Morgunblaðið - 15.08.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.08.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 2003 MORGUNBLAÐIÐ IÐNAÐARRÁÐUNEYTIÐ hefur nú til meðferðar ósk Orkuveitu Reykjavíkur um hækkun gjald- skrár á heitu vatni um 5,8% en skv. nýjum raforkulögum þarf ráðuneyt- ið að staðfesta allar gjaldskrár- hækkanir á heitu vatni áður en þær taka gildi. Er það eina beiðnin um gjaldskrárhækkun á heitu vatni sem ráðuneytið hefur nú til um- sagnar. Stjórn OR ákvað gjaldskrár- hækkunina, eins og kunnugt er, í vikunni, en miðað er við að hún taki gildi 1. september nk. Það þýðir að verð á heitu vatni til almennra nota verði 64,54 kr. á hvern rúmmetra af vatni, án virðisaukaskatts, en það var 61 kr., án vsk. miðað við núver- andi gjaldskrá sem tók gildi 1. júlí sl. Fastagjaldið á heitu vatni á ári verður um 7.770 kr., án vsk. en var 7.343 kr. Þess má geta að gjaldskrár OR eiga líka við um Hitaveitu Þorláks- hafnar og Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar, skv. samningi sem gerður var er OR keypti fyrri veit- una og 80% hlut í síðari veitunni á sínum tíma. Það þýðir að gjald- skrárhækkanir OR ná frá Borg- arnesi og suður í Hafnarfjörð, ef frá er talið svæðið sem heyrir undir Hitaveitu Mosfellsbæjar og Sel- tjarnarnes sem tilheyrir Hitaveitu Seltjarnarness. 73% dýrari hjá OR Morgunblaðið hafði samband við forsvarsmenn nokkurra orkuveitna á landinu, en verð á heitu vatni er mismunandi eftir veitum. Ýmsir þætti geta haft áhrif á verð, t.d. hit- inn á vatninu. Þær veitur sem hér eru til umfjöllunar eru með 80°C heitt vatn. Jónmundur Guðmarsson, bæjar- stjóri á Seltjarnarnesi, bendir á að gjaldskrá OR á heitu vatni sé mun hærri en gjaldskrá Hitaveitu Sel- tjarnarness. Hann upplýsir að verð á heitu vatni á Seltjarnarnesi sé um 37 kr. á hvern rúmmetra, án vsk. Gjaldskrá OR væri því 73% dýrari en gjaldskrá Hitaveitu Seltjarnar- ness. Gjaldskráin á Seltjarnarnesi hafi ekki hækkað síðan í nóvember árið 2000. „Í raun má því segja að það hafi orðið raunlækkun á hita- veitukostnaði hjá okkur vegna breytinga á vísitölu síðan þá.“ Hann segir ennfremur gjaldskrána hina lægstu sem þekkist í þéttbýli. „Stefnan hér hefur verið að bjóða neytendum upp á vatn á sem hag- stæðustu kjörum,“ útskýrir hann og bætir því við að „reksturinn sé við núllið.“ Aðspurður segir hann að ekki stæði til að hækka gjaldið frekar á næstunni. Heita vatnið hjá Norðurorku hf. er þó dýrara en hjá OR. Þar er verðið um 95 kr. á hvern rúm- metra. Franz Árnason, forstjóri Norðurorku, segir ástæðuna m.a. þá að veitan sé fremur ung, eða um 25 ára. „Þetta er nýleg veita sem hefur staðið í miklum framkvæmd- um.“ Hann tekur þó fram að verðið hafi lækkað mikið á undanförnum árum, m.a. vegna þess að tekist hafi að greiða niður lán. Þegar verðið hafi verið hvað hæst, í kring- um árið 1990, hafi heita vatnið ver- ið um 250% dýrara á Akureyri en hjá orkuveitunni í Reykjavík. Nú sé munurinn í kringum 50%. Franz segir aðspurður að ekki standi til að hækka gjaldskrá heita vatnsins, þrátt fyrir „umtalsverðan samdrátt í vatnssölu“ á síðasta ári. Hann segir að stækkun markaðar- ins hafi vegið upp á móti þeim sam- drætti. Til að mynda sé veitan nú farin að þjóna Eyjafjarðarsveit og Hjalteyri. FJÓRAR orkuveitur hafa fengið heimild frá Orkustofnun um hækk- un á rafmagnsverði á þeim for- sendum að heildsöluverð á raf- magni frá Landsvirkjun hafi hækkað um 2% hinn 1. ágúst sl., skv. upplýsingum frá Orkustofnun. Fimmta orkufyrirtækið, Orkuveita Reykjavíkur (OR), hefur einnig ósk- að eftir heimild Orkustofnunar um hækkun á rafmagnsverði um 1,2% á þessum sömu forsendum, en Orku- stofnun er að fara yfir þá beiðni. Stofnunin þarf, skv. nýjum raf- orkulögum, að staðfesta óskir um gjaldskrárhækkanir orkuveitna áð- ur en þær taka gildi. Orkuveiturnar fjórar eru Orkubú Vestfjarða, sem hækkaði rafmagns- verð um 2%, Rafmagnsveita ríkis- ins, sem hækkaði um 2%, Norður- orka sem hækkaði um 2,4% og Rafveita Reyðarfjarðar, sem hækk- aði um 2%. Allar þessar hækkanir gengu í gildi 1. ágúst sl. Skv. upp- lýsingum Orkustofnunar hafði Norðurorka þar á undan hækkað síðast rafmagnsverð hinn 1. janúar sl. en hinar þrjár höfðu síðast hækkað rafmagnsverð sl. haust. Vísað í almennar verðlags- hækkanir Orkuveita Reykjavíkur hækkaði síðast rafmagnsverð hinn 30. júní sl., og nam hækkunin 3,4%. Skv. upplýsingum frá iðnaðarráðuneyt- inu var í röksemdum