Morgunblaðið - 15.08.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.08.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ Danir áforma að breyta Kristjaníu. Pétur Blöndal tal- aði við Íslendinga í fríríkinu í miðri Kaupmannahöfn. Sagan í setlögunum Borkjarnar úr botni stöðuvatna geta varpað ljósi á loftslagsbreytingar síðustu árþúsunda. Ragnhildur Sverrisdóttir ræddi við Dr. Áslaugu Geirsdóttur. Ron Davis og lesblindan Talið var að Ron Davis gæti aldrei lært að tala í setn- ingum, lesa eða skrifa. Hann reyndist fluggáfaður og fann upp kerfi sem hjálpar lesblindum. Guðrún Guð- laugsdóttir skráði sögu hans. Heimsókn í Kristjaníu á sunnudaginn LÆKNAR VINNA SIGUR Bæklunarlæknar hafa unnið sigur í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli sem þeir höfðuðu til þess að fá úr því skorið hvort þeim væri heimilt að taka að sér sjúklinga sem greiða sjálfir kostnaðinn, án þátttöku Tryggingastofnunar. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niður- stöðu að þetta væri heimilt. Grænfriðungar til Íslands Skip Grænfriðunga, Rainbow Warrior, er á leið til Íslands. Græn- friðungar hyggjast mótmæla áætl- unum Íslendinga um hvalveiðar í vísindaskyni. Tilgangurinn með för þeirra er sagður vera sá að koma sjónarmiðum Grænfriðunga á fram- færi við Íslendinga. Lamadýr til Íslands? Umhverfisstofnun hefur fyrir sitt leyti gefið grænt ljós á að heimilaður verði innflutningur á lamadýrum til Íslands. Hugmyndir eru uppi um að nota dýrin til þess að bera farangur fyrir ferðamenn á friðlýstum svæðum. Ekkert rafmagn Íbúar New York borgar urðu verst úti í miklu rafmagnsleysi sem virtist hafa orðið vegna bilunar í raf- orkuveri í New York seinnipartinn í gær. Rafmagnsleysisins varð vart í mörgum ríkjum við austurströnd Bandaríkjanna og í nokkrum borg- um í Kanada, þar á meðal Ottawa og Toronto. Þúsundir manna festust í neðanjarðarlestum og lyftum í stór- borgum og flugumferð lá víða niðri. Mikil áhersla var lögð á að líklega væri ekki um hryðjuverk að ræða. Flestir voru á leið heim úr vinnu er rafmagnið fór af. Hambali handtekinn Bandaríkjamenn tilkynntu í gær að Hambali, sem lýst er sem helsta fulltrúa og skipuleggjanda al-Qaeda- samtakanna í Suðaustur-Asíu, hefði verið handtekinn. Segjast Banda- ríkjamenn hafa greitt óvininum þungt högg með handtökunni. F Ö S T U D A G U R 1 5 . Á G Ú S T 2 0 0 3 B L A Ð B  VERÖLDIN Í SÍMANUM/2  SAMAN FRÁ SEXTÁN ÁRA/4  RÓSIR OFAN Á BRAUÐ/5  DÝRGRIPIR ÚR JÁRNI/6  VEIÐIHUNDUR Í GÓÐRI ÞJÁLFUN/6  AUÐLESIÐ EFNI/8  GÓÐLEGUR köttur hvílir værðarlega áútidyratröppunum heima hjá Ólínu BjörkPétursdóttur og sonum hennar þremur í Ás-garðinum. Kötturinn haggast ekki, þótt gest beri að garði, og Ólína Björk gerir sig ekki líklega til að taka hann í fangið um leið og hún opnar dyrnar. Enda er kisi um 20 kg og því ekki eins árennilegur til að hnoðast með og gæludýr af sama kyni. Líkt og fíll- inn, kanínan, uglan, froskurinn og fleiri dýr í bakgarð- inum er hann úr grjóti, á ættir að rekja til Öskjuhlíðar og er afrakstur listfengis húsmóðurinnar. „Hugmyndin að mála steina í dýralíki vaknaði síð- asta sumar í gönguferð í Öskjuhlíðinni, en þangað geng ég nánast á hverjum degi mér til heilsubótar. Ég fór að virða lögun steinanna fyrir mér og eftir því sem ég horfði lengur fannst mér sumir vera