared Foods. Talið er að við sameininguna verði það einkum störf millistjórnenda sem verði í hættu. Formaður stjórnar Sealord, Shane Jones, segir að sjávarútvegs- ráðherra landsins, Pete Hodgson, hafi samþykkt samruna fyrirtækj- anna og að hann vonaðist til að hann gæti tekið gildi fyrsta október næst- komandi. Jones segir einnig að vegna erf- iðleika í Argentínu vegna pólitísks óstöðugleika hafi ekki tekizt að koma þar á kvótakerfi við fiskveið- arnar. Því hafi Sealord orðið að færa niður hlut sinn í samvinnufyr- irtækinu Yuken um 870 milljónir króna. Farið var í fjárfestingar í Argentínu fyrir þremur árum með það að leiðarljósi að kvótakerfi yrði komið á og samvinnufyrirtæki (joint venture) fengju úthlutað kvóta, sem myndi gera meira en að greiða fyrir fjárfestinguna. Svo hefur ekki orðið. Yuken á fjögur skip, sem hafa leyfi til veiða innan lögsögu Argent- ínu á verulegu magni af hokinhala, lýsingi og smokkfiski. Stofna risafyrirtæki Laus störf til sjós Vegna skólagöngu áhafnar eru eftirtalin störf laus til umsóknar um borð í Bjarma BA 326 frá og með 20. ágúst 2003: Yfirvélstjóri, vélavörður, matsveinn og háseti. Uppl. gefur skipstjóri í s. 864 2692 og 852 7351. Fiskur Viljum kaupa smáan fisk, svo sem ýsu, lýsu eða ufsa, slægðan með eða án hauss, sjófryst- an eða ferskan. Sími 896 6098, Gunnar. RAÐAUGLÝSINGAR ATVINNU- AUGLÝSINGAR I I ÓSKAST KEYPT BÁTAR/SKIP Fiskiskip til sölu Ljósm. Snorri Snorrason/www.snorrason.is Björg SU 3, sskrnr. 1935 sem er 123 brúttórúmlesta togskip, smíðað í Svíþjóð árið 1988. Aðalvél skipsins Caterpillar 705 hö. Skipið selst með veiðileyfi og aflahlut- deildum skipsins. Gunnar I. Hafsteinsson, hdl., Magnús Helgi Árnason, hdl., Hafnarhvoli v/Tryggvagötu, sími 552 3340, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.