fyrir þeirri hækkun vísað til almennra verð- lagshækkana. Á sama tíma hækk- aði Hitaveita Suðurnesja rafmagns- verð um 3%. Var einnig vísað til almennra verðlagshækkana í rök- stuðningi fyrir þeirri hækkun. Skv. upplýsingum iðnaðarráðu- neytisins er langstærstur hluti allr- ar rafmagnsframleiðslu hér á landi í höndum Landsvirkjunar. Ráðuneytið þarf að staðfesta gjaldskrár fyrir heitt vatn OR eina veitan sem ósk- að hefur eftir hækkun                                      !" ! #$ % & %'&( '& ( ) * ! "   + ,   ''' %'' - -(  ) &' '  (    ( ) *   '    +      , -     , Orkustofnun fer yfir beiðni OR FLJÓTLEGA fara nemendur að flykkjast í skóla lands- ins, þar með talið í Háskóla Íslands. Í gær var þó frekar rólegt umhverfis skólann en þess má vænta að eftir nokkra daga verði meira líf í tuskunum. Morgunblaðið/Þorkell Á hjóli við háskóla PHILIPPE Busquin, yfirmaður vís- inda- og tæknimála í framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins (ESB), segist mjög hrifinn af því sem Íslend- ingar eru að gera á sviði vísinda og tækni. Kom þetta fram á blaða- mannafundi Busquins og Tómasar Inga Olrich menntamálaráðherra í Þjóðmenningarhúsinu í gær. Sagðist Busquin sérstaklega hrifinn af jarð- hitanotkun Íslendinga. Busquin hefur verið hér á landi í nokkra daga í boði ráðherra en hann kynnti sér m.a. vetnisstöð Skeljungs í Ártúnsholti sem stýrt er af Íslenskri NýOrku ehf. Hann sótti einnig heim Íslenska erfðagreiningu, Bláa lónið og Svartsengi. Busquin átti fund í gærmorgun með menntamálaráðherra, fulltrúum ráðuneytisins, ritara Vísinda- og tækniráðs og fulltrúa Rannsóknamið- stöðvar Íslands (Rannís). Þar var m.a. rætt um þátttöku Íslands í svokallaðri Sjöttu rannsóknaráætlun ESB, en sú áætlun er stærsta rannsóknaráætlun ESB. Hún hófst í fyrra og stendur yf- ir í fjögur ár. Gengur sú áætlun m.a. út á að styðja samstarfsverkefni á milli landa á sviði vísinda og tækni. Íslendingar voru einnig þátttak- endur í Fimmtu rannsóknaráætlun- inni og að sögn Tómasar I. Olrich fengu um 40% þeirra umsókna, sem Íslendingar áttu aðild að, úthlutun úr sjóði verkefnisins. Þykir það hátt hlutfall. Ráðherra sagði að samstarf Íslendinga og ESB á sviði rannsókna og þróunar væri Íslendingum mjög mikilvægt. Jákvæður í garð Íslendinganna Hjördís Hendriksdóttir, forstöðu- maður alþjóðasviðs Rannís, var ein þeirra sem sat fundinn í gær. Hún sagði í samtali við Morgunblaðið að á fundinum hefði m.a. verið rætt um að- komu Íslendinga að rannsóknaráætl- unum ESB. Voru þar m.a. ræddir möguleikar á því að Íslendingur yrði ráðinn tímabundið til yfirstjórnar Sjöttu rannsóknaráætlunarinnar. Hjördís segir að Busquin hafi verið afar jákvæður á fundinum og tekið vel í sjónarmið Íslendinganna. Hún sagði að fundinum, þ.e. þeim málefnum sem þar voru rædd, yrði fylgt eftir á næstu vikum Philippe Busquin yfirmaður vísinda- og tæknimála í framkvæmdastjórn ESB Morgunblaðið/Kristinn Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra og Philippe Busquin. Hrifinn af starfi Íslendinga BEIÐNI Landhelgisgæslunnar um blá forgangsljós á einkabifreiðar flugáhafna Landhelgisgæslunnar í bráðaútköllum hefur verið til um- fjöllunar í dómsmálaráðuneytinu. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir að leitað hafi verið umsagnar nokkurra aðila og þær hafi yfirleitt verið neikvæðar. „Lögreglustjórinn í Reykjavík mælti gegn hugmyndinni og segir í umsögn sinni að reynslan sé sú að mjög lítill tími sparist við notkun for- gangsljósa í þéttri umferð Reykja- víkur. Hins vegar geti ofnotkun ljós- anna skapað hættu í umferðinni. Þá lagðist Lögregluskóli ríkisins gegn þessari tillögu sem og tveir yfirmenn umferðardeildar lögreglunnar í Reykjavík,“ segir Björn. Hann segir að Landhelgisgæslan hafi nýverið ítrekað beiðni sína og hún sé til athugunar að nýju í ráðu- neytinu. Forgangsljós fyrir þyrlusveit Umsagnaraðilar hafa lagst gegn beiðninni KARLMAÐUR um tvítugt var stöðvaður í Þingvallastræti á Ak- ureyri eftir að bifreið hans var mæld á 112 km hraða. Hámarks- hraði við götuna er 50 km/klst. Ökumaðurinn má búast við fjár- sektum og sviptingu þegar málið verður tekið fyrir af dómstólum. Að sögn lögreglu hafa orðið al- varleg slys í Þingvallastræti en þar eru nokkrar gagnbrautir, verslanir og íþróttahús. Atvikið átti sér stað um níuleytið í fyrra- kvöld. Stöðvaður á 112 km hraða innanbæjar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.