í laginu eins og alls konar dýr. Fólk er oft með styttur og skraut innan um gróður í görðum sínum þannig að mér datt í hug að búa til nýtt tilbrigði og athuga hvort ég gæti kannski unnið mér inn smápeninga með tiltækinu,“ segir Ólína Björk. Enn sem komið er hefur sú ósk ekki ræst, enda seg- ist hún ekki vera nægilega dugleg að koma dýrunum sínum á framfæri. Þó hefur pöntun borist frá konu, sem sendi henni myndir af Pommeran-hundinum sín- um og bað hana að mála hann á stein. Flest dýrin hefur Ólína Björk gefið, en nokkur hafa verið til sölu í Blóminu við Grensásveg í sum- ar. „Ég var líka að leita eftir viðbrögðum ann- arra en vina og vandamanna, sem allir hrós- uðu mér í hástert. Þótt salan hafi ekki gengið sem skyldi sagði verslunareigandinn mér að fólk hefði verið hrifið og það nægði til þess að ég hef haldið áfram.“ Þar sem Ólína Björk á ekki bíl fær hún föður sinn, 82ja ára, til að keyra sig og sækja steina, sem hún hef- ur sigtað út í dýralíki í Öskju- hlíðinni og víðar. „Ég hef af- skaplega gaman af þessu og hef raunar alla tíð dundað mér við að mála. Áður en ég eignaðist strákana, sem eru 11, 14 og 16 ára, var ég gjaldkeri í Búnaðar- bankanum, en eftir að þeir fædd- ust stundaði ég ýmsa ígripa- vinnu eftir því sem tök voru á eða þar til ég lenti í slysi árið 1989 og varð öryrki. Ólína Björk hefur verið sjálf- stæð móðir í ellefu ár. Hún við- urkennir að oft hafi verið úr litlu að moða, t.d. geti hún ekki leyft sér bíóferðir, setur á kaffi- húsum og sitthvað sem nú þyki ekki sérstakur munaður. „En ég hef alltaf verið bjartsýn,“ segir hún, „strákarnir eru orðnir svo stórir að þeir sjá sér sjálfir fyrir vasapeningum með blaðaútburði, skúringum og þess háttar. Ég er meira að segja farin að geta að- stoðað þá og saman göngum við hús úr húsi með blöð í hverfið okkar á hverjum degi.“ Ólína Björk kveðst hvorki geta setið, staðið né legið án þess að finna til mikillar vanlíðunar. „Mér líður best á göngu og því geng ég alltaf marga kílómetra á dag. Á gönguferðum úti í nátt- úrunni fæ ég hugmyndir að alls kyns handverki sem ég dunda mér síðan við hérna heima.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Ólína Björk Pétursdóttir með hund, sem hún er að passa, í fanginu og eigin dýr allt um kring. í dýralíki Steinar Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Þjónusta 31 Viðskipti 12 Viðhorf 32 Úr verinu 12 Minningar 32/37 Erlent 1315 Bréf 40 Höfuðborgin 16 Skák 41 Akureyri 18 Staksteinar 42 Suðurnes 19 Dagbók 42/43 Austurland 20 Íþróttir 44/47 Landið 21 Leikhús 48 Menntun 22 Fólk 48/53 Listir 24/25 Bíó 50/53 Umræðan 26 Ljósvakamiðlar 54 Forystugrein 28 Veður 55 * * * BRUNAVÖRNUM í vinnubúðum Impregilo, Arnarfells og Lands- virkjunar við Kárahnjúka er veru- lega áfátt. Þetta segir Baldur Páls- son, slökkviliðsstjóri Brunavarna á Héraði, en samkvæmt nýlegri úttekt Brunamálastofnunar standast engar búðanna íslenskar kröfur um bruna- varnir. „Strax í maí vísaði ég þessu máli til Brunamálastofnunar ríkisins vegna þess að illa gekk að fá upplýs- ingar frá Impregilo um efni eða gerð húsanna,“ segir Baldur. „Bráða- birgðaúrskurður stofnunarinnar er býsna neikvæður, ekki síst vegna upplýsingaskorts. Ég hef farið fram á að sett verði brunaviðvörunarkerfi í hvert einasta hús á öllu virkjunar- svæðinu og þau