Morgunblaðið - 15.08.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.08.2003, Blaðsíða 1
Óvenjulegt afmæli Tjaldborg og risaleiktæki í af- mælisveislu í Árbænum Fólk 52 Að viðhalda ástarneista Björg og Ármann hafa verið saman í 56 ár Daglegt líf 4 Losti og valdafíkn Krýning Poppeu, verkefni Sumar- óperu Reykjavíkur Listir 24 SJÁLFSTÆTT starfandi bæklunarlæknum, sem hafa gert samning við Tryggingastofnun rík- isins, er þrátt fyrir slíkan samning heimilt að vinna læknisverk fyrir sjúkratryggða einstak- linga, gegn greiðslu frá sjúklingunum og án þátt- töku stofnunarinnar, að því tilskildu að sjúkling- urinn óski þess sjálfur. Þetta er niðurstaða dóms Héraðsdóms Reykjavíkur í máli, sem læknar höfðuðu á hendur Tryggingastofnun. Málið var höfðað eftir að TR sakaði á síðasta ári þrjá bæklunarlækna um að brjóta samning lækna og stofnunarinnar frá 1998 með því að gera aðgerðir á sjúklingum gegn fullri greiðslu þeirra og utan samningsins. Læknarnir vísuðu í ákvæði í samningnum um að heimilt væri að taka við greiðslu frá sjúklingi án þess að TR greiddi fyrir læknisverkið að hluta eða í heild, óskaði sjúklingurinn eftir því. TR hefur haldið því fram að þetta sé undantekningarákvæði, sem eigi aðeins við ef sjúklingurinn þurfi eða óski eftir að halda nafni sínu leyndu af brýnum persónulegum ástæðum. Tryggingastofnun mun áfrýja dómnum Héraðsdómur Reykjavíkur kemst að þeirri niðurstöðu að hvergi í samningnum sé kveðið á um að persónuverndarsjónarmið eigi eingöngu að ráða því hvort læknar geti tekið við greiðslu. Bæklunarlæknum verði ekki sett önnur takmörk fyrir því að taka við greiðslu en að sjúklingurinn sjálfur óski slíkrar meðferðar. Karl Steinar Guðnason, forstjóri TR, segir að dómnum verði áfrýjað til Hæstaréttar, en fari svo að hann verði staðfestur hljóti löggjafarvaldið að grípa í taumana. „Alþingi hlýtur að bregðast við ef það á með þessum hætti að breyta algjörlega sjúkratryggingakerfinu á Íslandi. Þessi dómur vegur að grundvelli almannatrygginga.“ Hann segir TR líta málið alvarlegum augum, en afleið- ingar slíks dóms gætu m.a. orðið að efnaðir sjúk- lingar gætu keypt sig fram fyrir biðraðir í heil- brigðiskerfinu. Magnús Páll Albertsson bæklunarlæknir segir það geta breytt miklu, verði niðurstaða dómsins óhögguð, en þar til endanleg niðurstaða fáist verði ekki unnið utan samningsins. Eftirspurn sé þó næg og oft löng bið eftir skoðun. „Það er greinileg þörf fyrir þessa þjónustu og hún fer ekki minnkandi,“ segir Magnús. Héraðsdómur dæmir bæklunarlæknum í vil í máli gegn Tryggingastofnun Er heimilt að vinna læknisverk gegn fullri greiðslu sjúklings  Mega vinna/4 BANDARÍKJASTJÓRN tilkynnti í gær handtöku manns sem talinn er hafa skipulagt sprengjuárásina á indónesísku eyna Balí í fyrra og fleiri mannskæð hryðju- verk. Maðurinn, sem heitir Riduan Isam- uddin en gengur jafnframt undir nafninu Hambali, er sagður vera höfuð- paur al-Qaeda í SA- Asíu sem og indónesísku Jemaah Islamiyah-samtakanna. George W. Bush Bandaríkjaforseti fagnaði handtöku Hambali í gær og sagði hann vera „þekktan morðingja“. Al-Qaeda- leiðtogi handtekinn Hambali Washington. AP. STOFNAÐ 1913 218. TBL. 91. ÁRG. FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Rafmagnsleysisins varð vart í mörg- um ríkjum við austurströnd Banda- ríkjanna og náði það til borga frá New York til Detroit. Þá fór rafmagn af í nokkrum borgum í Kanada, þar á meðal Ottawa og Toronto. Rafmagns- leysisins varð fyrst vart um kl. 16 að staðartíma, kl. 20 að íslenskum tíma. Lestarsamgöngur lágu niðri í New York og fleiri stórborgum Bandaríkj- anna og Kanada. Auk þess var flest- um flugvöllum á austurströndinni lok- að, þ. á m. John F. Kennedy og LaGuardia-flugvelli í New York. Loka varð kjarnorkuverum í Ohio og New York-ríki, þar sem þau komu raforkunni ekki frá sér. Þúsundir manna sátu fastar í