verði tengd neyðar- vaktstöð sem verði mönnuð allan sólarhringinn, hvort sem það yrði á vegum framkvæmdaaðila virkjunar- innar eða keypt af íslenskum aðilum. Þeir hafa verið í einhverjum samn- ingum um þetta. Ég vona að við náum utan um ástandið um miðjan september,“ segir Baldur. Slökkvilið í þorpunum fjórum Gerðar hafa verið kröfur um að sett verði á fót slökkvilið og hafður búnaður í vinnubúðaþorpunum fjórum. Baldur segist vita til þess að Impregilo hafi þegar beðið um tilboð frá íslenskum aðilum í slökkvibíl í Kárahnjúka. Hann segir einnig að Brunamálastofnun hafi gert kröfu um að Brunavarnir á Héraði ykju við mannafla sinn vegna virkjunarfram- kvæmdanna. Meðal annars á að setja fastan mann í að sjá um eftirlit með brunavörnum og þjálfun slökkviliðs fyrir Impregilo. Samráð haft við Landsvirkjun Sævar Sigbjarnarson er stjórnar- formaður Brunavarna á Héraði. „Stjórnin er í góðu sambandi við verkefnisstjóra Landsvirkjunar, Pétur Ingólfsson, og það er stefnt að samráðsfundi fljótlega til að finna lausnir á því að tryggja eldvarnar- eftirlit á virkjunarsvæðinu.“ Brunavörnum áfátt í vinnubúðum við Kárahnjúka Engar búðanna stand- ast íslenskar kröfur Fá frest fram í september til að hlíta reglum Kárahnjúkum. Morgunblaðið. MEÐAL fjölmargra forvitnilegra viðburða á menningarnótt í Reykja- vík á morgun er gjörninga- dagskráin Uppnám sem flutt verður í höggmyndagarðinum við Listasafn Einars Jónssonar á Skóla- vörðuholti. Ljósmyndari Morgun- blaðsins var á ferð þar í gærdag og smellti mynd af listamönnunum Kristínu Björk Kristjánsdóttur, Hugleik Dagssyni, Ragnari Jónas- syni, Sólveigu Einarsdóttur og Baldri Björnssyni við undir- búninginn. Á forsíðu mbl.is má nálgast ítar- legar upplýsingar um menningar- nóttina undir liðnum Áhugavert efni með því að smella á krækjuna Dagskrá menningarnætur. Þar er að finna stað og stund allra við- burða, svo og ýmsar aðrar upp- lýsingar um dagskrána. Morgunblaðið/Þorkell Dagskrá menningar- nætur á mbl.is HÓTEL á höfuðborgarsvæðinu eru nánast uppbókuð um helgina og dæmi eru um að fólk sem ætlaði að fá hótelherbergi í Reykjavík hafi orðið að taka hótelherbergi á Selfossi og Flúðum. Auk menningarnætur sem fer í hönd á morgun hafa undanfarna daga staðið yfir stórar norrænar ráðstefnur í Reykjavík, um 800 manns sækja norrænt geðlæknaþing sem lýkur á morgun og á sjöunda hundrað manns norræna ráðstefnu um rannsóknir í viðskiptafræði. Að sögn Engilberts Sigurðssonar, skipuleggjanda norræns geðlækna- þings, var ráðstefnugestum send aðvörun fyrir tveimur og hálfum mánuði þar sem fólk var hvatt til að bóka hótel vegna þess að allt stefndi í að erfitt gæti orðið fyrir einhverja að fá hótelherbergi. Ráðstefnugestir eru bókaðir á öll stærstu hótel Reykjavíkur en einhverjir urðu að leita annað, m.a. á Flúðir og Selfoss. „Þetta er umsetnasta helgi sum- arsins, bæði út af maraþoni, annarri ráðstefnu sem viðskipta- og hag- fræðingar eru með og síðan er menn- ingarnótt og mikið af fólki jafnvel að koma utan af landi,“ segir Engilbert. Hann undirstrikar að engin vand- ræði hafi skapast nema hvað erfiðara sé fyrir erlendu gestina að sækja skemmtana- og næturlíf í Reykjavík. Flest hótel á höfuðborg- arsvæðinu uppbókuð Gestum vís- að á Flúðir og Selfoss
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.