neð- anjarðarlestum og lyftum New York- borgar auk þess sem verulegar trufl- anir urðu á fjarskiptum og lá mestallt farsímasamband niðri með þeim af- leiðingum að langar raðir mynduðust utan við símaklefa. Mikill hiti var í New York-borg í gær. Flestum verslunum borgarinnar var lokað, lestarstöðvum og skrif- stofuturnum. Ringulreið ríkti á göt- um þar sem milljónir manna voru á leið heim frá vinnu þegar rafmagnið fór. Víða hafði fólk yfirgefið farartæki og gengið af stað heim en auk þess flykktist skrifstofufólk þúsundum saman út á götur Manhattan. Margir voru hræddir í fyrstu, minnugir atburðanna í borginni 11. september 2001. Engin merki um hryðjuverk Michael Bloomberg, borgarstjóri New York-borgar, sagði engin merki um að um hryðjuverk væri að ræða en kvað líklegustu orsök rafmagnsleys- isins vera bilun í Niagara-Mohawk- orkunetinu sem sæi mestöllum norð- austurhluta landsins fyrir orku. Á blaðamannafundi í gærkvöld til- kynnti Bloomberg að rafmagnið kæmist að öllum líkindum aftur á eftir aðeins nokkrar klukkustundir. „Raf- magnið kemur fyrst í borginni [New York]. Það mun taka dágóðan tíma, klukkustundir en ekki mínútur,“ sagði borgarstjórinn og hvatti fólk til að drekka mikið vatn vegna hitans og slökkva á öllum rafmagnstækjum til þess að auðveldara væri að koma raf- magni á að nýju. Bloomberg sagði einskis ofbeldis né eldsvoða hafa orðið vart í borginni. Þá lagði hann áherslu á að borgarbúar héldu ró sinni. Bandaríska alríkislögreglan, FBI, sagði atvikið ekki tengjast tölvu- vírusnum sem nú gengur manna á milli á Netinu. Rafmagnsleysið hafði töluverð áhrif á viðskipti og athafnalíf í Banda- ríkjunum í gær og þurftu General Motors til að mynda að loka tuttugu verksmiðjum sínum. Rafmagnsleysið í gær minnti á bilun sem varð á heitum sumardegi í New York-borg árið 1977. Þá varð jafnframt röð bilana árið 1965 sem olli rafmagnsleysi og lamaði samgöngur um alla austurströndina. Talið að elding hafi valdið víðtæku rafmagnsleysi í Bandaríkjunum og Kanada Daglegt líf í stórborg- um lamað AP Vegfarendur flykkjast þúsundum saman yfir Brooklyn-brúna í New York. Almenningssamgöngur í borginni voru í lamasessi eftir að rafmagnið fór og bílaumferð gekk mjög hægt, enda umferðarljós um alla borg óvirk. New York. AP, AFP. DAGLEGT líf í New York og fleiri stórborgum í norðaustur- hluta Bandaríkjanna og suðausturhluta Kanada lamaðist síð- degis í gær þegar rafmagn fór af stóru svæði þar sem tugir millj- óna manna búa. Haft var eftir kanadískum embættismönnum að rafmagnsleysið, sem sagt var hið umfangsmesta í sögu Banda- ríkjanna, mætti líklega rekja til þess að eldingu hefði lostið niður í raforkuver í Niagara í New York-ríki. HELGA Kristín Einarsdóttir, blaðamaður Morgunblaðsins, var stödd í heimahúsi við 16. stræti á Manhattan þegar rafmagnið fór af. Hún segir að fólki hafi verið brugð- ið en það haldið ró sinni. „Fólk fór út úr húsunum og það mátti sjá marga á tali í síma,“ segir hún. Mikill hiti var í New York í gær, um 33 gráður skv. CNN, og segir Helga að langar raðir hafi myndast við verslanir þar sem fólk fór til þess að birgja sig upp af vatni og rafhlöðum. Hún segir að verðlagið í verslunum hafi hækkað um- svifalaust og verð á vörum hafi ver- ið jafnað hressilega upp á við, enda allir afgreiðslukassar óvirkir vegna rafmagnsleysisins. Fólk rólegt en skelkað „Við erum á West Broadway í Soho. Úti á Broadway eru þúsundir manna á götunni en lítið af bílum. Þeir sem eru hér segja að þetta minni mjög á 11. september. Í útvarpinu segir að fólk hafi bara lagt rólega af stað heim til sín og það séu þúsundir manna að labba yfir Brooklyn-brúna. Það eru allir mjög rólegir,“ sagði Hulda Styrm- isdóttir, framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka, sem stödd er í New York. „Allir mjög rólegir“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.